Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvernig fjárhagsaðstoð? NÚ FYRIR skömmu var svohljóð- andi tillaga samþykkt í Félagsmála- ráði Reykjavíkurborgar: „Félagsmálaráð samþykkir fyrir- liggjandi tillögur að reglum um fjár- hagsaðstoð til reynslu í eitt ár. Að þremur mánuðum liðnum skal Fé- lagsmálaráði gerð grein fyrir stöð- unni, bæði með tilliti til fjárútiáta og faglegs mats starfsmanna á því hvemig þær reyn- ast. Að sex mánuðum liðnum skal gerð könn- un á viðhorfi og reynslu neytenda af þessum breytingum. Reglur þessar taka gildi 1. mars 1995 og skulu endurskoðaðar éigi síðar en í janúar 1996.“ Tillagan var sam- þykkt samhljóða. Sjálfstæðismenn í Fé- lagsmálaráði greiddu ekki atkvæði gegn til- lögunni. Málið hafði verið til umfjöllunar í ráðinu frá því nóvember. Fulltrúar sjálfstæðis- manna komu ekki með athugasemd- ir né óskir um fleiri upplýsingar fyrr en fundinum, þar sem málið lá fyrir til samþykktar. Nú er það í höndum borgarráðs og vænta má niðurstöðu innan skamms. Hvers vegna var tillagan lögð fram? Núverandi kerfi byggir á ákveðn- um framfærslukvarða sem er kr. 43.504 á mánuði fyrir einstakling. Þetta er það viðmið sem Guðrún Zoéga notar í samanburði í grein sinni sem birt var í Mbl. 21. feb. sl. Þessi samanburður eí afar vill- andi, þar sem framfærslukvarðinn er í mesta lagi 80% af greiddri fram- færslu. Til viðbótar reiknast inn í framfærslukvarðann umreiknuð húsaleiga og dagvistargjald fyrir böm umfram eitt. Eru þá ótaldar ýmsar heimildargreiðslur sem eru töluverðar. Má því ljóst vera að hér hefur þróast mjög flókið og umfangs- mikið kerfi sem erfitt er að halda utan um fyrir starfsfólk og ógeming- ur að veita upplýsingar um, hvers fólk geti vænst að fá í fjárhagsfyrirgreiðslu uppfylli það skilyrði til hennar. Mikil hætta er einnig að kerfið mis- muni fólki. Við svona vinnu- brögð var ekki lengur hægt að una, ekki fyrir skjólstæðinga, starfs- menn eða stofnunina. Rétt er að taka fram að Reykjavík er eitt þeirra fáu sveitarfélaga sem fengið hafa á sig nokkra úrskurði frá Félagsmálaráðuneyt- inu, þar sem staðfest er að við höfum haft á röngu að standa gagn- vart okkar skjólstæðingum. Slíkt er ekki gott til afspurnar og rétt er að benda á að Akureyri hefur ekki fengið neinn slíkan úrskurð, þrátt fyrir mikla fjölgun skjólstæðinga. í umfjöllun Guðrúnar Zoéga, sem hefur verið leiðandi í gagnrýni á tillögur u'm nýjar reglur um af- greiðslu fjárhagsaðstoðar er fleira sem er villandi en að nota „strípað- an“ kvarða sem samanburðargrund- völl við nýjar reglur. í hennar sam- anburði hafa einstaklingamir engar tekjur aðrar en þær sem greiddar em í gegnum opinbert kerfí, hvor sem heldur er tryggingakerfið eða skattakerfið og reiknað er með hæstu barnabótum og barnabóta- auka sem hægt er að fá. Þetta eru ekki dæmigert fyrir þá sem fá fjár- haagsaðstoð og gerir því samanburð milli núverandi og nýs kerfis mjög Ekki má gleyma því, •• segir Guðrún Og- mundsdóttir, að stærsti hópurinn sem fær árhagsaðstoð eru einhleypingar. villandi. Samanburður hennar miðar aðallega að því að bera saman hvernig barnaijölskyldur koma út í núverandi og nýju kerfi. Einstæðir foreldrar og hjón með-börn eru ein- mitt þeir hópar sem era í ríkustum mæli í launaðri aatvinnu af þeim sem fjárhagsaðstoð hjá FR. Eins mætti ætld'út frá umfjöllun Guðrún- ar Zoéga að þær tekjur sem viðkom- andi hópar fá sem notaðir eru til samanburðar séu að mestu úr vasa Reykjavíkurborgar. Þannig er það auðvitað ekki, því ætla má að 30% af þessum ráðstöfunartekjum sem tilgreindar eru komi frá sveitarfé- laginu, en um 70% frá ríkisvaldinu í gegnum Tryggingarstofnun og skattakerfið. Einnig er rétt að taka fram að sé viðkomandi með einhverjar tekj- ur, þá koma þær að sjálfsögðu til frádráttar þegar fjárhagsaðstoð er reiknuð út. Það var einnig bráðhressandi að lesa grein Gunnars Jóhanns Birgis- sonar, þar sem hann afhjúpar van- kunnáttu sína hvað atvinnulaust fólk varðar (lesist fólk m. böm). Hann telur að atvinnulaust barna- fólk losni við kostnað vegna barna- gæslu og þar af leiðandi hafi barna- fólkið miklu meiri ráðstöfunartekj- ur! Veit lögfræðingurinn og borgar- fulltrúinn ekki að atvinnulausir þurfa „að vera til reiðu fyrir vinnu- markaðinn", og ef þú ert heima hjá börnum þínum þá telst viðkomandi ekki á vinnumarkaði. Það væri líka mjög alvarlegur hlutur ef börnum atvinnulausra væri stöðugt kippt út af leikskólum vegna atvinnuleysis foreldra. Þá fyrst verður leikskólinn mikilvægur. Því þó tilveran breytist hjá foreldrum, er mjög mikilvægt að öryggi barnanna haldist. Af þeim sem fá aðstoð hjá FR era margir atvinnulausir og þurfa þeir að gang- ast undir öll hin sömu skilyrði og aðrir sem misst hafa vinnuna. Þetta mun ekki breytast þrátt fyrir nýjar reglur. Ekki má gleyma því að stærsti hópurinn sem fær fjárhagsaðstoð eru einhleypingar. Skýr markmið Markmiðið með nýju reglunum er skýrt: Þær eru einfaldar og skýrar og lítið verður um frávik eins og verið hefur til þessa. En til þess að það megi verða, þarf upphæðin að vera raunhæf. Jafnræði verður meira meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Afgreiðslan verður fljótvirkari og skilvirkari. Og síðast en ekki síst er litið á fjárhagsaðstoð sem ákveðna „tekjutryggingu", en ekki sem „ölmusu" eða „meðal“ í með- ferðarvinnu með manneskjur. Með einföldun á reglunum segjum við jafnframt sem svo: Barnabætur og barnabótaauki (greiðsla frá rík- inu) eiga að koma á móts við fram- færslu og kostnað vegna barna. Húsaleigubætur komi til móts við þá sem eru í leiguhúsnæði (barna- bótaauki og húsaleigubætur eru tekjutengdar) og greinilega er þörf á að upplýsa að: Fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins er skattskyld. Og einu má ekki gleyma: Flestir sem fá aðstoð frá Félagsmálastofn- un fá hana ekki til langs tíma. Ef svo er, þá er sett vinna í gang með þær fjölskyldur og reynt að aðstoða þær við að ná fótfestu á nýjan leik; hjálp til sjálfshjálpar. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. Guðrún Ögmundsdóttir Aldrei má einkavæða flugstöðina EINKAVÆÐING er með ýmsu móti. Góð og vond. En alltaf er það alvarlegt mál, þeg- ar kjörin stjórnvöld taka traustataki sam- eignir þjóðarinnar og selja þær fyrir slikk til vina og pólitískra skjólstæðinga. Slík stjórnvöld ættu að minnast þes að lýður- inn fær ennþá að kjósa að minnsta kosti á fjögurra ára fresti. Þá er ekki alveg víst, að fimir sjónhverfinga- snillingar geti alltaf dreift athygli fólks frá því sem raunverulega er að gerast. Stundum er eins og farið sé ráns- hendi um verðmætar og arðbærar eignir þjóðarinnar, þegar áköfustu „hugsjónamenn" einkavæðingar- innar fara hamföram. Þá ættu þeir að hugsa til forfeðra sinna í sveit og við sjó. Það var ekki siður bænda að selja að nauðsynjalausu bestu mjólkurkýrnar úr fjósinu, eða út- vegsbænda að losa sig við mestu happafleytumar. Slík gáfnaljós hefðu annaðhvort verið talin ofurölvi, eða gengin af göflunum, nema hvort tveggja væri. Verst er þó sú einkavæðing, sem afhendir þjóðareignir einkafyrir- tækjum, og skapar þeim um leið einokunaraðstöðu, sem kemur í veg fyrir mikilvæga samkeppni um verðmyndun gagnvart almenningi og öðram fyrirtækjum og einstak- lingum í rekstri. Nýlega munaði minnstu, að slíkt slys ætti sér stað með flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli. Það varð þjóðinni þá til happs, að Keflavíkurflugvöllur, eini al- þjóðaflugvöllurinn á íslandi, heyrir undir utanríkisráðu- neytið og utanríkisráð- herra, Jóni Baldvin Hannibalssyni, tókst með árvekni að koma í veg fyrir, að flugstöðin yrði „einkavædd", með því að afhenda þessa þjóðareign hlutafélags- nefnu, þar sem Flug- leiðir vora potturinn og pannan í „plottinu". Jón Baldvin Hanni- balsson á skilið ómælt þakklæti þjóðarinnar fyrir að kæfa þessa hugmynd fáránleikans í fæðingu. Ef þessi einkavæðing hefði tekist og árvekni utanríkisráðherra ekki komið í veg fyrir slysið, hefðu Flug- leiðir getað með verðstýringu á þjónustu og afgreiðslugjöldum lam- að alla tilburði um samkeppni í millilandaflugi að og frá skerinu, eða komið einfaldlega í veg fyrir að aðrar flugvélar en þeirra eigin fengju afgreiðslu. Það hafa Flugleiðir áður reynt í fúlustu alvöra, þótt ótrúlegt sé. Greinarhöfundur keypti árið 1974 tvær Boeing-farþegaþotur af United Airlines í Bandaríkjunum. Þjálfaðar vora á þær íslenskar áhafnir vestra. Þegar fyrri þotan var á leiðinni til landsins, og prúð- búnir farþegar voru að mæta á Keflavíkurflugvelli til að fljúga með hinum nýja farkosti íslenska flug- flotans í páskaferð til Spánar, barst hraðskeyti frá einkafyrirtækinu Flugleiðum hf., sem þá eins og nú hafði einkaleyfi á flugvélaafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. í skjóli þessarar einokunarað- stöðu tilkynntu Flugleiðir hf., að fyrirtækið myndi alfarið neita að afgreiða flugvélarnar, enda þótt viðskiptakjörin væru staðgreiðsla Með verðstýringu hefðu Flugleiðir getað, segir Guðni Þórðarson, lam- að alla tilburði til sam- keppni í milli- landafluginu. og hæsta verð, sem þekktist beggja vegna Atlantshafsins. Einkaleyfi Flugleiða hf. á flug- vélaafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli var þá eins og nú fengið með samn- ingi við utanríkisráðuneytið. Þegar greinarhöfundur tilkynnti utanríkisráðuneytinu um hið, ótrú- lega ofbeldi, sem Flugleiðir hf. ætl- uðu að beita eina íslenska sam- keppnisaðila á eina millilandaflug- velli íslands, varð uppi fótur og fít í utanríkisráðuneytinu, þar sem þegar í stað var bragðist hart við þessum ótrúlegu áformum Flug- leiða hf. Utanríkisráðuneytið sendi Flug- leiðum hf. þegar í stað hraðskeyti og tilkynnti þeim, að héldu þeir slíku afgreiðslubanni til streitu væri þeim þar með sagt upp samn- ingi þeim er gilti um afnot þeirra af þjóðareigninni, Flugstöðinni, og þar með einokun þeirra á afgreiðslu flugvéla. Góðar hálsar! Hvað haldið þið að gerst hefði í slíku tilfelli ef hin sak- leysislega hugmynd um einkavæð- ingu flugstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli hefði þá verið komin til framkvæmda! Þá hefði enginn get- að komið í veg fyrir gerræðisáform Flugleiða hf., og þeir í raun getað bannað. íslenskum samkeppnisaðila að nota eina millilandaflugvöllinn á íslandi. Þess vegna má aldrei — aldrei — einkavæða flugstöðina á Keflavík- urflugvelli. Burtséð frá því sem hér hefír verið upplýst, er þess heldur engin þörf og raunar röng ráðstöfun á verðmætri eign þjóðarinnar að afhenda flugstöðina einstaklingum. Hin glæsilega flugstöð, sem ber nafn Leifs Eiríkssonar, frægasta íslenskra ferðalanga, er gullmoli, sem getur orðið stórgróðafyrirtæki í eigu allra landsmanna. Ef flug- stöðin fengi þær tekjur, sem verða til hennar vegna í salarkynnum hennar og bæjarhlöðum, er hún þegar gróðafyrirtæki og hin vænsta mjólkurkýr fyrir þjóðfélagið. Ef rétt er á haldið eiga tekjur flugstöðvarinnar á fáum árum eftir að margfaldast með stóraukinni umferð milli íslands og annarra landa og aukinni millilendingaram- ferð á flugleiðum milli þriggja heimsálfa, eins og hinn víðkunni landkönnuður og landi okkar, Vil- hjálmur Stefánsson, var raunar bú- inn að spá fyrir meira en hálfri öld. Vísasti vegurinn til þess að auka veg og hagsæld þessa gullmola á Miðnesheiði er að afnema nú þegar einokun .á flugvélaafgreiðslu þar, lækka afgreiðslugjöldin og fylla flugstöðina af alþjóðlegum arðbær- um farþegum. Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem sýnt hefir í verki að--hann vill vernda þennan gull- mola og leyfa þjóðinni að eiga hann áfram, ætti að drífa í því sem fyrst að afnema einokun á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli. — Og er hann jafnaðarmaðurinn ekki einmitt nú í landsstjórn með hinu eina og sanna hugsjónafólki um fijálsa samkeppni? Nú er því lag til lendingar góðu máli. Höfundur hefir starfað við blaðamennsku, ferðaþjónustu og flugrekstur. Guðni Þórðarson Guðspjall dagsins: Freisting Jesú. (Matt. 4.) ÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Hildur M. Einarsdóttir stud.the- ol. prédikar. Börn úr 10-12 ára starfi Áskirkju sýna helgileik. Veitingar eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Biskupsvísitasía kl. 14. Biskup ís- lands sr. Ólafur Skúlason vísiterar Bústaðasöfnuð og prédikar við æsku- lýðsguðsþjónustu, þar sem ungmenni aðstoða við messuflutning. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Safnaðarfólk kvatt til þátttöku í messunni. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. María Ágústs- dóttir. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Kór Vesturbæjarskóla syngur undir stjórn Sesselíu Kristjánsdóttur. Félagar úr æskulýðsfélaginu lesa ritn- ingarlestra. Skírnarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Altarisganga. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarn- arson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslustund kl. 10. Unglingurinn og fjölskyldan. Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur. Messa og barnasamkoma kl. 11. Barnakór Hallgrímskirkju og Mótettu- kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigur- björnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Æskulýðsmessa kl. 11. Sr. Jón Ragnarsson prédikar. Gunnbjörg Óladóttir les ritningar- lestra og unglingar flytja bænir. Barnakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Ásrúnar Kondrup. Einsöngur, fjöldasöngur og hljóðfæraleikur. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soff- ía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organ- isti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveins- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Gradualekór Lang- holtskirkju sér um allan tónlistarflutn- ing. Orgel- og pianóleikur Lára Bryn- dís Eggertsdóttir. Flautuleikur Anita Briem. Fiðluleikur María Huld Sigfús- dóttir og Ólöf Helga Einarsdóttir Arn- alds. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Væntanleg ferm- ingarbörn taka þátt í guðsþjón- ustunni. Félagar úr æskulýðsfélaginu Karitas lesa ritningarlestra. Dr. Gunn- ar E. Finnbogason uppeldisfræðingur og lektor flytur hugleiðingu. Jónas Þórir annast undirleik ásamt hljóm- sveit. Kaffi og djús að lokinni guðs- þjónustu. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Jón Ármann Gíslason, guðfræðinemi prédikar. Hópur unglinga syngur undir stjórn Guðmundar Karls Brynjarssonar. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Æskulýðs- messa kl. 11. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra. Krakkar úr æskulýðsfélag- inu biðja bænir. Börn úrTTT og barna- starfi sýna helgileik og brúðuleik. Gospelkórinn og barnakórinn syngja undir stjórn organistans Vieru Gul- asciova. Guöbjörg Jóhannesdóttir guöfærðinemi prédikar. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. TTT sjá um veitingar á eftir. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Kór yngri barna Árbæjar- safnaðar syngur. Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 14 með þátttöku ungmenna úr Árbæjarsöfnuði. Kór eldri barna syngur. Æskulýðsfélag kirkjunnar heldur kökubasar eftir guðsþjón- ustuna. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Barnakórinn syngur. Ferm- ingarbörn aðstoða. Organisti Daníel Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins að guðsþjónustu lokinni. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA-.Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta Æskulýðsdags- ins kl. 14. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og fjölskyldna þeirra. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA:Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Umsjón Rangar Schram. Sigurður Ingimarsson stjórn- ar söng. Hugvekjur flytja: Anna S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.