Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
IMEYTENDUR
Verðkönnun vikunnar
ytojíÉÉ, A4 Venjulegur pappír, 80g. A3 Venjulegur pappír, 80g. A2A1 80g. pappír UTUósfírruN A 4 LITUÓSfílTUN A 3
Ljósprentstofan Ljósrit hf. Borgartúni 17 1 stk. 16.- 100 stk. 10.- 500 stk. 8.- 1000 stk. 4.- 1 stk. 31.- 100 stk. 25.- 500 stk. 20.- 1000 stk. 20.- 1 stk. 70.- 1 stk. 190.- 1 10 stk. stk. 100 stk. 1 10 stk. stk. 100 stk.
Ljósritun Fjölritunar, Nón hf. Suðurlandsbraut 6 18.- 710.- 10.- 7 8.- 7.- 6.- 36.- 720. 19.- - 716.- 12.- 10.- 135.- 235.- 245.- 185.- 100 gr. pappí 165.- 450.- 385.- 360.- 100 gr. pappír
Festa, Ljósritunarstofa Kópavogs Hamraborg 20a 17.- 12.- 6.- 6.- 30.- 20.- 14.- 14.- 100.- 200.- 220.- 190.- 90gr.pappír 155.- 440.- 380.- 90 gr. pappíi 310.-
Ljósritunarstofan Litaljós Höfðabakka 9 10.- 9.- 7.- 5.- 20.- 18.- 14.- 10.- 200.- 180.- 100 gr. pappi 130.- 'r 400.- 360.- 260.- 100 gr. pappír
Ljósritunarstofan ískort Ármúla 22 * 15.- / 5,5o 8.- / 5,5o 7.- 7 5,5o 4.90 7 5,5c 25.- 18.- 15.- 9.- 100.- 200.- 220.- 170.- 135.- 135 & 95 gr. pappír 425.- 350.- 270.- 135 & 95 gr. pappír
Ljósritunarstofan Samskipti Síðumúla 4, Hallveigarstíg 1 15.- 78.- 10.- 78.- 8.- 7 8.- 7.- 7 8.- 30,- 716.- 20.- 716.- 46.- 716.- 14.- 716.- 105.- 210.- 195.- 146.- 90 gr. pappír 98.- 332.- 249.- 90 gr. pappi 166.- r
Ljósritunarstofan Skyndiprent sf. Fákafeni9 15.- 8,5o 6.- 5.- 25.- 20.- 15.- 13.- 220.- 175.- 95 gr. pappír 140.- 420.- 335.- 95 gr. pappi 270.- 'r
Ljósritunarstofan Stensill hf. Suðurlandsbraut 4 15.- 10.- 8,10 8,10 18.- 15.- 9,70 9,70 99.- 198.- 220.- 195.- 144.- 80 gr. pappír 440.- 360.- 288.- 80 gr. pappír
Ljósprentstofan Ármúla 22 Ármúla 22 (bakhús) 14,94 8,22 6,23 5,48 30.- 724. 27* - 716.- 14,94 11,21 95,87 191,73 196.- 180.- 131.- 100 gr. pappír 392.- 360.- 260.- 100 gr. pappír
Ljósprentstofan Ljósborg hf. Laugavegi 168 15.- 11.- 7.- 90 gr. pappfr 7.- 30.- 20.- Tilboð Tilb. 100.- 190.- 90 gr. pappír
Hans Petersen Kringlunni 8-12, Bankastræti 4, Laugavegi 82 & 178, Hamraborg 5 240.- 205.- 80 gr. pappi 145.- r 480.- 410.- 290.- 80 gr. pappír
V Lægra verOiO miOast viO að fólk Ijósríti sjált sína pappíra
Ljósritunarstofur bjóða skólafólki 15-30% afslátt eða fast verð á hvert ljósrit
50% verðmunur á ljósritun
100 blaða af sama eintaki
Verð á ljósritum er hæst þegar um fá eintök
er að ræða en lækkar hlutfallslega eftir
magni, auk þess sem ljósritunarstofur bjóða
þá afslátt eða gera tilboð.
MIKILL verðmunur er á þjónustu Ijósritunarstofa, samkvæmt verðkönnun
neytendasíðunnar hjá 11 Ijósritunarstofum. Þannig reyndist vera allt að 400
króna verðmunur á ijósritun 100 blaða af sama eintaki af stærðinni A4.
Þessi þjónusta kostaði 800 kr. hjá Ljósritunarstofunni Ískorti en var 50%
dýrari hjá Ljósritunarstofu Kópavogs Festa þar sem verðið var 1.200 kr.
Sama magn af stærðinni A3 var hins vegar ódýrast hjá Ljósritunarstofunni
Stensli hf., 1.500 kr., en 80% dýrara hjá Ljósprentstofunni Ármúla 22, 2.700 kr.
Þetta verð miðast við að stofurnar
annist sjálfar vinnuna. Hins vegar
býðst viðskiptavinum Ljósprentstof-
unnar Ármúla 22, Ljósritunarstof-
unnar ískorts, Ljósritunarstofunnar
Samskipta og Ljósritun Fjöiritunar
Nón hf., að ljósrita sjálfum og lækk-
ar þá verðið nokkuð. Miðað við 100
eintök kostar slíkt 800 kr., A4, og
1.600 kr., A3, hjá Fjölritun Nón hf.,
Samskiptum og Ljósritunarstofunni
Ármúla 22, en 550 kr., A4, hjá ís-
korti.
Allar ljósritunarstofumar í verð-
könnuninni lögðu áherslu á að upp-
gefíð verð væri viðmiðunarverð og
Umboðsmaður
neytenda
FYRIR þingi Neytendasamtakanna
liggur tillaga um stofnun embættis
umboðsmanns neytenda eins og tíðk-
ist á öðrum Norðurlöndum til að
styrkja neytendavemd.
Með samkeppnislögum, hefur ver-
ið valin sú leið hér á landi að hafa
sérstaka deild við Samkeppnisstofn-
un sem sinnir þessu hlutverki, en að
mati Neytendasamtakanna fara
samkeppnismál og neytendavernd
ekki alltaf saman.
----» ♦ ♦---
Locobase-
kynning
KYNNINGAR á Locobase-rakakremi
verða í apótekum á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu 17. október-1. desember.
í fréttatilkynningu frá Pharmaco,
sem flytur kremið inn segir að rann-
sóknir á Norðurlöndum hafí sýnt að
mjög margir telji sig hafa þurra húð,
sérstaklega á vetuma. I Locobase-
kremi er 70% fita, en engum ilmefn-
um blandað við það. Ókeypis prufur
ásamt upplýsingabæklingi liggja
frammi í mörgum lyfjaverslunum.
Sérverslun með rúm og dýnur
EINAR Herbertsson hefur opnað sérverslun með rúm og dýn-
ur, Rekkjuna, í Skipholti 35. Verslunin er í 150 fm húsnæði og
þar eru á boðstólum rúm af mörgum gerðum, t.d. bandarísk
vatnsrúm. Ennfremur fást allir fylgihlutir fyrir vatnsrúm; hlífð-
ardýnur og rotvarnarvökvi. Einar keypti nýverið umboð fyrir
vatnsrúmin og þau fást nú eingöngu í Rekkjunni, en þar fást
líka íslenskar springdýnur.
alltaf væri gefinn afsláttur eða gerð
tilboð ef um mikið magn væri að
ræða. Því er e.t.v. óraunhæft að bera
saman verð á 1.000 eintökum á
meðfylgjandi töflu þótt þar komi
mestur verðmunur í ljós. T.d. kosta
1.000 eintök, A4, í Ljósprentstofunni
Ljósriti hf. 4.000 kr. en tvöfalt meira
í Ljósritunarstofunni Stensli hf. eða
8.100 kr.
Fjölritun
Sumar stofur fjölrita, sé þess ósk-
að. Slíkt er yfirleitt ódýrara þegar
um mikið magn er að ræða, en
margir telja gæðin lakari en við ljós-
ritun. Ennfremur er víðast hægt að
láta ljósrita á litaðan pappír, en slíkt
er yfirleitt krónu dýrara.
Stofurnar bjóða nemendum 15%
til 30% afslátt af uppgefnu verði á
ljósritun og annarri vinnu svo sem
plasthúðun og innbindingum. Hjá
Fjölritun Nón hf. og Ljósritunarstofu
Kópavogs Festu greiða nemendur 6
kr. fyrir hvert eintak óháð magni.
Verðskrár ljósritunarstofa eru
mjög misjafnar. Sumar stofur bjóða
sama verð á hveiju eintaki hvort sem
um er að ræða eitt ljósrit eða 30
ljósrit, en aðrar stofur bjóða sama
verð á hverju stykki allt að 99 ljósrit-
um o.s.frv. Til þess að hægt væri
að gera verðsamanburð voru stof-
urnar beðnar um að gefa upp ákveð-
ið verð á tilteknum fjölda; viðmiðun-
arverð án afsláttar eða sérstakra
vildarkjara fastra viðskiptavina.
Litljósritun
Litljósritun var ódýrust í Ljósrit-
unarstofunni Samskiptum. Þar
kostuðu 10 eintök af A4 1.460 kr.
og sami fj'öldi í A3 2.490 kr. Sam-
svarandi stærðir og fjöldi kostaði
2.050 kr. og 4.100 kr. í Hans Pet-
ersen. Eins og getið er um í töfl-
unni litljósrita stofurnar á mismun-
andi þykkan pappír. Hér er einung-
is um verðsamanburð að ræða, ekki
gæðasamanburð.
Kartöflu-
kílóið á
8 og 9 kr.
í HELGARTILBOÐUM versl-
ana sem birtust í blaðinu síð-
astliðinn fimmtudag voru
kartöflur boðnar á 8 krónur
kílóið í Bónus og 19 krónur í
tíu öðrum verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu sem hafa tekið
sig saman með átak í sölu á
íslenskum vörum.
„Verslanirnar sem tóku sig
saman gerðu samning við
heildsala um verð á kartöflum
og verðið gildir til 24. október
næstkomandi. Þetta er liður í
því að kynna íslenska vöru og
við höfum tekið okkur saman
nokkrir kaupmenn til að reyna
að lækka vöruverð í leiðinni,"
segir Gunnar Steingrímsson
kaupmaður hjá Plúsmarkaðn-
um í Grafarvogi.
Þær verslanir sem um ræðir
eru auk Plúsmarkaðarins í
Straumnesi, Grímsbæ og Graf-
arvogi, 10-10 verslanirnar í
Suðuveri, Hraunbæ og Norð-
urbrún, Matvöruverslunin
Austurveri, Sunnukjöt, Garða-
kaup Garðabæ og Hornið á
Selfossi.
Jón Ásgeir Jóhannesson hjá
Bónus segir að mikið magn
sé til af kartöflum í landinu
og um hagstæð innkaup við
íslenska bændur sé að ræða
en í Bónus kostar nú kílóið 8
krónur.