Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gerum hreint í fjármálum fjölskyldunnar
Hvatt til umhugs-
unar um fjármálin
Hlutfall þeirra sem lent hafa í erfiðleikum
með að standa skil á afborgunum
á lánum vegna húsnæðiskaupa
10 20 30 40 % 50
Hlutíall í heild, afþeim sem
eitthvaO skulda v. húsn.kaupa
®S.i
.£ C :§
®2jé
o W'-
18-24 ára
25-39 ára
40-54 ára
55-75 ára
«o
~ ai
C O)
<U 3
*-T3
P
Barnlausir einstakl.
Barnlaus hjón/samb.
Einstæðir foreldrar
Hjón/samb. m. 1 barn
Hjón/samb. m. 2 börn
Hj./s. m. 3 börn eda fl.
18,8%}
E c
.*= 3 3
tí 15' c
« o .=
EtjiS
í eS
Lægri en 70.000
70.000-119.000
120.000-179.000
180.000-249.000
250.000 eða hærri
1979 eða fyrr
1980 til 1985
1986 til 1989
1990 til 1995
Ur könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands fyrir Húsnæðisstofnun
GERUM hreint í fjármálum fjöl-
skyldunnar er yfirskrift kynning-
ar- og fræðsluátaks sem hefst
um helgina og stendur út næstu
viku.
FJÓRÐUNGUR þeirra sem eitthvað
skulda vegna húsnæðiskaupa hefur
lent í vandræðum með að standa í
skilum með afborgarnir af lánum
vegna húsnæðiskaupanna þannig að
þeir hafa þurft að leita til skyld-
menna, vina, lánastofnana eða opin-
berra aðila um aðstoð.
Kemur þetta fram í niðurstöðum
könnunar sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands hefur gert á skulda-
stöðu heimilanna fyrir félagsmála-
ráðuneytið.
Fram kemur að 32-33% fólks á
aldrinum átján ára til fertugs hefur
lent í vanskilum á síðustu tveimur
árum en aðeins 12% fólks yfir 55
ára aldur. Stærri fjölskyldur og fólk
með lægri heimilistekjur lenda mun
oftar í vanskilum en aðrir. Þá er
áberandi hvað mikil vanskil fylgja
fólki sem keypt hefur húsnæði sitt
eftir 1986.
48% teknanna í afborganir
Fjölskyldur sem á annað borð
skulda vegna húsnæðiskaupa veija
umtalsverðum hluta tekna sinna til
kaupanna, einkum fólk með lágar
tekjur. Fjölskyldur með tekjur undir
70 þúsund kr. veija tæplega 48%
tekna sinna í þessum tilgangi en
Rannveig Guðmundsdóttir fé-
lagsmálaráðherra segir að mark-
mið átaksins sé að hvetja fólk til
umhugsunar um fjármálin, stuðla
að ráðdeild og fyrirhyggju og
fólk með yfir 250 þúsund ver 12,5%
launanna til þessa. Meðaltal allra
sem skulda vegna húsnæðiskaupa
er 15,6%.
74% þeirra sem þátt tóku í könn-
uninni búa í eigin húsnæði. Fimmt-
ungur fólks á aldrinum 18-75 ára
býr í skuldlausum eignum. Um 45%
þeirra sem skulda vegna húsnæðis-
kaupa eru með skuldir innan við tvær
milljónir kr. Fólk á aldrinum 25-39
ára skuldar mest, tæplega 3,8 millj-
ónir kr. að meðaltali vegna húsnæðis-
skulda og greiðir að meðaitali 18%
tekna sinna í húsnæðisskuldir.
Þeir sem keyptu húsnæði 1979 eða
fyrr skulda að meðaltali innan við
eina milljón en þeir sem keyptu 1990
og síðan skulda að meðaltali liðlega
4,8 milljónir kr.
Meðal annarra niðurstaðna könn-
unarinnar má nefna að þeir sem
keyptu húsnæði á árunum 1990 til
1995 greiða að meðaltali 37 þúsund
kr. á mánuði í afborganir, vexti og
verðbætur af lánum vegna húsnæðis-
kaupa. Meðalafborganir af lánum
vegna húsnæðiskaupa eru hæstar hjá
fólki á aldrinum 25-39 ára, liðlega
34 þúsund kr. á mánuði. Mánaðaraf-
borgun fólks á aldrinum 54-75 ára
er um sjö þúsund á mánuði.
efla ráðgjafarþjónustu. Hún segir
að átaksvikan sé fyrsta skrefið
til að efla ráðgjöf og stuðla að
fyrirbyggjandi aðgerðum í fjár-
málum heimilanna.
Með félagsmálaráðuneytinu og
Húsnæðisstofnun ríkisins standa
viðskiptabankar og sparisjóðir,
samtök lífeyrissjóðanna, ASÍ,
BSRB, Neytendasamtökin og sam-
tök sveitarfélaga að átakinu. Full-
trúar þessara aðila mynda sam-
ráðsnefnd um greiðsluvanda heim-
ilanna sem félagsmálaráðuneytið
kom á fót í desember.
Ókeypis ráðgjöf
Alla næstu viku munu bankar,
sparisjóðir, Húsnæðisstofnun og
Neytendasámtökin leggja aukna
áherslu á að kynna ráðgjafar- og
leiðbeiningarþjónustu um fjármál
heimilanna. Búnaðarbankinn verð-
ur til dæmis með dagleg fjármála-
námskeið, Neytendasamtökin
verða einnig með slík námskeið og
aðrir bankar verða með „allt til-
tækt lið“ í aðstoð við almenning,
til dæmis við gerð greiðsluáætlana,
að því er fram kom á blaðamanna-
fundi félagsmálaráðherra í gær.
Þjónustan verður veitt án endur-
gjalds en ætlunin er að átakið verði
upphaf að áframhaldandi ráðgjöf
sem verði sem fyrst viðvarandi og
fastur þáttur í allri lánastarfsemi.
Að undanförnu hefur verið safn-
að upplýsingum um fjármál heim-
ila, ekki síst þann hluta sem lýtur
að kostnaði við öflun og rekstur
húsnæðis. Seðlabankanum hefur
verið falið að gera úttekt á skulda-
stöðu einstaklinga og heimila hjá
innlánsstofnunum, Húsnæðis-
stofnun og lífeyrissjóðum. Aflað
er upplýsinga um þróun vanskila
undanfarin ár og útlánatöp vegna
lána til einstaklinga. Gert er ráð
fyrir að fyrstu niðurstöður liggi
fyrir í lok mánaðarins.
Húsnæðisstofnun hefur gert at-
hugun á stöðu vanskila hjá bygg-
ingarsjóðunum og húsbréfadeild
og Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands hefur gert könnun á hús-
næðisaðstæðum og skuldum
heimilanna. Fyrstu niðurstöður
þeirra kannana voru kynntar í gær.
Sérstakar aðgerðir
undirbúnar
Félagsmálaráðherra tók það
fram á blaðamannafundinum að
átakinu væri ekki beint að þeim
sem þegar væru komnir í mikil
vanskil, heldur væri litið á það sem
fyrirbyggjandi aðgerð til að hvetja
fólk til að lenda ekki í vítahring
vanskilanna.
Hins vegar kom fram á fundin-
um að í tengslum við átakið sem
og nýgerða kjarasamninga á
vinnumarkaði, er verið að vinna
að ýmsum aðgerðum, svo sem
skuldbreytingum hjá þeim sem
verst eru settir og veitingu
greiðslufrests í samvinnu Hús-
næðisstofnunar og lánastofnana.
Þá muni samráðsnefndin vinna ít-
arlegar tillögur á grundvelli niður-
staðna þeirra úttekta sem verið er
að gera.
Könnun á skuldastöðu heimilanna
Fjórðungur lent
í vanskilum
Staðaruppbót til hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sagt upp
Heilbrigðisráðuneytið
vill að staðaruppbætur
til hjúkrunarfræðinga
verði samræmdar yfír
landið. Sjúkrahúsunum
verði skipt í þrjá hópa.
Sum greiði engar upp-
bætur, sum 12.000 kr.
á mánuði og önnur
18.000 kr. ámánuði.
STJÓRN Sjúkrahúss Akra-
ness samþykkti fyrir mán-
aðamót að fara ekki að til-
mælum heilbrigðisráðu-
neytisins um að segja upp samning-
um við hjúkrunarfræðinga um stað-
aruppbætur. Stjórn Sjúkrahúss Ak-
ureyrar samþykkti að fresta ákvörð-
un um uppsögn.
Stjórnir annarra sjúkrahúsa á
landsbyggðinni hafa samþykkt að
segja upp sérkjarasamningum við
hjúkrunarfræðinga frá og með 1.
mars. Uppsagnimar, sem snerta um
200 hjúkrunarfræðinga, taka gildi
1. júní næstkomandi.
Það er að frumkvæði heilbrigðis-
ráðherra sem farið er út í að sam-
ræma kjör hjúkrunarfræðinga á
landsbyggðinni. Nefnd á vegum heil-
brigðisráðuneytisins, sem í eiga sæti
Uppsögnum hafnað á
Akranesi og Akureyri
nokkrir formenn sjúkrahússtjórna á
landsbyggðinni, mótaði tillögur um
samræmingu á staðaruppbót til
hjúkrunarfræðinga.
Landinu skipt
upp í þrjú svæði
Tillögumar ganga út á að landinu
verði skipt í þijú svæði. Engar stað-
aruppbætur verða greiddar á sjúkra-
húsunum á Akranesi, Selfossi, Suð-
umesjum og á Akureyri. Á sjúkra-
húsunum á Sauðárkróki, Blönduósi,
Húsavík, Egilsstöðum og hjúkrunar-
deild Sjúkrahúss Suðurnesja í
Grindavík verður greidd 12.000
króna staðaruppbót fyrir fullt starf
og 6.000 krónur fyrir 80% starf. Á
sjúkrahúsum á Patreksfirði, ísafirði,
Neskaupstað, Siglufirði, Seyðisfirði,
Vestmannaeyjum og Stykkishólmi
verður greidd 18.000 króna uppbót
á mánuði fyrir fullt starf og 9.000
krónur fyrir 80% starf.
Hluti af sparnaði í
heilbrigðiskerfinu
Hrefna Sigurðardóttir, deildar-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði
að forsendur fyrir þessari skiptingu
væru fyrst og fremst landfræðilegar.
Hún sagði að kjör hjúkrunarfræðinga
á landsbyggðinni væru mjög mis-
munandi og það hefði skapað marg-
vísleg vandamál. Forsendur fyrir
staðaruppbótum hefðu breyst í gegn-
um árin og því væri nauðsynlegt að
samræma kjörin.
Hrefna sagði að þessi aðgerð væri
hluti af sparnaði sem ákveðið hefði
verið að fara út í með samþykkt fjár-
laga fyrir þetta ár. í fjárlögum væri
ekki gert ráð fyrir að sjúkrahúsin
fengju fjárframlag til að greiða stað-
aruppbætur.
Heilbrigðisráðherra hefði hins
vegar lýst því yfir í tengslum við þá
endurskoðun sem fram hefði farið á
þessum málum, að sjúkrahúsin
fengju aukið fjárframlag til að
standa undir staðaruppbótum fram
til 1. júní nk.
Veruleg launalækkun
Ásta Möller, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, sagði að
þessar breytingar þýddu lækkun á
launum hjúkrunarfræðinga svo næmi
tugum þúsunda á mánuði. Hún sagði
að ef þetta kæmi til framkvæmda
yrði mjög erfitt fyrir mörg sjúkrahús
að fá hjúkrunarfræðinga til stafa.
Ásta sagði að með þessum aðgerð-
um væri verið að ráðast á kjör
kvennastéttar. Hún sagði þetta nöt-
urlegt svo skömmu eftir að skýrsla
um launamisrétti karla og kvenna
kæmi út. Ein meginniðurstaða
skýrslunnar væri að háskólamennt-
aðar konur hefðu lægri laun en há-
skólamenntaðir karlar vegna þess að
karlamir fengju hærri laun í gegnum
sérkjör.
Ágreiningur
um túlkun
Ásta sagði að sérkjarasamning-
amir væru nokkuð mismunandi milli
sjúkrahúsa. í sumum samninganna
væru engin uppsagnarákvæði. Það
væri alveg skýrt að í þeim tilfellum
fæli uppsögn á sérkjarasamningi í
sér uppsögn starfsmanns. Hún sagði
að félagið hefði aflað sér lögfræðiá-
lits sem staðfesti þetta.
Hjúkrunarfræðingar í Vestmanna-
eyjum komu saman til fundar í gær
þar sem fram kom mikil óánægja
með uppsögn sérkjarasamningsins.
Hjúkrunarfræðingarnir hafa ekki
gert formlega samþykkt, en mjög
margir þeirra líta á þetta sem upp-
sögn á ráðningarsamningi.
Bjarni Arthursson, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Vestmannaeyja,
sagði að stjórn sjúkrahússins hefði á
sínum tíma gert einfalda samþykkt,
um að greiða hjúkrunarfræðingum
staðaruppbót. Tekið hefði verið fram
í samþykktinni að hún gilti einungis
þangað til nýr kjarasamningur hefði
verið gerður.
Ásta sagði að haldið hefði verið
áfram að greiða staðaruppbót í Vest-
mannaeyjum eftir að hjúkrunarfræð-
ingar gerðu nýjan kjarasamning í
apríl á síðasta ári. Þar með hefði í
raun verið viðurkennt að staðarupp-
bótin væri hluti af ráðningarkjörum.
Ásta sagði að það væri hjúkrun-
arfræðinga á hveijum stað fyrir sig
að taka ákvörðun um viðbrögð við
samþykkt sjúkrahússtjómanna. Fé-
lag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem
slíkt myndi ekki fara út í aðgerðir
vegna ákvarðana sjúkrahúsanna
enda séu þessir samningar ekki gerð-
ir við félagið.
Fleiri fá greiddar
staðaruppbætur
Ásta sagði undarlegt að hjúkrun-
arfræðingar væru teknir sérstaklega
fyrir. Fleiri stéttir nytu sérkjara á
sjúkrahúsum utan Reykjavíkur. I því
sambandi nefndi hún ljósmæður og
lækna. Kjör fleiri heilbrigðisstétta
væru einnig mismunandi milli lands-
hluta.
Hrefna sagði að samkvæmt sínum
upplýsingum væri þetta ekki rétt.
Kjör lækna væru reyndar nokkuð
mismunandi milli landshluta, en kjör
þeirra væru byggð upp með öðrum
hætti en hjúkrunarfræðinga. Ekki
væri hægt að bera saman kjör hjúkr-
unarfræðinga og lækna með sama
hætti.