Morgunblaðið - 15.10.1994, Side 22
22 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
íslensk skáldverk í enskum þýðingum
Bláir pensil-
drættir landsins
JOE Allard háskólakennari frá
Englandi kennir bandarískum her-
mönnum á Keflavíkurflugvelli bók-
menntir. Hann hefur fengið leyfi frá
kennslu í heimalandi sínu til að sinna
þessu verkefni, sem að hans dómi
er mikilvægt. í fyrra var Allard for-
maður stjórnar Listahátíðar Essex-
borgar í Colchester á Englandi.
Hátíðin var helguð menningu Islands
og Norður-Atlantshafseyja og sóttu
margir íslenskir rithöfundar og lista-
menn hátíðina heim. Á sunnudaginn
verður dagskrá á Flughótelinu í
Keflavík, þar sem íslensk skáld og
tónlistarmenn koma fram.
Allard kom fyrst til íslands fyrir
tíu árum og vissi þá að eigin sögn
ekkert um landið. Hann kenndi á
Keflavíkurflugvelli í tæpa tvo mán-
uði. Það var íslenskur leigubílstjóri,
Högni, sem vakti áhuga hans á ís-
lendingasögum, og benti honum á
að lesa Njálu. Þar með var ekki aft-
ur snúið.
Áhugi Joe Allards beindist þó
ekki eingöngu að fombókmenntum.
íslenskar samtímabókmenntir, ekki
síst ljóðlist, eignuðust í honum vel-
unnara og talsmarin. Hann kom því
til leiðar að hjá bókaforlaginu The
Greyhound Press í samvinnu við
Essexhátíðina komu út tvö kver með
ljóðum eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
og Sjón. Sem ritstjóri bókaflokksins
Shad Thames hjá The Greyhound
Press hefur hann beitt sér fyrir út-
gáfu íslenskra bóka í enskum þýð-
ingum. Nýlega kom út ljóðasafnið
Brushstrokes of Blue (Bláir pensil-
drættir) með verkum ungra ís-
lenskra skálda sem Páll Valsson
hefur valið. Skáldin eru Einar Már
Guðmundsson, Elísabet Jökulsdóttir,
Sigfús Bjartmarsson, Linda Vil-
hjálmsdóttir, Gyrðir Elíasson, Sjón,
Kristín Ómarsdóttir og Bragi Ólafs-
son. Ljóðin eru þýdd af David
McDuff, Sigurði A.
Magnússyni og Bem-
ard Scudder.
íslenskar
skáldsögur
Eftirmáli regndrop-
anna, skáldsaga Einars
Más Guðmundssonar,
kemur út á þessu ári í
þýðingu Bemards
Scudders, en þýðing
Scudders á Englum al-
heimsins eftir sama
höfund er væntanleg.
Einnig hefur Bernard
Scudder þýtt Grámos-
ann eftir Thor Vil-
hjálmsson og kemur hún út á næsta
ári ásamt Tröllakirkju Ólafs Gunn-
arssonar í þýðingu Davids McDuff.
í samtali við Morgunblaðið kvaðst
Joe Allard vona að íslenski bóka-
flokkurinn hjá The Greyhound Press
héldi áfram göngu sinni þannig að
unnt væri að kynna fleiri skáld og
skáldsagnahöfunda. Hann þakkaði
sérstaklega Jakobi Frímanni Magn-
ússyni í London fyrirgreiðslu og að-
stoð.
Líf í ljóðagerð
„Ljóðlist á Englandi
er sundurleit, brota-
kennd,“ sagði Allard.
„Nú ber mikið á áhrif-
um frá músík, einkum
pönki. íslensk ljóðagerð
er líflegri að mínu
mati.“ Þótt Allard
kunni vel að meta
skáldsögur á ljóðlist,
bæði gömul og ný, hug
hans allan, jafnt Hjálm-
ar frá Hofi sem yngri
skáld. Hann hefur sjálf-
ur ort ljóð og hafa
nokkur þeirra birst i
íslenskri þýðingu í Lesbók Morgun-
blaðsins.
Tónlist er honum líka hugleikin,
enda hefur hann verið píanóleikari
og einnig leikið á harpsíkord. Hann
hefur átt góða samvinnu við Hafliða
Hallgrímsson tónskáld og Kolbein
Bjarnason flautuleikara sem voru
meðal þeirra sem lögðu sitt af mörk-
um til Essexhátíðarinnar.
Jóhann Hjálmarsson
Joe Allard
Súpa og sápa
LEIKUST
Illaðvarpinn
SÁPA
Höfundur: Auður Haralds. Leik-
stjóri: Sigríður Margrét Guð-
mundsDóttir.
ÝMSAR tilraunir hafa verið
gerðar hér á landi til að reka svo-
kallað kaffileikhús en flestar
þeirra hafa verið fyrirfram dæmd-
ar til að mistakast. Ástæðan hefur
yfirleitt verið sú, að komið hefur
verið með leiksýningar inn í kaffi-
eða veitingahúsarekstur, sem þeg-
ar hefur tekið á sig form, þannig
að leiksýningin hefur verið fyrir.
Einnig er það nú svo að fyrir 8-10
árum man ég eftir að leikhópar
gáfust upp, vegna eigin kröfu um
algera þögn og helst hljóðeinangr-
uð hús til að ekki heyrðist bílaum-
ferð eða flugvéladrunur að utan -
jafnvel kaffibolli lagður á undir-
skál var svo mikil truflun að jaðr-
aði við náttúruhamfarir.
Ýmsar leiklistartilraunir hafa
og verið gerðar í Hlaðvarpanum
en yfirleitt þurft að vera víkjandi
fyrir annarri starfsemi í húsinu.
Það var því gleðilegt að heyra að
þar ætti að hefjast rekstur „kaffi-
leikhúss“ - innan gæsalappa -
þar sem sýningar yrðu settar upp
með það í huga að verið væri að
leika í umhverfí sem er alls óskylt
líkhúsum.
Fyrsta sýningin í kaffileikhús-
inu, Sápa, er skrifuð með þetta í
huga. Leikurinn á sér stað á þessu
sama kaffihúsi, þar sem inn koma
nokkrar konur sem eru eins ólíkar
og gengur og gerist á kaffihúsum.
Klæðaburður þeirra, talsmáti og
val á drykkjum endurspegla ólíka
þjóðfélagsstöðu þeirra, sem og
hvemig höndum lífið hefur farið
um þær. Sumum þeirra hefur ver-
ið strokið með silkihönskum frá
vöggu, að því er virðist. Öðrum
hefur verið velt frá einni gaddakr-
umlu til annarrar. Þama er kona
sem er eiginkona mannsins síns
þótt hana langi virkilega að gera
fleira við líf sitt - til dæmis að
láta gott af sér leiða, konur sem
brúka munn og menn þegar þær
þurfa sjálfar á að halda, kona sem
hugsar svo skammt að hárgreiðsl-
an hennar er það eina sem rúmast
í heilabúinu, kona sem tryllist opin-
berlega af einsemd og bambandi
ólétt gengilbeina, sem af einfaldri
hjartagæsku bregst við hinum ör-
veirusmáu áhyggjum gesta sinna
sem alvöru stórveldisvanda.
Eins og í öllum alvöru sápum
er sýningin í nettum ýkjustíl og
jaðrar við að fara yfir strikið. En
bæði höfundi og leikstjóra tekst
að beygja af leið í tæka tíð og
sveifla sér yfír í eitthvað allt ann-
að, áður en það gerist.
í hlutverkum kvennanna eru
Erla Ruth Harðardóttir, Guðlaug
María Bjamadóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Margrét Ákadóttir,
Margrét Guðmundsdóttir og Sig-
rún Gylfadóttir. Þær sköpuðu allar
sérstæðar og sniðugar týpur og
ég verð að segja að ég skemmti
mér alveg ágætlega. Þetta er
óvenjuleg sýning og fólk ætti að
varast að setja sig í hátíðlegar
stellingar áður en það fer í kaffi-
leikhúsið í Hlaðvarpanum.
Þetta er skemmtileg viðbót við
leikhúslífið í bænum og er óskandi
að það nái að festa sig í sessi.
Veitingamar úr hugmyndaheimi
Steinunnar Bergsteinsdóttur eru
léttar og gómsætar og leikhúsmeð-
lætið til skemmtunar. Þeir sem fara
í fýlu ef þeir fá ekki að bijóta heil-
ann á sér í spað þegar þeir splæsa
kvöldstund í leikhús og þeim sem
fínnst leiðinlegt að hlæja er ein-
dregið ráðlagt að halda sig fjarri.
Þeir gætu eyðilagt fyrir þeim sem
ekki sækjast eftir gullmedalíu í
gáfumannaklúbbnum.
Súsanna Svavarsdóttir
ÚR SÁPU Auðar Haralds.
GUÐRÚN María Finnbogadóttir og Þorkell Sigurbjörnsson.
Tónvakaverðlaun
TONOST
Háskólabíó
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR
RÍKISÚTVARPSINS
Guðrún María Finnbogadóttir, Þor-
kell Sigurbjörnsson. Sinfóníuhljóm-
sveit Islands. Stjórnandi Anthony
Hose. Fimmtudagur 13. október.
TÓNLISTARVERÐLAUN Ríkis-
útvarpsins voru afhent Guðrúnu
Maríu Finnbogadóttur sópransöng-
konu og Þorkatli Sigurbjörnssyni
tónskáldi á hátíðartónleikum Rík-
isútvarpsins fimmtudaginn 13. októ-
ber. í upphafi tónleikanna þakkaði
Guðmundur Emilsson, tónlistarráðu-
nautur útvarpsins, öllum hlutaðeig-
andi framlög sín og bar fram fram-
tíðaróskir til handa verðlaunahöfum.
Tónleikunum var útvarpað á Norður-
löndum og um Eystrasaltslönd, stóð
í efnisskrá, sem var heldur rýr á að
líta og upplýsingafátæk, og veit
undirritaður ekki ástæðuna fyrir
flutningi fyrsta verks tónleikanna,
Helios, forleiks eftir Carl Nielsen,
forvitnilegra hefði verið fyrir Norð-
urlöndin, og hin löndins að heyra
fyrst íslenskan forleik. Ástæða var
aftur á móti fyrir valinu sem næst
kom, en það voru þijár óperuaríur
valdar með raddgerð Guðrúnar Mar-
iu í huga. Guðrún hefur litfagra
söngrödd, sópran eða kannske öllu
frekar súperetta, röddin yfirleitt jöfn
á raddsviðinu öllu, en vantar enn
öryggi í hæðina. Strax í fyrstu ar-
íunni, Deh vieni non tardar, úr Brúð-
kaupi Fígaros eftir Mozart, sýndi
hún að Súsanna er henni nærtæk
og þar á röddin vel heima. Músetta,
í La Bohéme, hefur kannske grófari
töfra heldur en Guðrún sýndi í vals-
inum, enda erfítt að skila honum svo
vel sé, án þess að fá að leika með
söngnum. Aríunni úr Rómeó og Júl-
íu eftir Gounod á Guðrún vonandi
eftir að ná betra valdi á síðar. Aríu
Laurettu úr Gianni Schicci hættir
mörgum til að syngja bara fallega
en gleyma húmornum hjá Puccini
og óþekktarorminum Laurettu, á
þessu var ekki undantekning nú.
Valsinn eftir Arditi var í hraðasta
lagi fyrir Guðrúnu og verður að telj-
ast sök stjórnandans. En sem fyrr
segir, Guðrún hefur litfagra rödd
sem hún vonandi nær að þroska og
fága og bestu óskir fylgja henni á
þeirri braut og veitir ekki af, því
marga keppinautana mun hún fyrir-
finna og ekki hvað síst með þessa
raddgerð. Eftir hlé lék hljómsveitin
fyrst tvö verk eftir Þorkel Sigur-
bjömsson, það fyrra samið fyrir all-
mörgum árum og skrifað fyrir ungl-
ingahljómsveit. Hljómsveitartröll
heitir það, ekki áberandi tröllslegt
til áheyrnar, heitir enda Hljómsveit-
artröll, sem áreiðanlega eru allt önn-
ur tröll en þau sem við kynntumst
og komu beint ofan úr fjöllunum og
fengu börnin til að skjálfa af
hræðslu. Þessi tröll eru víst útdauð
á íslandi, því miður, eins og þau
voru spennandi, skemmtileg og
tröllsleg og þetta vissi Þorkell vitan-
lega, virðist enda kunna að skrifa
fyrir alla aldursflokka. Filigree
(Víravirki), fyrir strokhljómsveit og
einleikara, er fallegt verk og sann-
kallað víravirki, sem heyrast mætti
oftar. Einleikarar í verkinu eru Sym-
on Kuran, fiðlu, Richard Talkowsky,
selló, Jón H. Sigurbjörnsson, flautu,
Monika Abendroth, hörpu, og Anna
Guðmundsdóttir, píanó, og skiluðu
öll sínu verki mjög vel. Bæði þessi
verk hafa verið flutt áður en nú í
fyrsta sinn á íslandi. Heimir Steins-
son útvarpsstjóri afhenti Guðrúnu
og Þorkatli Tónvakaverðlaunin og í
lokin frumflutti hljómsveitin verkið
Diafónía eftir Þorkel. Hér hrönnuð-
ust upp hugmyndir og hafði maður
tæplega við að fylgja þeim eftir.
Þetta er verk sem maður þarf að
heyra aftur, en undirrituðum datt í
hug hvort kannske hefði verið meiri
tillitsemi við áheyrendur að hafa
hugmyndirnar færri og vinna lengur
úr þeim. Hins vegar ráðleggur eng-
inn skáldi eitt né neitt, hans er að
yrkja, hinna að skilja eða skilja ekki.
En þjóðin hefur tekið við Þorkatli,
svo margt fallegt hefur hann af sér
fætt. Hljómsveitina hef ég oft heyrt
leika betur, en sterka hlið hljómsveit-
arstjórans virðist ekki vera hljóm-
sveitarstjórn án söngvara.
Ragnar Björnsson
Dagskrá
Unglistar
í dag
KL. 12, Ráðhús Reykjavíkur.
Unglist ’94 sett.
Kl. 12, Ráðhús Reykjavíkur.
Ljósmyndamaraþon Unglistar
hefst. Skráning og úthlutun
keppnisgagna. Filmum skal
skilað kl. 24 að kvöldi í Hitt
húsið, Brautarholti 20.
Kl. 12, Ráðhús Reykjavíkur.
Stuttmyndamaraþon Unglistar
hefst. Skráning og úthlutun
keppnisgagna. Spólum skal
skilað kl. 18 í Hitt húsið, Braut-
arholti 20.
Kl. 13-18, Hitt húsið, Leik-
smiðja Unglistar tekur til
starfa.
Kl. 14-17, Hitt húsið. Rokk-
textasmiðjan opnar.
Jazz á
Egilsstöðum
JAZZKVARTETT Árna ísleifs
leikur á Hótel Valaskjálf sunnu-
daginn 16. október frá kl. 10-1
ásamt gestaleikaranum Alfreð
Alfreðssyni trommuleikara.
Kvartettinn skipa, auk Árna,
Einar Bragi, saxafónn og
flauta, Aðalheiður Borgþórs-
dóttir, söngkona og Guðjón
Þorláksson, bassi.
Danskir
haustdagar
NÚ stendur yfír sýning á dam-
askdúkum, skartgripum og hús-
gagnahönnun í Ráðhúsi Reykja-
víkur í tilefni af Dönskum haust-
dögum, en þar sýnir Ragnheiður
Thorarensen, umboðsmaður
Jensen Damask, damaskdúka
og fleira um helgina.
Georg Jensen Damask hlaut
dönsku ID-verðlaunin í ár. Sýn-
ingin stendur til 20. október.
Tónleikar í
Oddakirkju
í TILEFNI 70 ára afmælis
Oddakirkju var ákveðið að halda
þrenna tónleika í kirkjunni.
Næstu tónleikar verða haldnir
annað kvöld, 16. október.
Flytjendur á tónleikunum eru
Hörður Áskelsson á orgel, Cam-
illa Söderberg á blokkflautur,
Peter Tomkins á barokkóbó og
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á
barokkselló.