Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 15 VIÐSKIPTI Sighvatur Björgvinsson segir tímabært að huga á ný að hlutafélagavæðingu ríkisviðskiptabanka Ríkið losi sig úrrekstrínum ÞAÐ er orðið tímabært að huga á ný að hlutafélagavæðingu ríkisvið- skiptabankanna að mati Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Í ávarpi við undirritun ársreiknings Landsbanka íslands í gær sagðist ráðherrann þess fullviss að næsta ríkisstjórn myndi stíga það skref. Hann sagði ennfremur að ætti ekki aðeins að breyta rekstrar- formi bankanna, heldur ætti ríkið einnig að losa sig úr þessum rekstri. Sighvatur rökstuddi skoðun sína um hlutafélagavæðingu ríkisvið- skiptabankanna m.a. með því að þannig yrðu starfsskilyrði ríkisvið- skiptabankanna og hlutafélaga- bankans jöfnuð. Ymis atriði væru ríkisviðskiptabönkunum í hag, en önnur hlutafélagabankanum. Mis- munandi starfsskilyrði leiddu til sí- felldrar togstreytu á báða bóga. Þá sagði Sighvatur að ríkisvið- skiptabankarnir ættu óhægt um vik að afla sér aukins eigin fjár. Ef þeir viidu taka víkjandi lán á markaði þyrfti samþykki Alþingis. Þá gætu þeir ekki aflað sér fjár með útgáfu hlutabréfa. Hlutafélagabanki byggi ekki við þessar takmarkanir. Tvö skref Sighvatur kvaðst telja eðlilegt að bankar, sem og önnur ríkisfyrirtæki í samkeppnisrekstri, þurfi sem minnst til hins pólitíska fram- kvæmdavalds að leita. Með hlutafé- lagavæðingu yrði dregið úr slíkum afskiptum. Ráðherrann sagði að ríkið ætti að losa sig úr rekstri ríkisviðskipta- bankanna í tveimur aðskildum skref- um. Ekki ætti að byija sölu á hlut ríkisins í bönkunum fyrr en hlutafé- lagsvæðingunni væri lokið og ljóst að bankarnir og viðskiptavinir þeirra hefðu sætt sig við þá breytingu. „í þessu sambandi verður að taka tillit til þess að bankastarfsemi er í eðli sínu viðkvæm og miklu varðar að glata ekki trausti viðskiptavina með of hröðum breytingum." Sighvatur nefndi einnig að þó svo að löggjöf, reglugerðir og aðrar regl- ur um fjármagns- og gjaldeyris- markað hefðu verið færðar til til samræmis við það sem gerðist í nágrannaríkjunum, væri full þörf á að endurskoða lögin um Seðlabank- ann. Eins og nátttröll „Auk breytinga á lögum um Seðlabankann og hlutafélagavæð- ingu og síðar sölu á eignarhlut ríkis- ins í ríkisviðskiptabönkunum er einu mikilvægu verkefni á fjármagns- markaði ólokið,“ sagði Sighvatur. „Hér á ég við nýskipan fjárfesting- arlánasjóða atvinnuveganna. Þessir sjóðir eru barn síns tíma og eru eins og nátttröll á markaði sem hefur tekið gríðarlegum breytingum. Hér þarf því að taka til hendinni. “ Sighvatur nefndi samþykkt ríkis- stjórnarinnar um að Fiskveiðasjóði íslands og Iðnlánasjóði skyldi breytt í hlutafélög og að í framhaldi af því undirbúinn samruni þeirra eða önnur framtíðarskipan. Stefnt væri að því að ný skipan yrði komin á í ársbyij- un 1998. Þá nefndi Sighvatur að lög um breytingar í starfi Iðnþróunarsjóðs. „I stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að á grundvelli Iðnþró- unarsjóðs verði síðan stofnaður Ný- sköpunarsjóður. Þar með tel ég að náð hafi verið í höfn í þessu baráttu- máli mínu að tryggja aukið fé til nýsköpunar," sagði Sighvatur. Morgunblaðið/Kristinn SIGHVATUR Björgvinsson á ársfundi Landsbankans i gær. Hægra megin við Sighvat situr Kjart- an Gunnarsson, formaður bankaráðs og vinstra megin Anna Margrét Guðmundsdóttir sem situr í bankaráði. Við hlið hennar er Sigrún Magnúsdóttir, einnig í bankaráði. Tollvörugeymslan Hagnaður 10 milljónir Um 146 milljóna kr. bati hjá HB HAGNAÐUR Tollvörugeymslunn- ar hf. á sl. ári nam alls um 9,8 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins voru rúmar 118,5 miHj- ónir og nemur hagnaðurinn því tæplega 9% af veltu. Starfsemi Tollvörugeymslunn- ar hefur breyst verulega á sl. árum. Fyrirtækið starfar að þjón- ustu við innflytjendur á Héðins- götu. I lok ársins samdi Tollvöru- geymslan við Zimsen flutning- smiðlun um að fyrirtækið flytti starfsemi sína á Héðinsgötu. Jafn- framt gerði fyrirtækið samning við Cargolux um afgreiðslu og mótttöku á flugfragt . Rekstur vörudreifingarmiðstöðvar hófst í lok ársins og á árinu var opnaður fyrsti áfangi að nýju skrifstofu- hóteli og eru þegar hafnar fram- kvæmdir á næsta áfanga. Aðalfundur Tollvörugeymsl- unnar verður haldinn á Hótel Borg fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 17. HAGNAÐUR af rekstri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi nam 103 milljónum króna árið 1994 sam- anborið við 42,7 milljóna tap 1993, þannig að afkoman batnaði um 145.7 milljónir á milli ára. Heildar- velta fyrirtækisins var 2.657 milljón- ir í fyrra, sem er rétt tæplega 10% aukning frá 1993 þegar veltan var 2.419 milljónir. Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri HB, sagði að afkomubatann mætti einkum rekja til meiri hagnaðar í frystingu í landi og sjófrystingunni. Sturlaugur sagði að nú væri verið að taka í gagnið nýjá og fullkomna vinnslulínu frá Marel hf. í frystihúsi fyrirtækisins og að búist væri við að afkoman yrði svipuð á þessu ári og 1994. Eigið fé 700 milljónir Eigið fé HB var 700 milljónir í árslok 1994 og hafði hækkað úr 464.7 milljónum í árslok 1993. Eig- infjárhlutfali hækkaði úr 16,6% í 25,8%. Arðsemi eigin fjár var rúm 17% á árinu. Innra virði hlutafjár hækkaði úr 1,45 í árslok 1993 í 1,75 í árslok 1994 og Veltuljárhlutfall hækkaði úr 0,99 í 1,61 á árinu. Skuldir lækkuðu um 317 milljónir árið 1994. Fyrir utan frystitogarann Höfr- ung III rekur Haraldur Böðvarsson hf. tvo ísfisktogara, tvö loðnuskip, frystihús, fiskimjölsverksmiðju og fiskverkun. Framleiðslugeta fiski- mjölsverksmiðjunnar hefur verið aukin úr um 400 í 600 tonn á sólar- hring og nýr frystibúnaður hefur verið settur í Höfrung III, sem eyk- ur afköst mikið, einkum á úthafs- karfaveiðum. Heildaraflamagn allra fimm skipa HB var tæp 70 þúsund tonn í fyrra, þar af voru um 50 þúsund tonn loðna. Hjá fyrirtækinu störfuðu að meðaltali 300 starfsmenn. Heildarhagnaður Landsbanka Islands var um 21,6 milljónir króna á síðasta ári Tæpur 2,1 milljarður á afskríftarreikning HAGNAÐUR Landsbanka íslands var alls 197 milljónir af reglulegri starfsemi eftir skatta á sl. ári samanborið við 163 milljónir árið 1993. Að teknu tilliti til óreglu- legra liða nam endanlegur hagnaður 21,6 milljónum. Áður en þessi niður- staða er fengin hafði bankinn lagt samtals 2.087 milljónir í afskriftar- reikning útlána. Hér er um að ræða svipað afskriftarframlag og á árinu 1993 þegar lagðar voru 2.034 millj- ónir til hliðar. Á árinu 1994 voru endanlega afskrifaðar kröfur að upp- hæð 2.492 milljónir. Nam afskriftar- sjóður útlána alls 4.715 milljónum í árslok 1994 eða um 5,2% af heildar- útlánum og veittum ábyrgðum. Stjómendur bankans telja að hann sé kominn yfir erfiðasta hjallann í útlánaafskriftum og þær verði um- talsvert minni á þessu ári. Fjármunatekjur námu á sl. ári alls 8.630 milljónum og fjármagns- gjöld 4.531 milljón þannig að vaxta- munur bankans á árinu nam tæp- lega 4,1 milljarði samanborið við 4 milljarða árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af vaxtaberandi eignum var í lok ársins 3,82% eða nokkuð lægri en hjá öðr- um bönkum og sparisjóð- um. Heildarframlag bank- ans vegna lífeyrisskuld- bindinga ársins var 623 milijónir. í árlok nam sjóður bankans vegna lífeyrisskuldbindinga 2.916 milljón- um. Samkvæmt áætlun trygginga- stærðfræðings vantar um 743 millj- ónir í sjóðinn og verður sú skuld gjaldfærð á næstu 3 árum. Heildareignir bankans námu alls 102,1 milljarði og lækkaði um ná- lægt 6 milljarða á árinu. Þar af námu heildarútlán alls um 83,6 milljörðum og minnkuðu um 5,6 milljarða á árinu eða 6,2%. Þessa minnkun má rekja til þess að banka- stjórnin ásetti sér að draga saman efnahag bankans m.a. til að auka eiginijárhlutfall bankans. Innlán, og verðbréfaútgáfa bank- ans voru í árslok 69,1 milljarður og minnkuðu um nálægt 600 milljónum eða tæplega 1%. Eiginfjárhlutfallið samkvæmt svonefndum Bis-reglum var 9,64% í árslok en þarf að vera 8% að lágmarki. Þáttaskil á árinu Björgvin Vilmundarson, formað- ur bankastjórnar, sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í gær að á síð- asta ári hefðu verið lagðar 200 milljónir á mánuði til afskriftarreiknings fyrstu fjóra mánuði en síðan hefði mánaðarlegt fram- lag lækkað í 150 milljónir það sem eftir hefði verið ársins. „Það er samdóma álit bankastjórn- arinnar sem staðfest hefur verið af endurskoðendum bankans að á þessu ári verði nokkur þáttaskil í starfsemi bankans. Horfur eru á því að nú sé útlit fyrir minni útlánatöp, en verið hafa undanfarin ár þótt enn hafi ekki siglt fyrir 511 sker í því efni.“ Þá kom fram að á undanförnum 5 árum hefur heildarafskriftarþörf útlána bankans numið 10,7 milljörð- um króna. „Tekist hefur að mæta þessum afskriftum af tekjum bank- ans, en takmörk eru fyrir því hversu lengi er hægt að hafa vaxtamun jafnmikinn og hann hefur verið á undanförnum árum. Það er því nauðsynlegt að beita nú meiri sveigjanleika í vaxandi samkeppni, bæði með hækkun innlánsvaxta og lækkun útlánsvaxta.“ Mikið tap Lindar Stjórnendur Landsbankans voru að öðru leyti varkárir í yfirlýsingum um horfur í rekstri bankans á þessu ári og afskriftarþörf. Ljóst er að nokkurn hluta af afskriftarframlög- um á síðasta ári megi rekja til erfið- leika í rekstri dótturfélags bankans, eignarleigufyrirtækisins Lindar sem hætti rekstri. Þá liggur fyrir að allt hlutafé Landsbankans í fyrirtækinu að fjárhæð 185 milljónir er glatað. Slíku afskriftarframlagi verður ekki til að dreifa í ár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gera bjartsýnustu spár ráð fyrir að framlög í afskrift- arreikning á þessu ári geti lækkað um allt að helming eða í um einn milljarð króna. Minnkun framlaga mun þó ekki koma bankanum einum til góðs því gert er ráð fyrir minnk- andi vaxtamun á þessu ári. Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Lands- bankans, kvaðst á blaðamannafund- inum telja að afskriftarframlagið í eðlilegu árferði ætti að vera hámark um 0,5% af útlánaupphæðinni eða 400-500 milljónir. Ef sú hefði verið raunin á sl. ári hefði bankinn skilað 22-25% arðsemi af eigin fé eftir skatta. Tekið verði víkjandi lán Um næstu áramót eru fyrir- hugaðar breytingar á reglum um svoefndan áhættugrunn banka og sparisjóða sem notaður er við út- reikninga á eiginfjárhlutfalli. Fram kom í ræðu Björvins Vilmundarson- ar að breytingarnar fela í sér að áhættugrunnur Landsbankans muni sjálf- krafa hækka um 5 millj- arða króna og eiginfjár- hlutfall lækka af þeim sökum um 0,5%. Bankinn getur mætt þessu með þrennum hætti. í fyrsta lagi getur bankinn haldið áfram að skera niður útlán og lána helst aðeins til ríkis og sveitarfélaga eða gegn tryggingum þessara aðila og lækka þar með áhættugrunn um allt að 5 milljarða. í öðru lagi þyrfti aukinn hagnað sem svaraði til um 100 milljóna króna fyrir hvert 0,1% sem eiginfjárhlutfall lækkaði. í þriðja lagi getur hann bætt eiginfj- árstöðu sína með töku víkandi lána. „í ljósi vaxandi umsvifa í þjóðfélag- inu og með aukinni samkeppni á ijármagnsmarkaði sem leiða mun til lækkandi vaxtamunar og þjón- ustugjalda strax á þessu ári er bor- in von að hægt verði eða að það teljist æskilegt að draga enn saman efnahagsreikning bankans. Þá benda áætlanir til þess að ekki tak- ist að skila þeim hagnaði sem þyrfti á þessu ári til að viðhalda eðlilegri eiginfjárstöðu. Eftir stendur því sú leið sem síðust var nefnd að tekið verði víkjandi lán.“ Alltað 1.250 milljóna lán Björgvin sagði hins vegar að með stofnun lánadeildar við Trygginga- sjóð viðskiptabanka og þeim ráðstöf- unum sem gerðar hefðu verið til að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans virtist sá hugsunarháttur ríkjandi að víkjandi lán séu aðeins tekin í erfiðleikum banka. Kom fram að löggjafinn hefði staðfest þennan skilning í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. „Að mati bankastjórnar verður ekki hjá því komist að fara fram á endurskoðun þess- ara ákvæða viðskipta- bankalaganna. Að öðrum kosti er hætt við að stærsti banki landsins geti ekki beitt sér nægjan- lega á komandi misserum í fjár- mögnum atvinnulífs og heimila." Samkvæmt upplýsingum Morgun- biaðsins telur Landsbankinn sig þurfa víkjandi lán að fjárhæð allt að 1.250 milljónir og kemur til greina að taka slíkt lán erlendis. Tæpir 2,5 milljardar af skrifaðir Útlit fyrír minnkandi útlánatöp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.