Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Nývarð Ólfjörð Jónsson var fæddur í Garði í Ólafsfirði 30. sept- ember 1910. Hann lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 8. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Svana Guðvarðar- dóttir frá Garði, f. 1884, _ d. 1964, og Jón Arni Hansson sjómaður, f. 1890, > d. 1947.' Systur Ný- varðar eru Anney, Klara og Alda, sem allar eru látnar, og Sigrún, sem dvelur á ellideild Hornbrekku í Ólafs- firði. 18. maí 1939 kvæntist Nývarð Kristinu Siguijónsdótt- ur, f. 5.9. 1906, d. 12.8. 1990. Börn þeirra: Kári, f. 1940, og Guðfinna, f. 1950. Fóstursonur Nývarðar er Hreinn Bernharðs- son, f. 1930. Hann var sonur Kristínar frá fyrra hjónabandi. Nývarð varð búfræðingur frá Hólaskóla árið 1938. Hann var bóndi í Garði frá 1939-1974. Útför hans fer fram frá Ólafs- fjarðarkirlqu í dag. NÝVARÐ fósturfaðir minn ólst upp í Garði hjá afa sínum og ömmu, þeim Guðvarði Guðmundssyni og Guðfinnu Jónsdóttur. Á uppvaxtar- árum sínum vann hann hefðbundin landbúnaðarstörf þeirra tíma, sem flest voru leyst með handaflinu, en einnig var hann nokkuð til sjós eft- ir að fermingaraldrinum var náð. Tvítugur að aldri fór hann að stunda jarðabótavinnu vor og haust einkum íýrir bændur í Ólafsfirði, en einnig fyrir ýmsa kaupstaðarbúa, sem léttu sér framfærslu fjölskyldunnar með því að eignast ræktaðan landskika, sem dugði til að fóðra nokkrar ær eða jafnvel eina kú. Hugur Nývarðar stóð til sjósókn- ar, en að beiðni Guðvarðar afa síns tók hann við Garði og gerðist bóndi. Þótt Nývarð þekkti vel til allra bústarfa af eigin kynnum vildi hann auka hæfni sína til þeirra meira og því fór hann í Bændaskólann á Hólum og var þar einn vetur í svo- kallaðri bændadeild. Það var vetur- inn 1937-1938. Vorið 1939 urðu mikil þáttaskil í lífi hans, því hinn 18. maí kvænt- ist hann Kristínu Siguijónsdóttur, > móður minni og tóku þau þá við búskapnum í Garði. Kristín var ætt- uð frá Móafelli í Stíflu. Áður en hún giftist Nývarði hafði hún verið tví- gift, en misst báða menn sína eftir stutta sambúð. Hinn fyrri, Bernharð Guðónsson, lést úr berklum, hinn síðari, Guðmundur Magnússon, drukknaði. Jörðin Garður í Ólafsfírði er held- ur rýr til heyskapar, ræktunar og beitar. Þar hefur þó verið tvíbýli frá fornu fari. Ekki var bústofninn stór í byijun hjá þeim Nývarði og Kristínu eða ein kýr, kvíga og tólf ær. Hætt er við að einhvers staðar heyrð- ist hljóð úr homi ef vísi- töluijölskyldu nútím- ans væri ætlað að lifa af afrakstri slíks bús. Reyndar áttu þau nokkra hesta, sem Ný- varð notaði við jarða- bótavinnuna, en jarð- næðið var nú ekki burðugra en það, að flestum hestunum þurfti að koma í hagagöngu í Skagafirði yfír vetur- inn. Þau hjónin voru mjög samhent og lögðu oft nótt við dag til þess að efla búskapinn og auka afkomu- öryggið. Vinnudagurinn réðist ekki af klukkunni eða því hvort rauður dagur eða svartur var á dagatalinu, heldur þörfínni á að búa í haginn og ánægjunni yfír því að sjá árang- ur erfíðisins. Strax fyrsta vorið var íbúðarhúsið endurbyggt og stækkað mikið og á nokkrum næstu árum voru byggð ný útihús sem rúmuðu mun stærri bústofn en þau áttu í byrjun. Allt það land, sem ræktanlegt var talið með þeirra tíma tækni, var brotið upp og breytt úr mýrum og móum í grösug tún. Gróðursnauðir melar og berar urðir urðu einnig að lúta í lægra haldi fyrir gróskumiklum túngróðri. Og jafnvel þá var ekki látið stað- ar numið heldur keyptu þau eyðijörð frammi í miðsveitinni og þar var óræktin girt, þurrkuð upp og rækt- uð. Mér fínnst þetta þrotlausa starf hafa staðið yfír meginhluta búskap- aráranna, en þau urðu alls 45. Nývarð og Kristín eignuðust tvö börn, Kára, sem er kennari í Ólafs- fírði, hans kona er Sigrún Ingólfs- dóttir og eignuðust þau fjögur börn og eru þijú þeirra á lífi, og Guð- fínnu, sem er hjúkrunarfræðingur. Hún er búsett á Þórstöðum vestur í Eyjaijarðarsveit ásamt eiginmanni sínum, Óla Þór Ástvaldssyni, og íjórum bömum. Þá gekk Nývarð undirrituðum i föðurstað frá 9 ára aldri. Mín kona er Guðrún Þorvalds- dóttir og eigum við þrjá syni. Vorið 1974 brugðu þau Nývarð og Kristín búi og fluttu til Akureyrar. Móðir mín var þá orðin heilsuveil, en Nývarð var enn vel vinnufær, þótt eitthvað væri hann farinn að gefa sig eftir allan þrældóminn. Honum var boðin vinna á skódeild Iðunnar og þar vann hann í allmörg ár. Verunni á Akureyri kunnu þau vel. Þau eignuðust marga vini og kunningja og tóku þátt í starfi aldr- aðra. Bæði voru þau félagslynd og dugleg að fara á mannamót og í ferðalög, meðan heilsan entist. Móðir mín lést síðsumars árið 1990. Lát hennar var Nývarði mikið áfall, enda voru þau alltaf mjög samrýnd. Frá haustinu 1990 hefur Sigurbjörg Ormsdóttir búið með honum og veitt honum góða að- hlynningu, en hann þurfti oft á veru- legri umönnun að halda, einkum þó eftir að hann missti sjónina sl. vor. Síðustu tvo mánuðina lá hann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og þar lést hann hinn 8. október sl. Með Nývarði fóstra mínum er fallinn í valinn mikill athafna- og ræktunarmaður. Meðan hann var og hét mátti á mörgum bæjum hér í sveitinni sjá verkin hans, þar sem kargaþýfí og órækt hafði verið breytt í slétt og grösug tún. Á vorin, þegar frost fór úr jörð hóf hann jarðabótavinnuna, plægði, hreinsaði gijót, herfaði, jafnaði, sáði og valtaði. Allt þetta var unnið með hestum og oftast var hann einn. Það kom sér vel að hann var vel að manni, því að oft voru átökin mikii, einkum við plægingar á giýttu landi. Mest bar að sjálfsögðu á jarðrækt hans í Garði. Þegar bústofninn óx minnkaði þessi jarðræktarvinna hans og um það leyti sem véltæknin leysti hest- ana af hólmi við landbúnaðarstörfin lauk jarðabótum hans í Garði. Svo sem títt er með ötula menn og ósérhlífna voru Nývarði falin mörg trúnaðarstörf af sveitungum hans. Um áratuga skeið var hann formaður Búnaðarfélags Ólafsfjarð- ar, Ræktunarsambands Ólafsfjarðar og sauðijár- og nautgriparæktarfé- laganna í Ólafsfírði. Einnig var hann formaður stjómar Mjólkursamlags Ólafsfjarðar lengst af starfstíma þess. ÖIl þessi félög voru tengd starfi hans sem bónda og voru þannig að vissu leyti hagsmunafélög. Þessi upptalning sýnir vel það traust, sem bændur í Ölafsfírði báru til hans sem forystumanns í málefnum þeirra. Enn er eitt ótalið af þessum vett- vangi, hann var fjallskilastjóri um margra ára skeið. Nývarð kom víðar við í félagsmál- um en þeim sem tengdust starfi hans. Um tíma sat hann í bæjar- stjóm Ólafsfjarðar. Þá var hann fyrsti formaður Hestamannafélags- ins Gnýfara og ámm saman í stjórn þess. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á hestum. Yfírleitt vom tóm- stundir fáar á búskaparámnum, en best held ég að hann hafi notið þeirra á hestbaki. Eftir að hann flutti til Akureyrar gafst betri tími til þess að sinna þessu áhugamáli og margar góðar stundir átti hann þá með hestum sínum og í félagsskap annarra hestamanna. Þá las hann allt sem hann gat komið höndum yfir um hesta og ekkert umræðuefni held ég að hafi verið honum kærara. Það var líka gmnnt á ræktunar- manninum þar, því hann lagði mik- ið upp úr hrossarækt og var fróður um það efni. Sjálfur átti hann mörg góð hross um ævina. Enn er ótalinn einn þáttur í eðli þess mikla ræktunarmanns, mann- ræktin sjálf, en henni lagði hann einnig lið. Hann var framkvöðull að stofnun Ungmennafélagsins Vís- is og fyrsti formaður þess. Þar fann hann farveg fyrir áhuga sinn á efl- ingu þeirra eiginleika er hann taldi svo mikilvæga: trúmennsku, heiðar- leika, reglusemi og virðingu fyrir landinu og lífinu. Ungmennafélagsandinn var hon- um í blóð borinn og mörgum stund- um af takmörkuðum frítíma sínum helgaði hann ungmennafélagshreyf- ingunni. Nú er þessi mæti maður allur. Löngu og gifturíku ævinstarfi er lokið. Enn sjást verkin hans víða, en þau munu fyrnast eins og önnur mannanna verk. Eftir lifír minning um athafnamann, sem af einlægni sinnti þeirri köllun sinni að efla ræktun lands og lýðs. Blessuð sé minning hans. Hreinn Bernharðsson. Afi minn, Nývarð Jónsson, var fæddur í Garði, sem er bóndabær fyrir innan Ólafsfjarðarkaupstað. Foreldrar afa, Jón Árni Hansson, sem var sjómaður frá Siglufirði, og Svava Guðvarðardóttir verkakona, fluttu í kauptúnið á Ólafsfirði þegar hann var eins og hálfs árs gamall. Þegar afí var aðeins tveggja og hálfs árs vildi hann ekki vera ieng- ur hjá foreldmm sínum, heldur ákvað að fara í sveitina til afa síns og ömmu. Það var eitt sinn þegar afi hans kom til Ólafsfjarðar, að strákurinn elti hann að ósinum sem rann á milli Ólafsfjarðar og bæjanna sem voru hinum megin í sveitinni. End- aði þetta með því að hann tók strák- inn með sér í Garð. Þegar móðir afa fann hann ekki, fór hún að leita að honum. Hún fékk lánaðan hest og fór á honum yfir ósinn og í Garð. Fékk afi ekki að vera lengur í þetta skiptið og fór mamma hans með hann heim. En þá um haustið var farið á bát yfír ósinn og fór afi þá með honum og tilkynnti ömmu sinni að hann væri kominn og færi aldrei aftur. Var afí mjög ungur þegar hann fór að leita fjár með afa sínum, notaði afí hans hann þá til þess að sjá fyrir sig og hlaupa eftir ánum. Skólaganga afa byijaði þegar hann var rúmlega tíu ára gamall og fór hann þá annan hvern dag í skólann. Þær kröfur sem gerðar voru til nemenda voru að þeir ættu að vera læsir og sendibréfsfærir og sæmilega góðir í reikningi. Lauk skólagöngu hans tveimur árum seinna með fullnaðarprófi. Árið eft- ir var hann svo fermdur. Þegar afi var fjórtán ára gamall þótti hann heldur latur við hey- skapinn svo að ákveðið var að senda hann til sjós á árabát. Þurfti hann þá að leggja af stað klukkan fjögur um morguninn, ganga til Ólafsfjarðar og beita línuna í klukkutíma áður en lagt var af stað út á sjó. Stóð sjóferðin oft til sex um kvöldið og höfðu mennirnir með sér einn mjólkurbrúsa og kjöt- bita. Þegar afi afa spurði eitt sinn hvernig strákurinn væri á sjónum var honum svaraðf: „Strákurinn er sterkur og duglegur en svo mik- ill glanni að ég er hræddur um að koma ekki með hann til baka ein- hvern tímann." Þau laun sem afi Nývarð fékk runnu óskert til afa hans. Stundaði hann sjó á árabátum í þrjú ár, en bara á sumrin. Þegar afí var orðinn nítján ára gamall var ekkert að gera í bú- skapnum svo að það varð úr að hann réð sig á stóran mótorbát. Vom þessir bátar kallaðir dagróðra- bátar, vegna þess að þeir komu heim á kvöldin, en fóru snemma um morguninn eftir. Afi var í þijá vetur á bátunum, en eftir það fór hann í einn og einn túr ef vantaði menn vegna veikinda og þess hátt- ar. Hafði hann þá í laun tíu krónur fyrir róðurinn. Afi lenti í mörgu um ævina. Var það til dæmis einu sinni þegar hann var tuttugu og sex ára gamall að hann var vetrarmaður á Nautabúi í Hjaltadal. Var það rétt fyrir jólin sem hann ákvað að fara heim til Ólafsíjarðar yfir jólahátíðina. Var hann samferða öðrum manni sem heitir Jón Sigurðsson. Ætluðu þeir að taka bát sem gekk á milli Sauð- árkróks og Akureyrar en gátu ekki komist fyrr en eftir þann tíma. Fyrstu nóttina gistu félagarnir á Hofsósi. Morguninn eftir lögðu þeir af stað og ætluðu að ganga yfir Unadalsjökul. Hafði þá einn dreng- ur bæst við. Var veðrið sæmilegt þegar þeir lögðu af stað um morg- uninn. En þegar þeir ætluðu að fara upp á jökulinn skall á blinda- stórhríð með miklu frosti. Gengu þeir í nokkra tíma ýmist klofandi snjóinn eða skríðandi. Þegar nátt- myrkrið skall á ákváðu þeir að grafa sig í fönn. Urðu þeir að vaka alla nóttina til þess að þeir myndu ekki lokast inni. Morguninn eftir vökn- uðu þeir með fötin frosin utan á sér og voru kaldir og blautir. Ákváðu þeir að snúa við niður í dalinn. Þurftu þeir að leiðast alla + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR MATTHÍAS JÓHANNESSON, Fálkagötu 10, Reykjavík, lést í Landspítalanum þann 13. október. Svava Þórðardóttir, Málfríður Þórðardóttir, Hilmar Gunnlaugsson, tengdabarn, barnabörn og barnabarnabörn. HÖGNI MAGNÚSSON frá Vestmannaeyjum, Rjúpufelli 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. október kl. 13.30. Kristin Magnúsdóttir, Einar Ottó Högnason, Guðmundur Ingi Einarsson, Magnús Hörður Högnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir. NÝVARÐ ÓLFJÖRÐ JÓNSSON leiðina niður fjallshlíðarnar til þess að missa ekki sjónar hver á öðrum. Þegar þeir komu loks niður í byggð var tekið mjög vel á móti þeim. Voru þeir þá mjög illa leiknir. Var samferðamaður afa, Jón, með blá- svartar tær og varð að taka tvær stærstu tærnar á hvorum fæti seinna. Einnig voru eyrun á drengn- um eins og klessur og sagði afí að honum hefði ekki dottið annað í hug en þau dyttu af. Eftir að búið var að gera að sárum þeirra eins vel og hægt var lögðu þeir af stað til Ólafsfjarðar og komust þangað tveimur dögum seinna. Á árunum 1931-1939 vann afi við plægingar á hinum ýmsu stöð- um. Var þessi vinna í samvinnu við annan mann sem heitir Þórður Jónsson. Höfðu þeir átta hesta sem var nóg fyrir þá báða. Var öll vinn- an unnin með plóg og herfi sem hestar drógu. Þegar afi afa bað hann um að taka við búinu vildi afi undirbúa sig betur undir landbúnaðarstörfin og ákvað að sækja um menntun í bændadeild Hólaskóla. Sótti hann það nám veturinn 1937-38 og sett- ist þar í efri deild skólans. Áfi kynntist ömmu minni Krist- ínu Siguijónsdóttur á Ólafsfirði. Amma hafði þá áður verið tvígift, áður en hún giftist afa. Hafði fyrri maður hennar, Bernharð Guðjóns- son, dáið úr berklum og áttu þau eitt barn saman, Hrein Bernharðs- son. Seinni maður hennar, Guð- mundur Magnússon skipstjóri, fórst eftir að þau höfðu verið gift í tvö og hálft ár. Afí og amma gengu í hjónaband 18. maí 1939. Börn þeirra eru Kári Ólfjörð og Guðfinna Nývarðsdóttir. Þegar hjónin byijuðu að búa var bústofninn mjög lítill, aðeins ein kýr, kvíga og tólf ær. En hann átti nóg af hestum og var vanur plæg- ingum. Notaði hann þá hestana og plægði um allan Ólafsfjörð. Búskap- urinn hjá hjónunum dafnaði vel og komust þau ágætlega af. Afi var mjög virkur í félagsstarfi bænda og hafði mikinn áhuga á ræktun og öðmm málefnum. Var hann einn af stofnendum Mjólkur- samlags Ólafsfjarðar, og lengst af formaður þess. En sú starfsemi hætti árið sem afí flutti til Akur- eyrar. Var hann í fleiri trúnaðar- störfum en þessu, hann var formað- ur Búnaðarfélags Ólafsijarðar og Ræktunarsambands Ólafsfjarðar í þijátíu og fimm ár samfleytt. Auk þess var hann formaður Sauðfjár- ræktar- og Nautgriparæktarfélaga Ólafsfjarðar um áratuga skeið. Afi var líka fyrsti formaður hesta- mannafélagsins og í stjórn þess áratugum saman. Enda hefur hann átt marga góða hesta. Og var mik- ill áhugamaður um þá. Afi vann við sláturhússtörf mörg haust, og var það seinasta launaða vinnan sem hann vann við á Ólafs- firði. Tók hann við starfi sláturhús- stjóra af Þórði Jónssyni sem var fyrsti bæjarstjóri Ólafsfirðinga. Féll afa vel að sinna sláturhússtjóra- starfinu, voru launin ágæt og um árstíðabundið starf að ræða. Afi talaði um að honum og ömmu hefði líkað mjög vel að búa í Ólafs- firði og sagði hann að sér fyndust Ólafsfirðingar skemmtilegri en margt annað fólk hér innan við Múlann. Árið 1974 fluttu afi og amma frá Garði til Akureyrar. Á sama tíma Iagðist kúabúskapur og Mjólkur- samlagið niður í' Ólafsfirði. Var amma þá orðin heilsutæp, og sáu hjónin sér þann kost vænstan að flytja í þéttbýlið þar sem betri lækn- isþjónustu var að fá. Söknuðu þau Ólafsfjarðar þó alltaf. Á Akureyri keyptu hjónin sér svo íbúð í fjölbýl- ishúsi fyrir andvirði af Garði. Afi sagði mér frá þessu þegar hann var orðinn áttatíu og þriggja ára gamall, fyrir tæpu ári. Hann sagðist líka hafa verið mjög ham- ingjusamur og ánægður með lífið. Elsku afi, ég þakka þér fyrir all- ar samverustundirnar, þar sem þú spjallaðir við okkur um hross, og lífið almennt. Nú ertu kominn til ömmu, Guð geymi ykkur. Sólrún Oladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.