Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 49
MIIVIIMINGAR
Mikill er söknuðurinn. Mikil er
sorgin. Margar eru minningarnar.
Nú kveðjum við þig Hilmir en
minningin um þig lifír alltaf í hjört-
um okkar og þakklætið fyrir að
hafa fengið að kynnast þér.
Harmið mig ekki með tárum,
þó að ég sé látinn.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri,
að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur,
en þegar þér hlæið og
syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Höf. ók.)
Vinamargur varst þú og hafðir
alltaf tíma fyrir vini þína. Það er
nú stórt skarð höggvið í vinahópinn
og mikill er missirinn fyrir litlu
fjölskylduna þína.
Elsku Jóhanna, Guðrún María
og Ingibjörg Aldís, megi algóður
Guð gefa ykkur styrk í sorginni.
„Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran).
Vikar, Unnur,
Sunneva og Sylvía.
Elsku Himmi minn. Það voru
hörmulegar fréttir sem ég fékk
símleiðis, þegar Ólafía hringdi í
mig 14. febrúar og sagði mér að
þú værir dáinn. Þvílíkt óréttlæti.
Að hrifsa ungan mann, í blóma
lífsins, burt úr þessu lífi. Ég vildi
að ég hefði svör við öllum þeim
spurningum sem koma upp í huga
manns á svona stundum. En því
miður getur enginn svarað þeim.
Ég kynntist þér fyrir tíu árum.
Ég man alltaf hvar það var. Við
fórum út að borða með Jóa og
Mæju. Síðan höfðum við verið góð-
ir vinir, og þó við höfum hist lítið
undanfarin ár, var alltaf jafn auð-
velt að taka upp þráðinn að nýju,
þar sem frá var horfíð, þegar við
hittumst eða töluðum saman í
síma. Þú hafðir einstakan persónu-
ljóma sem best kom fram gagn-
vart vinum þínum, sem voru marg-
ir.
Ég minnist þeirra tíma með
söknuði, þegar við bjuggum í sama
húsi á Seyðisfírði. Ég og Lóa niðri
og þú og Halli uppi. Þá var nú
ýmislegt brallað. Fyrir það þakka
ég þér. Alltaf þegar þú komst í
land gafstu þér tíma til að líta inn
til okkar. Börnin okkar sóttu í þig
enda varst þú mjög bamgóður
maður. Þú sagðir alltaf að ég væri
svo grobbinn með litlu stelpuna
mína. Þegar ég svo sá þig með
hana Ingibjörgu Aldísi, gat ég sagt
slíkt hið sama við þig, elsku vinur
minn. Þarna varstu kominn með
þá lífsfyllingu sem þú sóttist eftir.
Að ganga barni í föðurstað er ekki
öllum kleift, en þú leystir það af
stakri prýði varðandi Guðrúnu
Maríu.
Jóhanna konan þín var greini-
lega sú eina rétta fyrir þig, á því
lék ekki nokkur vafi. Það er sárt
að hugsa til þess, að loks þegar
þú varst orðinn sannarlega ást-
fanginn og ráðsettur, skuli þetta
hörmulega slys taka þig burt frá
öllum þeim sem elskuðu þig. Jó-
hönnu og ykkur öllum, sem syrgið
yndislegan dreng, sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um góðan vin lifir í
hjarta okkar.
Sigurður Þór Kjartansson
og Lóa M. Pétursdóttir.
HENRÝ KRISTINN
MATTHÍASSON
+ Henrý Kristinn Matthíasson
fæddist í Reykjavík 21. júní
1961. Hann lést á heimili sínu'
6. febrúar sl. og fór útför hans
fram frá Fossvogskirkju 13.
febrúar.
Ó Guð
Hvergi er nema stuttur svefn,
í manninum, gróðrinum, í kaleik vindanna.
Sérhver snýr heim í hjarta sitt dáið.
- Ég kysi að ennþá væri veröldin bam -
og sagt mér gæti frá andardrættinum fyrsta.
Forðum var trúrækni mikil á himni háum,
höfðu stjömur Biblíuna til lestrar.
Að mér gæfist að halda í hönd Guði
eða horfa á mánann á fingri hans.
Ó Guð, ó Guð, hve iangt er frá mér til þín!
(Þýð. H. Pétursson)
Elsku Henrý minn, hvem skyldi
hafa órað fyrir því að þú, yngsti
bróðirinn, yrði allt í einu ekki leng-
ur á meðal okkar? Ég gæfi allt sem
ég á til að endurheimta þig. En
ekkert dugar. Þú ert horfinn sjónum
okkar, við eigum aðeins dýrmætar
minningar um þig.
Sem lítinn dreng man ég þig,
stóra systirin, sem passaði þig og
Helga. Það var ljúft verk og var
ég hreykin af þessu ábyrgðarmikla
hlutverki sem mér var falið. Æsku-
árin liðu, öll Ijúf í minningunni. Þér
gekk vel í skóla, því að allt sem
þú tókst þér fyrir hendur, leystirðu
vel og af mikilli vandvirkni. Það var
ekki hægt að gera hlutina betur.
Þegar ég kom í fyrsta sinn heim
til íslands á námstíma mínum í
Þýskalandi, hafðir þú breyst mikið,
fannst mér. Þú hafðir stækkað heil
ósköpin, greinilegt var að þú varst
að breytast í fullorðna manneskju.
Þú gast líka verið höfðingi í lund,
er þú réttir mér álitlega upphæð
og sagðir við mig að þetta skyldi
ég hafa með mér til Þýskalands.
Mér þótti óskaplega vænt um, þeg-
ar þú ásamt foreldrum okkar komst
að heimsækja mig til Þýskalands,
sumarið 1980. Eg kynnti ykkur
fyrir vinum mínum og einnig fjöl-
skyldu tilvonandi mannsins míns.
Dvöldum við á heimili tengdafor-
eldra minna við mikla gestrisni
þeirra. Við tvö og foreldrar okkar
áttum yndislegar vikur saman í
Þýskalandi og Danmörku þetta
sumar. Enn þann dag í dag fæ ég
bréf frá vinkonu minni í Eistlandi,
sem ég hef ekki séð síðan 1981.
Alltaf biður hún um kærar kveðjur
til móður okkar og til þín, kæri
bróðir.
Fleiri minningar streyma fram í
hugann. Þú varst ætíð aufúsugestur
hjá okkur Villa. Við fórum saman
til Þingvalla ásamt erlendum gest-
um okkar hjónanna. Við fórum þrjú
saman á næturtónleika og héldum
jól oftar en einu sinni saman, ásamt
móður okkar. Helgi og Gitta komu
einu sinni frá Færeyjum til að halda
jól með okkur. Er þú hafði kynnst
Sam, konu þinni, vonuðum við öll
í fjölskyldunni að þið yrðuð ham-
ingjusöm saman. Hamingja ykkar
var í hámarki er sonur ykkar, Andri,
fæddist fyrir tæpum þremur árum.
Sameiginlegt líf ykkar þriggja var
því rétt að hefjast, þegar ótíma-
bært andlát þitt bar svo skjótt að,
að við eigum nánast engin orð tií
að lýsa hryggð okkar og sorg. En
lífið heldur áfram, við munum hlú
að litlu fjölskyldunni þinni, nú er
hún hefur mesta þörf fyrir hjálp
okkar. Því máttu treysta.
Mig langar til að þakka þér allar
samverustundirnar og fyrir það sem
þú varst okkur öllum. Ég mun varð-
veita það allt í hjarta mér. Megir
þú livíla í friði og minningin um
þig ætíð lifa með okkur.
Þín elskandi systir,
Guðrún.
BRIDS____________
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Silfurstiga-
tvimenningur SÁÁ
JÓN Stefánsson og Sveinn Sigurgeirs-
son sigruðu í silfurstigatvímenningn-
um, sem haldinn var laugardaginn 25.
febrúar sl. 22 pör spiluðu Barómeter
með forgefnum spilum. Keppnisstjórn
og útreikningur var í góðum höndum
Jakobs Kristinssonar. Lokastaðan:
Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 111
MuratSerdar-ÞórðurBjömsson 108
YngvarSighvatsson-OrriGíslason 50
Guðmundur Sigurbjömss. - Þorsteinn Karlss. 24
Jóhann Jóhannsson - Jón Eyvindur Bjamason 23
Óskar Kristinsson •- Kristinn Óskarsson 19
Mótið var æsispennandi barátta
milli Jóns og Sveins annarsvegar og
Murats og Þórðar hinsvegar. Jón og
Sveinn notfærðu sér sína miklu keppn-
isreynslu og rétt náðu að síga framúr
í lokin.
Bridsfélag SÁÁ
Þriðjudaginn 28. febrúar var spilað-
ur einskvölds tölvureiknaður Mitchell
með forgefnum spilum. 18 pör spiluðu
9 umferðir með 3 spilum á milli para.
Meðalskor var 216 og efstu pör voru:
NS
Sigmundur Hjálmarss. - Hjálmar Hjálmarss. 245
GesturPálsson - Nicolai Þorsteinsson 231
Birgir Ólafsson - Fannar Dagbjartsson 223
AV
HlynurMapússon-MagnúsTorfason 256
Tryggvi Guðmundsson - Óskar Kristinsson 245
Gunnlaugur Karlss. - Guðm. Sigursteinss. 237
Bridsfélag SÁÁ spilar einskvölds
kejipnir öll þriðjudagskvöld. Spilað er
í Ulfaldanum og mýflugunni í Ármúla
17a. Spilamennska hefst stundvíslega
kl. 19.30 og eru allir spilarar hjartan-
lega velkomnir. Keppnisstjóri er
Sveinn R. Eiríksson.
Opin silfurstiga-
sveitakeppni
Helgina 11. og 12. mars verður
haldin opin silfurstigasveitakeppni.
Spilaðar verða 10 umferðir með
Monrad-fyrirkomulagi og 10 spila
leikjum. Spilað verður með forgefnum
spilum. Spilamennska byijar kl. 11.00
báða dagana og er spilamennska búin
um kl. 20.00 á laugardaginn og um
kl. 17.00 á sunnudaginn. Keppnisgjald
er 8.000 kr. á sveit og fer helmingur-
inn af því í verðlaunafé. Annar af-
gangur af mótinu fer til styrktar yngri
spilara sem fara á heimsmeistaramót
yngri spilara í tvímenningi í Belgíu í
ágúst á þessu ári. Allir spilarar eru
velkomnir og vert er að minna á að
þetta er ein af fáu æfingunum sem
spilarar geta notfært sér fyrir undan-
keppni íslandsmótsins í sveitakeppni.
Tekið er við skráningu hjá BSI s.
5879360.
Bridsfélag Hornafjarðar
Nýlokið er aðalsveitakeppni félags-
ins og vann sveit Hótel Hafnar örugg-
an sigur,_ hlaut 108 stig. í sveitinni
spiluðu: Árni Stefánsson, Jón Sveins-
son, Baldur Kristjánsson, Ágúst Sig-
urðsson og Skeggi Ragnarsson. í öðru
sæti lenti Gestur Halldórsson með 78
stig og rétt á hæla þeirra kom Örn
Ragnarsson með 75 stig.
Hreindýramóti BN lauk í síðustu
viku, lokastaðan:
Þorsteinn Sigjónsson - Gestur Halldórsson 561
Sigurpáll Ingibergsson - Valdemar Einarsson 543
Sverrir Guðmundss. - Ragnar B./Kolbeinn Þ. 537
Næstá sunnudagskvöld verður spil-
aður tvímenningur þar sem pör verða
dregin saman á staðnum.
Bridsfélag Akureyrar
Nú eru aðeins 2 umferðir eftir í
Akureyrarmótinu í sveitakeppni og er
baráttan um efstu sætin mjög hörð,
en staðan er nú þessi:
Sv. Ormarrs Snæbjörnssonar 192
Sv. Grettis Frimannssonar 187
Sv. Páls Pálssonar 174
Sv. Sigurbjöms Haraldssonar 169
Sv.ÆvarsArmannssonar 164
10. og næst síðasta umferð verður
spiluð í Hamri þriðjudaginn 7. mars
kl. 19.30.
13 pör mættu í Sunnuhlíðarbrids
síðasta sunnudag. Úrslit urðu þessi:
PéturGuðjónssonogStefánRagnarsson 191
Jón Sverrisson og Ragnheiður Haraldsdóttir 184
Tryggvi Gunnarsson og Reynir Helgason 17 5
Bridsdeild Víkings
Spilaður var eins kvölds tvímenn-
ingur sl. mánudag og urðu úrslit þessi:
ÁrniNjálsson-HeimirGuðjónsson 125
Sveinn Sveinsson - Tómas Einarsson 124
Elías Ingimarss. - Guðmundur Hansson 121
Spilaður verður tvímenningur í Vík-
inni kl. 19.3= nk. mánudagskvöld.
Bridsdeild Félags eldri
borgara, Kópavogi
Spilaður var tvímenningur föstu-
daginn 24. febrúar. 20 pör mættu og
var spilað í tveim riðlum A og B.
Úrslit í A-riðli:
Siguijón H. Siguijóns. - Þorleifur Þórarinsson 122
Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 117
BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 116
B-riðiil:
Ásta Erlingsdóttir - Gunnar Pálsson 126
Bragi Salómonsson - Hannes Alfonsson 126
Jensína Stefánsdóttir - Siguijón Guðröðarson 125
Þriðjudaginn 7. febrúar hófst
sveitakeppni með þátttöku 11 sveita.
16 spila leikir eru spilaðir við tvær
sveitir á kvöldi. Eftir fjögur kvöld er
staða efstu sveita þessi:
SveitÞorleifsÞórarinssonar 164
Sveit Eysteins Einarssonar 141
SveitBergsÞorvaldssonar 130
SveitÁmaJónassonar 119
Bridsfélag Kópavogs
Staðan eftir 12 umferðir af 15 er
æsispennandi í aðalsveitakeppni
Bridsfélags Kópavogs: ÁrmannJ.Lárusson 214
Landssveitin 214
RaparJónsson 206
HelgiViborg 202
ÞórðurJörundsson 202
MagnúsTorfason 199
Sveitakeppninni lauk sl. fimmtudag.
Opna afmælismótið
Minnt er á skráninguna í Opna af-
mælismót Lárusar Hermannssonar,
sem spilað verður laugardaginn 4.
mars. Skráð er á skrifstofu BSÍ (587
9360) og hjá Ólafi Lárussyni (16538).
Einnig skráð í mótið á laugardags-
morgun ef mætt er tímanlega.
Mótið hefst kl. 11 árdegis og lýkur
fyrir kvöldmat. Góð verðlaun og silfur-
stig. Frítt kaffí allt mótið og veitingar
í hiéi.
pr MAGNARI ^
2x60W 1
240W P.M.P.O
Matrix Surround
Extra bassi
ofl.
ÚTVARP
30 stöðva minni FM/MW
Klukka
„Smart Program" minni
KASSETTUTÆKI
Auto Reverse, Dolby B
High Speed Dubbing ofl.
GEISLASPILARI
1 bita og
^ 8x oversampling
20 laga minni ofl. /
Sherwood
og bolur fyi
hverri stæ
Heimilistæki hf
SÆTÍIN8 5ÍMI 5681500
Umboðsmenn um land allt
LEJÉHzgj DB
TIL ALLT AÐ 36 MANAOA 77/ ílt
RAOGREIOSLUR