Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarbær dæmdur í Hæstarétti til að greiða skaðabætur vegna vatnstjóns Morgunblaðið/Rúnar Þór Húsasmiðir og málarar ljúka sveinsprófi HÚSASMIÐIR og málarar fengu afhent sveinsprófsskír- teini sín við hátíðlega athöfn á Fiðlaranum í Alþýðuhúsinu á Akureyri í gær. Alls luku þrett- án prófi í þessum iðngreinum og er þetta í fyrsta sinn sem málarar fá prófskírteini sín af- hent með þessum hætti, en til nokkurra ára hafa smiðir verið útskrifaðir við athöfn á Fiðlar- anum. Á myndinni eru frá vinstri Jóhann Þorsteinsson, Knútur Jónasson, Einar Jóns- son, Sigurður G. Guðbrandsson og Áðalsteinn Haraldsson hús- amiðir, en þá koma málararnir Hjördís Jónsdóttir, Gunnar Há- konarson, Stefán Sigurðsson, Jón Bragi Skírnisson og Sævar Helgason. Sinfóníu- hljómsveit á faraldsfæti SINFÓNÍUHUÓMSVEIT Norður- lands mun í vetur halda þrenna tónleika utan Akureyrar „og ætlar þannig að reyna að standa undir nafni sem sinfóníuhljómsveit allra Norðlendinga, eins og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar orðaði það. Fyrsta ferðin verður farin til Húsavíkur annan laugardag, 22. október, með sinfóníettutónleika þar sem flutt verður aðgengileg efnisskrá frá fyrri hluta 20. aldar, þjóðlög frá ýmsum löndum. Þá er fyrirhugað að heimsækja Húnvetn- inga heim í upphafi aðventunnar og flytja þeim hátíðlega barrokk- tónlist, en tónleikarnir verða haldn- ir á Hvammstanga. * Þrír gefa kost á sér í fjórða sætið KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eystra kemur saman til fundar á morgun, sunnudag, á Húsavík en á fundin- um er fyrirhugað að ganga frá framboðslista flokksins í kjördæm- inu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Ætlunin er að kjördæmisráðið, aðal- og varamenn alls um 130 manns, kjósi sérstaklega í sex efstu sæti listans, en kjörnefnd mun gera tillögu um önnur sæti sem kjör- dæmisráðið tekur síðan afstöðu til. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gefur Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráð- herra einn kost á sér í fyrsta sætið og sömuleiðis Tómas Ingi Olrich alþingismaður sem einn er í fram- boði í annað sæti. Svanhildur Árna- dóttir bæjarfulltrúi á Dalvík gefur ein kost á sér í þriðja sætið en þrír frambjóðendur eru um fjórða sætið, þau Halldóra Bjarnadóttir, Eyjafirði, Gunnlaugur Jón Magnús- son, Ólafsfirði, og Jón Helgi Björns- son, Suður-Þingeyjarsýslu. Aðrir munu ekki hafa tilkynnt formlega um framboð samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Eyfirska fréttablaðið komið út NÝTT blað, Eyfírska fréttablaðið, kom út á Dalvík í fyrsta sinn í gær. Útgefandi er Eyfirska útgáfu- félagið hf. en ritstjóri og ábyrgðar- maður er Þröstur Haraldsson. í leiðara blaðsins segir að markaðs- svæði blaðsins sé Hrísey, Árskógs- strönd, Svarfaðardalur og Dalvík. Fram kemur að því sé stundum borið við að fólk vilji ekki lengur kaupa blöð, það sé búið að venja það á að fá þau ókeypis og er vís- að til svokallaðra auglýsingapésa með gjónvarpsdagskrá í því aam: bandi. Teikn séu hins vegar á lofti um að fólk sé orðið óánægt með slíka pésa og vilji blöð sem gagnist því á einhvern hátt. „Það er hluti af því að búa í lýðræðisþjóðfélagi að hafa aðgang að þeim fréttum og upplýsingum sem maður þarf til að geta lifað lífinu. Til þess eru blöð og aðrir íjölmiðlar. Þeir hafa einnig þann tilgang að veita fólki nokkra afþreygingu og jafnvel skemmtan. Vonandi tekst Eyfirska fréttablaðinu að standa undir því að vera slíkt blað,“ segir Þröstur Haraldsson ritstjóri í leiðara fyrsta blaðsins. Slippstöðin-Oddi Guðmundur Thulinius ráð- inn forstjóri GUÐMUNDUR Thulinius skipa- verkfræðingur hefur verið ráðinn forstjóri Slippstöðvarinnar-Odda frá og með 1. október síðastliðnum. Hann var ráðinn úr hópi umsækj- enda eftir að staðan hafði verið auglýst laus til umsóknar í ágúst. Alls sóttu 18 um stöðuna, en fyrir stuttu dró einn þeirra umsókn sína til baka. Guðmundur hefur til skamms tíma gegnt störfum for- stjóra félagsins. Um 35 milljónir í bætur til íbúa við Grenilund HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Akureyrarbæ er gert að greiða íbúa við Greni- lund bætur vegna vatnstjóns sem varð í íbúð hans í maí árið 1990. Dómurinn hefur fordæmisgildi varðandi aðra íbúa sem einnig urðu fyrir tjóni í íbúðum sínum. Gera má ráð fyrir að Akureyrarbær þurfi þannig að greiða um 35 milljónir króna í skaðabætur til íbúanna. Dómi Héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar og sýknu krafist. Mikið fannfergi var á Akureyri fyrstu mánuði ársins 1990 en um mánaðamótin apríl/maí gerði asa- hláku. Mikll snjóbingur var syðst í götunni, sem starfsmenn bæjar- ins höfðu-mokað þangað, en hand- an hans hafði myndast uppistöðu- lón. Þegar rás var rofin í snjóbing- inn flæddi vatnið niður eftir göt- unni og að húsunum við Grenilund með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í kjallara þeirra og olli umtalsverðum skemmdum. Tjón var metið á um 17 milljónir króna í 10 íbúðum við götuna og einni við Heiðarlund. Þeir eigendur sem urðu fyrir tjóni og fengu það ekki bætt hjá tryggingafélögum höfðuðu mál á hendur Akureyrarbæ, en þeir töldu starfsmenn bæjarins hafa sýnt gáleysi þegar þeir hleyptú vatninu úr uppistöðulóninu niður eftir göt- unni. Aðgerða var þörf Fram kemur í dómi Hæstaréttar að flóð hafi áður orðið á þessu svæði og hættuástand skapast í hláku og hefðu starfsmenn því þurft að bregðast við slíku með því að veita leysingarvatni framhjá lagnakerfinu og gæta að því að stífla kæmist ekki í inntakið. „Við þær aðstæður sem hér reyndi á þurfti að gera sérstakar ráðstafan- ir varðandi öryggi byggðarinnar. Áfrýjandi hafði látið ýta upp stór- um snjóskafli við enda götunnar og ekki séð um að fjarlæga hann áður en hlána fór. Snemma morg- uns 2. maí átti ekki að dyljast starfsmönnum áfrýjanda að upp var komin hættuleg staða og að- gerða þörf, þar sem frárennslis- kerfið hafði ekki undan. Engu að síður var ekkert gert fyrr en langt var liðið á daginn,“ segir í dómi Hæstaréttar og því sé, þegar allt sé virt, að áfrýjandi, Akureyrar- bær beri áhættuna af því tjóni sem stefndi varð fyrir. 01 Q7fl LARUS Þ- VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori L I I vJ\J‘L I 0 / V KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðál annarra eigna: Skammt frá Menntaskólanum við Sund Gott steinhús, ein hæð, um 165 fm. 5 svefnherb. m.m. Bílskúr 23,3 fm. Glæsileg lóð. Eignaskipti mögul. Góð eign - gott verð - hagkvæm skipti Nýendurbyggt og stækkað steinhús, ein hæð, 129,5 fm auk bílskúrs 36 fm. Ræktuð lóð. Á vinsælum stað í Hafnarfirði. Skipti æskileg á litlu sérbýli í Austurbænum í Kópavogi. Suðuríbúð - frábær kjör Glæsileg 3ja herb. íb. á 2. hæð við Súluhóla. Öll eins og ný. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Útborgun má greiða á fjórum árum. Góðar íbúðir við Hraunbæ 3ja og 4ra herb. íbúðir á sanngjörnu verði. 4ra herb. íbúðin er með miklu útsýni og bílskúr. 3ja herb. íbúðin er rúmg. og sameign eins og ný. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Á söluskrá óskast: 5-6 herb. hæðir í Hlíðum eða nágrenni. Raðhús á einni hæð í Fossvogi, lítið einbýlishús kemur til greina. 5-6 herb. íb. við Hraunbæ eða Selás. Góð sérhæð, Melar, Hagareða nágrenni. Ris og/eða kjallari má fylgja. Eignir í gamla bænum af ýmsumi stærðum. Mega þarfnast endurbóta. • • • Opið f dag kl. 11 -13. Margskonar eignaskipti. Aimenna fasteignasalan sf. varstofnuð 12. júlí 1944. AtMENNA FASTEIGNASAUW LAUGwÉGM?S?MAR,2ÍlÍ5fiU2Í37Ö Messur ■ AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 14.00 á sunnudag. Altaris- ganga. Fundur verður í æsku- lýðsfélaginu kl. 17.00 á sunnu- dag. Biblíulestur í safnaðar- heimili (litla salnum) mánudag- inn 17. október kl. 20.30. ■ GLERÁRKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14.00, séra Bragi Skúlason sjúkrahús- prestur predikar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18.00. ■ HVITASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Vakningar- samkoma á morgun, sunnu- dag kl. 15.30. Biblíulestur kl. 20. á miðvikudag, Kristileg krakkasamtök Hvítasunnu- kirkjunnar kl. 17.15 á föstu- dag og kl. 20.30 sama daga er bænasamkoma. Afmælissýn- ing feðga MIKIL aðsókn hefur verið að sýn- ingu feðganna, Kristinn G. Jó- hannssonar og Gunnars Kristins- sonar í Listhúsinu Þingi en nú um helgina eru síðustu forvöð að sjá sýninguna því henni lýkur á sunnudag, opið er frá kl. 14 til 19. Gunnar, sem er við nám í ljós- myndun í Þýskalandi sýnir nú í fyrsta sinn ljósmyndir sínar en Kristinn málverk og er sýningin sett upp í tilefni þess að uni þess- ar mundir eru liðin fjörutíu ár frá því hann hélt sína fyrstu sýningu. Afmœlishátið Sandara Sandarar! Munið afmælishátíðina (40 ára) í félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 22. október. Heiðursgestir: Sæmundur Kristjánsson og Auður Grímsdóttir. Miðapantanir eru hjá Pálma, hs. 157Í00, vs. 687768, Bárði, hs. 657144, vs. 25099 og Auðbjörgu, hs. 814808. SANDARAR STÖNDUM SAMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.