Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Meðal annarra orða Löng leið til frelsis „Það sem skilur menn að, er ekki það sem þeim er gefíð, heldur það sem þeir gera úr því, sem þeim er gefíð,“ segir Nelson Mand- ela í sjálfsævisögu sinni Long Walk to Free- dom, sem Njörður P. Njarðvík telur ein- hveija merkustu bók, sem út kom í Bret- landi o g Frakklandi á síðustu mánuðum. „MENNTUN er hreyfiafl per- sónulegs þroska. Það er vegna menntunar að bóndadóttir getur orðið læknir og sonur vinnumanns forseti mikillar þjóðar. Það sem skilur menn að, er ekki það sem þeim er gefið, heldur það sem þeir gera úr því, sem þeim er gef- ið.“ Þannig kemst Nelson Mandela að orði (bls. 155) í sjálfsævisögu sinni Long Walk to Freedom (630 bls.), án efa einhverri merkustu bók, sem kom út í Bretlandi og Frakklandi á síðustu mánuðum. Merk er hún ekki aðeins vegna þess, að hún greinir frá æviferli eins frægasta baráttumanns þess- arar aldar, er fórnaði öllu fyrir hugsjón sína, heldur einnig vegna þess hve hún virðist rituð af ein- lægri hreinskilni, sem hvorki gleymir kímni í allri alvörunni né sjálfsgagnrýni í réttlætingu bar- áttunnar. í Bretlandi bar á gagnrýni vegna þess, að Mandela finnur ekki að baráttuaðferðum African National Congress, sem stundum þóttu grimmilegar. Það er að minni hyggju ekki réttmæt gagn- rýni vegna þess, að bókin geymir hans eigin frásögn og sýn, og þykist ekki vera óhlutdræg, fræðileg rannsókn. Auk þess var hann lengst af fangi, og hefur ekki viljað gagnrýna stjórn félaga sinna, og þá umfram allt forystu vinar síns Olivers Tambo. Frönsk blöð hafa mér sýnst vera mun jákvæðari. Segja má, að Liberati- on hefji Mandela til skýjanna fyr- ir það sem gerir hann umfram allt merkari öðrum mönnum: að hann hefur gengið í gegnum þján- ingar og 27 ára fangavist við ómannúðlegar aðstæður án beiskju. Þvert á móti kemur hann úr þeim raunum sem maður sátt- ar og fyrirgefningar. Um þetta segir hann sjálfur: „Ég vissi að menn áttu von á að ég bæri kala til hvítra manna. En svo var ekki. í fangavistinni dró úr andúð minni á hvítum mönnum, en að sama skapi jókst hatur mitt á kerfi þeirra.. . Ég sagði, að til væri meðalvegur milli svartra vona Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu JRargtmMíiMfr -kjami máisins! og hvíts ótta, og við í ANC ættum að finna hann“ (599). Fangi í 27 ár Það kemur ef til vill á óvart, að Nelson Mandela er af tignum ætt- um. Faðir hans var af konungsætt Thembu-ættflokks Xhosa-þjóðar- innar, en að vísu kominn af einni af aukakonum konungsins. Hann neitaði að hlýða kalli bresks héraðs- stjóra, og var fyrir vikið gerður útlægur. Mandela ólst því upp í fátækt í þorpinu Qunu í Transkei. En konungurinn, frændi hans, kom honum seinna til mennta og nam hann lögfræði. Ekki kvaðst Mand- ela vita nákvæmlega hvenær póli- tísk köllun hans varð, heldur hafí áhugi hans vaknað smám saman. Hann gekk til liðs við African Nati- onal Congress, sem Iagði áherslu á friðsamleg mótmæli við aðskiln- aðarstefnu og kynþáttakúgun hvíta minnihlutans, einkum undir stjórn afkomenda Búanna, Afrikaners, er mæla tungu af ætt hollensku. Hið friðsamlega andóf var barið niður með hörku og ofbeldi, fangelsunum og pyndingum. Það neyddi ANC til að taka upp aðra baráttuaðferð, sem fólst í skemmdarverkum, en Mandela segir, að áhersla hafi ver- ið lögð á að forðast manntjón. Nú var ANC bannað og þá fór Mand- ela í felur og starfaði lengi þannig, uns hann var handtekinn og dæmd- ur til fangelsisvistar 45 ára að aldri. Frelsi öðlaðist hann ekki fyrr en 27 árum síðar, þá 72 ára gamall. Lengst af var hann í haldi á hinni illræmdu eyju Robbin Island úti fyrir Höfðaborg, þar sem hann erf- iðaði í gijótnámu í 13 ár og síðar lengi við þangvinnslu. Auðmýking var daglegt brauð, refsingar fyrir minnstu afbrigði, fæði illt og skor- ið við nögl löngum. Heimsóknir voru ákaflega strjálar og gestur og fangi skildir að með gleri. Mand- ela segist ekki hafa fengið að snerta hönd konu sinnar í 21 ár. Slíkar aðstæður hefðu nægt til að bijóta niður flesta menn, en að auki biðu freistingar. Mandela var boðið frelsi, ef hann hætti af- skiptum af stjórnmálum. Hann hafnaði öllu slíku, og þeir sam- fangarnir reyndu að gera vistina eins bærilega og kostur var með samheldni, og með því að beijast fyrir úrbótum á högum sínum jafnt og þétt, hversu smávægilegar, sem þær voru. Á meðan hélt barátta ANC áfram undir stjóm Olivers Tambo, sem var í útlegð, og smám saman fór hvíta minnihlutanum að skilj- ast, að það yrði að semja. Mand- ela var fluttur í annað fangelsi, þar sem hann fékk lítið hús til umráða, ótakmarkað frelsi til lestrar og gott viðurværi. Og svo kom að samningaviðræðum. Ógleymanleg er sú frásögn, þegar hann fór í fyrsta sinn að hitta forseta Suður-Afríku. Mandela átti engin sómasamleg föt, svo að fangelsisstjórinn fékk klæðskera til að sauma á hann jakkaföt. Og hann kunni ekki að hnýta á sig hálsbindið. Fangavörðurinn stóð fyrir aftan hann fyrir framan spegilinn og hnýtti hálsbindið. Og þegar hann kom til skrifstofu for- setans, voru skóreimarnar ekki almennilega hnýttar. Þá kraup yfirmaður öryggislögreglunnar frammi fyrir Mandela og reimaði að horium skóna. Táknmynd þess sem koma skyldi. Frelsi til að vera frjáls 11. febrúar 1990 var Mandela loks látinn laus. Framhaldið þekkj- um við. ANC vann síðar mikinn kosningasigur. Mandela og de Clerk fengu friðarverðlaun Nóbels, og Mandela er nú forseti þjóðar sinnar. Tvennt gerir hann umfram allt að einum merkasta manni þessarar aldar og er það trúlega fólgið í því sem hann gerði úr því sem honum var gefið, eins og vitn- að var til í upphafi þessarar grein- ar. Hann fékk að sjá hugsjón sína rætast. Þjóð hans var loksins frjáls. Og honum tókst að komast í gegnum allar fórnir sínar beiskju- laust. Einkalífi sínu varð hann að fórna. „Það er mikill heiður að vera þjóðarfaðir, en að vera fjöl- skyldufaðir færir mönnum meiri gleði.“ Þá gleði fór Mandela svo til algerlega á mis við. Að leiðarlokum má segja, að Mandela birti lífsviðhorf sín. Þar vekur einkum tvennt athygli. Ég gef honum orðið: „Enginn er fæddur með hatur til annars manns vegna litarháttar hans, uppruna eða trúar. Menn verða að læra að hata, og ef þeir geta lært að hata, er hægt að kenna þeim að elska, því að kær- leikur er mannshjartanu eðlilegri en andstæða hans. Jafnvel við ómannúðlegustu aðstæður í fang- elsi, þegar ég var að þrotum kom- inn, sá ég bregða fyrir neista mannúðar hjá einhveijum fanga- varðanna, kannski aðeins í svip, en það var nóg til að sannfæra mig og gefa mér þrek. Góðvild mannsins er logi sem unnt er að fela, en hann slokknar aldrei" (615). Hér birtist óbilandi trú á mann- gildi, en síðan fylgir siðferðileg afstaða stjórnmálamannsins: „Á þessum löngu árum ein- manaleikans þegar mig hungraði eftir frelsj minnar eigin þjóðar, breyttist það hungur í þrá eftir frelsi handa öllum, hvítum og svörtum. Ég vissi mætavel, að það er sama nauðsyn að frelsa kúgar- ann og hinn kúgaða. Maður sem sviptir annan mann frelsi er fangi haturs, hann er lokaður innan við rimla fordóma og þröngsýni... Þegar ég gekk út úr fangelsinu var það köllun mín að frelsa bæði hinn kúgaða og kúgarann. Sumir segja að það hafi nú tekist. En ég veit að svo er ekki. Sannleikurinn er sá, að við erum ekki ennþá fijáls. Við höfum einungis öðlast frelsi til að vera frjáls... Við höfum ekki lokið leið okkar, aðeins tekið fyrsta skrefíð á lengri og erfíðari leið. Því að vera frjáls er ekki aðeins að hrista af sér fjötrana heldur að lifa þannig að við virðum og aukum frelsi annarra. Nú reynir fyrst fyr- ir alvöru á hollustu okkar við hug- sjón frelsis" (617). Þegar Nelson Mandela minnist félaga sinna, leiðtoganna sem féllu frá áður en sigur vannst, segir hann að ef til vill þurfi takmarka- lausa kúgun til að skapa svo fram- úrskarandi manngerð. Það á ekki síður við um Nelson Mandela sjálf- an. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands, en dvelst sem stendur við rannsóknir ogritstörf í Montpellier. Hverjar eru kröfur kennara — 740 millj- ónir fyrir hvað? MEGINKRÖFUR okkar eru hækkun grunnlauna og lækkun kennsluskyldu. Það eru grundvall- arforsendur fyrir því að hægt sé að koma á skipulagbreytingum á skólastarfi. Leiðrétting og hækkun grunnlauna Við viljum fyrst og fremst veru- legar hækkanir grunnlauna til að ná fram ákveðnum leiðréttingum sem við eigum inni því ekki hafa verið gerðir sérkj arasamningar við okkur síðan 1988 þrátt fyrir þær breyt- ingar sem hafa orðið á starfi kennara og skólastjóra á undan- förnum árum. Á sama tíma hafa háskóla- menntaðar stéttir með svipað nám að baki fengið leiðrétt- ingar á kjörum sínum á grundvelli breyt- SvanhildurM, inga á starfinu þann- Ólafsdóttir. ig að töluvert launabil hefur myndast. í lögum um framhaldsskóla frá 1988, Aðalnámskrá grunnskóla frá 1989 og grunnskólalögum frá 1991 er kennurum og skólastjór- um ætluð aukin störf og ábyrgð. Þar er litið á skólastjóra sem for- Kröfugerð kennara er skynsamleg, segir Svanhildur Ólafsdótt- ir, enda unnin á fagleg- um grunni. svarsmenn stofnana en það hefur ekki skilað sér í auknum launum þeirra, einungis ábyrgð. Þessi sjónarmið eru síðan ítrekuð í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu frá 1994. í þeirri skýrslu er tekið undir með kenn- arafélögunum að það beri að taka þessi mál til endurskoðunar og bæta kjör kennara á grundvelli þeirra breytinga sem orðið hafa á hlutverki, ábyrgð og starfsað- stæðum kennara. Skipulagsbreytingar á skólastarfi Ríkissjóður leggur til 740 milljónir til skipulagsbreytinga á skólastarfi. En í hvað eiga þessar milljónir að fara? Þær eiga að fara til þess að greiða fyrir aukna vinnu kenn- ara á næstu tveimur árum ekki til þess að leiðrétta eða hækka grunnlaun. Ef við tökum dæmi um grunn- skólann þá vill Samninganefnd ríkisins breyta núgildandi 12 starfsdögum kennara í kennslu- daga nemenda á starfstíma skól- ans (I sept.—31. maí). Starfsdag- ar kennara á vetri yrðu þá aðeins 2-3 og á leyfisdögum nemenda, s.s. öskudag, 1. des. og þriðja í páskum. Þá vill SNR binda að auki 6 starfsdaga að sumri, 3 í byijun júní og 3 í lok ágúst en þar kemur þá til skerðing á þeim tíma sem kennurum er ætlaður til endurmenntunar. í framhaldsskólanum vill SNR fjölga kennsludögum um allt að 10 og að auki binda viðveru kenn- ara að sumri um 5 daga. Það er af hinu góða að kennslu- dögum nemenda fjölgi en það má ekki verða á kostnað þeirrar vinnu sem hingað til hefur farið fram á starfsdögum. Forsenda þessara skipulags- breytinga tel ég því vera kennslu- skyldulækkun. Hvers vegna lækkun kennsluskyldu? Það er ljóst að ef starfsdögum á starfstíma skóla verður breytt í kennsludaga þá verður að lækka kennsluskyldu kenn- ara. Allt það starf sem farið hefur fram á þessum dögum s.s. foreldrasamstarf, prófagerð, skólanám- skrárgerð, samstarf og áætlanagerð kenn- ara, námskeið, skóla- þróun, mat á skóla- starfi og margt, margt fleira rúmast engan veginn innan dagvinnumarka. Hluti af þessari vinnu er þess eðlis að það er einfaldlega ekki hægt að vinna hann utan starfstíma skóla. Kennarafélögin hafa lagt fram tillögur að lækkun kennsluskyldu og á móti komi binding á viðveru- tíma kennara í skólunum enda vita kennarar það manna best að breytingar á vinnutímanum eru nauðsynlegar í ljósi þeirra auknu krafna sem gerðar eru og þeirra breytinga sem gerðar hafa verið undanfarin ár á starfinu. Þá er og verður kennsluskyldu- lækkun enn nauðsynlegri eftir að Alþingi samþykkti ný grunnskóla- lög þar sem kveðið er á um ein- setningu grunnskóla og aukna faglega samvinnu kennara. Kennarafélögin lögðu það til 16. og 18. febrúar að samið yrði um helming þessara skipulagsbreyt- inga á hvoru skólastigi fyrir sig því það fjármagn (740 millj.) sem SNR hefði úr að spila dygði ekki fyrir meiru. Tilboð SNR frá 19. febrúar sýn- ir svo ekki verður um villst að ef samningar eiga að nást á einhveij- um vitrænum grundvelli þá verða ríkisvaldið og SNR að fara að taka kröfur kennarafélaganna um hækkun grunnlauna, lækkun kennsluskyldu og skipulagsbreyt- ingar á skólastarfi alvarlega og koma með aukið fjármagn til samningagerðar. Kröfugerð kennarafélaganna er skynsamleg því hún er unnin á faglegum grunni og tekur mið af nýrri skólastefnu stjórnvalda. Þar.er farið fram á nauðsynlegar breytingar á vinnutíma kennara og skólastjóra til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu í framhaldi af hækkun og leiðréttingu grunn- launa. Fulltrúaráð beggja kenn- arafélaganna auk almennra fé- lagsmanna standa að baki samn- inganefnd kennara og hafa hvatt hana til að hvika hvergi frá kröfu- gerðinni um grunnkaupshækkun og lækkun kennsluskyldu. Það þýðir ekki að bjóða okkur enn einu sinni lágmarkshækkanir með einhveijum loforðum og bók- unum um endurskoðun kjara og starfsaðstæðna. Nóg er komið af slíku. Stjórnvöld verða því að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum og gera sér grein fyrir því að það er núna sem kennarar og skólastjórn- endur ætla að ná fram leiðrétting- um á kjörum sínum. Höfundur er skólastjóri Grunnskóla A-Landeyja og formaður skólamálaráðs Kennarasambands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.