Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þjóð í fjötrum ÞEGAR ígrunduð eru þjóðareinkenni nútíma Islendinga kemur margt gamalkunnugt upp á yfirborðið; ætt- jarðarást, gestrisni, seigla, kappsemi, kímni, dugnaður, remba, ráðríki, met- orðagirnd, stress, spé- hræðsla, kröfuharka, mikilmennska, þung- lyndi, drykkjuskapur, öðru nafni ölgleði: En þegar þessi einkenni eru borin saman við það sem sameiginlegt er drykkjufjölskyldum í velferðarsamfélaginu kemur í ljós að íslenska lyndisein- kunnin er að stórum hluta til alkóhól- ísk og íslendingar að vissu leyti þjóð í geðrænum fjötrum. Einkenni alkóhólískrar hegðunar: 1. Giska á hvað sé eðlileg hegðun. 2. Eiga erfitt með að ljúka verkefn- um sínum; m.ö.o. hætta við hálf- klárað. 3. Segja ósatt við kringumstæður þar sem jafn auðvelt væri að segja satt. 4. Vera óvægin í sjálfsáfellingar- dómum. 5. Eiga erfitt með að finna til kátínu. 6. Taka sjálfan sig mjög alvariega. 7. Eiga erfitt með að rækta náin sambönd. 8. Bregðast ókvæða við því að hafa ekki stjórn á kringumstæðum. 9. Leita stöðugt eftir því að öðrum finnist eitthvað til sín koma. Páll Björgvinsson 10. Finnast venjulega að maður sé öðru vísi en annað fólk. 11. Hafa ýmist mjög mikla ábyrgðartilfinn- ingu eða vera mjög kærulaus. 12. Vera mjög trygg- lyndur, jafnvel gagn- vart þeim sem eiga ekki tryggðina skilið. 13. Vera fljótfær og hafa tilhneigingu til að fara beint af augum, án þess að hugsa mikið um aðra valmöguleika eða hvaða afleiðingar stefna manns kann að hafa. Þessi fljótfærni leiðir til örvinglunar, sjálfsásökunar og þess að maður missir stjórn á kringumstæðum. Ofan á allt saman eyðir maður of mikilli orku í að laga það sem úrskeið- is hefur farið. Hvað gerðist? Velta má því fyrir sér hvort vel- megunin sem heimsstýijöldin færði Islandi hafi fært stóran hluta þjóð- arinnar frá Ijósi Guðs út í myrkur vansældar og örvæntingar. Alla vega er ekki hægt að komast hjá því að sjá að hér býr að hluta til „óglöð“ þjóð í húsakynnum sem hæfðu kon- ungbomum, klædd fötum og pelsum frá helstu tískuhúsum heims, prýdd glitrandi djásnum demantasalanna, smink'uð og litgréind af snyrtifræð- ingum, striðalin á nautasteikum og pizzum, sprenglærð af bókmenntum og vísindúm virtra menntastofnana, íslensk lyndiseinkunn er, að mati Páls Björg- vinssonar, alkóhólísk. akandi um með skeifu á milljóna- jeppum - án þess að heyra fugla- sönginn í náttúrunni! Kannski ekki að undra að svona ófullnægðar sálir flýji stöðugt vaxandi vanlíðunartil- finningar sínar og reyni að drekkja þeim í áfengi, dópi eða sterum í stað þess að leita upphafs síns innra með sér og tengingar við móður Jörð. Það skyldi þó ekki vera svo að ástæða skeifunnar sé einfaldlega sú, að maðurinn er fyrst og fremst andleg vera og líður því best þegar hann sinnir sínu rétta hlutskipti og lætur vera að eltast við Mammon? Einkenni íslendinga Eins og fyrr sagði eru þjóðarein- kennin ótrúlega keimlík vissum ein- kennum tengdum áfengissýki: Hver kannast ekki við að stjórnmálamenn landsins séu haldnir einkennum nr. 3, 6, 9 og 11? Hver getur borið á móti því að þjóðin sé haldin einkenn- um nr. 4, þótt hún þoli engum öðrum að gagnrýna sig? Hvað varðar ein- kénni nr. 5, hefur einhver rekist á mikla kátínu annars staðar en í Kaffivagninum eða í öldurhúsum á landinu? Hér hlýtur líka hver maður að kannast við að ísland er land hinna mörgu konunga og því ein- kenni nr. 8 algeng. Einkenni nr. 12 eru lýsandi dæmi um flokksbundna íslendinga sem virðast endalaust vaða eld og reyk fyrir flokkinn sinn. Síðasttöldu einkennin eru líklega út- breiddust meðal þjóðarinnar. Hver man ekki eftir gjaldþrotum frysti- húsa, loðdýrabúa, laxeldisstöðva og ljárfestingarfyrirtækja á nýliðnum árum? Og var ekki haldið áfram að ausa fjármunum þjóðarinnar í þessi vonlausu dæmi til þess að laga það sem úrskeiðis hafði farið? Þarfir barna Hvaða áhrif hefur svo alkóhólísk lund og drykkjusýki fullorðna fólks- ins á börnin? Þau læra að vantreysta tilfinningum sínum. Fjölskyldur af þessari gerð hafna nefnilega mann- legum tilfinningum eins og gleði, sorg, reiði, sársauka eða höfnun og drekkja þeim í áfengi. Samt sem áður eru börnum þeirra óspart sýnd- ar reiðitilfinningar. Stundum upplifa börnin tilfinningaflóð eða holskeflu blíðuatlota þegar fullorðna fólkið hefur haft áfengi um hönd, og vita þá ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Ástúð og umhyggja í lífi þessara barna tengist þannig áfengisneyslu og veitir þeim þess vegna ekki þá daglegu næringu sem þau þarfnast svo sárt sér til andlegs vaxtar og þroska. Að losna úr fjötrum Samkvæmt upplýsingum SÁÁ er næstum því þriðji hver karlmaður áfengissjúkur eða á eftir að verða það og rúmlega tíunda hver kona, og er þá miðað við heila mannsævi. Með þessu móti er hægt að sjá hversu gífurlega stór hópur fólks verður fyrir beinum eða óbeinum áhrifum áfengissýkinnar. Hér liggur sjálfsagt ástæðan fyrir því hversu útbreidd hin alkóhólíska hegðun er í þjóðfélag- inu enda er hún langt því frá einvörð- ungu bundin við áfengissjúklingana sjálfa. Sams konar hegðunarmynstur er samt einnig hægt að rekja í geð- rænum sjúkdómum af öðrum toga, og þeim er það ennfremur sameigin- legt að valda djúptækum skaðlegum umhverfisáhrifum á sálarlíf einstakl- inga. Fólk sem er á valdi slíkrar hegðunar gerist þannig „umhverfis- vænt“ þegar það ákveður að afla sér þekkingar um vandamálið og fylgir síðan þeirri þekkingarleit eftir með því að leita sér hjálpar hjá fagfólki. Hvað þarf til til þess að fullorðið fólk með alkóhólíska hegðun sökum drykkjuskapar hætti að flýja tilfinn- ingar sínar og læri að takast á við þær? Fyrsta skrefið er án efa að læra að elska sig sjálfan og blása nýju lífi í lilju ljóssins - vonina. Hversu langt skyldi svo vera þangað til kærleikurinn verður svarið við persónulegum vandamálum íslend- inga vegna þess að reiðin og óttinn í þeim eru svo augljós; þangað til fólk talar einungis saman út frá kærleika og samhygð; þangað til fyrirgefning og iðrun verður við- urkennt hegðunaratferli, og leiðir af sér enn kærleiksríkari einstaklinga? Þegar þar að kemur mun fólk losna úr álagahamnum og hinir geðrænu fjötrar falla. Loksins þá geta öll ís- lensk börn farið að treysta tilfinning- um sínum. Þá verður líklega komin röðin að ÁTVR að fara á hausinn; Bakkusi að steypast á bólakaf í sýk- ið eins og hver annar galdrakarl, og felmtri slegnir landasalarnir flýja til fjalla að tína grös til lækninga. Lokalagið í áramótaskaupi ársins 1994 var ótvíræð hvatning til þjóð- arinnar:' „Góða þjóð, þú mátt alls ekki sofna núna, farðu út og reyndu að skemmta þér!“ Réttast væri að bæta við: Gleðin, hún fæst ekki á flöskum, hafðu því hjartað þitt með! Heimildir: Uppkomin börn alkóhól- ista; Boðskapur Maríu til mannkyns. Höfundur er arkitekt. Þetta er indælt stríð Sýndarmennskan hjá blaðamönnum og stjómmálamönnum um að nýtt benzínstríð sé í uppsiglingu hér á landi er svo fáránleg að ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk sé eitthvað skrýtið í kollinum. í stuttu máli hefur ekkert komið fram, sem getur í alvöru bent til þess, að um neina fyrirsjá- anlega hagræðingu sé að ræða í sambandi við innflutning og dreifingu Irving Oil á olíuvörum hér á Iandi. Þvert á móti bendir hin fyrirhugaða nýja ljárfesting til mjög verulega aukins kostnaðar í benzín- og olíudreifingu hér. Engin skyldi ætla að menn séu að stofna til þessarar fjárfestingar án þess að ætla sér að ná þessu fé til baka og það er augljóst, að hér er því um kostnaðaraukningu að ræða, sem borin verður endanlega uppi af notendum þessara vara. Samt mæla neytendasamtökin með þessum fáránleika og lýsir þeim vel. Innflutningsaðstaðan Reykjavikurborg hefir tekið að sér að sjá Irving Oil fyrir bryggjuaðstöðu fyrir 40.000 tonna tankskip við Skarfaklett í Laugarnesi, án þess að upp hafi verið gefið gagnvart al- menningi hve sá tilkostnaður er áætlaður mikiil og án þess að nokkur trygging sé fyrir því að nokkur verð- lækkun fáist vegna tilkomu þess fé- lags á markaðnum. Laugarnes er lang bezta hafnarstæðið fyrir tank- skip við Reykjavík, og þannig nauð- synlegt að fá slíka aðstöðu. Þetta hafa menn vitað í meir en 50 ár, en samt voru tvö olíufélög sett úti í Örfirisey, og kemur nú í hlut borgar- innar að sjá þeim einnig fyrir slíkri aðstöðu þar. Sem fyrr, kemur það nú fram í síðara verkinu sem rang- lega var gert í því fyrra. Benzínmarkaðurinn Irving Oil hefir lagt megináherzlu á aðstöðu til benzínsölu, og fengið vilyrði fyrir þrem lóðum undir benz- ínstöðvar í Reykjavík, án skuldbind- ingar um lækkun benzínverðs. Af útsöluverði benzíns eru nú 72% skattar í ríkis- sjóð, og miðað við með- alverð 70 kr./lítra eru skattar 50 kr./l, en 28% skiptast jafnt milli inn- kaupsverðs og dreif- ingarkostnaðar olíufé- laganna eða 10 kr./I til hvors flokks. Árleg sala á benzíni er um 180 milljón lítrar og lækkun um eina krónu nemur þannig 180 milljón krónum fyrir allt landið. Benzínsalan á Stór- Reykjavíkursvæðinu mun um 100 milljón lítr- ar, svo að skattlagningin á það magn benzíns er 5 milljarðar. Irving Oil mun ekki lækka þá tölu og hvorki FÍB né neytendasamtökin, því að þau eru ánægð með þetta. Innkaupsverð er bundið skráningu á heimsmarkaði og afsláttur frá skráningu væri enn ný fjárútlát og fjárfesting fyrir Irving Pólitísk íhlutun, segir —n------------y--------------- Onundur Asg-eirsson, hefir komið í veg fyrir eðlilega samkeppni í benzínsölu í Reykjavík. Oil á þessum takmarkaða markaði. Þetta sýnir enn, hversu slæma ráð- gjafa Irving Oil hefir hér, því að þessir peningar fást aldrei til baka. Samkeppnin hlýtur þannig að koma fram í dreifingarkostnaði olíufélag- anna, það er þessum 10 kr./l. Þegar menn kaupa 40 lítra á bílinn sinn fyrir kr. 2.800, eru þeir að borga 2.000 í skatt til ríkisins, 400 fyrir kostnaðarverð benzínsins og 400 fyr- ir þjónustu. Það er um þessar 10 kr./l, sem hið indæla stríð á að standa, og skal miklu til kostað. Árið 1970 var samið við borgar- yfírvöld um að aðeins ein benzínstöð skyldi vera í hverju hverfi í Reykja- vík, til að spara dreifingarkostnað. Þetta samkomulag hefir nú verið ein- hliða brotið af borgaryfirvöldum. Þá hafði Olís 7, Shell 6 og Esso 6 benzín- stöðvar í Reykjavík, og var auðvitað gengið út frá því að úthlutunin gengi jafnt yfir öll félögin. Nú hefir Olís 6, eða einni færri, Esso 10, og Shell 11, en hér við bætist 3 benzínstöðvar á felunafni nýs félags, Orkan hf., þannig að Shell mun nú innan tíðar reka 14 benzínstöðvar í Reykjavík. Fyrir Olís er þetta augljóslega óvið- unandi mismunun, sem stafar af pólitískri úthlutun lóða undir slíkar stöðvar. Hér hlýtur að vakna sú spurning, hvort bíleigendur sætti sig við slíkt ofbeldi og jafnframt hver sé samkeppnisaðstaða félaganna inn- byrðis. í mjög óvandaðri yfirlitsgrein í Mbl. 22. þ.m. kemur þó fram mark- aðshlutdeild olíufélaganna í benzíni 1993 og séu þær tölur notaðar til að skipta sölunni á Stór-Reykjavík- ursvæðinu niður á einstakar benzín- stöðvar, kemur í ljós, að Shell selur 32,3 milljónir lítra á 11 stöðvum eða 2.936.000 lítra á stöð. Esso selur 39.8 millj. lítra á 10 stöðvum eða 3.980.000 lítra á stöð, en Olís selur 27.9 millj. litra á 6 stöðvum eða 4.650.000 lítra á hverri benzínstöð. Það er þannig hægt að sjá að Olís stendur bezt að vígi í samkeppninni og að ekki er öruggt, að offjárfesting í benzínstöðvum borgi sig. Nú er það svo að þegar bílstjórar kaupa benzín, eru þeir að velja milli olíufélaga. Þetta eru einskonar kosn- ingar sem standa allt árið. Það er engin ástæða til að bíða eftir fleiri söluaðilum, heldur geta bílstjórar ákveðið strax með innkaupum sínum, hvern hátt þeir vilja hafa á stjórnun þessara mála og t.d. hvort þeir eru samþykkir slíkri mismunun á opin- berum vettvangi. Það getur ekki ríkt fijáls samkeppni við slíkar aðstæður og nú er þegar orðið augljóst að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram sömu geð- þóttastefnu, án þess að geta sýnt fram á líklegan árangur. Eg legg því til að bílstjórar sýni í verki vilja sinn til að koma á heil- brigðri samkeppni í benzínsölu, með því að sameinast um að kaupa þarf- ir sínar á benzínstöðvum Olís, og geri Olís þannig fært að halda áfram að vera, bezt rekna olíufélagið, eins og það hefir alltaf verið. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. NUDD á sér langa sögu sem lækningatæki. Það hefur verið notað öldum saman í mörgum samfélögum til að vinna gegn eða lækna margs konar kvilla. Þekktur læknir á Viktoríutíman- um, Stretch Dowse að nafni, skrifaði eftirfar- andi árið 1887: „Mér virðist að nudd hjóti að eiga að gegna mjög mik- ilvægu hlutverki í fram- tíð mannskepnunnar." Hann gekk jafnvel svo langt að líkja mikilvægi nudds fyrir mannslíkam- ann við þýðingu tækninnar fyrir tryggingu hreinlætis: „Nútíma skolp- ræsi, þar sem rétt er að staðið, halda húsum heilnæmum og hreinum. Kerfi nuddsins, sé þvl rétt beitt, stuðlar að viðhaldi heilbrigðrar sálar í hraustum líkama." Sogæðakerfið (vessakerfið) Sogæðakerfið starfar að hreinsun og losun og ég tel að því hafí verið of lítill gaumur gefinn í baráttunni við sjúkdóma og kvilla. Allar frumur líkamans eru baðaðar í vökva, og hreinsar vessakerfið þennan vökva og tryggir þannig frumunuin heilnæmt umhverfí. Mengaður vökvinn streymir um vessæðar og gegnum eitla þar sem úrgangsefni og bakteríur eru síuð frá. Sogæðakerfið hjálpar því við að við- halda réttu vökvajafnvægi í vef og blóði, ver líkamann sýkingu, geymir prótín og fjarlægir bakteríur og önnur úrgangsefni frá frumunum. Eitlaklas- ar eru í hálsi, holhönd, nára og hnés- bót, einnig niður eftir miðjum búkn- um. Vessakerfið verður því fyrir álagi og hefur ekki undan þegar við neytum neikvæðrar, mengaðrar fæðu sem að lokinni meltingu skilur eftir sig ýmis efni (eiturefni) sem vessakerfið þarf að erfiða við að hreinsa úr líkaman- um. Vessakerfíð verður einnig fyrir miklu álagi við andlega vanlíðan og streitu, því þá sendum við neikvæð einsím til vöðva og fruma. Ef grunur leikur á að vessakerfið starfi ekki sem skyldi er vænlegast til árangurs að forðast alla óæskilega mengaða fæðu. Óæskileg fæða fyrir vessakerfið er því öll mikið og kemískt unnin fæða, svo sem: saltkjöt, hangikjöt, skinka, pepperoni, salt- aðir ostar, kaffí, kakó, gosdrykkir, áfengi, smjörlíki, rotvarnarefni, litar- og bragðefni, tób- ak, kemískt unnið salt, sykur og fitusprengd mjólk. Vegna með- höndlunar salts, sykurs og nýmjólkur, hefur sjáv- arsalt, ávaxtasykur, undanrenna, ijómi, og ósaltað smjör reynst fólki betur í baráttunni við ýmsa kvilla og sjúkdóma. Offita, bólgur og óhrein húð! Það sem gerist því þegar við förum að fitna allt í einu, safna sellódide (appelsínuhúð) á læri, fá ýmsa kvilla, exem, bólgur, bjúg, vöðvabólgu, þreytu eða sjúkdóma er það merki um ofurálag á vessakerfið og líkaminn hefur ekki undan að hreinsa sig. Sogæðanudd, segir Birna Smith, er til þess ætlað að flýta fyrir los- un úrgangsefna. Sagt er að ef vessakerfið sé í lagi, sé allt annað í lagi. Margt er hægt að gera til þess að koma hreyfingu á vessann, annað en bara að forðast óæskilegar fæðutegundir, svo sem: drekka mikið vatn, æfa á fjaðradýnu (trambolin), stunda jóga, djúpslökun, synda, ganga þar sem mjúkt er undir og anda að sér hreinu lofti. Sogæðanudd, þar sem vessanum er þrýst léttilega til eitlanna, er til þess ætlað að flýta fyrir losun úr- gangsefna með örvun vessakerfisins og getur þar af leiðandi verið góð hjálp í baráttunni við hinum ýmsu kvillum, bólgu, offitu og sjúkdómum. Það styrkir því ónæmiskerfið og hæg- ir á öldrun líkamans. Höfundur er áhugamanneskja um hcildrænar lækningar og félagi í Heilsuhringnum. Önundur Ásgeirsson Græðingarmáttur nuddsins Birna Smith
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.