Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 35 MINNINGAR BRODDI JÓHANNESSON + Broddi Jóhannesson, fyrr- um rektor Kennaraháskóla Islands, var fæddur í Litladals- koti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 21. apríl 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 16. september. ÞEIR sem hafa lesið Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson vita að hann fór víða í þekkingarleit sinni, m.a. í Kennaraskólann sem þá var nýflutt- ur í glæsilegt hús við Laufásveginn. Ekki fann meistari Þórbergur visk- una þar innan dyra og hvarf á brott eftir eins vetrar nám næstum jafn fávís að eigin sögn og þegar hann hóf námið. Kennurunum bar hann illa söguna, honum fannst þeir villa á sér heimildir og leggja áherslu á utanbókarlærdóm í stað sannkall- aðrar viskuleitar. Löngu síðar stóð ég í svipuðum sporum og Þórbergur. Ég var að hefja eins vetrar nám í Kennara- skólanum, að vísu svolítið „lærðari" en Þórbergur, en varð óneitanlega hugsað til ofvitans forðum daga sem hrökklaðist niðurbrotinn á sál- inni frá þessu húsi. Það var ekki beinlínis uppörvandi fyrir leitandi ungmenni. En reynsla mín varð öll önnur en Þórbergs. Að vísu voru mér, ekki fremur en Þórbergi, ekki veitt endanleg svör við gátum lífs- ins í þessu húsi. Hins vegar hitti ég fyrir í þessu húsi vitra menn og góða, lærða og reynda kennara sem kunnu til verka. Þetta voru kennar- ar eins og þeir hafa gerst bestir á íslandi allt frá því er sögur hófust, fræðarar sem miðluðu nemendum sínum því besta og sannasta er þeir vissu en það gera góðir kennar- ar ævinlega. Kennsla þeirra var list enda er góður kennari ekki síður listamaður en fræðimaður. Þama var fræðarinn og ferða- garpurinn Hallgrímur Jónasson sem fræddi okkur um land og þjóð auk þess sem hann kenndi okkur ráð sem dugðu væru nemendur óstýri- látir um of. Þarna var ísak Jónsson sem logandi af áhuga kenndi okkur lestrarkennslu með árangri sem var galdri líkastur. Þarna var séra Árel- íus sem leiddi okkur að lifandi vötn- um Nýja Testamentisins og tókst með ljúfmennsku sinni að glæða áhuga okkar á sögu kristninnar og mikilvægi Biblíunnar fyrir íslenska menningu. Þarna var Sigríður Val- geirsdóttir sem tók okkur stúlkum- ar í gegn og skipaði okkur að hreyfa okkur meira og hlaupa af okkur lærpokana. Hún var áratugum á undan samtíð sinni, hugmyndir hennar um hollustu og hreyfingu eru núna fyrst að komast í tísku. Þarna var ennfremur Helgi Tryggvason, reikningsmaðurinn áhugasami sem gerði reiknings- kennsluna að slíkri veislu að í mörg ár var reikningskennsla uppáhalds- kennslugreinin okkar flestra. Frey- steini Gunnarssyni, skólastjóra kynntist ég ekkert, en hann var „feikilega greindur maður og skýr að hveiju sem hann gekk en beitti sér afar lítið“. (Viðtal við dr. Brodda í maí 1993.) Og þarna var hann Broddi sem kenndi sálarfræðina, dularfulla fræðigrein og spennandi. Hann bar af þeim öllum og er sá af kennurum mínum sem er mér minnisstæðastur og einna kærastur. Samt hef ég haft marga góða kennara og á þeim öllum mikið að þakka. Hver kenslu- stund hjá Brodda var tilhlökkunar- efni, ekki aðeins vegna þekkingar hans og lærdóms heldur fyrst og fremst vegna persónuleika manns- ins og góðra áhrifa sem frá honum stöfuðu. Eftirminnilegast í kennslu hans og fari öllu er samt fordómaleysi hans, hlýleiki og umburðarlyndi gagnvart mönnum og málefnum. Oft var rætt um heimspekileg efni svo sem um rétt og rangt og tilveru mannsins hér í heimi. Eins og geng- ur var oft stutt í heilaga vandlæt- ingu okkar ungmennanna yfir rang- læti heimsins og heimsku mann- anna. Var ekki með ólíkindum hveiju menn gátu trúað fyrr á öld- um — og rifist um. Var ekki með ólíkindum að margir lærðustu kirkjufeðumir hefðu haldið því fram áratugum ef ekki öldum saman að konur hefðu ekki sál? Hvernig var hægt að trúa annarri eins vitleysu þegar engin haldbær rök voru fýrir hendi? Málið var borið undir kenn- arann. „Hvað var þeta með mann- inn, Broddi, gat hann trúað hveiju sem var þó að um væri að ræða nokkuð sem gengi þvert á alla skyn- semi. Eða er ekki útilokað að nokk- ur maður hafi í alvöru trúað því að konur hefðu ekki sál.“ „Nei,“ svaraði Broddi, „það er ekki útilok- að. Þegar þú hefur þurrkað burt allt sem mælir með því að konur hafi sál, þá er enginn vandi að trúa _ því. Þá hafa konur ekki sál.“ Þetta andsvar Brodda varð mér ærið umhugsunarefni en um leið lær- dómur sem síðar kom mér oft að góðu haldi. Ég kynntist Brodda ekki per- sónulega fyrr en fyrir fáum árum. Það var um þær mundir sem ég hafði ögrað valdamiklum skóla- mönnum með skoðunum sem féllu ekki í kramið hjá þeim. Þá leitaði ég til Brodda, minnug orða hans forðum daga um trúgimi mannanna og ónæmi þeirra fyrir skynsamleg- um rökum. Hann tók mér ljúfmann- lega og hafði ekkert breyst nema elst svolítið í útliti. Hann var orðinn ögn virðulegri en hann var þegar hann fór með okkur nemendurna á gamla bílnum sínum í vetrarferð á þorra 1957. Skegg hans var orðið grátt en andinn var enn jafnungur og forðum daga í Kennaraskólanum og maðurinn allur eins heill og sannur og hann hafði alltaf verið. Glettnin var líka á sínum stað og umburðarlyndið. Alvaran var þó undir niðri og ég skynjaði í frásögn hans að stundum höfðu misvitrir menn vegið að honum að tilefnis- lausu. Við ræddum saman nokkrum sinnum eftir þetta, aðallega um ævi hans og störf, einkum um rektors- árin hans í Kennaraskólanum og síðar Kennaraháskólanum. Eftir- minnilegust er þó frásögn hans af þeim fjölmörgu íslensku „pedagóg- unum“ sem hann kvað liggja óbætta hjá garði, einkum prestar og verk- stjórar. í áðurnefndu viðtali okkar fyrir rúmu ári segir hann þetta: „Ég vil helst ekki leggja upp laupana áður en ég minnist þeirra einhvern veginn og einhvers staðar. Að ég tali ekki um sjómennina sem ég þekki raunar ekki nema úr fjarska. Allt þetta fólk sinnti feikilega mikl- um uppeldisstörfum á vinnustöðun- um; í vegavinnunni, við brúarsmíð- ina, við vitavinnuna og á sjónum. Og svo náttúrlega við innanhús- störfin og í heyskapnum. Ég get í þessu sambandi nefnt þér dæmi sem stendur mér ljóslifandi fyrir augum enn þann dag í dag. Það var fyrsta heysætið sem ég gekk frá hjálparlít- ið og á eigin ábyrgð. Þetta var mýrgresi í túnfitinni á bænum og ég var þarna einn að bjástra við þetta, allir voru langt í burtu á engjum og höfðu þar nógu að sinna. Það var þarna gömul kona sem sagði mér fyrir verkum við að setja sætið. Og hún gekk afskaplega strangt eftir því að allt væri í rétt- um sniðum. í fyrsta lagi að bólstur- inn væri snotur mynd, stafnarnir áttu að vera brattir og náttúrlega átti bólsturinn að dragast jafnt að sér upp á mæninn svo að hann verði ekki fyrir bleytu. Það þurfti að vanda alveg sérstaklega til mænifanganna, það voru síðustu föngin sem sett voru á bólsturinn. í lokin átti að klappa þeim svolítið með hrífunni og aðeins að greiða úr stráunum til þess að hann steypti af sér bleytunni. Þetta minnti á stráþak í útlöndum og varði sig alveg fyrir vætu. Þarna kom fram feikilega merkilegt uppeldi að mínu áliti.“ (Munnleg frásögn dr. Brodda í maí 1993.) Með þessum orðum kveð ég dr. Brodda og kem þar með á fram- færi þakklæti hans til allra óskóla- gengnu „pedagóganna“ á íslandi. Hann var lærimeistari minn og fyr- irmynd er ég var ung, löngu síðar varð hann ráðgjafi minn og vinur. Fjölskyldu hans serfdi ég innilegar samúðarkveðjur. Helga Sigurjónsdóttir. Aldrei deyr, þótt allt um þrotni endurminning þess sem var. ' (Gr.Th.) Broddi var fæddur í Litladalskoti í Tungusveit í Skagafirði. Árið 1919 flytjast foreldrar hans að Uppsölum í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru Jóhannes Þorsteinsson bóndi og kennari og Ingibjörg Jóhannsdóttir, bæði ættuð úr Lýtingsstaðahreppi. Veturinn 1923 til 4 andaðist Jó- hannes faðir Brodda. Ingibjörg hverfur þá frá búskap og selur jörð- ina. Þau áttu tvo drengi, Jóhann Lárus og Brodda. Misstu meybarn ungt. Fyrir 70 árum, vorið 1924, kom ég heim frá Hólaskóla. Fyrsta manneskjan sem ég mætti var lítill drengur, átta ára gamall, sem mér varð starsýnt á, vegna fijálslegrar framkomu hans, og mjög gagnrýn- andi augnaráðs. Mér fannst í svip hans blasa við sú spurning, hvers konar maður ég myndi vera, sem hann ætti að vera hjá. Ástæðan til þess að Broddi var mættur þarna var sú, að Jóhannes faðir hans fór til Kaupmannahafnar til lækninga. Honum var þá ljóst að hann myndi ekki eiga langt líf fyrir höndum, því hann var með krabbamein og berkla síðar. Þarna hittast þau Helga systir og hann, og þá mun Jóhannes hafa beðið hana, að taka við Brodda, þegar hann væri allur. Það mætti nú segja að það væri ástæðulítið að ég sé að skrifa um Brodda, vegna þess að hann er þjóð- kunnur maður fyrir störf sín, fyrst og fremst sem kennari og skóla- stjóri Kennaraskólans og síðar Kennaraháskóla islands í 34 ár. Enn fremur fyrir ritstörf sín, mjög merkileg, og fyrirlestra um eitt og annað. Ástæðan til þess, að ég reyni að minnast Brodda, er margþætt. í fyrsta lagi var hann einn af mínum bestu vinum, í öðru lagi átti ég að heita hálfgerður fóstri hans, og í þriðja lagi er ég eini núlifandi mað- urinn, sem dvaldi með honum óslit- ið hans æsku- og unglingsár frá átta ára aldri. Ég mun nú drepa á nokkra punkta úr lífi Brodda, sem mér eru kunnir. Átta ára kom hann til okkar systkina sem fyrr segir. Hann fór aldrei í bamaskóla, heldur lærði hér heima fram yfir fermingu. Það var létt verk að kenna honum, einn besti námsmaður, sem ég hef þekkt. Veturinn eftir fermingu var hann nokkrar vikur við nám hjá Tryggva Kvaran, presti á Mælifelli. Næsta vetur fór hann í Menntaskólann á Akureyri. Sumarið 1934 les hann fimmta bekk Menntaskólans heima á Framnesi og tók stúdentspróf 1934, jafnt Jóhanni bróður sínum, sem var þó tveimur árum eldri og einnig ágætur námsmaður. Vetur- inn eftir stúdentsprófið fór hann til SérlVæðing'ar í l)lómasUi't‘> liiigiiiii vi<) öll la'kilaM’i Skólavöröustig' 12, á horni Bcrgstaöastra'tis, sími 19090 Kaupmannahafnar, og var þar við nám. Kemur þá heim og kennir einn vetur við Menntaskólann á Akur- eyri. Næsta vetur fer hann til Þýskalands og stundar nám í tveim- ur háskólum, les uppeldisfræði, heimspeki og sálarfræði. Doktors- próf í sálarfræði tók hann árið 1940, og hvarf heim með hinni frægu Petsamóför, en þá var stríð- ið byijað. Hann hóf kennslu í Kennaraskólanum árið 1941, ogtók við skólastjórastarfinu, þegar Frey- steinn Gunnarsson hætti. Allir nem- endur hans lofuðu kennslu hans og skólastjórn. Árið 1941 giftist Broddi Guðrúnu Þorbjarnardóttur læknis á Bíldudal. Ég held þeirra hjónaband hafi verið einn sólríkur sumardagur. Guðrún var ágætis kona á alla lund. En hamingjan er stundum skammvinn. Árið 1959 andaðist Guðrún, er hún fæðir þeirra sjötta barn. Þetta dauðsfall fékk sárt á Brodda og var tíminn til 1965, er hann giftist seinni konu sinni Friðriku Gests- dóttur menntaskólakennara, erfið sorgarganga. En öll sár gróa um síðir. Eg held að Friðrika hafi grætt sárin eftir því sem hægt var. Hún reyndist Brodda frábær eiginkona og börnum hans hins besta móðir. Ég vil hér með færa henni sérstak- lega mínar innilegustu þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir Brodda, og hans heimili. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þessar hendingar eiga við um líf Brodda. Ég hef nú farið hér fljótt yfir sögu Brodda. Hann var óvenju fjöl- hæfur gáfumaður en sem þó er mest um vert, góður maður, Áldrei heyrði ég hann halla á nokkurn mann og hefur þó áreiðanlega þekkt marga misjafna. Það mætti segja uym Brodda eins og sagt var um Gissur biskup ísleifsson, að úr hon- um hefði mátt gera þijá menn. Broddi var ekki einungis mennta- maður, hann var víkingur til allra verklegra starfa, upplagður smiður í eðli sínu og unni öllum gróðri. Hann byggði sér sumarbústað í landi Silfrastaða, og vann það áreið- anlega að mestu sjálfur. Og hann gerði meira, hann ræktaði skóg í kringupi sumarbústaðinn, sem er orðinn hávaxinn og óvenju fagur lundur. Seinast fann ég Brodda 1. júlí í sumar í sumarbústaðnum við Silfra- staði. Þá átti hann stutt eftir ólif- að. Við ræddum gamla tíma, og er ég fór bað hann mig að koma suð- ur fyrir húsið. Fyrir sunnan það er gróinn valllendisblettur, sem umluktur er háum tijám á alla vegu. Ég stóð við hlið Brodda, töfraður af friði og fegurð stundarinnar, ég gat ekkert orð sagt. Þessi stund er mér ógleymanleg. Oft hef ég hugsað til þess á seinni árum hvort þessi litli drengur, nýbú- inn að missa föður sinn, og hverfa frá móður og bróður, sem voru honum kær, hafi ekki stundum í einveru, átt erfiðar stundir. Við getum öll sett okkur í spor þessa litla drengs. En hann lét það aldrei í ljós. Eins var það í hans langa veikindastríði, að hann viðurkenndi aldrei fram á síðustu stund að neitt amaði að sér. Þannig var Broddi, andlegt karlmenni frá vöggu til grafar. Ég kveð þig hér með vinur minn, með þökk fyrir allar samverustund- ir okkar, og bið góðan Guð að lýsa þér á landi eilífðarinnar. Til þín, Friðrika, og ykkar bamanna send- um við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur og hörmum með ykkur látinn vin. Björn Sigtryggsson. Kristín Karls- dóttir, hug- læknir starfar á vegum Bóka- klúbbs Birtings. Hún er með heildræna heil- unaraðferð, svæðanudd o.fl, Upplýsingar í síma 62-77-00. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld með John Brandström. Lofgjörð, prédikun, fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir! FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 16. október 1. Kl. 10.30 Ölkelduhnúkur - Laxárdalur - Krókur. Þettar er gömul skemmtileg þjóðleið aust- an Hengils. Verð 1.200 kr. 2. Kl. 13.00 Strompahellar (Bláfjallahellar). Hellaskoðun vestan Bláfjalla. Fjölbreytt hella- svæði. Hafið góð Ijós meðferðis. Verð aðeins 1.000 kr. og frítt f. börn m. foreldrum sínum. Brottför í ferðirnar frá BSl, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Gerist félagar i Ferðafélaginu, árgjaldið er aðeins 3.100 kr. Kvöldferð á fuliu tungli miðviku- dagskvöldið 19. október kl. 20.00 Ferðafélag Islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur. Bænasamkoma kl. 20.30. Hallveigarstíg 1 »simi 614330 Dagsferð sunnudaginn 16. október: Kl. 10.30: Vitagangan, 9. áfangi, og Fjölskyldugangan. I þessum síðasta áfanga Vitagöngunnar verður farið út í Hópsnes, Sel- vogsvita og Knarrarósvita. Farin verður góð gönguferð með ströndinni milli vita. Fyrir þá, sem ekki treysta sér í langa göngu, verður ekið á milli og góður tími til að skoða fjöruna og vitana. Brottför er frá BS( bensínsölu. Verð kr. 1600/1800. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Fjallaferð um veturnætur 21 .-23. október. Heilsum vetri á skemmtilegan hátt og förum í hálendisferð. Ekið á föstudagskvöldi til Hvera- valla. Á laugardag verður gengið I Þjófadali og viðar. Eftir gott bað i lauginni verður sest að sameig- inlegu borðhaldi. Á sunnudag komið við i Hvítárnesi og síðan ekið heim um Þingvelli. Farar- stjórarÁgúst Birgisson og Eyrún Ósk Jensdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofunni. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.