Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 17 fötluð bömfá kennslu VERKFALLSSTJÓRN kennarafé- laganna hefur samþykkt undan- þágu fyrir kennslu 17 mildð fatl- aðra barna sem stunda nám við Safamýrarskóla og nokkurra fatl- aðra barna sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins. Hjá verkfalisstjóm liggur um- sókn frá Oskjuhlíðarskóla um und- anþágu fyrir alla nemendur skól- ans. Gunnlaugur Astgeirsson, ann- ar formaður verkfallsstjómar, sagði að umsókninni yrði svarað eftir helgina. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að fara svip- aða leið og í Safámýrarskóla og heimila kennslu þeirra sem mest þyrftu á henni að halda. — ♦ ♦ •----- Nemendum kynnt staða verkfalls- málanna KENNARAR kynntu nemendum Menntaskólans í Reykjavik stöðu og forsendur kennaraverkfaDsms á fimmtudagskvöld að ósk þeirra síð- amefndu. Á fúndinum héit Ámi Heimir Jónsson sem á sæti i stjóm Hins íslenska kennaraféiags fram- söguerindi um gang viðræðna. Elías Ólafsson, konrektor MR, sagði fiá því hvemig verkfallið sneri við skólastjórnendum sem þurfa að skipuleggja misserið áfiam þegar verkfalli lýkur. EKas segir útlrt fyrir talsverða röskun í MR en skólinn sé þó held- ur skár settur en ýmsir aðrir, þar sem misserið hófet fyrr í honum en t.d. áfangaskóium. „Ástandið verður þó stöðugt al- variegra ogfiáog með þessum tíma mjög erfitt. Eftir því sem lengra líður á verkfallið, verður erfiðara að brúa bilið. Þetta er eins og mað- ur sem nálgast hengiflugið smám saman.“ Morgunblaðið/Kristínn Skipaskoðun ÁSBJÖRG Jónsdóttir, 6 ára, og fimmtíu önnur böm starfsmanna Samskipa hf. heimsóttu fyrirtækið á fimmtudag. Ragnar Pálsson, starfsmannastjón fyrirtækisms, sagði að fyrirtækið hefði viljað létta undir með foreldnmum og gera börnunum dagramnn Langur áningfurslaus fundur í kennaradeilunni Lausn ekki í sjónmáli SAMNTNGANEFNDIR kennara • og rikisms ræddust við í tæpa tvo klukkutíma í gær. Ails enginn árangur varð á fúndinum og voru samn- ingamenn beggja aðila harðorðir að honum lokn- um. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagðist mjög svartsýnn á að lausn deflurmar væri í sjónmáli. Fyrir fundinn í gær mátti skilja á kennurum að þeir teldu vissar iíkur á að hrejrfing væri að komast á málin. Sú von brást algeriega því að ekkert þokaðist í samkomuiagsátt. Fundurinn í gær er fyrsti langi sameiginlegi fundur samn- inganefnda beggja defluaðfla í marga daga. Indriði H. Þoriáksson, varaformaður samn- inganefndar ríkisms, sagði að menn hefðu í gær reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvemig ætti að meta fyririiggjandi tillögur um vinnutíma. Hann sagði að samningamenn hefðu ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu að öðru leyti en því að menn væru sammála um að það væri ekki hægt að leggja á þetta vísindalegt mat. Matið yrði alltaf hugiægt. Samninganefndimar hafa ekki rætt mikið launaröðun á allra síðustu fúndum. Báðir aðilar eru með sitt hvora tfllöguna um nýtt röðunar- kerfi. Defluaðflar era sammála um hvað þær þýða. Þó ágreiningur hafi ekki verið leystur um launaröðun er það mat a_m.k. sumra samninga- manna að ekki muni stranda á launaröðun ef önnur deilumál leysist. -----♦ ♦ ♦-- NámsTnannaarlstofi Búið að úthluta á annað hundrað milljónum af söfnunarfé fyrir Súðavík Meirihluti Súðvíkinga hefur fengið úthlutað Fjöldi fyrir- spumaen hefðbundin aðsókn FJÖLMARGAR fyrirspumir hafa borist tfl fyrirtækja sem bjóða upp á námsaðstoð til skólabama eftir að kennaraverkfallið hófet, en ekki hefur orðið skyndileg aukning á fjölda þeirra sem nýta sér þessa þjónustu, að sögn Halls Skúlasonar sem starfrækir Nemendaþjón- ustuna. „A þessum árstíma gætir alltaf aukinnar ásóknar því nær dregur prófúm, en nú hefúr ekki orðið sér- stök eftirspum umfram hið vana- lega,“ segir Hallur. „Fyrstu viku kennaraverkfallsins var mikil óvissa í lofti og fólk spáði í hvort yrði samið eða ekki, en síð- an hefur ásóknin þyngst aðeins en hún er ósköp keimlík fyrri árum.“ Hann segir að hiuti þeirra sem Nemendaþjónustan aðstoðar sé á löngum námskeiðum sem ná yfir misseri, en þegar líða fer á janúar eykst Qöldi þeirra sem þurfa og vilja aðstoð í styttri tíma. UM 240 milljónir króna hafa skflað sér í landssöfnunina Samhugur í veriri og búið er að úthluta á annað hundrað milljón króna. í þeirri upp- hæð era á milli 50 og 60 milljóna króna lán með ríkisábyrgð til Súðar- víkurhrepps í því skyni að greiða fyrir 18 sumarbústaði sem settir hafa verið upp á Súðavík. Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar er ritari stjómar átaksins og segir hann að úthlutanir hafi aðallega farið fram í gær og fyrradag, eftir að búið var að marka stefnu um úthlutanir og meta upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft eða óskað eftir út- hlutun. Þegar er búið að greiða út fé til 41 aðfla. „Meirihluti Súðvíkinga hefur fengið eitthvað og þeir sem eftir em verða afgreiddir í næstu viku,“ segir Jónas. „Féð rennur ekki aðeins til þeirra Qölskyldna sem urðu fyrir flóðinu, þó að þær fái hlutfailslega mest, heldur hafa flestir eða ailir orðið fyrir útgjöldum við að flytja frá Súðavík, fólk missti bfla, varð fyrir vinnutapi, þorir eklri að flytja aftur inn í hús sín og margt annað. Þessu til viðbótar varð fólk fyrir ýmsum óþægindum, líkamlegum sem and- legum. Mikil gagnasöfnun Mat á úthlutunum er bæði efna- hagslegt og huglægt og því hefur mikfl gagnasöfnun farið fram og stjómin gert fátt annað eftir söfn- unina en að ræða við hlutaðeigandi og skoða skjöl. Við birtum ekki ná- kvæmar upplýsingar um úthlutanir, því að það gæti vakið öfund eða misskilning, sumum þótt upphæð- amar of háar og öðrum of lágar.“ Opinberlega hefur birst gagnrýni á lán söfnunar til Súðarvíkurhrepps, á þeim forsendum að söfnunarfé hafi eingöngu verið ætlað til að hjálpa einstaklingum og Qölskyldu. Jón segir hana byggða á misskiln- ingi. „Kaupin á bústöðunum eru ekkert annað en aðstoð við fjölskyldumar sem búa nú á ísafirði, tfl þess að útvega þeim húsaskjól á Súóavfk þar sem vinnan og skólinn er. Fins mikil aðstoð og hugsast getur í mínum huga og út frá sjónarmið- um hjálparstarfs almennt, er þetta því ems mflril aðstoð við þær sautján fjölskyldur sem þama flytjast inn og hugsast getur. Hefðum við greitt hveijum og einum fé tfl að byggja sér hús, er Ijóst að það hefði tekið mun lengri tíma, mánuði eða ár,“ segir Jónas. Lánið nýtist sem greiðsla til fram- leiðenda húsanna, og samkvæmt samningi við ríkið á að endurgreiða það 1. ágúst á þessu ári, ogþárenna jjármunimir aftur mn { söfnunina. „Söfnunin gekk svo vel að spum- ingar um hvemig veija á fénu vakna vissulega, og vissulega era skiptar skoðanir á því málL Eiga allir Súðvík- ingar að njóta góðs af, eða eingöngu þeir sem lentu í snjóflóðinu? Gaf fólk í söfnunina tfl þess að ein fjölskylda fenp tugi milijóna, eða að féð gagn- aðist fleirum,“ segir Jónas. „Þott, engin ákvörðun hafi verið tekin um endanlega tilhögun úthlut- unar, má benda á í því sambandi að í starfslýsingu átaksins segir að söfnunarfénu skuli bæði varið til emstaklinga og samfélagslegrar uppbyggingar. Þar á meðal hlýtur að vera að skapa viðurværi, mögu- leika á búsetu og aðra samfélagslega aðstöðu, sem er ékki minni hjálp við einstaklinga en innstasða á banka- reikningum þeirra.“ /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.