Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Ríkiseinokun, ríkisstyrkir, bók- haldsbrot og skattundandrátt- ur Póst- og símamálastofnunar Úrskurður Samkeppnisráðs MEÐ ÚRSKURÐI Samkeppnis- ráðs frá 16. febrúar 1995 var, að kröfu Póstdreifingar hf., mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað Póst- og símamálastofnunarinnar, ann- ars vegar á þeirri póstþjónustu sem háð er einkarétti samkvæmt póst- lögum og hins vegar á annarri póstþjónustu sem stofnunin innir af hendi. Jafnframt var Póst- og símamálastofnun bannað að niður- greiða póstþjónustu sem er í sam- keppni. Skoðun samgönguráðherra Samgönguráðherra virðist, ef marka má blaðaskrif hans og um- mæli i sjónvarpi, ætla að reyna að breiða út þá hugmynd að úrskurð- urinn snúist um hvort póstkort eigi að bera virðisaukaskatt eða ekki og hvort bréfberi verði að stinga lokuðu bréfi og póstkorti í bréfa- lúgu að aðskilinn hátt þannig að greina megi kostnað af dreifingu hverrar sendingartegundar. Þá virðist samgönguráðherra telja að úrskurður Samkeppnisráðs gefi til kynna að Samkeppnisráð skilji ekki ,eðli póstsins". Þessi skoðun ráð- herrans er hins vegar hreinn útúr- snúningur að mínu mati. Deilur Póstdreifmgar hf. við Póst- og símamálastofnun og sam- gönguráðuneytið, sem lauk að litl- um hluta með úrskurði Samkeppn- isráðs, snúast um ríkiseinokun, rík- isstyrki, skattalagabrot Póst- og símamálastofnunarinnar og þá staðreynd að bókhald stofnunar- innar er ekki með þeim hætti sem lög um virðisaukaskatt mæla fyrir um. Rikiseinokun Samkvæmt póstlögum hefur Póst- og símamálastofnun einka- rétt á að bera út lokaðar bréfapóst- sendingar. Mörk einkaleyfisins eru hins vegar mjög óskýr og vegna refsiviðurlaga póstlaga getur dreif- ingarfyrirtæki ekki hættsér nálægt þessum óljósu mörkum. I áliti Sam- keppnisráðs nr. 1/1995, sem beint er til samgönguráðherra, er lögð áhersla á að einkaleyfið verði af- markað skýrar og varað við því að þessi óljósa túlkun geti takmarkað aðgang nýrra keppenda að mark- aðnum, umfram það sem einkaleyf- inu sjálfu er ætlað að gera. Vegna Hér fjallar Hjörtur Bragi Sverrisson um einkafyrirtæki í samkeppni við ríkis- rekstUr og rekstur sveitarfélaga. þessa óljósa einkaleyfís og vafa- samrar túlkunar samgönguráðu- neytis á því hefur Póstdreifing hf. sent erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA. Skattsvik og bókhaldsbrot Póst- og símamála- stofnunarinnar Með áliti ríkisskattstjóra frá 6. maí 1994 var endanlega staðfest að póstþjónusta sem er utan einka- leyfis Póst- og símamálastofnunar- innar, er virðisaukaskattskyld. Engu að síður hefur Póst- og síma- málastofnun ekki innheimt eða skilað virðisaukaskatti af starfsemi sinni sem er skattskyld samkvæmt áðurnefndu áliti. Heildarvelta póst- Ríkið skattleggur skuldir SÚ sameign okkar manna sem við köllum ríki er fjármögnuð með ýmsum hætti. Þannig greiðum við flest tekju- skatt, sum eignaskatt og öll virðisaukaskatt af þeim vörum sem við þurfum okkur til fram- færis. Oft er deilt um ofangreinda skatt- stofna, hversu rétt- mætir þeir eru og hve há skattprósentan eigi að vera. Sjaldnar er hins vegar rætt um skattstofna sem þó mætti ætla að væru umdeildari, en það eru ýmis gjöld sem greidd eru Runólfur Agústsson rík- Þá leggur ríkið rétt- argjöld á innheimtuna i formi fjárnáms- og nauðungarsölugjalda. Hið fyrrnefnda er að lágmarki 3.000 krónur fyrir hverja fjár- námsbeiðni, en hið síð- amefnda í flestum til- fellum ekki lægra en 9.000 krónur. Réttar- gjöld skila hundruðum milljóna til ríkisins á þessu ári og munu fjárnáms- og nauðung- arsölugjöld vega þar hvað þyngst. Þessi gjaldtaka rík- isins er skuldurum afar issjóð af skuldum fólks og vanskil- um. Skuldir sem skattstofn Af skuldabréfum landsmanna, sem telja sig þurfa á lánsfé að halda, greiðir fólk 1,5% stimpilgjald til ríkisins. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eiga stimpilgjöld að skila rúmlega 2,4 milljörðum króna í ríkiskassann. Stór hluti stimpilgjalda er til kominn vegna stimplunar skuldabréfa, víxla og tryggingarbréfa. Þá eru fjárnám einnig stimpluð með 1,5% stimpil- gjaldi. í þeim tilvikum sem fjárnám er gert á grundvelli skuldabréfs er skuldin því tvístimpluð, fyrst sem skuld, síðan sem vanskil. Fyrir þing- lýsingu veðskulda og fjárnáma á eignir skuldara er jafnframt greitt sérstakt þinglýsingargjald. Vanskil fólks tekjustofn ríkisins Þeir sem ekki geta staðið í skilum með sínar peningalegu skuldbind- ingar lenda í vanskilum. Kröfuhaf- ar, þeir sem skuldirnar eiga, leita þá til lögmanna um innheimtu. Slík þjónusta er dýr og hún fellur á skuldarana, geti þeir borgað. Ríkið tekur þó sinn skerf, því þessi þjón- usta er virðisaukaskattskyld og þann skatt greiða þeir sem í vanskil- um lenda. Virðisaukaskattur af þessum þætti þjónustu lögmanna skilar tugum eða hundruðum millj- óna til ríkisins. þungbær og leggst ofan á fjárskuld- bindingar þeirra sem ekki ráða við þær fyrir. Til þess að bjarga eign sinni frá nauðungaruppboði, þurfa viðkomandi einstaklingar oft að Skattlagning á skuldir nemur tveimur milljörð- um króna, segir Runólf- ur Ágústsson, en tekjur af hreinni peningaeign eru skattfrjálsar. greiða til ríkisins í formi stimpil- og þinglýsingargjalda, réttargjalda og virðisaukaskatts tugi eða jafnvel hundruð þúsunda, ofan á hinar eig- inlegu skuldir og gjöld til lög- manna. Spyija má um réttmæti slíkrar skattheimtu. Eiga skuldir og vanskil þegnanna að vera tekju- stofn ríkisins? Á ríkið þannig að nýta sér neyð þegnanna í tekjuöfl- unarskyni? Tæpir 2 milljarðar! Áætla má að tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna skuldabréfa, víxla og fjárnámsendurrita nemi vel á annan milljarð króna. Tekjur vegna þinglýsingargjalda skila tug- um milljóna, fjárnáms--og nauðung- arsölugjöld líklega allt að hálfum milljarði og tekjur ríkisins vegna virðisaukaskatts af innheimtustarf- semi lögmanna slaga að líkindum hátt í 100 milljónir. Samtals má því áætla að þessi skattheimta ríkis- ins nemi tæpum tveim milljörðum. Nú er í sjálfu sér ekki óeðliegt að þeim sem lenda í vanskilum greiði fyrir þau útgjöld sem ríkið verður fyrir af þeim sökum. En ofangreind gjaldtaka er margföld sú fjárhæð, svo hér er í reynd um hreina skattlagningu að ræða. Óréttlát skattastefna Ríkisstjórnarflokkamir hafa hvað eftir annað frestað skattlagn- ingu fjármagnstekna. Á sama tíma og ríkið nýtir sér vanskil fólks sem ekki getur greitt sínar skuldir sem tekjustofn, eru tekjur af hreinni peningaeign skattfrjálsar. Hvers konar samfélag er það sem skatt- leggur skuldir á meðan fjármagn er skattijálst? Hvar er réttlætið í þessu samfélagi? Höfundur er lektor í lögfræði við Sam vinnuháskólnnn í Bifröst og fulltrúi Sýslumannsins í Borgarnesi. Hjörtur Bragi Sverrisson blaða. dulinn þjónustu Póst- og símamálastofnunar- innar var um 2,5 millj- arðar króna árið 1994. Ætla má að póstþjón- usta innan einkaleyfis nemi um 30-50% af heildarveltu. Van- framtalinn skattstofn til álagningar virðis- aukaskatts er sam- kvæmt því um 1,2-1,8 milljarðar króna. Hér er því um að ræða skattalagabrot sem er með þeim stærri í sögu þessarar þjóðar, allt með vitund og vilja samgönguráðuneytis. Þá greinir stofnunin ekki á milli virðisaukaskattskyldrar starfsemi og þeirrar sem ber ekki virðisauka- skatt í bókhaldi sínu, eins og skylt er samkvæmt lögum um virðis- aukaskatt. Póst- og símamálastofnunin er ósammála ríkisskattstjóra um túlk- un skattalaga og þess vegna borg- ar Póst- og símamálastofnun ekki skattinn sinn. Ef Póst- og síma- málastofnun væri einkafyrirtæki væri sennilega búið að innsigla fyrirtækið. Ríkisstyrkir Póst- og símamálastofnunin hefur í sínum vörslum sjóð sem hún deilir út í formi niðurgreiddra dreifingargjalda. Niðurgreiðslur þessar eru duldar en nema senni- lega um 150 til 500 milljónum króna á ári. Hluta af þessum niðurgreiðslum er ráðstafað samkvæmt reglugerð settri af fyrrverandi samgönguráð- herra. Samkvæmt henni eru ýmis blöð sem innihalda fjölbreytt efni, pólitískt eða menningarlegt, styrkt með niðurgreiddum dreifingar- gjöldum. Styrkur til Morgunblaðs- ins eins nemur sennilega um 100.000.000 króna á ári og Dag- blaðið (fijálst og óháð) fær nokkuð minni fjárhæð í sinni hlut. Hinn hluti þessa styrks, kynn- ingarritastyrkurinn, rennur til hinna ýmsu rita sem gefin eru út til að kynna fyrirtæki, vörur og þjónustu. Hann er greiddur út (í formi niðurgreiddra dreifingar- gjalda) án heimildar í lögum eða reglugerð og*þrátt fyrir að í póst- reglugerðinni sé skýrt bann lagt við niðurgreiðslu til blaða af þessu tagi. Sem dæmi um styrkþega má nefna blöð eins og Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 (útgefinn af Fróða hf.), Haust og vetrartísku Verslunar Sævars Karls Ólasonar, Útspil (kynningarrit Tæknivals hf.), Gagnalínuna (kynningu á þjónustu Póst- og símamálastofnunar), auk hundruða annarra kynningarrita sem styrkt eru á þennan ólögmæta hátt. Um kynningarritastyrkinn er ekki ástæða til að hafa mörg orð. Hann er skýrt brot á reglugerðinni og til þess fallinn að mismuna útgefendum og fyrirtækjum af ástæðum sem mér eru huldar og þori vart að hugsa um. Styrkurinn til Morg- unblaðsins, Dagblaðs- ins og fleiri blaða sem hér var fyrst nefndur er hins vegar af allt öðrum toga. Hann er byggðamál, hápólitísk- ur styrkur til lands- byggðarinnar til að gera hana jafnsetta og höfuðborgarsvæðið að því er varðar t.d. áskriftargjöld dag- Styrkurinn er hins vegar og því í algeru ósamræmi við þá þróun sem er að eiga sér stað í Evrópu og víðar, þ.e. að gera ríkisstyrkjakerfið gegnsætt, þannig að sjá megi hveijir fá styrk af almannafé og hve háan. Sé það vilji Alþingis að styrkja dagblöð eins og Morgunblaðið um 100.000.000 króna á ári, eins og virðist vera gert er í dag, þá þurfa þingmenn að taka ákvörðun um slíkar greiðslur og bera á því póli- tíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Það er í hreinni andstöðu við opna lýðræðislega stjórnarhætti að láta samgönguráðherra fela raunvöru- legan kostnað ríkissjóðs af dreif- ingu dagblaða út á land. Nýtt rekstrarumhverfi - samkeppnis- markaður og ríkiseinokun Með tilkomu samkeppnislaga nr. 8/1993 var rekstrarumhverfi ís- lenskra fyrirtækja ýtt inn í nútím- ann. íslensk fyrirtæki í einkaeigu virðast almennt taka þessum breyt- ingum vel en víða í rekstri ríkisins virðist enn vera pottur brotinn. Full ástæða er fyrir einkafyrirtæki sem eru í samkeppni við ríkisrekst- ur eða rekstur sveitarfélaga að at- huga hvort þau keppi á jafnréttis- grundvelli eða hvort þau keppi við rekstur sem nýtur styrkja frá ríki eða sveitarfélögum. Ríkisstyrkir og styrkir sveitarfélaga geta oft verið ' duldir og ekki auðvelt að sjá fjár- hæðir þeirra. Þeir geta verið í formi hagstæðra lána, ríkisábyrgða eða ábyrgða sveitarfélags á lánum, aðgangs að upplýsingum, sölu til ríkisins eða sveitarfélags á þjón- ustu eða vörum á yfirverði, ódýrrar leigu á húsnæði ríkis eða sveitarfé- lags, dulins hagnaðarleka frá tengdri starfsemi sem telst til hreins ríkisreksturs o.fl. Með tilkomu Samkeppnisstofn- unar og Eftirlitsstofnunar EFTA eru úrræðin til leiðréttingar á skakkri samkeppni fyrir hendi. Fyrir marga er of mikið í húfí til að láta þau ónýtt. Höfundur er lögmaður Póstdreifingar hf. Sirkusinn guðdómlegi d^forska ópercin ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.