Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÆMUNDUR JÓNSSON + Sæmundur Jónsson var fæddur í Vorsabæ í Olfusi 17. septem- ber 1914. Hann lést 23. febrúar si. For- eldrar hans voru hjónin Sólveig Dið- rika Nibulásdótdr og Jón Ogmunds- son bóndi þar. Hann var tíundi i röð 12 systídna. Systídni Sæinundar sem látin eru: Ragnheiður, f. 1898, d. 1975, Krist- ín, f. 1906, d. 1977, bjuggu í Reykjavík, Nikulás, f. 1903, d. 1973, Ogmundur, f. 1917, d. 1989, bjuggu í Hafnarfirði, Benedikt, f. 1911, látinn, bjó I Kanada, Guðmunda, f. 1913, d. 1951, bjó á Friðarstöðum, Þur- íður, f. 1909, dó komung. Eftir- lifandi systkmi hans era: Þórð- ur, f. 1901, býr i Sölvholti í Flóa, Guðrún, f. 1904, býr á LágafeUi í Hveragerði, Og- mundur, f. 1907, býr í Vorsabæ i Hveragerði, og Sigriður, f. 1916, býr í Reykjavík. Hinn 16. nóvember 1957 kvæntíst Sæmundur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Alfheiði Jóhannsdóttur húsfreyju, f. 31. janúar 1926 á Kirkjubóli í Fá- skrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Jónina Bene- diktsdóttir og Jó- hann Áraason. Álf- heiði og Sæmundi varð tveggja baraa auðið. Þan eru: Jón- ína, f. 18. nóvember 1956, framhalds- skólakennari, og Diðrik Jóhann, f. 22. ágúst 1961, garðyrlgufræðing- ur. Sæmundur hlaut hefðbundna baraa- skólamenntun, og var auk þess einn íþróttaskólanum i Hankadal Hann stundaði ýmis störf meðfram bústörfum á býli foreldra sinna þar til hann festi kaup á Friðarstöðum i Hveragerði 1953. Það býli var nýbýii úr landi Vorsabæjar sem tveir eldri bræður hans höfðu stofnað. Friðarstaði byggði Sæmundur upp og stundaði garðyrkju og gróðurhúsarekst- ur ásamt hefðbundnum búskap á jörðinnL Sæmundur var á yngrí árum virkur i ungmennafélagshreyf- ingunni. Hann var einn af stofn- endum Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í HveragerðL Utför Sæmundar verður gerð frá Hvcragerðiskirkju i dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ELSKU Sæmundur minn. Nú er komið að kveðjustund og ég kveð þig með söknuði. Upp f hugann koma 'ótai minningar sem mér veitist erfitt að koma á blað. Fyrstu æviárin mín eru tengd þér, allt fiá því er ég var tveggja ára og við móðir mín fluttum í Vorsabæ. Þú kenndir mér svo margt sem enn býr í huga mínum og hefúr nýst mér allar götur síðan. T.d. hefur það verið mér gott veganesti f uppeldi dætra minna. Fyrst og fremst var það virðingin sem þú barst fyrir mér og öðrum bömum og trú þín á það góða í öllum manneskjum. Sem bami fannst mér það sérstök upphefð að fá að deila með þér hluta af daglegum störfum þínum, Ld. að byija hvem dag á því að fara á græna vörubílnum upp í Hveragerði með mjólkina og ná í Morgunblaðið. Seinna um daginn fékk ég svo að vera koddinn þinn þegar þú lagðir þig og oft fékk ég að sofa fyrir ofan þig. Það hlýtur að hafa verið mikill léttir fyrir móður mina sem var ein með mig, að þú skyldir sinna mér svona veL Hlýjan sem alltaf streymdi fiá þér var ómetanleg. Síðan urðu mikil kaflaskipti þegar þú keyptir Friðarstaði og hófst handa við uppbyggingu þar. Ætla mætti að í þessu annríki yrði ekki rnikið pláss fyrir beldur baldinn krakkagemsa, en annað kom á dag- inn. Ég átti eftir sem áður mitt ör- ugga skjól hjá þér. Stuttu síðar kom Alfheiður til sögunnar og ekki versnaði hagur minn við það, því hún Alfheiður er eins og þú sagðir alltaf sjálfur, gull af manni. Þar með hófust mestu hamingjuárin í lífi þínu. Hamingjan varð stærst er þið eignuðust bömin ykkar tvö, sem áttu eftir að veita ómælda gleði og hamingju. Þú varst svo sannarlega stoltur af fjölskyldu þinni. Það var mér mikils virði að fá að vera þátttakandi I heimilislífinu á Friðarstöðum og fá um tíma að vera hluti af fjölskyldunni. Það sem öðru fremur kryddaði daglegt líf á bænum voru líflegar rökræður og ef tekist var hressilega á varstu aldeilis í essinu þínu. I umræðum okkar vildi svo heppilega tfl að við vorum ósammála um marga hlutL Þar, sem endranær, birtist góður eiginleiki þinn að virða og viðurkenna gildismat annarra, þó það stangaðist algeriega á við þitt eigið. Mér fannst ég alltaf fara af þínum fundi sterkari og öruggari með q'álfa mig og hugsaði oft um það sem þú hafðir sagt mér. I huga mínum varstu dæmigerður íslenskur sveitamaður af gamla skól- anum, í jákvæðustu merkingu þess- ara orða, þar sem vinnan og sjálf- stæðið var þitt aðalsmerki. Þú kenndir mér mikilvægi vinnunnar og þess að geta séð mér og mínum farborða. Þú lagðist ekki mflrið í ferðalög um dagana, enda fannst þér þú sannaríega hafa annað þarfara að gera. Þess vegna þótti mér þú sýna t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, REBEKKA FRIÐBJARNARDÓTTIR, Aðalgötu 5, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja aðfaranótt föstudags 3. mars. Sigurður Jónsson, Ragnar F. Jónsson, María Einarsdóttir, Guðný Jónsdóttir Thordersen, Ólafur Á. Jónsson, Emma Hanna Einarsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Árni Júlíusson, Ema Jónsdóttir, Kristján Valtýsson, Gunnar Jónsson, Þórey Eyþórsdóttir og bamaböm. mér mflrinn heiður þegar þú heim- sóttir mig og fjölskyldu raína á Akra- nesi á sextugsafmælinu þínu. Þá brugðum við okkur í Borgarfjörðinn og þú kynntir þér m.a. garðyrkjubú- skap í ReykholtsdaL Þetta voru góð- ir dagar. Þráitt fyrir litla ferðagieði varstu jafnan vel að þér í heimsmálunum. Stundum gastu látið mann halda að þú hefðir ferðast um hálfan hnött- inn. Þú nýttir þér líka vel þá mennt- unarmöguleika sem felast í því að mæta með opnum huga því sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Sæmundur minn, þú varst svo gjafmildur á sjálfan þig. Þér veittist létt að deila með ððrum sorgum og gieði. Á góðum stundum varstu manna giaðastur og er mér ofarlega í huga eitt lítið atvik. Það var þegar við Svavar giftum okkur og það hellirigndi. Þú komst aðvífandi og sagðin „Hjödda mín, þú ert svo fin, það nær engri átt að láta rigna á þig,“ og skelltir yfir mig frakkanum. Að sama skapi sýndirðu ómælda umhyggju og hlýhug í veikindum fjölskyldunnar. Þá fundum við vel fyrir návist þinni. Þú sagðir gjaman þegar maður kom að Friðarstöðum: „Álfheiður mín, sérðu hver er komin!“ Ég veit að í hvert sinn þegar ég kem heim til þín, munu þessi orð hljóma innra með mér. Ég og stelpumar mínar sendum Aifheiði, Jonnu og Diðriki okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau í sorginni. Hjördís. Þegar ég heyrði um andlát Sæ- mundar föðurbróður mins fannst mér fregnin óraunveruleg, dauðinn var svo fiarri SæmundL Ævi hans snérist um það sem kvikt var. Hann valdi sér Iíka lífsstarf í samræmi við það og var bæði bóndi og garðyrkju- bóndL Á heimili hans, Friðarstöðum, iðaði aflt af lífi. Þar var verið að hlúa að og sinna dýmm og plöntum alla daga og það finnst mér hafa einkennt líf hans. Oft var ijölmennt á hlaðinu á Friðarstöðum, þar kom fólk til að kaupa grænmetí eða í öðrum erind- um því þangað var gott að leita og bónar að biðja. Óneitanlega setti það svip á mannlífið í dalnum hvað Sæ- mundur hló bæði hátt og dátt, stund- um fannst mér aflur Qallahringurinn taka undir þegar Sæmundur var í essinu sínu. Á mínu æskuheimili var það fast- ur liður að Sæmundur kom með jóla- giaðning síðdegis á aðfangadag, hvemig sem viðraði. Ef það var ekki fært á milli bæjanna á bfl, var sett á best og ferðin farin. Hjá okkur systkinunum, sem biðum komu hans, spunnust sögur um það hvemig hann kæmist tfl okkar og upp úr hádeginu var oft litið í gluggann tfl að fylgj- ast með ferðum Sæmundar. Það hvarflaði ekki að okkur að hann kæmi ekki, enda brást koma hans aldrei þá áratugi sem þessi siður hélst Þegar Sæmundur hafði komið gátu jólin hafist og hátíðin gekk í garð. Sæmundur var einnig sumarboði á heimili mínu. í byijun sumars kom hann með grænmeti þegar uppsker- an hófst Eg man að yfirieitt var nóg af grænmeti heima þegar ég var bam, auðvitað firá Sæmundi. Mörgum aðkomumanninum þótti þetta sérstakt, því þá voru þessar vörur ekki á hvers manns borði eins og nú er. Síðar varð það vandkvæðum bundið fyrir mig að „kaupa“ græn- meti af Sæmundi, því iðulega kom tfl vandræða þegar inna átti greiðsl- una af hendL Helst mátti ég ekkert borga og lltið þýddi að malda í mó- inn, því svarið hans var ætíð eins: „Frænka mín, ég á enga skiptimynt í dag, þú borgar þetta bara næsL“ Þannig var Sæmundur. Hans bestu stundir vom þegar hann var að gefa og gleðja aðra. Eg var heimagangur á heimili Sæmundar í tæplega 30 ár og kynnt- ist honum veL Það er lærdómsríkt að hafa þekkt svona mann. Hann greindi kjamann frá hisminu. Fram á síðasta dag fylgdist hann með mér, enda þótt svo að ég hafi flust úr minni heimabyggð. Síðastliðin ár, eftir að ég stofnaði heimiLi og eign- aðist böm, hringdi Sæmundur stundum í mig til að athuga hvort heilsan væri ekki í lagi og líðanin góð. Þetta vildi hann vita en veralda- rumgjörðin utan um okkur, stærð hússins og tegund bflsins, vakti ekki áhuga hans. Sýndarmennska átti ekki við hann. Sæmundur varð mér bæði kær og náinn þó að aldursmunur okkar væri rúmlega íjömtíu ár. Mér finnst það skrítið að geta ekki lengur farið tfl hans og sagt honum hvað mér liggur á hjarta. Elsku frændi minn, ég er þakklát að hafa fengið að njóta vináttu þinn- ar og umhyggja þín hefur verið mér dýrmæL Að leita tfl þín var óbrigð- ulL Af fundi þinum fór ég ávallt ríkari en ég kom og þar vom málin afgreidd af velvflja og heilindum. Kæm Álfheiður, Jonna, Diddi og systkini hins látna. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð blessi ykk- ur og gefi ykkur styrk. Minningin um góðan dreng lifir. Anna María Ogmundsdóttir. GUÐMUNDUR B. ÁRSÆLSSON Guðmnndur Björnsson Ár- sælsson fæddist í Reykjavík 3. maí 1925. Hann lést á Landspítalarium 22. febrúar siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólðf Guð- mundsdóttír, f. 5.9. 1902, d. 14.8. 1946, og Ársæll Gunnars- son, kaupmaður í Reykjavík, f. 31.12. 1895, d. 27.12.1927. Albróðir Guðmund- ar var Vignir Ár- sælssoUj f. 23.2. 1924, d. 20.5. 1979. Olðf giftist síðar Jóni Jónssyni bankafnlltrúa og eign- uðust þau tvo syni, þá Gunnar, f. 4.6. 1932, búsettur í Reykja- vík, og Magnús, f. 6.9. 1933, búsettur á Hvammstanga. Guðmundur kvæntist 20.7. Synir þeirra eru: Þórir og Magnús. 3) Ársæll, aðstoðar- skólameistarí, f. 30.5.1961, kvæntur Gunnhildi Harðar- dóttur kennara. Dætur þeirra era: Sigfríður og Mar- grét Áður átti Ár- sæO dótturina Dýr- leifu. Guðmundur ólst upp í Reylgavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1945. Hann starfaði hjá Heild- vershm Stefáns Thorarensen til ársins 1969 er hann hóf stðrf hjá Póststofuimi í Keykjavík en þar starfaði hann samfleytt til 67 ára aldurs. ÍJtför Guðmundar B. Ársæls- sonar fór fram frá Bústaða- 1957 Sigfríði Nieljohníusdótt- ur, f. 9.5. 1920. Bðra þeirra eru: 1) Ólöf sjúkraþjálfari, f. 16.6. 1958, gift Jóni Heiðarí Geslssjmi verkfræðingi. Böra þeirra eru: Gestur, Fríða og Guðmundur. 2) Júlíus, lögmað- ur, f. 18.9.1959, kvæntur Helgu Gottfreðsdóttur ljósmóður. kirkju i gær, fostudag. ÉG VIL í fáum orðum minnast góðs vinar, Guðmundar B. Ársæls- sonar sem nýlega er látinn. Við kynntumst í gagnfræðaskóla Agústs H. Bjamasonar við Tjömina í Reykjavík og vorum bæði beklgar- Látinn er Sæmundur Jónsson bóndi á Friðarstöðum í Hveragerði. Hann gekk beint frá plöntum sínum úr gróðurhúsinu síðari hluta dags og lagðist tfl hvfldar eins og hann var vanur en vaknaði ekki aftur. Á þann hátt kvaddi þessi áttræði heið- ursmaður jarðlífið. Sæmundur var um margt ólíkur okkur hinum samferðamönnum sín- um, nokkuð fom í háttum, áleitinn og rökfastur f umræðum og mál- flutningL en ætíð var þó kímnin og léttlefldnn skammt undan. Stutt kynni mín af Sæmundi og hans fólki gefa mér ekki kost þess að skrifa um hann ítariega minning- argrein, en þó fannst mér ég læra af honum að í póiitísku starfl mætti maður aldrei láta hlut sinn í mál- efni sem maður trúir á og eins væri nauðsynlegt að gera öðru hverju grín að sjálfum sér og öðrum. I störfum sínum sem garðyrkju- bóndi var Sæmundur á undan sinni samtíð. Um langt árabfl ræktaði hann grænmeti með vistvænum (líf- rænum) hætti enda sífelldur straumur fólks í hlaðið á Friðarstðð- um til þess að kaupa þessa ágætu framleiðslu bóndans. í dag er þetta lausnarorð fyrir íslenskan landbún- að — lífræn ræktun — á Friðarstöð- um hefur þetta hins vegar ætíð þótt sjálfeögð ræktunarstefna. Á þessari hraða- og tækniöld sem við lifum er það ákafleg mikils virði að fá að kynnast mönnum eins og Sæmundi. Slíkir einstaklingar kenna að með rósemi, íhygii og stefnufestu verður flestum mark- miðum náð. Gömlu Rómverjamir sögðu: „Festina lente — flýttu þér hægL“ Þessi orð fínnst mér eiga vel við Sæmund. Ég votta eiginkonu hans Alflieiði Jóhannsdóttur, bömum þeirra Jón- ínu og Diðriki Jóhanni og öðrum ættingjum og vinum Sæmundar samúð mina vegna andláts þessa heiðursmaims. Þessi fátæklegu minningarorð finnst mér rétt að enda á tflvitnun í kvæði eftir skáldið Einar Bene- diktsson: Það smáa er stóit í hannanna heim höpp og slys bera dularifld - og aldrei er sama siimið hjá tveim þótt sama giysi þeir báðir flflri. - En nnrndu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigii og rétturinn víki, bölið sem aldrei fékk nppreisn á jðrð var auðlegð á vöxtam í guðanna rOd. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu Sæmundar Jónssonar. Knútur Bruun. bræður og sessunautar. Báðir átt- um við heima í Vesturbænum og fylgdumst oftast að í skólanum og aftur heim. Guðmundur hafði ljúfa lund og var seinn tfl reiði og fljótur að sætt- ast, ef honum mislíkaði við ein- hvem, sem sjaldan kom fyrir. Milli okkar ríkti bæði skilningTjr og vin- átta og ég man eklri eftir því að við deildum, svo að orð væri á ger- andi. Um helgar fórum við í bíó og sáum dans- og sðngvamyndir, sem voru mjög vinsæl afþreying á þeim tíma og svo auðvitað myndir sem John Vain lék í, en myndir hans voru mjög eftirsóttar. Stundum brugðum við okkur á billjarðstofur og lékum okkur um stund með kúlumar, en Guðmundur var mér miklu fremri í þeirri íþrótt. Guðmundur lauk stúdentsprófi og lét innrita sig í Háskólann og ætlaði sér að verða læknir, en af einhverjum ástæðum fórst það fyr- ir. Hann starfaði mestanhluta ævinnar sem skrifetofumaður og var bankastarfsmaður síðast þegar ég vissL en nú er hann látinn og góður vinur horfiinn af leiksviði þessa lífs. Að lokum vil ég minnast hans með stuttu ljóði, sem mér flaug í hug, á meðan og var að skrifa þessa grein. Héla leggst yfir landið gröán visna blómin leggjast að moldinni og bíða upprisu. Eggert E. Laxdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.