Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 23
í Háskólabíói verða franskar myndir eftir ólíka höfunda
frá deginum í dag fram til 24. október
Fimm nýjar myndir á
franskri kvikmyndahátíð
SEX nýjar kvikmyndir frá Frakk-
landi verða sýndar í Háskólabíói á
næstu dögum. Þar hefst frönsk kvik-
myndahátíð í dag, laugardag, og
stendur rúma viku, fram á mánudag-
inn 24. Teflt er fram gamanmyndum
og dramamyndum, fyrstu mynd ungs
rithöfundar sem sneri sér að kvik-
myndagerð í hitteðfyrra og mynd
leikstjóra sem hlotið hefur alþjóðlega
viðurkenningu. Svo einhverra sé
strax getið.
Rithöfundurinn sem gerðist kvik-
myndaleikstjóri heitir Alexandre
Jardin og verður gestur hátíðarinnar
um helgina. Hann er 29 ára og skrif-
aði fyrstu bók sína tvítugur, eftir
nám í stjórnmálafræðum. Óvíst er
hvort þau hafi nýst honum, en Bille
en Téte eða Beint af augum þótti
óvenjuleg bók og hlaut verðlaun á
sínum tíma. Önnur skáldsaga hans,
Le Zébre, er skemmtileg saga um
ástir og áhyggjur ungs manns. Hún
hlaut frönsku bókmenntaverðlaunin
Femina.
Yngsti leikstjórinn gestur
Kvikmyndin sem sýnd verður í
Háskólabíói er gerð eftir þriðju bók
Jardins, Fanfan. Hún hefur verið
þýdd á 23 tungumál og enn er ást
og ending hennar aðalatriðið. Önnur
aðalpersónan, Alexandre, hræðist að
ástríðan kulni með tímanum. Hann
elskar Fanfan en ákveður að beijast
gegn þrá sinni til hennar, til þess
að viðhalda ferskteika ástarinnar.
Fanfan beitir öllum brögðum til að
fá hann til að gefa eftir. Sophie
Marceau leikur titilhlutverk þessarar
gamanmyndar dg Vincent Perez er
Alexandre.
Toxic A’ffair er önnur gamanmynd
ungs leikstjóra á hátíðinni í Háskóla-
bíói. Og aftur er hlegið að ástinni,
því Pénélope, falleg ung stúlka, hefur
verið yfirgefin af unnustanum. Hún
hittir ýmsa sérstaka karaktera í leið
sinni til hjartabata. Myndin er, eins
og Fanfan, frá því í fyrra og státar
af Isabelle Adjani í aðalhlutverki.
Adjani birtist þarna aftur eftir
þriggja ára hlé frá kvikmyndaleik,
en nýjasta mynd hennar er La Reine
Margot. Leikkonan á þátt í Jiandrit-
inu að Toxic Affair og leikstjórinn
Philoméne Esposito segir að sam-
vinna þeirra hafi verið fullkomin.
Hún hlaut mikið lof fyrir fyrstu
mynd sína, Mina.
Sá þekktasti
Alain Resnais er óumdeilanlega
þekktastur þeirra leikstjóra sem eiga
myndir á hátíðinni. Meðal mynda
hans eru Hiroshima mon amour og
L’Année derniére á Marienbad, svo
einhveijar séu nefndar. Florence, eig-
inkona leikstjórans, vinnur með hon-
um að myndunum og segir þær frum-
stæða tilraun til að nálgast flókinn
hugarheim. Rannsóknir á undirmeð-
vitund með sannleikann eða siðferðið
að leiðarljósi.
Smoking - no smoking er í raun
tvær sjálfstæðar gamanmyndir sem
hlutu fimm verðlaun á frönsku Cés-
ar-hátíðinni í ár. Þær þóttu besta
myndin, eða myndirnar, með besta
leikara, handriti og leikmynd. Um
er að ræða breskt leikhúsverk sem
byggist þannig upp að í aðalþræðin-
um felast aðrar sögur. Settir eru
fram fleiri en einn möguleiki á fram-
vindunni og atburðarásin er breyti-
leg. Sex persónur eru túlkaðar af
tveim þekktum leikurum, Sabine
Azema og Pierre Arditi sem hlaut
fyrrnefnd verðlaun.
André Téchiné leikstýrir Catherine
Deneuve og Daniel Auteuil í Ma
Saison Préférée. Myndin er í kynn-
ingu sögð með skáldsögublæ og al-
verlegum undirtóni eips og margar
aðrar eftir Téchiné. Deneuve hefur
oft áður leikið undir stjórn hans og
raunar þykir hann býsna fær leik-
stjóri kvenleikara. Hann var í fyrstu
kvikmyndagagnrýnandi en færði sig
að eldlínunni og hefur stýrt ýmsum
vinsælum myndum.
I Uppáhalds árstíðinni neyðast
systkinin Emilie og Antoine til að
tala saman aftur eftir þriggja ára
þögn. Þeim hefur vegnað vel, hún
er embættismaður og hann læknir,
en Emilie er vansæl vegna slæms
sambands við eiginmann sinn og
börn. Antoine er einkonar eilífðar-
unglingur, dreyminn og fullur sökn-
uðar eftir systur sinni. Veikindi móð-
ur þeirra fá þau til að endurskoða
líf sitt.
Kröfuharður
Jacques Doillon leitar í smiðju
Goethes og lýsir í þessari mynd um
Werther unga einmanaleika og ör-
yggisleysi æskunnar. Hópur ungl-
inga verður fyrir áfalli þegar einn
félaganna fremur sjálfsmorð. Besti
vinur drengsins, Ismaél, reynir að
átta sig á ástæðunni. Var hún ást-
arsorg, eiturlyf, grimmd einhvers?
Hópurinn ákveður að komast að hinu
sanna og refsa þeim seku.
Doillon hóf feril sinn sem aðstoð-
arleikstjóri Alains Robbe-Grillet og
Francois Truffauts. Hann er talinn
meðal kröfuhörðustu og nákvæm-
ustu leikstjóra Frakka. Fólkið í
myndum hans er oft á einhvern hátt
afskipt og innilokað. Hann minnir
þannig á gleymdar manneskjur.
SOPHIE Marceau og Vincent Perez í Fanfan eftir yngsta leikstjóra hátíðarinnar, Alexandre Jard-
in. Hann er gestur hátíðarinnar og verður viðstaddur frumsýninguna í dag.
Ensemble Nord
TONLIST
Norræna húsinu
KAMMERTÓNLIST
Ensemble Nord lék tónlist eftir Riis-
hojgaard, C. Nielsen, M. Christensen,
Brahms, N.V. Bentzon og Þuríði
Jónsdóttur. Fimmtudagur 13. októ-
\ ber 1994.
ENSEMBLE Nord samanstendur
af sex hljóðfæraleikurum, Karen
Skriver á flautu, Peter Lindegaard á
klarinett, Ole Andersen á selló, Curt
Kollavik-Jensen á gítar, Sven Birch
á píanó og Torsten Folke Petersen á
slagverk, sem allir eiga það sameig-
inlegt, að hafa stundað nám við norð-
ur-jóska tónlistarskólann í Álaborg.
Norðursveitin er ágætur og sam-
stilltur hópur og hóf tónleikana á
tónverki sem heitir Nedim, samið á
þessu ári af Knud Riishojgaard. Ned-
im er nafn á 5 ára gömlum flótta-
dreng frá Júgóslavíu, en verkið er
samið með aðstoð tölvuforrits.
„Conceptismi" í tónlist er að verða
hálf vandræðalegt fyrirbæri, þar sem
höfundar setja sér alls konar mark-
mið og reyna svo að þvinga tónlistina
í þennan markmiðsramma, sem oftar
en ekki hefur ekkert að gera með
tónlist, eins og t.d. tilvitnun í sögu
þessa drengs, er hann segir: „Eg
átti nýtt þríhjól, rautt og gult með
bjöllu ... Veistu, að þeir eyðilögðu
það einnig." Verkið er í nokkrum
köflum og þeir fyrstu nokkuð áheyri-
legir en síðasti kaflinn var slök tón-
smíð, byggð á síendurteknu „do-re
fa-so‘Cstefi.
Píanóleikari hópsins, Sven Birch,
lék mjög fallega Fimm píanóverk,
op. 3, eftir Carl Nielsen. Pes, fyrir
píanó flautu og klarinett, eftir Þuríði
Jónsdóttur, var næst á efnisskránni
og er þetta stutta og hljómfallega
verk ágætlega samið, tónmálið þó
svolítið samanrekið en á stundum
gætt töluverðri spennu. Snelys eftir
Mogens Christensen er annað „conc-
ept“-tónverkið og átti það að vera
eins konar ijósaleikur, þar sem skipt-
ist á „gaddfreðið hlutleysi og lífsvekj-
andi ljóðflæði“. Margt skemmtilegt
var að heyra í þessu verki, alls kon-
ar „hljóðeffektar" og blæhugmyndir,
sem því miður eiga ekkert sameigin-
legt með ljósahugmyndinni og stend-
ur og fellur verkið með þeim tónhug-
myndum, sem þar gat að heyra og
voru ágætlega leiknar af Norður-
sveitinni.
Tríó í a-moll, op. 114 eftir Brahms,
var því miður ekki sérlega vel leikið
og mátti heyra að inntónunin á milli
sellósins og klarinettsins var oft ekki
sem best.
Síðasta verkið var stutt og smellið
verk eftir N.V. Bentzon, sem hann
kallar Pyramide, op. 572 og var það
ágætlega leikið. Bentzon leikur sér
með hefðbundnar tónaraðir og jafn-
vel í áttundum, en það var létt yfir
þessu verki og þó tónmálið væri ein-
falt, bætti leikgleðin það upp. Norð-
ursveitin er ágætur kammerhópur,
vel samstilltur og var leikur þeirra
félaga í heild mjög góður, þó það
vantaði það stóra tóntak í a-moll
tríóið, sem Brahms krefur flytjendur
um án miskunnar.
Jón Ásgeirsson
ISABELLE Adjani í Toxic Affair eftir Philoméne Esposito.
SABINE Azema og Pierre Arditi í No Smoking eftir Resnais.
Gas er orkugjati sem
vert er að get'a gaum
víðar en nú þekkist.
Sérfræðingar frá Primus
gasfyrirtækinu í Svíþjðð
eru staddir hér á landi í
dag til að sýna og sanna
Primus gasbrennara og
önnur Primus gastæki.
Kynningin er jafnt
ætluð mönnum sem
starfa með gas dags
daglega sem almenningi.
Þetta gasaða tækifæri
ætti enginn venjulegur
*
Islendingur að láta fram
h já sér fara.
Skel Jungsbúðin
Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878
Opið mán. - fös. kl. 9.00-18.00, laug. kl. 10.00-14.00