Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Við verðum að velja og hafna HINN 14. mars 1991 sendi fjárveit- inganefnd frá sér nefndarálit um þingá- lyktunartillögu ríkis- stjómar, Steingríms Hermannssonar um langtímaáætlun í vegagerð. Tekið er fram að nefndinni hafi „ekki gefist tími til þess að fjalla um áætl- unina til. neinnar hlít- og eru nefndar- ar menn sammála um að tillagan þarfnist nán- ari athugunar. í fylgi- skjali með nefndará- litinu er gerð grein fyrir tillögum starfsmanna Vegagerðar ríkisins eftir fyrstu yfírferð með þing- mannahópum kjördæmanna. Þótt skrítið sé telja þingmenn stjórnar- andstöðunnar að Alþingi það sem' nú situr ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar og ég sem samgönguráð- herra séum bundin af þessu plaggi. Hinn 5. okt. sl. kvaddi Hjörleif- ur Guttormsson sér hljóðs utan dagskrár og hafði fyrir ástæðu, háll í orðum þó, að Alþingi og Halldór Blöndal framkvæmdavaldið hefðu í rauninni lýst yfir að miklum fjár- munum yrði varið til jarðgangagerðar á Austurlandi á þessari öld, - „ekki seinna en 1998“, voru orð þing- mannsins. Ég legðist gegn því að Aust- fjarðagöng kæmu í beinu framhaldið af Vestfjarðagöngum. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar urðu til þess að taka undir þessi sjónarmið. Steingrímur Sigf- ússon skipaði nefnd 2. nóvember 1988 til að „vinná að framgangi jarðgangagerðar á Austurlandi og gera tillögur um leiðir til fjár- mögnunar". Nefndin skilaði sam- eiginlegu áliti í mars 1993. Sveinn Guðmundsson, sem verið hafði sveitarstjóri á Vopnafirði, skilaði þó séráliti, þar sem hann taldi að Vopnafjarðargöng ættu að vera „í forgangshópi jarðganga á Aust- urlandi“. Álit nefndarinnar var í stuttu máli að í Mjóafjörð skyldu í langtímaáætlun síð- ustu ríkisstjórnar var gert ráð fyrir 410 millj. kr. 1995-1998 og 2.092 millj. kr. á árun- um 1999-2002. segir Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra. MYNDIN sýnir hvernig hægt sé að verja 6.4 millj. kr. í vegagerð ef gengið er út frá Norðausturlandi og Austurlandi, en Djúpvegur- inn látinn fylgja með vegna sérstöðu hans. liggja þrenn göng: frá Seyðisfírði 5,3 km, Héraði 6,8 km og Norð- firði 3,9 km og yrði þá einangrun ■fjarðanna rofin. Heildarkostnaður yrði 6,4 milljarðar kr. og árleg framkvæmdaþörf 1 milljarður kr. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 765. þáttur í stórvirki próf. Steingríms J. Þorsteinssonar um skáldsögur Jóns Thoroddsens, sem ég nefni í heiðurs skyni, er brugðið birtu á uppruna þess að skeyta ending- unni ó aftan á íslenska orð- stofna. Steingrímur er að segja frá lífí og máli skólapilta í Lærða skóianum, og tek ég héf orðrétt upp, en sleppi fótnótum: „Ráða má af þessari sögu, að úr skólamáli sé komin nafnorðs- endingin -ó, sem er nú svo mjög tíðkuð í óvönduðu Reykjavíkur- máli (Iðnó, strætó), því að piltar eru hér látnir bregða henni nokkrum sinnum fyrir sig. Sagt er um Hannes Ámason: „Hann kenndi náttúrusögu. Hana köll- uðu lærisveinar snakk, en hann Snakkara eða Snakkó" (bls. 2, sbr., að Kristján Jónsson skrifaði úr 2. bekk veturinn 1865-1866 séra Páli Sigurðssyni: „Snakkó biður að heilsa þér“). Einnig kemur fyrir tíkarheitið Spakó (98), og á bls. 137 stendur: „Þú lýgur það, þinn stóri drakó“ (sbr. og mannsnafnið Skolkó í Þórðar sögu Geirmundarsonar 1891, 58 o. áfr.). Þetta er þannig til kom- ið, að latnesku nafnorðsending- unni -o er skeytt aftan við ís- lenzka orðstofna (sbr. lat. draco, -onis), þótt ekki sé víst, að órofa samhengi sé frá þessum uppruna og til okkar daga, og hafa kom- ið fram aðrar skýringar þessarar íslenzku afleiðsluendingar í nút- íðarmáli." heyrði ég *Akró, *Borðó eða *Reykjó. Fjöldi skóla fékk þessa end- ingu, svo sem Versló, Kvennó og líklega einkum Gaggó. Ýmis lýsingarorð fengu endinguna ó, svo sem sjarmó, sveitó, tíkó, halló, Iummó og púkó. Af þess- ari þulu sést að orðin hafa bæði niðrandi merkingu og hið gagn- stæða, svo og að endingin ó er ennþá „virk“ í máli okkar, sbr. og Ungó = Ungmennafélags- húsið. Skilríkir menn hafa enn sýnt mér hroðalegt dæmi um aðila- æðið. Fyrirsögn í blaði: „Fimm norðlenskir aðilar á leið til Murmansk". Voru þetta félög, menn, dýr eða styttur? Allt sam- an menn og taldir upp með nöfn- um. Hvers vegna þá ekki að segja: Fimm Norðlendingar á leið o.s.frv.? Eða fimm menn frá Norðurlandi til að taka af öll tvímæli. Með þeim orðum Steingríms, sem hér eru síðast tilfærð, vísaði hann til rits próf. Alexanders Jóhannessonar um viðskeyti í íslensku (Die Suffixe im islánd- ischen í Arbók Háskóla íslands 1927). Þar er þó naumast um skýringar að ræða, þó að vitnað sé til orðsins bíó og tekin dæmi eins og Iðnó og Gúttó. Umsjónarmaður veit ekki nógu mikið um þetta efni, og væri fræðsla vel þegin. Hvers vegna voru t.d. 'sumir staðir á símstöðvarmáli með ó-endingu, eins og Patró og Sigló? Var það vegna lengdar orðanna Patreks- fjörður og Siglufjörður? Aldrei Þjóstólfur þaðan kvað: Sá dansfimi Daníel ruglu- dallur, son Geirhildar buglu, varð í boði svo skrýtinn, að hann bað um einn lítinn hjá bamóness Margréti’ af Uglu. ★ Enn á umsjónarmaður Örnólfí Thorlacius skemmtileg bréf að þakka: „Kæri Gísli. Nú langar mig einkum að taka á óþörfum endurtekningum eða klifun í máli fréttamanna. Stund- um er reyndar erfítt að komast hjá þessu, eins og þegar rætt er um „kemísk efni“, sem að sjálf- sögðu er klifun, þar sem lýsing- arorðið „kemískur“ táknar það sem varðar efni. Strangt tekið eru öll efni þess vegna „ke- mísk“. Hugtakið á þó rétt á sér sem þýðing á kemikaller eða chemicals úr nágrannamálum okkar. Samt kann ég sárilla við þessi kemísku efni og lýsi eftir betri þýðingu. í fréttaskýringu í Ríkisútvarp- inu 16. júlí kom það fram að „Gorbatsjov kom mönnum á óvart með óvæntum hætti“. Er hægt að gera það öðruvísi? Sama stofnun greindi frá því í fréttum nokkru fyrr að Frakkar hefðu aftekið að taka þátt í inn- rás á Haítí ef af henni yrði. Höfðu þeir kannski uppi áform um þátttöku ef ekki yrði af inn- rás? Enn vitna ég í Ríkisútvarpið, en tek fram að það er ekki vegna þess að ég telji að það taki öðrum fjölmiðlum meiri þátt í misþyrm- ingu tungunnar, öðru nær, ég fylgist bara einna helst með því. í fréttum 18. júlí var greint frá bannfæringu hérlendis á ástr- ölskum slökkvitækjum með þurr- dufti. Það er kannski af því að ég lagði efnafræði aðeins fyrir mig sem aukagrein í háskóla að ég á svona erfitt með að sjá fyr- ir mér blautt duft. í útvarpsfréttum 28. júlí var vikið að lappadrætti sýslumanns úti á landi við að leyfa úti- skemmtun um verslunarmanna- helgi, en áður átti hann að hafa gefíð ,jákvæð vilyrði“ fyrir sam- komuhaldi. Eru þá til „neikvæð vilyrði“ (og það fleiri en eitt)? Talsvert hefur í tímans rás verið reynt að þjarma að mafí- unni, en nú sýnist mér að dagar hennar austan Atlantsála hljóti senn að vera taldir ef það ræt- ist, sem boðað var í fréttaskýr- ingarþætti í gufuradíóinu að morgni 8. september, að „Evr- ópulögreglan annist alla skipu- lega glæpastarfsemi“. Lifðu heill! Eftirskrift: Þú minntist fyrir nokkru á orðaleiki sem birtust í Morgunblaðinu í æsku okkar: „Ég er að velta fyrir mér.. (hvort úrsmiðir séu stundum úr- vinda og þessháttar). Mér er nær að halda að tölur á klukkuskífu hljóti að vera úrtölur, að timbur- sali sé réttnefndur viðbjóður, og að lagið við „Einn var að smíða ausutetur" sé sleifarlag.“ Auk þess mælir umsjónar- maður með nýyrðinu glæpræði fyrir „krímínókratí“. Höfundur orðsins er Hólmkell Hreinsson, Amtsbókasafninu á Akureyri. að meðaltali. í langtímaáætlun síð- ustu ríkisstjórnar var gert ráð fyr- ir 410 millj. kr. 1995-1998 og 2.092 millj. kr. á árunum 1999- 2002. Ég sé ekki betur en í þessu felist, að síðasta ríkisstjóm hafi hugsað sér að Austfjarðagöng biðu næstu aldar og hafi verið sammála mér um það. En svo komum við að samheng- inu milli fjár og framkvæmda. Eins og vænta mátti fann nefndin enga leið til að ljármagna Aust- fjarðagöng með sérstakri tekjuöfl- un, heldur yrðu þau kostuð af al- mennu vegafé. Og þá er spurning- in: hvað á að sitja fyrir? Á svæðinu frá Þingeyri inn í Djúp búa rétt um 6.400 manns. Ég hef talið eitt brýnasta byggða- verkefnið nú að byggja upp Djúp- veginn og leggja á hann bundið slitlag. Það kostar 1.250 millj. kr. í langtímaáætlun síðustu ríkis- stjórnar eru litlar 400 millj. kr. til þessa verkefnis og kúfurinn á ár- unum 1999-2002. Til skýringar og fróðleiks hef ég látið draga upp kort sem sýnir fyrir hveiju 6,4 milljarðar kr. hrökkva í vegagerð. Gengið er út frá því að ljúka hringveginum, nema farið er um Suðurfirði eystra. Vegna sérstöðu ísafjarðar- byggða er Djúpvegurinn valinn. . Og til þess að gera samanburðinn gleggri er sýnt að eftirstöðvarnar duga til að ljúka veginum niður í Vopnafjörð, norður til Þórshafnar og svo til Húsavíkur, en auðvitað mætti taka vegkafla úr öllum landsfjórðungum. Þó væri. En dæmið lítur svona út og er miðað við að ljúka við eftirtalda vegi: 1. Hringvegurinn á Norðurlandi eystra, 800 millj. kr. 2. Hringvegurinn á Austurlandi, þó um Suðurfirði, 2.200 millj. kr. 3. Djúpvegur, 1.250 millj. kr. 5. Húsavík-Þórshöfn, 1.400 millj. kr. 6. Þórshöfn-Austurlandsvegur, 750 millj. kr. En vitaskuld má draga línurnar öðru vísi. Uppsetningin sýnir, að verkefnin eru nóg en fjármunirnir ekki. Ég er t.d. ekki viss um, að Vestfjarðaþingmennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Pétur Bjarna- son hafi hátt um það fyrir vestan, að ég virðist hafa meiri áhuga á Djúpvegi en þeir. Á hinn bóginn er ljóst, að ekki er vikið að þörfum • höfuðborgarsvæðisins í þessu dæmi. En í næstu grein minni mun ég fjalla um það sérstaklega. Höfundur er samgönguráðherra. Að vera latur uppalandi VEIST ÞU hvar barnið þitt er núna? Þekkir þú reglur um útivistartíma barna? Hvað er barnið þitt að horfa á í sjónvarpinu? Þessar spumingar heyrðust og sáust víða hér og hvar eftir að þjóðin fékk spark í rassinn á síðasta vetri og varð tilneydd að endurskoða hug sinn varðandi uppeldi barna sinna. Fólk var slegið, bömin voru komin út á hálan ís, þetta var óferjandi ástand. Nokkrir mán- uðir liðu, eða voru það nokkrar vikur? Þá voru allir hættir að Guðrún Hjartardóttir ábyrgð og skyldur foreldra í uppeldinu? Hvað er mikilvægt í Iífinu, friður við sjón- varpið eða framtíð barnsins þíns sem manneskju? Hvað felst í því að vera for- eldri, skemmtun og kjass þegar barnið er lítið, fyrirhöfn og þras þegar barnið er komið á ungiingsár? Bandaríski geð- læknirinn M. Scott Peck bendir á í met- sölubók sinni The Road Less Travelled (sem þýdd hefur verið hugsa um þetta. Börnin fóru aftur í bæinn á nóttunni (hvað voru þau nú aftur mörg, sjö þúsund eina nóttina nú í byrjun september) og enginn mundi lengur þessar reglur um útvistartíma barna, enda var kominn sumartími. Þetta er ósköp skiljanlegt því þessar stuðandi spurningar vora bara rétt til að }Áa við daufum eyrum sem síðan lokuðust jafn- harðan. Hér hefði þurft að taka allt annan pól í áróðurshæðina strax og spyija frekar: Hvað finnst þér eðlilegt varðandi reglur, á íslensku undir heitinu Leiðin til andlegs þroska) að börn þurfí að læra aga, ekki síst sjálfsaga. Með aga á hann ekki við heraga með fyrirskipunum og ofbeldi, heldur aga sem fyrst og fremst endur- speglar festu og sjálfsaga foreldr- anna sjálfra og kennir bömunum um leið hið sama. Því eins og flest- ir ættu nú orðið að vita læra börn- in okkar fyrst og fremst af því sem við gerum en ekki því sem við segjum. Hvernig getur foreldri sem ekki getur neitað sér um að fylgjast með sjónvarpsfréttunum til að líta upp og hlusta á barnið, ætlast til þess að unglingur geti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.