Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Listir, menntir og menn-
ing - í fjötrum hvers?
ÞEGAR honum var úthlutað
embættinu fórnuðu margir hönd-
um, aðrir stungu þeim í vasana
og hafa haldið þeim þar síðan. Enn
aðrir bitu á jaxlinn og eru löngu
orðnir tannlausir og svo eru það
þeir sem flúðu land undir þeim
formerkjum að nú væri endanlega
komið nóg og ekki aftur snúið.
Átthagafjötrarnir eru sterkari
en margan grunar og ekki leið á
löngu þar til útlagana byijaði að
dreyma, í svefni jafnt sem vöku,
mosann, sortulyngið, blóðbergið,
heiðina og fjöllin. Sumir vöknuðu
meira að segja á sjóvotu þarabeði
með safaríkt grasstrá í munnvikinu
og gleymmérei á milli.tánna. Aðrir
urðu svo lautarsjúkir að þeir leit-
uðu í allt sem minnti á íslensku
hraunlautirnar. Fór það eftir efn-
um og aðstæðum hvað þeir fundu,
en nokkrir af þeim fijóustu gerðu
margar ófullnægjandi tilraunir til
að endurskapa þær úr allskyns
eitruðum froðuefnum og plast-
drasli þar sem þeir hírðu í sulti og
sút í aflóga kytrum helstu heims-
borganna.
Guðbjörn og Gefjunarskórnir
En almennust var fíknin í hinn
íslenska náttúruilm og þrátt fyrir
margítrekaðar tilraunir ættingja
og vina hér heima til að fanga
hann í plastpoka, þerripappír og
aðra ilmnema og geyma og senda
þeim í hraðpósti varð ilmþörfinni
aldrei svalað til fullnustu. Ekki
einu sinni hjá honum Guðbirni, sem
hafði þingeyska ilmþörf af fyrstu
gráðu og fékk bæði senda Geíjun-
arskó sem höfðu legið veturlangt
undir farginu á botni súrheysturns-
ins á bæ foreldra hans og Levi’s-
gallabuxur sem oft höfðu verið
þvegnar uppúr Hvítárblönduðu
(móðurættin) þvaginu hennar
Skjöldu gömlu.
Og svo var það allt þetta sjón-
ræna sem neitaði að
víkja af himnunni
þrátt fyrir síendur-
teknar heimsóknir í öll
listasöfnin, galleríin,
bíóin og leikhúsin að
ógleymdum langdvöl-
um í bókabúðum og
neðanjarðargöngum.
Úfið hraunið, upp-
blásnir melarnir, sól-
roðinn fjörðurinn,
Esjan. Birtan, dum-
bungurinn og drung-
inn, sindrandi héluð
jörðin í froststillunum,
sem var yfirsterkari
allri skynsemi og
glæstum framtíðar-
draumum.
Tilvistarkreppa útlagans
Á slíkum stundum er erfitt að
vera til fyrir íslenska listamenn og
aðra ættjarðarfanga í útlegð. Jafn-
vel þótt þeir séu staddir í aldingörð-
um gyðja sinna og guða. Hef ég
á stundum ekki komist hjá að
álykta sem svo, að íslensk menning
og listir eigi tilvist sína þessum
átthagaljötrum að þakka. Þegar
mynd og yrkisefni íslenskra lista-
manna í gegnum tíðina eru skoðuð
er ljóst að óðurinn til íslenskrar
náttúru verður seint fullortur,
málaður, leikinn, sunginn, mynd-
aður eða höggvinn.
Getur jafnvel verið að listamenn
og aðrir mennskir landar séu slíkir
þrælar og þiggjendur íslenskrar
náttúru í senn að þeir séu tilbúnir
til fórna nánast öllu og sætta sig
við hvað sem er svo lengi sem
þeir fá að haldast í máttugum fjötr-
um hennar?
Einn og annar eru alltaf
að reyna
Ef það er eitthvað eitt sem ég
sé sameiginlegt með íslenskum
ráðamönnum í gegn-
um tíðina þá er það,
að þeir eru alltaf að
reyna að skera á bönd-
in. Rista þau svona
**• •? "i ' fH djúpt, særa þau svona
mikið?
Hvað er það til
dæmis sem fær Ólaf
G. Einarsson mennta-
málaráðherra til að
ákveða að stórlækka
fjárveitingar til Kvik-
myndasjóðs og þar
, með kippa tilvistar-
'• * grunninum undan ís-
Einar Már lenskri kvikmynda-
Guðvarðarson gerð, sem aldrei í sögu
hins margrómaða ís-
lenska lýðveldis fyrr en nú hefur
átt sér bjarta framtíð? Og þar með
er enn einu sinni gerð tiiraun til
að hrekja af landinu stóran hóp
af hæfileikaríku fólki sem með
óbilandi kjarki, dugnaði, þraut-
seigju og sálrænum jafnt sem fjár-
hagslegum fórnum hefur tekist að
gera hið ómögulega. Islenskar
kvikmyndir, sem í listrænum jafnt
sem tæknilegum gæðum jafnast á
við það besta sem gert er í kvik-
myndaheiminum í dag. Fjöldinn
allur af verðlaunum og viðurkenn-
ingum er þessu til staðfestingar
fyrir utan, að það er fyrst nú sem
íslenskar kvikmyndir eru farnar
að gefa þjóðarbúinu arð í beinhörð-
um peningum. Það er allavega eitt-
hvað til að þreifa á, Ólafur.
Hvað eru menn eins og Ólafur
G. að hugsa, Ólafur G.?
Enda þótt. ég sé fyrir löngu bú-
inn að leggja frá mér bæði penn-
ann og kvikmyndatökuvélina, að
ég tali nú ekki um kennsluréttind-
in, og haldi mig nú nær einungis
við grjótið, því það mun alltaf verða
nóg til af því, þá leitar þessi spurn-
ing sífellt á mig: Hvað eru ráða-
Auglýsing
um starfsleyfistillögur skv. gr. 70 í
mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994
í samræmi við gr. 70 ofangreindrar reglugerðar liggja
frammi til kynningar hjá upplýsingaþjónustunni (1. hæð)
í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá mánudeginum 17. október nk. starfs-
leyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki:
Smur- og dekkjaþjónustu Brelðholts
Vikur hf., vikurpökkunarverksmiðju
Bílamálun Pálmars
Pálmi Guðmundsson,
bifreiðaverkstæði
Útfarastofu kirkjugarðanna, líkkistuverkstæði
Nýju efnalaugina hf.
Endurvinnsluna hf.
Prentmet, prentiðnaðarfyrirtækl
K. Guðmundsson, prentiðnfyrlrt.
Marel hf.
lafnaseli 6, 109 Reýkjavík.
Köllunarklettsvegi 5, 104 Rvík.
Vagnhöfða 20, 112 Reykjavík.
Bíldshöfða 3, 112 Reykjavík.
Vesturhlíð í Fossvogi.
Ármúla 30, 108 Rvík.
Knarrarvogi 4, 104 Rvík.
Suðurlandsbraut 80, 108 Rvík.
Skeifunni 3A, 108 Rvík.
Höfðabakka 9, 112 Rvík.
Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar:
I. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar
eða nálægrar starfssemi.
2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar.
Athugasemdir, ef gerðareru skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105
Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavfkur.
Nú, frekar en nokkru
sinni fyrr, er lag og
við höfum einfaldlega
ekki efni á að glata
áunnum möguleikum,
segir Einar Már Guð-
varðarson, og skorar á
þá sem ráða yfir fjár-
hirslum, að snúa vörn í
sókn og tífalda framlög
til kvikmyndagerðar.
menn eins og Ólafúr G. að hugsa,
Ólafur G.? í fyrstu hélt ég að það
væri hlutverk mennta- og menn-
ingarmálaráðherra að vernda,
styrkja, styðja og efla menntun og
menningu í landinu. Síðar varð
mér ljóst að það væri að mestu
undir hælinn lagt, ef það væri
ekki íjárhagslega hagkvæmt eða
flokkaðist undir menningarlegar
fortíðarklisjur og fóstbræðralag.
En þegar virðisaukinn var lagð-
ur á bækur, sjálft þjóðarstoltið og
eina megin stoð menntunar og
menningar í landinu, sem öll tilvist
okkar hér að meira og minna leyti
grundvallast á, gapti ég af undrun
í orðsins fyllstu merkingu. Og núna
ætlar þú að rústa kvikmyndagerð-
ina vitandi að íslenskir styrkir og
fjármagn eru forsendan fyrir er-
lendum styrkjum og íjármagni sem
gera okkur kleift að gera og fram-
leiða kvikmyndir sem í listrænum
gæðum og tæknilegri úrvinnslu
standast samanburð við það besta
sem gert er á þessum vettvangi í
öðrum heimshlutum. Þvílík fá-
sinna, þvílík fásinna.
Nú frekar en nokkru sinni fyrr
er lag og við höfum einfaldlega
ekki efni á í menningarlegu jafnt
sem efnahagslegu tilliti að glata
áunnum möguleikum. Því skora ég
á forsætis- og Ijármálaráðherra og
aðra þá sem ráða yfir ijárhirslun-
um að snúa vörn í sókn og tífalda
framlög til kvikmyndagerðar. Hér
á ekki að ríkja neinn vafi, því við
munum uppskera margfalt það
sem við sáum.
Þetta á einnig við um aðrar list-
greinar að meira eða minna leyti.
Og við megum ekki glata trúnni á
mennskuna, náttúruna og mátt
listarinnar til að túlka, tjá og sætta
veraldlegar og andlegar aðstæður
og andstæður og annað það sem
gerir okkur að fólki í þessu landi.
En það kostar og hjá því verður
ekki komist. Því hver erum við án
okkar sjálfra?
Höfundur er myndhöggvari.
Þýzki stöðug-
leikinn í hættu?
ER stöðugleikinn í
þýzkum stjórnmálum
í hættu? Samkvæmt
síðustu skoðanakönn-
un siglir Kohl kanzlari
og flokkur hans,
Kristilegir demo-
kratar (CDU), í með-
byr en samstarfs-
flokkurinn Fijálsir
demokratar (FDP),
flokkur Klaus Kinkels
utanríkisráðherra, er
hins vegar í hættu að
falla út af þingi. FDP
hefur rétt um 5% fylgi
en það er minnsta
fylgi til að hafa rétt á
þingsætum. Ef FDP fellur út af
þingi mun það sennilega hafa af-
drifarík áhrif í þýzkum stjórnmál-
um því flokkurinn hefur sem
miðjuflokkur skapað stöðugleika í
stjórnmálum þar í landi um árabil
og átti ríkan þátt í endurreisn
Þýzkaiands eftir heimsstyijöldina
síðari og í núverandi efnahagsleg-
um bata. FDP hefur myndað
stjórnir bæði með CDU og Sósíal-
istum (SPD) og ávallt verið í minni
hluta en hefur þó haft mikil áhrif
á stjórnarstefnuna á hverjum tíma
og dregið samstarfsflokkana nær
miðju og hefur það komið fram
bæði í innanríkismálum og ekki
sízt í utanríkisstefnu Bonnstjórn-
arinnar. Ef FDP nær ekki 5% þrep-
inu í þessum kosningum er hætta
á viðvarandi óstöðugleika í stjórn-
málum þar í Iandi og gæti fylgi
öfgaflokka til hægri og vinstri við
miðju vaxið í kjölfarið.
Steingrímur
Gunnarsson
Það eru því spenn-
andi kosningar fram-
undan og niðurstaða
þeirra mun ekki ein-
ungis hafa áhrif innan
Þýzkalands sjálfs
heldur einnig á Evr-
ópumálin í heild og á
Evrópustefnu Banda-
ríkjanna.
Þýzka sendiráðið og
Goethe-stofnunin á ís-
landi verða með opið
hús í Norræna húsinu
sunnudaginn 16. októ-
ber frá ki. 16.30 og
verður bein sjónvarps-
útsending frá þing-
kosningunum. Full ástæða er til
Þýzka sendiráðið og
Goethe-stofnun verða
með opið hús í Norræna
húsinu á sunnudaginn,
segir Steingrímur
Gunnarsson, og þar
verður bein sjónvarpsút-
sending frá kosningun-
um í Þýzkalandi.
að ljölmenna á spennandi kosn-
ingavöku.
Höfundur crkennari viV)
Tækniskóla íslands.
- kjarni málsins!