Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kartöflubændur kvarta undan of mikilli kartöfluuppskeru: Fleiri góðæri setja f bændur á hausinn Við viljura ekki góðæri, við viljum ekki góðæri, við . . . Flokkamir brýna kosningavopnin Bréf frá Alþingi Upphaf þingsins hefur verið heldur dauflegt, að mati Guðmundar Sv. Hermannssonar, en stjóm- málaflokkamir eru enn að þreifa fyrir sér áður en kosningabaráttan hefst fyrir alvöru Væntanlegar kosningar í vor hafa greinilega sett svip sinn á þingstörfin í vik- unni því fylkingar stjóm- ar og stjómarandstöðu og einstakir flokkar hafa leitað færa hver á öðrum til að undirbúa kosningabaráttuna. Þá standa margir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í prófkjörsbaráttu um þessar mundir og hafa lítið sést í þinginu. Slagur stjómar og stjórnarand- stöðu hefur enn sem komið er ekki verið sérstaklega kraftmikill. Sú lýs- ing heyrðist að fylkingamar væru eins og tvö fótboltalið sem bæði hefðu pakkað í vöm. Þannig snerist fyrsta umræða um fjárlagafrum- varpið, sem stóð á þriðjudag og mið- vikudag snerist að sumu leyti upp í hefðbundið karp um ríkisfjármál. Hins vegar sýndu flokkarnir að- eins í kosningavopnabúr sitt í leið- inni og samkvæmt því mun komandi kosningabarátta ekki hvað síst snú- ast um tölur sem eiga að sýna árang- ur eða mistök ríkisstjómarinnar og fyrri ríkisstjórna. Einn þingmaður orðaði það svo, að kosningabaráttan muni snúast um hvort bati hefði orð- ið í efnahagslífinu, og ef svo væri í hvað ætti að nota hann. Utandagskrárumræða á mánudag um störf og stefnu ríkisstjómarinnar þótti daufleg. Ríkisstjórnin lá að ýmsu leyti vel við höggi vegna greini- legs ágreinings forsætisráðherra og utanríkisráðherra um Evrópumál og erfiðrar stöðu Alþýðuflokksins í kjöl- far máls Guðmundar Áma Stefán- sonar og brotthvarfs Jóhönnu Sig- urðardóttur. Hins vegar var það nokkuð samdóma álit þingmanna að stjómarandstaðan hefði farið halloka í umræðunni og ekki nýtt sér færin. Raunar væri ef til vill réttara að segja að Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefði unnið umræðuna með ræðu þar sem hann hæddist meðal annars að stjómarandstöðunni fýrir að þora ekki að leggja fram van- trauststillögu á ríkisstjómina. Kvennálistinn hafði boðað slíka tillögu nokkm áður en þingið hófst í kjölfar máls Guðmundar Áma Stefánssonar. Efasemdir vom í hin- um stjómarandstöðuflokkunum um að vantrauststillaga á ríkisstjómina næði tilgangi sínum. Nær væri að lýsa vantrausti á einstaka ráðherrá eða bíða eftir betra tækifæri síðar. Flokkamir komu sér þó að lokum saman um útfærslu af vantrauststil- lögu sem upprunnin var í Framsókn- arflokknum: að leggja til að lýsa vantrausti á hvem ráðherra fyrir sig. Stjómarsinnar hafa kallað þessa tillögu skrípaleik og lýsandi dæmi um vandræðagang stjómarandstöð- unnar. En stjómarandstaðan telur sig hafa komið stjómarflokhunum í talsverð vandræði, einkum Sjálf- stæðisflokknum, sem geti ekki treyst á samstöðu allra þingmanna sinna. Davíð Oddsson hefur Iýst því yfir að samþykki stjómarsinni vantraust á einstakan ráðherra jafngildi það vantrausti á ríkisstjómina. Því má vænta þess að komi tillagan til at- kvæða óbreytt muni þingmenn Sjálf- stæðisflokksins almennt greiða at- kvæði gegn henni á þeim forsendum, þótt nokkrir þeirra hafi lýst opinber- lega efasemdum um embættisfærsl- ur Guðmundar Áma. Jóhanna Sigurðardóttir hefur einnig sett sterkan svip á Alþingi í vikunni sem er að líða. Hún tók þar af skarið um hvar hún ætlaði að skipa sér á þingbekki með því að halda tiltölu- lega ómengaðar stjórnarandstöðu- ræður í anda forustumanna Alþýðu- bandalagsins, bæði í mánudagsum- ræðunni fyrmefndu og umræðunni um fjárlagafrumvarpið. Þetta afdráttarleysi kom þing- mönnum nokkuð á óvart, nema þá helst fyrmm flokksfélögum Jóhönnu í Alþýðuflokknum og flokkamir virt- ust ekki almennilega átta sig á hvemig þeir ættu að bregðast við. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hafa þingmenn þó í ríkari mæli minnt á það í ræðum að Jóhanna beri fulla ábyrgð á þeim verkum ríkisstjórnar- innar sem hún nú gagnrýnir og ýmsum fannst raunar að Jóhanna talaði stundum eins og hún væri enn félagsmálaráðherra, til dæmis í um- ræðu um húsbréfakerfið á fimmtu- dag. Alþýðuflokkurinn hefur þó greini- lega tekið þá afstöðu að leiða Jó- hönnu hjá sér um sinn. Kvennalistinn hefur einnig lítið beitt sér gegn henni málefnalega, enda virðast þessir aðil- ar ætla að sækja á svipuð mið í kom- andi kosningabaráttu. Þetta kom meðal annars fram í því, að þing- menn Kvennalistans flýttu sér að leggja aftur fram nokkur þingmál, sem ekki fengu afgreiðslu á síðasta þingi, eftir að Jóhanna fór að tala í svipuðum dúr í þingræðu. Þingið verður stutt að þessu sinni vegna kosninganna og því er óvíst hvað tekst að afgreiða mikið af mál- um. Enn hefur lítið sést af þeim stjórnarfrumvörpum sem boðuð hafa verið. Stjórnarþingmönnum finnst jafnvel ráðherramir vera fullrólegir og þurfi að fara að sýna mikilvæg mál svo sem frumvörpin um grunn- skóla og framhaldsskóla. Iþróttasálfræði Iþróttamenn þurfa líka að þjálfa hugann Salbjörg Bjarnadóttir SALBJÖRG Bjarna- dóttir hjúkrunarfræð- ingur og Hörður Þor- gilsson sálfræðingur hafa undanfarið staðið fyrir námskeiðum fyrir íþrótta- fólk sem vill ná betri árangri. Á námSkeiðunum er íþróttamönnum kennt að nota hugann til að bæta árangur. Salbjörg segir andlega þjálfun vanrækta í íþróttum, en slík þjálfun sé nauðsynleg. Hún segir að íþróttamaður sem þjálfi sjö daga í viku eigi að taka tvo daga frá fyrir andlega þjálf- un og þjálfa líkamann i fimm daga. „Það er nauðsynlegt fyrir íþróttafólk _að huga að and- legri líðan. Íþróttamenn tala oft um að þeir séu misjafnlega vel upplagðir eða að þeir hafi farið á taugum. Ég er að reyna að hjálpa fólki að átta sig á undir hvaða spennustigi það nær mestum árangri. Námskeiðin okkar miðast við 12-16 vikur. Ef um hópa er að ræða, t.d. handbolta- eða knatt- spymulið, ætla ég 16 vikur í nám- skeiðið, en einstaklingar fá 12 tíma. Námskeiðin eru byggð þann- ig upp að hver einstaklingur fær þrjár spólur. Það er ætlast til að hver og einn hlusti á spólurnar og einbeiti sér heima 15 mínútur á dag. Síðan förum við Hörður nánar ofan í málin í fyrirlestrum. Sumir þurfa eðlilega meiri leið- beiningar en aðrir.“ - Þið leggið sem sé áherslu á að fólk æfi sig heima? „Já, það er mikið atriði. Við leggjum þetta þannig upp að við séum leiðbeinendur en að fólkið sé að vinna þetta sjálft. Fólkið er á námskeiðunum til að skoða und- irmeðvitund sína. Við bendum fólki á að það geti séð fyrir sér hlutina og það eigi t.d. að einblína á markið, en ekki markmanninn. Það eru mun meiri líkur á að leik- maður nái að skora ef hann ein- blínir á markið. Sá sem horfir á markmanninn skýtur bara á mark- manninn." - Hefur andleg þjálfun íþrótta- manna verið vanrækt hér á landi? „Ég tel að oft sé gert alltof mikið úr hinni líkamlegu þjálfun og sú andlega gleymist. Andlegri þjálfun hefur verið fremur illa sinnt hér á landi. Það hafa verið gerðar tilraunir á gildi andlegrar þjálfunar. Hópur körfuboltamanna var látinn æfa að hitta í körfu. Annar hópur var látinn æfa í huganum að hitta í körfuna og þriðji hópurinn var ekki látinn gera neitt. Síðan var árangurinn mældur. Það kom ekki fram neinn mælanlegur munur á fyrsta og öðrum hópnum, en þriðji hópurinn var með minni hittni." - Hafa margir íþróttamenn leitað þekkingar hjá þér til að bæta árangur sinn? „Já, við höfum aðstoðað all- marga einstaklinga. Við höfum einnig verið með fyrirlestra fyrir hópa. Knattspymuliðin FH og Akranes hlýddu á fyrirlestra hjá okkur í fyrra. Þessi lið urðu í fyrsta og öðru sæti í deildinni í sumar. Ég er ekki að segja að það sé ein- göngu okkur að þakka, en hugarf- arið hjá leikmönnunum og þjálfur- unum skiptir mjög miklu máli.“ - Hvernig byggir þú upp nám- skeiðin fyrir boltalið? ►Salbjörg Bjarnadóttir er fædd 1956. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1976. Hún fór síð- an í Hjúkrunarskólann og lauk þaðan prófi 1979. Salbjörg hef- ur lokið framhaldsnámi í geð- hjúkrun og sótt námskeið heima og erlendis. Hún hefur lengst af unnið á geðdeildum, Kleppsspítala og unglingageð- deild, en undanfarið hefur hún unnið sem deildarstjóri á vist- heimilinu Vífilsstöðum. Sal- björg á þrjú börn. „Á námskeiðinu fyrir hópa fer ég talsvert í liðsheildina og í mikil- vægi hópsins inni á vellinum. Ég reyni að hjálpa þeim að treysta hver öðrum. Það þekkja sjálfsagt allir sem hafa tekið þátt í íþrótta- leikjum að oft eru þeir skammaðir sem gera mistök. Áhrifin af því að fá svona neikvæð viðbrögð við því sem þú ert að gera eykur líkur á því að þú gerir samskonar mi- stök aftur mjög fljótlega um allt að 30%. Ef þú færð jákvæð við- brögð við mistökunum eru líkurn- ar á því að þú endurtakir þau mun minni. Við reynum því að byggja upp jákvætt hugarfar hjá einstakl- ingnum og bendum þeim á að vera ekki að einblína á fyrri mis- tök.“ - Hvaðan hefur þú aflað þér þekkingar á þessu sviði? „Við byggjum þetta m.a. á kenningum sænska íþróttasál- fræðingsins Lars Eriks Unesthals. Hann kom hingað til lands fyrir nokkrum misserum. Við kynnt- umst honum í San Francisco árið 1988. Hann sagði þá við okkur: „Svíar verða heimsmeistarar I hand- bolta 1989.“ Maður tók þessu með ákveðnum fyrirvara, en Svíar urðu heimsmeistarar. Ég hef einnig lært djúpslökun hjá Jakobi Jónassyni geðlækni. Eins hef ég sótt námskeið bæði erlendis og heima. Við höfum síðan reynt að útfæra tæknina þannig að hún komi íþróttafólki til góða. Áhugi minn á þéssu kviknaði upphaflega vegna þess að ég á tvo krakka sem eru í íþróttum. Ég sá að það var ekki sama hvemig þjálfaramir töluðu við krakkanna. Eg gerði tilraunir á stráknum mínum og sá fljótt að þær virkuðu mjög vel. Hann hefur náð mjög góðum árangri í sinni grein." t - Á þessi tækni ekki við víðar en í íþróttum? ^Jú, ég vil meina að þeir sem fara í gegnum námskeiðið geti nýtt sér þetta alls staðar, bæði í einkalífinu, í vinnunni, skóla og víðar. “ Ég aðstoðaði efstu lið FH og Akranes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.