Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Skálað í Kreml
Reuter
SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og Borís Jeltsín Rússlandsforseti skála fyrir undirritun
samnings þjóðanna, sem kveður á um samvinnu á sviði viðskiptamála. Hélt Berlusconi til Moskvu
sérstaklega til að undirritunarinnar, sem fór fram í Kreml.
Safnaðarmorðin í Sviss og Kanada
Fjórða manns-
ins leitað
Genf. Reuter.
SVISSNESKA lögreglan leitar nú
Jean-Pierre Vinet, kanadísks sam-
verkamanns belgíska hómópatans
Lucs Jourets sem var leiðtogi sértrú-
arsafnaðarins Regla sólmusterisins.
Talið er að þar gæti verið um að
ræða fjórða æðsta mann safnaðar-
ins, sem kom af stað sjálfseyðingu
í síðustu viku með þeim afleiðingum
að 53 biðu bana í Kanada og Sviss.
Vinet var háttsettur starfsmaður
kanadíska orkufyrirtækisins
HydroQuebec í Montreal í Kanada.
Hann var rekinn frá fyrirtækinu er
hann var, ásamt Jouret, fundinn
sekur um brot á löggjöf um ólög-
mætan vopnaburð. Gegndi hann
mikilvægu hlutverki við að efla sér-
trúarsöfnuð Jourets í Kanada á síð-
ustu 10 árum.
Talsmaður lögreglunnar vildi
ekki staðfesta að Vinets væri leit-
að, en svissneskir fjölmiðlar sögðu
í gær að svo væri og báru fyrir sig
heimildir úr svissnesku og kana-
dísku lögreglunni. Þar sagði að til
hans hefði sést við þorpin Cheiry
og Granges-sur-Salvan nokkrum
dögum áður en tveir búgarðar safn-
aðarins þar brunnu, en þar fundust
lík 48 safnaðarmanna. Hins vegar
væri ekki vitað hvar hann og kona
hans væru niður komin.
Lögreglan útilokar reyndar ekki
að Vinet sé meðal hinna látnu þar
sem enn hefur ekki tekist að bera
kennsl á 15 lík af 25 sem fundust
í Granges. Þar fundust lík þriggja
æðstu manna safnaðarins, Jourets,
Josephs Di Mambros og Camille
Pilets.
Rannsókn á fjárreiðum og eign-
um sértrúarsafnaðarins stendur nú
yfir í fjölmörgum löndum Evrópu,
Norður-Ameríku og Ástralíu.
Hermt hefur verið að þar væri um
gífurlega ijánnuni að ræða, en ekki
hefur tekist að staðfesta að svo sé.
Paavo Vayrynen, fyrrum utanríkisráðherra Finnlands, um Evrópumálin
Norðurlanda-
bandalag í stað
ESB-aðildar
Paavo Váyrynen fyrrverandi forsetaefni fínnskra Mið-
flokksmanna og margreyndur utanríkisráðherra er orð-
inn forsprakki fínnskra ESB-andstæðinga. í viðtali við
Lars Lundsten fréttarítara Morgunblaðsins í Finnlandi
segist Váyrynen telja að leiðtogar Evrópusambandsins
vilji í raun ekki stækka bandalagið. Þess vegna sé „nei“
í þjóðaratkvæðagreiðslu Finna, Svía og Norðmanna
vænlegasti kosturinn þegar upp verður staðið.
Helsinki. Morgunblaðið.
EGAR finnsku forsetakosningunum
lauk í janúar með bullandi ósigri
Paavos Váyrynens fyrrum utanríkis-
ráðherra (Miðflokki) héldu sumir að Váyryn-
en væri búinn að vera sem stjórnmálamað-
ur. Raunin varð önnur. Nú er Váyrynen
orðinn helsti talsmaður finnskra ESB-and-
stæðinga.
í samtali við Morgunblaðið nokkrum dög-
um fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Finna um
ESB segist Vayrynen fullviss um að besti
kosturinn sé að hætta við stækkun banda-
lagsins að sinni. Hann segist þekkja til hugs-
unarháttar forráðamanna ESB nógu vel til
að geta fullyrt að þeim yrði létt ef Norður-
landaþjóðir kysu að ganga ekki í ESB.
„Menn innan ESB yrðu glaðir ef hætt
yrði við að færa út kvíar bandalagsins.
Upphaflega vildi ESB semja við EFTA-ríkin
um Evrópska efnahagssvæðið (EES) til að
þurfa ekki að taka við nýjum aðildarríkj-
um“, segir Váyrynen.
Hann bætir við að það hafi verið rökrétt
hugsað hjá ráðamönnum ESB að stækka
ekki bandalagið umfram það sem þá var og
nú er. í þeim áformum ESB hafí verið gert
ráð fyrir föstum kjama bandalagsríkja og
tveim ytri hringjum. Fyrsti hringurinn hefði
átt að taka til EES-svæðisins, þar sem fram
færi samstarf við EFTA-ríkin. Í ytri hringn-
um hefði hugmyndin verið sú að stuðla að
aukinni samvinnu við ríkin í Mið- og Austur-
Evrópu.
Með því að fella aðildarsamninga Finna,
Norðmanna og Svía gætu þessar þjóðir gert
sjálfum sér greiða en um leið gætu þær einn-
ig komið til móts við hagsmuni ESB-ríkj-
anna. Sú lausn væri, að mati Váyrynens sú
ákjósaniegasta, einnig þegar litið er á hags-
muni Evrópu sem einnar heildar.
Norrænt bandalag við hlið ESB
Nýjasta hugmynd Váyrynens er að mynd-
að verði norrænt bandalag við hlið ESB.
Þetta bandalag myndi rísa á rústum EES.
í bandalaginu væru Finnar, íslendingar,
Svíar og Norðmenn. Yrði það bein framleng-
ing á starfsemi Fríverslunarbandalags Evr-
ópu (EFTA) því nú þegar liggur fyrir að
Austurríkismenn hafa kosið aðild að ESB.
Sviss hefur hins vegar kosið að taka ekki
þátt í EES.
Þess vegna væri Norðurlandabandalagið
eðlilegur arftaki EFTA sem annar aðili í
EES. Staða Norðurlandabandalagsins gagn-
vart ESB væri tryggð með EES-samningn-
um sem myndi að mati Váyiynens gilda til
frambúðar.
Gætu þá Fiimar og Islendingar einir
myndað slíkt bandalag? Váyrynen brosir
þegar þessi spuming er borin fram. Hann
svarar henni ekki en segir aðeins að kysu
Finnar að hafna ESB-aðild myndu Norð-
menn örugglega gera slíkt hið sama. Banda-
lagið yrði samt að engu nema Svíar yrðu
meðlimir.
PAAVO Vayrynen fyrrverandi for-
setaefni finnskra Miðflokksmanna og
margreyndur utanríkisráðherra er
orðinn helsti talsmaður finnskra ESB-
andstæðinga.
Váyrynen kveðst líta svo á að Evrópusam-
bandið geti í raun ekki tekið inn nýjar að-
ildarþjóðir á þessu stigi. Tilgangur EES-
samningsins hafi verið að tryggja samstarf
við EFTA-þjóðirnar til frambúðar. Þetta
hafi einnig verið afstaða EFTA-ríkjanna í
fyrstu. Frumkvæði Svía að sækja um aðild
að ESB hafi hins vegar breytt þessu þannig
að næstum því allar hinar EFTA-þjóðirnar
hafi neyðst til að hefja aðildarviðræður við
ESB.
„Nei“ Finna gæti einnig þýtt „nei“
í Svíþjóð og Noregi
Vayrynen er þeirrar hyggju að Finnar
gætu, með því að kjósa „nei“ í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni 16. október, kallað fram
sömu niðurstöðu í nágrannaríkjunum. Hon-
um finnst hugsanlegt að Svíar fæm að fyrir-
mynd Finna og telur næstum því öruggt að
Norðmenn hafni ESB-aðild geri Finnar það
á undan þeim.
Færi hins vegar svo að Svíar segðu ,já“
en Finnar „nei“ við ESB yrði málið flókn-
ara. Þegar hingað er komið verður rök-
færsla Váyrynens eilítið þversagnakennd.
Hann segir annars vegar að Finnar gætu
vafalaust hafið nýjar samningaviðræður
strax. Aðeins lítilsháttar tæknileg atriði
þyrfti að endurskoða til þess að aðild Finna
gæti orðið að veruleika frá ársbyijun 1996
í stað þess að Finnar gerðust aðilar frá
næstu áramótum.
Hins vegar ítrekar hann þá skoðun sína
að núverandi samningur um ESB-aðild sé
ekki viðunandi. Sá samningur er að mati
Váyrynens dauðadómur yfir bændastéttinni
í landinu. Þess vegna þyrfti að hefja nýjar
samningaviðræður um þau mál. Þeim yrði
hins vegar ekki lokið á nokkrum mánuðum.
Léleg niðurstaða í landbúnaðarmálum
Paavo Váyrynen var sjálfur utanríkisráð-
herra þegar Finnar sóttu um aðild að ESB
og þegar viðræður um aðildarkjör Finna
hófust. Segist hann nú hafa verið þeirrar
skoðunar að raunverulegur möguleiki hafi
verið að semja um viðunandi kjör fyrir land-
búnaðinn.
Váyrynen segir að lágmarkskröfum
fmnskra bænda hafi síðar verið hafnað af
hálfu ESB. Þess vegna geti hann ekki hugs-
að sér að samþykkja þennan aðildarsamning.
Sem dæmi nefnir Váyrynen að fmnskur
bóndi sem ræktar hveiti í suðursveitum lands-
ins fái aðeins þriðjung af þeim styrlqum sem
kombændur í Norður-Þýskalandi fá á hvern
hetkara. Samt er uppskeran á hvern hektara
mun minni hjá Finnum. „Það er hlægilegt
að við sem búum við erfiðar aðstæður á norð-
urslóðum verðum að styrkja landbúnaðinn í
Suður-Evrópu,“ segir Váyrynen.
Enginn hagur í því
að sameina Evrópu
Hvað varðar sameiningu Evrópu í heild
segist Váyiynen líta svo á að það sé hvorki
hagur ESB né þeirra ríkja sem nú eru utan
við bandalagið að sameiningin gangi lengra.
Nú þegar séu þjóðirnar innan ESB svo
margbrotnar að brösulega hafi gengið að
ná þeim saman.
„Mér finnst alltaf gott að bera saman
tengsl Kanadamanna við Bandaríkjamenn
og tengsl Norðurlandaþjóða við ESB. Efna-
hagslega eru Kanadamenn mun háðari
Bandaríkjunum en Norðurlöndin eru háð
ESB. Samt hafa Kanadamenn ekki sent
fulltrúa til Washington til að taka þátt í
stjórnun Bandaríkjanna. Hvers vegna ættu
þá Norðurlandabúar að fara til Brussel í
þessum tilgangi?" spyr Váyrynen.
Aðild að ESB hafi NATO-aðild
í för með sér
Hvað fínnsk öryggismál varðar sér Váy-
rynen ekkert jákvætt við ESB-aðild. Hann
segist sannfærður um að margir ráðamenn
í Finnlandi væru tilbúnir að sækja um aðild
að Atlantshafsbandalaginu eftir að ESB-
aðild hefði verið tryggð. Eins og nú er hátt-
að eru flest ESB-ríkin aðilar að Vestur-Evr-
ópusambandinu (VES/WEU) og Atlants-
hafsbandalaginu, NATO.
Váyrynen ítrekar þá skoðun sína að Finn-
um beri áfram að fylgja hlutleysisstefnu.
Honum finnst einnig eðlilegt að Svíar geri
slíkt hið sama. Hins vegar segist hann geta
hugsað sér að einhvers konar öryggistrygg-
ingar af hálfu NATO fylgdu stofnun Norður-
landabandalags.