Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 52
MICROSOFT.
WINDOWS.
EINAR J.
SKÚLASON HF
TVÖFALDUR1. vinningur
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVlK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Avöxtunarkrafa húsbréfa hækkar úr 5,35% í 5,55%
Væntingar um
vaxtahækkanir
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa
hækkaði úr 5,35% í 5,55% í vikunni
vegna aukins framboðs eldri hús-
bréfa á eftirmarkaði en að sama
skapi lítillar eftirspumar. Gunnar
Helgi Hálfdánarson, forstjóri Lands-
bréfa hf., segir að fjárfestar hafí að
undanförnu haldið að sér höndum í
Jcaupum á langtímaverðbréfum eða
jafnvel selt slík bréf til að ávaxta
fé sitt á skammtímamarkaði. „Þetta
má eflaust rekja til væntinga þeirra
um vaxtahækkanir á langtímabréf-
um vegna væntanlegra kjarasamn-
inga, fjárlagagerðar og kosninga. Á
sama tíma hefur Seðlabankinn dreg-
ið úr kaupum á ríkisskuldabréfum á
Verðbréfaþingi. Þá óttast fjárfestar
að uppsveifla í hagkerfínu kunni að
leiða til aukinnar eftirspumar eftir
fjármagni og fjárfestingar eriendis
eftir næstu áramót geti ýtt undir
hækkun vaxta.“
Ávöxtunarkrafa húsbréfa varð
lægst í vor eða 4,97% en hefur
smám saman verið að þokast upp
í haust. Gunnar Helgi segir að kjör
á skammtímaverðbréfum séu nú
afar hagstæð. „Það er hægt að fá
nokkuð örugglega 4-5% raunvexti
á skammtímaverðbréfum næstu
þrjá mánuði eftir því hvaða verð-
bólgu er spáð. Því má segja að
hagstæð kjör á skammtímamarkaði
hvetji íjárfesta til að flýta sér hægt
í þeirri óvissu sem þeir sjá fýrir sér
á fjármagnsmarkaði á næstu mán-
uðum. Þetta ýtir upp vöxtum á
langtímaverðbréfum."
Lágt raungengi
Aðspurður um hvort hann væri
sammála fullyrðingum um að
skammtímavextir muni hækka á
næstunni sagði Gunnar Helgi að
hér væri um að ræða „akademísk-
ar“ vangaveltur. „Ég sé ekki að
skammtímavextir muni hækka á
næstunni heldur benda hreyfing-
arnar á markaðnum að undanförnu
þvert á móti til lækkunar skamm-
tímavaxta. Það verður að hafa í
huga í samanburði við raunvexti
erlendis að þar er áhætta mikil.
Sænska krónan mun t.d. snarfalla
ef Svíar hafna aðild að ESB. Raun-
gengi íslensku krónunnar er hins
vegar mjög lágt og fyrir vikið er
erlend fjárfesting ekki mjög spenn-
andi kostur, að minnsta kosti fram-
an af á næsta ári.“
Aðspurður um hvort tafír á út-
gáfu húsbréfa muni geta valdið
frekari hækkun ávöxtunarkröfunn-
ar sagðist Gunnar Helgi telja það
fremur ólíklegt miðað við að þetta
væri ekki hlutfallslega há íjárhæð.
„Ég tel að áhrif „húsbréfatappans"
á vexti verði óveruleg," sagði hann.
Morgunblaðið/Sverrir
Nýjar hrað-
ferðir hjá
Strætó
TEKNAR verða upp á mánudaginn
fjórar nýjar hraðferðir úr austur-
hverfum borgarinnar, um Grensás-
stöð og Hlemm niður á Lækjart-
org. Ferðirnar eru aðeins á morgn-
ana og farið með fólk niður í bæ
en ekki tilbaka og heita nýju hrað-
leiðirnar allar Hlemmur-hraðferð
eins og sést á þessum vagni.
■ Hraðferðir/9.
Hægt að
sækja um
heilsdags-
vistun
FORELDRAR, giftir og í sambúð,
sem hingað til hafa aðeins átt'köst
á hálfsdagvistun fyrir böm sín á leik-
skólum Reykjavíkurborgar, geta nú
sótt um heilsdagsvistun. Frestur er
til 31. október nk.
Að sögn Bergs Felixsonar, fram-
kvæmdastjóra Dagvistar barna, var
þörfín fyrir dagvistun könnuð meðal
foreldra ungra barna í Reykjavík.
Hánn segir að ekki sé búið að vinna
úr könnuninni en ljóst sé að margir
foreldrar óski eftir heilsdagsplássi.
Engínn skóli í smíðum
Bergur segir að búið sé að fylla
alla leikskóla í vetur en segir hugs-
anlegt að hægt verði að fjölga heils-
dagsplássum á einhverjum þeirra þar
sem biðlistar eru ekki langir, a.m.k.
verði ekkert pláss látið ónýtt. Hann
segir að mikil áhersla hafí verið lögð
á að taka fimm nýja leikskóla í notk-
un nú fyrir haustið og öll fjárveiting
ársins því notuð fyrri part ársins.
Af þeim sökum sé enginn nýr leik-
skóli í byggingu í borginni nú.
Morgunblaðið/Sverrir
Bandarískt fyrirtæki í viðræðum
við Hafnarfjarðarbæ
Ahug’i á slípi-
efnaframleiðslu
FULLTRÚAR frá bandarísku fyrir-
tæki, Washington Mills, áttu í vik-
unni könnunarviðræður við bæjar-
stjómarmenn í Hafnarfírði um hugs-
anleg kaup fyrirtækisins á eigum
Stálfélagsins til slípiefnaframleiðsu.
Að sögn Magnúsar Gunnarssonar,
formanns bæjarráðs Hafnarfjarðar,
var ákveðið að halda viðræðum
áfram.
Magnús sagði að verksmiðja sú
sem Washington Mills hefði áhuga á
að reka í húsnæði Stálfélagsins ætti
að geta veitt um 60 manns atvinnu,
og auk þess yrði um mikla flutninga
um Hafnarfjarðarhöfn að ræða.
„Þeir voru jákvæðir og við sýndum
þessu að sjálfsögðu áhuga. Við óskuð-
um eftir að þeir kæmu með nánari
upplýsingar og sömuleiðis munum við
veita þeim frekari upplýsingar. Það
sem menn eru fyrst og fremst að
sækjast eftir er raforkan, góð hafnar-
aðstaða og vatn, en til þessarar fram-
leiðslu þarf mikið af vatni. Allt þetta
er til staðar hérna,“ sagði Magnús.
Haugnrinn að hverfa
Eina starfsemin sem verið hefur
undanfarið í tengslum við stálbræðsl-
una er að brotajárnshaugur sem
safnast hafði fyrir hefur verið tættur
niður til útflutnings. Haraldur Ólafs-
son í Furu hefur verið með þá starf-
semi á höndum og er haugurinn nú
nánast uppurinn.
Lögfræðingar efast um lagagrundvöll nýja umsýslugjaldsins
„Olögmæt skattheimta“
Tryggingaráðherra hefur látið semja frumvarp
til að treysta lagagrundvöll reglugerðarinnar
Laugar-
dalshöll
stækkuð
FRAMKVÆMDIR eru hafnar
við stækkun Laugardalshallar
vegna heimsmeistarakeppn-
innar í handbolta á næsta ári.
Jarðvinnu miðar vel að sögn
Ola Jóns Hertervig, verkefnis-
stjórahjá byggingadeild borg-
arverkfræðings, og hefur þeg-
ar verið auglýst eftir verktök-
um til að taka þátt í forvali
vegna lokaðs útboðs á bygg-
ingunni sjálfri.
Byggingin verður 520 fm
áhorfendasalur og 90 fm þjón-
usturými og á að vera tilbúin
í byrjun apríl á næsta ári.
LOGFRÆÐINGAR efast um lög-
mæti álagningar svokallaðs um-
sýslugjalds sem lagt er á allar hús-
eignir í landinu og fleiri ákvæði
reglugerðar heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra um lögboðna bruna-
tryggingu húseigna. Reglugerðin
var gefín út þrátt fyrir að nefndin
sem samdi hana hafí talið að laga-
grundvöllur tiltekinna ákvæða
hennar, meðal annars um gjaldtök-
una, gæti verið traustari. Ráðherra
hefur nú látið semja frumvarp til
breytingar á lögunum til að treysta
lagagrundvöll reglugerðarinnar og
er ætlunin að leggja það fram á
Alþingi á næstunni.
Húsatryggingar Reykjavíkur eru
borgarstofnun. I samtali við Morg-
unblaðið bendir Jón G. Tómasson
borgarritari á að lög um bruna-
tryggingar heimili gjaldtöku vegna
virðingar en engin heimild sé til að
leggja umsýslugjald á allar húseign-
ir í landinu, alls 35 milljónir á ári.
„Ég tel að þetta sé ólögmæt skatt-
heimta og hafí enga lagastoð," seg-
ir hann. „Ég er ekki í nokkrum
vafa um að það skortir lagastoð
fyrir þessari gjaldtöku," segir Ingv-
ar Sveinbjörnsson hæstaréttarlög-
maður hjá Vátryggingafélagi Is-
lands. Hann segir að fjölmargir lög-
fræðingar hafi skoðað þetta mál
og allir séu sömu skoðunar.
Fráleit vinnubrögð
Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu og formaður nefndarinnar
sem samdi reglugerðina, segir að
nefndin telji hana standast lög en
betra væri að fá tryggari lagastoð.
Jón G. Tómasson segir að ráð-
herra hafí staðfest reglugerðina
þrátt fyrir ummæli nefndarinnar
sem samdi hana um nauðsyn á
traustari lagastoð. Með þessu tæki
framkvæmdavaldið sér vald til
skattlagningar sem það hefði ekki.
Síðan ætti að fara til Alþingis til
að fá eftirásamþykki þess. Bendir
hann á að reglugerð sé ætlað að
fylla út í lagaramma en ekki öfugt.
„Þetta eru fráleit vinnubrögð, ná
engri átt,“ segir Jón.
■ Efast um lögmæti/26-27