Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 13 Skautað á Akureyri UM HELGINA verður mikið um að vera á skautasvellinu á Ak- ureyri, en þar fer fram Brynju- mótið í íshokkíi. Þátttakendur verða hálft annað hundrað, bæði frá Akureyri og Reykja- vík. Brynjumótið er nú haldið í þriðja sinn. Keppendur eru aðal- lega úr yngstu flokkunum, 1., 2., 3. og 4. flokki, en að þessu sinni verða einnig keppendur úr flokkum öldunga, flokkur úr Golfklúbbi Akureyrar og úrval leikmanna 16 og 17 ára. Mótið hefst klukkan 9 á laug- ardagsmorgun á leikjum yngstu fiokka. Undankeppni í öllum flokkum verður á laugardaginn en úrslit verða svo á sunnudag. Þótt hundrað þursar... „ÞÓTT hundrað þursar..." er heiti leiksýningar samíska þjóð- leikhússins Beaiwás Sámi Teá- hter sem verður í íþróttaskem- munni á Akureyri í dag, laugar- daginn 4. mars kl. 20.30. Sýningin er hluti af norrænni menningarhátíð, Sólstöfum sem nú stendur yfir. I sýningunni er rakin saga og menning Sama um aldaraðir og allar þær hættur sem henni hefur staðið ógn af. Sagan er rakin með söng (Joki) dansi, látbragði og slagverksspili og þarf því engin að óttast tungu- málaerfiðleika. Þetta verk var flutt á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi á síðasta ári undir berum himni og vakti það mikla athygli. Gönguskíða- dagur á golf- vellinum SKÍÐARÁÐ Akureyrar og Golfklúbbur Akureyrar efna til gönguskíðadags á golfvellinum á Akureyri á morgun, sunnu- daginn 5. mars. Þar fer fram svokölluð Jað- arsganga, sem er trimmganga en þeir sem vilja fá tíma og keppa fá einnig möguleika á því. Brautin verður opin frá kl. 11.00 til 16.00. Keppni í flokk- um 12 ára og yngri hefst kl. 12.00 og í flokkum 13 ára og eldri kl. 13.15. Þrenn verðlaun verða veitt í hverjum flokki. Ókeypis kennsla verður á golf- vellinum kl. 11.00 og 14.30 og má búast við að kennslan taki um klukkustund. Eitthvað verð- ur af skíðum til útlána. Rannsóknir á heyrnar- skerðingu Dr. JIM Kyle, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar heyrnar- skertra við Háskólann í Bristol á Englandi, heldur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri í dag, laugardaginn 4. mars, kl. 14.00 í stofu 24. Fyrirlesturinn nefnist „Ómælt mál: Hvernig táknmál og heyrnarleysi geta stuðlað að skilningi á tungumáli og vits- munalífi" en verður fluttur á ensku. Dr. Jim Kyle hefur verið for- stöðumaður stofnunarinnar frá árinu 1988, hann er sálfræðing- ur að mennt og hefur kennt sálarfræði við háskólana í London, Oxford og Bristol. Hann hefur stundað víðtækar rannsóknir á heyrnarskerðingu og afleiðingum hennar. Hann hefur verið gistifræðimaður við háskóla um víða veröld. AKUREYRI Um 200 milljóna króna framkvæmdir við orlofshúsabyggð í Kjarnaskógi að hefjast Fyrstu húsin boðin út og verða tilbúin síðsumars ÚRBÓTARMENN, hópur athafna- manna á Akureyri, hafa boðið út byggingu 10 til 12 orlofshúsa í nýrri orlofshúsabyggð, Kjarna- byggð í útjaðri Kjarnaskógar við Akureyri. Þetta er hluti af fyrsta áfanga byggðarinnar, en ráðgert er að á svæðinu rísi 35-40 hús alls. Tilboð verða opnuð síðar í þessum mánuði, en stefnt er að því að þessi fyrstu hús í hverfinu verði tilbúin til notkunar síðsum- ars. Um er að ræða framkvæmdir upp á allt um 200 milljónir króna. Það eru þeir Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Sveinn Heiðar Jónsson og Þórarinn Kristjánsson sem standa að Úrbótarmönnum. Hólmsteinn sagðist telja þetta einn albesta kost sem völ væri á hvað varðar orlofshús um þessar mund- ir og skiptu þijú atriði þar megin- máli, húsin væru staðsett í fallegri náttúru við útjaðar náttúrperlu Akureyringa í Kjarnaskógi, það væri 5-6 mínútna akstur af svæð- inu í miðbæ Akureyrar og síðast en ekki síst yrði þjónustukjarni í Kjarnalundi, húsi Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar, en slíkt skipti miklu í orlofshúsabyggð sem þessari. Stutt í bæinn Kjarnaskógur er í suðurhluta bæjarlands Akureyrar, í u.þ.b. 3,5 km fjarlægð frá miðbænum. í skóginum eru trimmbrautir, göngustígar og fjallgönguleiðir, leiksvæði og stórt yfirbyggt útigr- ill. Gönguskíðabrautir eru troðnar á vetrum og sleðabrekkur eru margar á svæðinu. Orlofshúsa- hverfið er í útjaðri skógarins og tengist honum að hluta. Hverfinu er skipt í tvo meginhluta, í öðru þeirra verða 23-27 hús og 10 í hinu. Hvert og eitt hús er um 55 fermetrar að stærð að því er ráðgert er og er áætlað að heildar- kostnaður verði um sjö milljónir króna, en þá er einnig tekið tillit til kostnaðar við lagnir, vegagerð og fleira. Fyrirhugað er að fjögur húsanna verði sérstaklega sniðin að þörfum fatlaðra, þ.e. húsin sem næst Kjarnalundi standa. Páll Tómasson arki- tekt hannaði orlofs- húsahverfið og Jónas Karlesson verkfræð- ingur hjá Verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen sá um verkfræðiþáttinn. Mikill áhugi OSLOFSHUSASVÆOIð' Sveinn Heiðar sagði að byrjað hefði verið að spyijast fyrir um orlofshúsin áður en til útboðs kom, en í vikunni samþykkti byggingar- nefnd Akureyrar að heimila útboð- ið. „Við verðum varir við áhuga fólks um land allt, menn sjá þarna marga kosti og ég veit að einhveij- ir vilja losa sig við íbúðir sínar í bænum og fá sér í staðinn hús í þessari nýju byggð,“ sagði Sveinn Heiðar, en verkalýðsfélög og stærri starfsmannafélög munu einkum sýna áhuga á húsunum. Morgunblaðið/ ORLOFSHÚSAHVERFIÐ í Kjarnabyggð, í útjaðri náttúruperlú Akureyringa, Kjarnaskógar, og í um fimm mínútna akstursleið frá miðbæ Akureyrar. Guðmundur Ómar Guðmunds- son formaður Félags byggingar- manna í Eyjafirði sagðist_ fagna mjög þessu framtaki Útbóta- manna, það væri ljósglæta í at- vinnuleysismyrkrinu. Með þessari framkvæmd væri verið að skapa atvinnu bæði nú þegar með bygg- ingu húsanna og fleira því tengdu en einnig til framtíðar með þeirri ferðaþjónustu sem fýlgdi í kjölfar- ið. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Kvennaskóla- ævintýrið frum- sýnt í gærkvöldi FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frumsýndi Kvenna- skólaævintýrið, glænýjan gamanleik Böðvars Guðmundssonar, í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum og vakti leikurinn geysilega kátínu iyá áhorfendum. Mikil stemmning er fyrir þessum gamanleik í sveitinni og nágrannahéruðum, enda er kveikjan að honum ýmis minningabrot frá lið- inni tíð Kvennaskólans á Laugalandi. Gamanið er blandað fjölmörgum söngvum Eiríks Bóasson- ar, Garðars Karlssonar og Jóhanns Jóhannsson- ar. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Talsvert hefur verið pantað af miðum á næstu sýningar og er þar bæði um að ræða hópa og einstaklinga. I gamla Kvennaskólahúsinu er veit- ingahús í tengslum við sýninguna í Freyvangi. AKUREYRARPRESTAKALL: Há- degistónleikar í Akureyrarkirkju laugardag klukkan 12.00. Léttar veitingar í Safnaðarheimilinu að tón- leikum loknum. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju sunnudagsmorgun klukkan 11.00. Öll börn og foreldrar velkomin. Fjölskyldumessa í Akureyrar- kirkju sunnudag klukkan 14.00. Lena Rós Matthíasdóttir mennta- skólanemi prédikar. Ungmenni að- stoða. Kór Akureyrarkirkju syngur fullskipaður ásamt Barnakór Akur- eyrarkirkju. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra. MESSUR Æskulýðsfundur í Kapellu Akur- eyrarkirkju sunnudag klukkan 17.00. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu mánudagskvöld klukkan 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni laugardag klukkan 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta á æsku- lýðsdaginn, sunnudag, klukkan 11.00. Aðalsteinn Þorsteinsson flyt- ur hugleiðingu. Félagar úr Æsku- lýðsfélagi kirkjunnar taka þátt í at- höfninni og leiða söng. Aðalsteinn Már Björnsson og Hallgrímur Jónas Ingvarsson flytja gítarverk. Hátíðarfundur Æskulýðsfélagsins sunnudag klukkan 18.00. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa klukk- an 18.00 laugardag. Messa klukkan 11.00 sunnudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks laugardag klukk- an 20.30. Safnaðarsamkoma sunnudag klukkan 11.00. Vakningarsamkoma sunnudag klukkan 17.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli sunnudag klukkan 13.30. Hermannasamkoma sama dag klukkan 18.00. Hjálpræðissamkoma sunnudagskvöld klukkan 20.00. Heimilasamband fyrir konur mánudag klukkan 16.00. Kennarar álykta á Húsavík FJÖLMENNUR fundur var á vegum kennarafélaganna, KÍ og HÍK, á Húsavík á fimmtu- dag. í fundarlok var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Sameiginlegur fundur fé- lagsmanna í Kennarasambandi íslands og Hinu íslenska kenn- arafélagi á Norðurlandi eystra, haldinn á Húsavík 2. mars 1995, lýsir yfir fullum stuðningi við stefnufasta framgöngu við- ræðunefndar kennarafélaganna og hvetur til þess að hvergi verði hvikað frá kröfum okkar um verulega hækkun grunn- launa og lækkun kennslu- skyldu. Fundurinn skorar á fjármála- ráðherra, fýrir hönd ríkissjóðs, að ganga nú þegar frá kjara- samningi við kennarafélögin, svo koma megi í.veg fyrir enn frekari skaða en .þegar hefur hlotist af virðingarleysi ríkis- valdsins fyrir skólastarfi í land- inu.“ Skotveiði- sýning SKOTVEIÐIFÉLAG Akureyrar og verslanir sem versla með skotveiðivörur efna til sýningar á skotveiðivörum í anddyri íþróttahallarinnar um helgina. Skotveiðifélagið stendur m.a. fyrir stórri skotvopnasýningu og kynnir starfsemi sína og þá munu verslanir kynna og sýna þá vöru og þjónustu sem þær hafa upp á að bjóða. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning sem þessi er haldin á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Útskriftar- tónleikar Sig- ríðar Bald- vinsdóttur SIGRÍÐUR B. Baldvinsdóttir fiðluleikari kemur fram á út- skriftartónleikum á sal Tónlist- arskólans á Akureyri á morgun, sunnudaginn 5. mars, kl. 17.00. Sigríður hóf nám í fiðluleik 9 ára gömul, fyrst hjá Guðrúnu Þórarinsdóttur og var síðan hjá Mögnu Guðmundsdóttur og Michael J. Clarke, en síðustu árin hefur Anna Podhajska ver- ið aðalkennari hennar. Sigríður hefur leikið með Kammerhljómsveit Tónlistar- skólans, Kammerhljómsveit Ak- ureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit æskunnar og í sumar mun hún leika í norrænu nemendahljóm- sveitinni Orkester Norden. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 1993. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J. S. Bach, Báru Grímsdóttur, L.v. Beethoven, E. Bloch, C. Saint Saéns og H. Wieniawski. Undirleikari á tónleikunum er Daníel Þor- steinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.