Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 13
VIÐSKIPTI
Skipulags- og mannabreytingar í Seðlabankanum að komast í framkvæmd
Einn aðstoðar-
bankastjóri í
stað þriggja
BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefur að undanförnu unnið að breyting-
um á skipulagi bankans, sem nú eru að mestu komnar til framkvæmda.
Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður einn aðstoðarbankastjóri við bankann
í stað þriggja áður. Jafnframt hefur verið haldið áfram á þeirri braut að
fella saman skyld verkefni í ákveðin starfssvið og hefur hvert svið sinn
framkvæmdastjóra, en leitast er við að starfstitlar þeirra bendi til þeirra
verkefna, sem þeir vinna, segir í frétt frá bankanum.
í lok september sl. lét Bjarni Bragi
Jónsson af starfi aðstoðarbanka-
stjóra og yfirmanns hagfræðideildar.
Hann starfar áfram í bankanum sem
ráðunautur bankastjórnar. Að und-
angengnum auglýsingum hefur Már
Guðmundsson verið ráðinn aðalhag-
fræðingur bankans og yfírmaður
hagfræðisviðs, Yngvi Orn Kristins-
son framkvsémdastjóri peninga-
málasviðs og Sveinn Erling Sigurðs-
son framkvæmdastjóri tölfræðisviðs.
Eftir þessar breytingar eru aðstoðar-
bankastjóri og yfirmenn sviða í
bankanum sem hér segir:
Aðstoðarbankastjóri: Ingimundur
Friðriksson.
Hagfræðisvið: Már Guðmundsson,
aðaihagfræðingur.
Peningamálasvið: Yngvi Örn
Kristinsson, framkvæmdastjóri.
Tölfræðisvið: Sveinn E. Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri.
Alþjóðasvið: Ólafur ísleifsson,
framkvæmdastjóri.
Aðalskrifstofa og erlend viðskipti:
Sigurður Örn Einarsson, skrifstofu-
stjóri.
Rekstrarsvið: Stefán Þórarinsson,
rekstrarstjóri.
Bókhaldssvið: Ingvar A. Sigfús-
son, aðalbókari.
Eftirlitssvið: Þórður Ólafsson,
framkvæmdastjóri.
Forstöðumaður lögfræðideildar
og aðallögfræðingur bankans er
Sveinbjörn Hafliðason.
Auk mannabreytinga er sú breyt-
ing á verkaskiptingu á milli sviða,
að öll markaðsstarfsemi Seðlabank-
ans innanlands, hvort heldur er á
verðbréfa- og peningamarkaði eða
gjaldeyrismarkaði, er sameinuð á
einum stað á peningamálasviði.
Vinna hafin
aftur í
Lada-bæ
Moskvu. Reuter.
AvtoVAZ, einhver stærsta
bílaverksmiðja Rússlands, hef-
ur tekið aftur til starfa eftir
vinnustöðvanir í eina viku
vegna vangoldinna launa.
Ákveðið var að loka verk-
smiðjunni og þvinga verka-
menn í leyfi vegna verkfalls
2.000 starfsmanna af 10,000.
Verkamenn hafa ekki fengið
laun sín greidd í tvo mánuði
og eiga um 70 milljarða rúblna
inni hjá verksmiðjunni.
Launagreiðslur munu nú hafn-
ar að nýju.
Verksmiðjan AvtoVAZ er í
Togliatti á Volgusvæðinu. Þótt
afköst í ágúst væru 20% minni
en að var stefnt er ætlunin að
framleiða um 753,000 Lada-
bíla á þessu ári miðað við
675,000 1993. Verð á bílum
var hækkað um 20% fyrr í
þessum mánuði.
Önnur rússnesk bílaverk-
smiðja, AZLK, hefur ákveðið
að loka og senda starfsmenn
heim í vikuleyfi vegna skorts
á varahlutum.
Bílaiðnaður
Vetur konungur mesti
óvinur rafmagnsbíla
Providence, Rhode Island. Reuter
NOKKRIR bandarískir framleiðend-
ur vilja breyta framtíð bílaiðnaðarins
með rafmagnsbílum, en eiga í höggi
við erfiðan andstæðing - vetur kon-
ung.
Einn framleiðandinn, fyrirtækið
Solectria, hefur smíðað tæplega 100
gerðir af bíl, sem er kallaður „Aflið“
(The Force) og hægt er að aka á
120 km hraða á klukkustund.
Á ráðstefnu um rafmagnsbíla ný-
lega olli vonbrigðum þegar sagt var
að nokkur tími gæti liðið áður en
hægt væri að bjóða slíka bíla til sölu.
Erfiðlega gengur að smíða bíl, sem
er nógu góður í hvaða veðri sem er,
og nógu ódýr til þess að almenning-
ur hafi efni á að kaupa hann. „Hann
stendur sig ekki nógu vel í frosti eða
við frostmark,“ sagði fyrrverandi
yfirmaðut' General Motors, Robert
Stempel.
Unnið er við smíðina í Kalifomíu
til þess að fullnægja reglum, sem þar
gilda, um að 2% allra seldra bíla fram-
leiðenda valdi ekki mengun. Alríkisyf-
irvöld hafa til athugunar að láta þessa
Kemst ekki nema
19 km í frosti
reglu gilda í 12 austurríkjum Banda-
ríkjanna, frá Virgintu til Maine og 5
District of Columbia, þar sem útblást-
ur bifreiða er talinn eiga sökina á
helmingi allrar loftmengunar.
Beztir í Kaliforníu
Rafmagnsbílarnir standa sig betur
í hlýju lpftslagi Kaliforníu en annars
staðar. I vetrarkuldum á Nýja-Eng-
landi getur orkan frá rafgeymum
bifreiðanna minnkað um næstum því
55%.
„Kaliforníu-gerðin hentar ekki í
öðrum hlutum landsins,“ sagði James
Ellis, einn stjómenda rafmagnsbílaá-
ætlunar General Motors á ráðstefn-
unni.
Beztu rafmagnsbílamir ná 95-130
km hraða, en þeir standa sig ekki
næstum því eins vel þegar kólnar í
veðri.
Einn vandinn er að rafmagnsbílar
gefa frá sér lítinn hita og reynt er
að búa til hitatæki sem eyðir ekki of
miklu rafmagni. Að sögn Ellis kann
gasknúið hitatæki að vera lausnin.
Við slæm skilyrði og í köldu veðri
kemst rafmagnsbílinn ekki nema 19
kílómetra. Með endurbótum á hjól-
börðum og olíukerfi kæmist hann 48
km við slíkar aðstæður.
„Það er framför, en ekki nógu
mikil til þess að kaupendur telji bíl-
inn þess virði að kaupa hann,“ sagði
Ellis og kvað betri rafgeyma nauð-
synlega.
3
2.8%
3.0%
'93 1994 REUTER L
GNDu F M A M d J
Flug
Lufthansa
og Thai
Airways
semja
Frankfurt. Rcuter.
ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa og
thailenzka flugfélgið Thai Airways
Intemational hafa komið á fót víð-
tækasta flugþjónustuneti heims
með undirritun samstarfssamn-
ings.
Samvinnan verður til þess að
farþegar geta keypt farmiða af
öðru hvoru félaginu í öðru hvoru
landinu og ferðazt með báðum fé-
lögunum og samstarfsaðilum
þeirra.
Með þessu kerfi verður Suðaust-
ur-Asía tengd Evrópu og Norður-
Ameríku vegna samvinnu Luft-
hansa við bandaríska flugfélagið
United Airlines. „Net okkar mun
tengja Chicago, Washington,
Frankfurt, Múnchen, Bangkok,
Tokyo og San Francisco,“ sagði
stjórnarformaður Deutsche Luft-
hansa AG, Jurgen Weber, á blaða-
mannafundi í Bangkok. Samkomu-
lagið nær líka til flugfraktar og
kemur til framkvæmda næsta sum-
ar.
Bangkok mikilvæg miðstöð
Thailenzla flugfélagið og Luft-
hansa hyggjast gera Bangkok að
helztu flugfraktmiðstöð Asíu-
Kyrrahafssvæðisins og að sögn
flugfragtstjóra Lufthansa, Wil-
helms Althens mun fragtmarkaður-
inn í Suðaustur-Asíu tvöfaldast á
næstu tveimur til þremur árum.
Vikulegum áætlunarferðum
Lufthansa til Thailands mun fjölga
í 20 á einu ári úr 15 nú.
Með samvinnu Lufthansa og
United Airlines fjölgaði farþegum
þeirra um 100,000 til ágústloka
frá því samvinnan þeirra hófst 1.
júní.
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem
samglöddust mér á 75 ára afmœli mínu.
Guö veri meÖ ykkur öllum.
Bjarni Helgason
Suðurgötu 38 (Bjarnabæ),
Hafnarfirði.
Ég sendi frœndfólki, sveitungum og öðrum vin-
um alúÖarþakkir fyrir heimsóknir, gjafir og
skeyti á afmœlisdegi mínum 9. október sl.
LifiÖ heil!
Sigurfinnur Klemenzson,
Vestri Skógtjörn,
Álftanesi.
prófkjör Sjálfstædisflokksins i Reykjavík
! dr. Pétur H. Blöndal
nýr maður - ný viðhorf - nýjar leiðir - ný öld
Félagslegar íbúðir. Ný hugsun.
Pétur heldur fyrsta erindi sitt af níu
í kosningaskrifstofunni að Skeifunni 11 (í húsi Stillingar)
kl. 17.30 ídag.
Umræðurog fyrirspurnir.
Ath. kosningaskrifstofa Péturs er opin daglega:
frá kl. 16 - 22.30 á virkum dögum
frá kl. 12-22.30 um helgar.
Símar: 811 066,811 067 og 811 076.
Allt sjálfstæðisfólk er velkomið.
Stuöningsmenn