Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTAK TIL FYRIRMYNDAR EINS OG GEFUR að skilja eru fjölmargar fjölskyldur í miklum vanda vegna verkfalls kennara. Sextíu þúsund börn og ungmenni hafa nú í tvær vikur verið án þess athvarfs, sem grunn- og framhaldsskólar veita þeim stóran hluta úr degi hverjum og fátt bendir til þess, að lausn á kjaradeilu kennara sé í sjónmáli. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar atvinnulífið sjálft bregst við þessum vanda fjölskyldnanna á þann veg sem Hans Petersen hf. gerði þegar í upphafi verkfalls eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær. Hildur Peter- sen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og móðir tveggja barna á skólaaldri, fékk þá hugmynd að setja á laggirnar einskonar leikskóla í fyrirtækinu fyrir börn starfsmanna, sem yrði rekinn á meðan á verkfalli kennara stæði. Elín Agnarsdóttir, gæðastjóri Hans Petersen hf., grein- ir frá því hér í blaðinu í gær, að barnagæslan í fyrirtæk- inu hafi gengið sérlega vel; börnin hafi unað sér, m.a. við bakstur, myndatökur, föndur og fleira. Framtakið helgist fyrst og fremst af því, að stjórnendur fyrirtækis- ins líti þannig á, að fyrirtækið sé ekki annað en starfs- mennirnir. Vandi eins og verkfall í skóla sé þar af leið- andi vandi fyrirtækisins. Hér reifa tvær konur í stjórnunarstöðum kraftmikils einkafyrirtækis viðhorf, sem hlýtur að vera til þess fallið að skapa jákvætt og hvetjandi andrúm á vinnustað. Fram- tak fyrirtækisins er til fyrirmyndar og um leið hið ágæt- asta kennslubókardæmi um það, á hvern veg atvinnulífið sjálft getur leyst vandamál, sem upp kunna að koma á eigin vettvangi, án þess að til þurfi að koma aðstoð eða íhlutun hins opinbera. Sennilega eiga hvergi nærri öll fyrirtæki jafnhægt um vik að leysa vandann á þann hátt sem stjórnendur Hans Petersen hf. gerðu. Samt sem áður er líklegt, að mörg fyrirtæki ættu að geta tekið sér framtaksemi og hug- myndaauðgi kvennanna hjá Hans Petersen hf. til fyrir- myndar. JÁKVÆÐ ÞRÓUN NÝAFSTAÐIÐ þing Norðurlandaráðs var tímamótaþing vegna þess, að tillaga forsætisnefndar um framtíðar- skipulag þess var samþykkt einróma. Það fellir starfsemi ráðsins að þeim miklu pólitísku breytingum, sem urðu með aðild Svía og Finna að Evrópusambandinu um sl. áramót. Þingið samþykkti þann ramma, sem verður um form- lega samvinnu Norðurlanda í framtíðinni, en hins-vegar á eftir að taka endanlegar ákvarðanir um nánari út- færslu, t.d. um skipan forsætisnefndar, nefnda, staðsetn- ingu á skrifstofum ráðsins og um pólitískt starf. Áform eru uppi um, að stjórnmálaflokkar hafi meiri áhrif á starf ráðsins en verið hefur og þá á kostnað sendinefnda þjóð- þinganna. Skiptar skoðanir eru um einstök atriði nýs skipulags, sem ætlað er að komi til framkvæmda um næstu áramót. í ráði er t.d. að fækka þingum ráðsins í eitt á ári eins og fyrrum var, en í staðinn boða til sérstakra funda um einstök málefni, ef þurfa þykir. í athugun er að boða til sérstaks aukaþings í Kaupmannahöfn á haustdögum til að ljúka þeirri pólitísku vinnu, sem nauðsynleg er. Ekki fór á milli mála á þingi ráðsins í Reykjavík, að sterkur pólitískur vilji er til þess að efla norrænt samstarf í framtíðinni og auka pólitískt mikilvægi þess á ný eftir Evrópuþróunina. Ráðgert er m.a., að þar verði vettvangur náins samráðs þjóðanna, sem aðild eiga að ESB, og hinna, sem utan þess standa. Hér hefur þróunin orðið þveröfug við það, sem margir spáðu, þ.e. að aðild þriggja þjóða að ESB yrði banabiti norrænnar samvinnu. Þróunin er tví- mælalaust í samræmi við hagsmuni íslendinga. Norðurlandaráðsþingið í Reykjavík tókst vel í alla staði og var til sóma öllum er hlut áttu að máli, jafnt íslands- deild ráðsins sem starfsliði. Sérstaklega ber þó að geta framlags tveggja alþingismanna, sem báru hita og þunga þinghaldsins, þeirra Geirs H. Haarde, nýkjörins forseta ráðsins, og Halldórs Ásgrímssonar, formanns íslandsdeild- arinnar. MORGUNBLAÐIÐ STRANDELDI Stefnan mótuð tíl aldamóta Því er spáð að hlutur eldisfisks af þeim físki sem neytt er í heiminum muni stöðugt auk- ast næstu árin. íslensk fyrirtæki ætla sér hlut af markaðnum og stefna að því að standa jafnfætis erlendum keppinautum um aldamót- in. Samin hefur verið áætlun um hvemig það markmið á að nást og hafa ýmsir aðilar tek- ið sig saman um að styðja hana. Gréta Ing- þórsdóttir kynnti sér helstu atriðin. EFNAHAGS- og framfara- stofnunin (OECD) og Mat- væla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) spá því að árleg eftir- spurn eftir físki muni aukast um 1,8% árlega til ársins 2010 en það ár er gert ráð fyrir að fiskneysla verði um 100 milljónir tonna. Frá 1970 til 1990 hafa veiðar á neyslufiski aukist frá 42 milljónum tonna í um 60 milljónir en á næstu 20 árum er gert ráð fyr- ir óverulegri aukningu á veiðum neyslufisks eða um 0,4% á ári. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja í fiskeldi því að á undanförnum 20 árum hefur framleiðsla aukist um 9% á ári. 1990 var framleiðsla í fisk- eldi 15% af heildarfiskneyslu í heim- inum en þá voru framleiddar 11 milij- ónir tonna. Gert er ráð fyrir að fram- leiðsla í eldi muni aukast í um 30 milijónir tonna á næstu 20 árum og að árið 2010 muni meira en 30% af öllum fiski á heimsmörkuðum koma -'úr eldi. Árið 1989 var þetta hlutfall 12%. Samkeppnishæf um aldamót Vonir manna á íslandi eru helst bundnar við strandeldi, þ.e. stöðvar þar sem sjó er dælt í eldisker uppi á landi. Rannsóknaráð ríkisins (nú Rannsóknaráð íslands) lét á síðasta ári vinna úttekt á stöðu strandeldis og í kjölfar hennar var gerð mark- áætlun fyrir strandeldi. Hún gerir ráð fyrir að íslensk fiskeldisfyrirtæki verði samkeppnishæf við helstu keppinauta erlendis og geti fyrir árið 2000 greitt eðlilegt verð fyrir öll að- föng, þar með talda orku. Fyrr í þessari viku undirrituðu full- trúar landbúnaðarráðuneytis, Rann- sóknaráðs íslands, Raf- magnsveitna ríkisins og Hitaveitu Suðurnesja vilja- yfirlýsingu um að stuðla að framkvæmd markáætl- unarinnar.* Ríkissjóður leggur árlega 120-150 miiljónir króna til ýmissa verkefna á sviði fisk- eldis og orkufyrirtækin veita afslátt á orku til dælingar. Fyrirmynd annarra greina Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeit- arstöðva, segir viljayfirlýsinguna kærkomna. Hann segir að hagur orkufyrirtækjanna liggi m.a. í því að með því að veita afslátt nú sé verið að leggja grunn að áframhaldandi þróun í greininni og gera fyrirtækjum kleift að stækka og auka orkukaupin. Afsláttur á raforkuverði til dæling- ar skipti því mjög miklu, en Vigfús segir að fiskeldismenn fagni ekki síð- ur þeirri samstöðu sem hafi tekist með viljayfirlýsingunni. „Ég tel að með því að stilla saman strengi allra þessara aðila á þennan hátt þá sé kominn vísir að mun markvissari vinnubrögðum en áður hafa tíðkast í slíkri framkvæmd. í sjálfu sér ætti þetta að verða fyrirmynd annarra atvinnugreina." Hann segir einnig að með sam- þykkt markáætlunar séu opinberar rannsóknastofnanir að samþykkja að beina kröftum sínum inn á þær braut- ir sem atvinnuvegurinn sé að leita eftir. Afsláttur til tækjakaupa Vigfús segir að strandeldisstöðvar hafi náð verulegum árangri í þá veru að framleiðslukostnaður hafi lækkað. „Það stafar m.a. af því að búið er að ná nokkuð góðum tökum á eldinu sjálfu, þ.e. líffræðilegir þættir þess eru í góðu horfi. Því bendir allt til þess að með ákveðnum tæknilegum breytingum ættu stöðvarnar að geta náð framleiðslukostnaði enn frekar niður og hann orðið sambærilegur við það sem gerist í kvíaeldi hjá sam- keppnisaðilum," segir hann. I viðræðum fulltrúa landbúnaðar- ráðuneytis, Rannsóknaráðs, orkufyr- irtækjanna og fiskeldisstöðva hefur komið fram að æskilegast sé að nota afslátt orkufyrirtækjanna til tækja- kaupa er skapi forsendur fyrir fram- leiðniaukningu. 10-15% framleiðsluaukning til aldamóta Markáætlun um strandeldi var sett fram í árslok 1993 og var á síðasta ári unnið eftir henni. Rannsóknaráð hefur stutt verkefni sem falla að markmiðum hennar og hef- ur þegar náðst umtalsverð- ur árangur. Meðal annars er gert ráð fyrir að fram- leiðsluaukning verði 10-15% á ári til aldamóta. Árangur síðasta árs var vel innan þessara marka því þá jókst fram- leiðsla um 14% miðað við árið á und- an. Með auknum forvörnum og skarp- ari viðbrögðum við sjúkdómum er stefnt að því að minnka afföll í 3-5% af ársframleiðslu árið 2000. Árið 1992 voru afföll 10% af heildarfram- leiðslu. Þá er stefnt að því að lyijanotkun minnki úr 0,14 kílóum á hvert slátrað tonn árið 1992 í um 0,05 kg/tonn árið 2000. Niðurstöður kynntar öllum Landbúnaðarráðherra skipar verk- efnisráð sem hefur það hlutverk að 14%fram- leiðsluaukn- ing 1994 Útflutningsverðmæti og heildarmagn slátraðs eldisfisks 1987-1994 1.000 millj. króna 800 600 400 200 0 Heildarmagn slátraðs eldissilungs, 500 tonn 400 300 200 100 0 Heildarmagn slátraðs laxs frá mismunandi gerðum eldisstöðva 2.000 tonn 1.500 1.000 500 0 1992 1993 1994 Áætlun1995 blelkju og regnbogasilungs 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 áætlun gæta hagsmuna fjármögnunar og sjá til þess að samningar um markáætlun verði uppfylltir. Fiskeldisfyrirtækjum, sem stunda þróunarstarf, verður gef- inn kostur á að sækja um afslátt frá raforkuverði til að fjármagna þróun- arstarfið og fjallar verkefnisráð um þær umsóknir. Fyrirtækin skulu gera kostnaðaráætlun um nýtingu afslátt- arins og leggja fyrir verkefnisráð. Verkefnisstjórn, skipuð fulltrúum fjögurra fiskeldisfyrirtækja, ber ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar og skilar skýrslum til verkefnisráðs. Hún á einnig að sjá til þess að niður- stöður einstakra rannsóknarverkefna berist til allra fyrirtækja sem eru aðilar að samstarfinu og séu aðgengi- legar öllum íslenskum fískeldisfyrir- tækjum sem þess óska. Mikið samstarf milli fyrirtækja Aðspurður um það hvaða fyrirtæki séu inni í myndinni um þátttöku seg- ir Vigfús að það séu allar stærri strandeldisstöðvarnar, þ.e. Stofnfísk- ur hf., íslandslax hf., Silfur- stjarnan hf. og Silungur hf. Síðan eigi eflaust fleiri stöðvar eftir að bætast við. Hann segir að stöðvarnar hafi átt með sér mikið sam- ““ starf, t.d. um það sem snýr að um- hverfí fisksins, t.d. um súrefnisíblönd- un í vatn og aðra stýringu á eldisum- hverfi. Þá sé Stofnfiskur með kyn- bótaverkefni á sinni könnu og tengist það út í fleiri stöðvar. Vigfús nefnir einnig þróunarverkefni sem snúa að bættum sjúkdómsvörnum, bólusetn- ingar og notkun á ljósi og hita til að ná betri stýringu á vexti. Landgæði notuð til umhverfisstýringar „Allt snýst þetta um að ná sem mestum kílóafjölda á rúmmál vatns og bráðabirgðatölur benda til þess að við séum á réttri leið,“ segir Vig- fús. Markáætlunin gerir ráð fyrir að Orkufyrirtæk- in veita afslátt meðalframleiðsla 1995 verði 43 kíló á hvern rúmmetra. Hún aukist síðan jafnt og þétt og verði orðin 70 kíló á hvern rúmmetra vatns árið 2000. Vigfús segir að sú sérstaða sem ísland hafi byggist á því að geta stýrt ljósi og hita í seiðastöðvum og klak- stöðvum. Umhverfísstýringin miðar að því að breyta lífstakti seiða á þann hátt að þau verði tilbúin til útsetning- ar á öðrum tíma en á vorin og jafna þannig framleiðsluna. Á sama hátt sé hægt að stýra klakfíski. Stofnfisk- ur hafi t.d. náð þeim árangri að geta haft hrogn til afhendingar nánast alla mánuði ársins og sé eina stöðin í Evrópu sem það geti. „Þetta er dæmi um árangur sem hægt er að ná og byggir á því að nýta þau landgæði sem við höfum. Þ.e. að með jarðvarma höldum við sjónum 12 gráða heitum allt árið um kring en það gerir okkur kleift að plata fiskinn, ef svo má segja,“ segir Vigfús. Sem dæmi um árangur nefnir Vig- fús einnig að nú þurfi mun færri seiði _________ til að ná sama árangri í eldi og áður. Árið 1990 hafi framleiðslan í strand- og kvíaeldi verið um 2.500 tonn. Til þess að framleiða það magn þurfti hátt í þijár milljónir seiða. Árið 1993 þurfti hins vegar aðeins 1.300 þúsund seiði til að ná sama árangri. Vigfús segir að þrátt fyrir jákvæð- an árangur sé verið að stíga fyrstu skrefin og leggja grunninn að því að strandeldi verði álitleg atvinnugrein um aldamótin. Hann leggur áherslu á að hvert skref verði stigið að vel athuguðu máli og samhliða rannsókn- arvinnu. „Síðast en ekki síst er þessi viljayfirlýsing mikilvægur liður í því að snúa umræðu um fískeldi við. Það verður að fara að horfa jákvæðar á þróun þessa atvinnuvegar á nýjan leik og styðja við hann á allan þann hátt sem eðlilegt er til að hann geti þróast,“ segir Vigfús að lokum. LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 33 Heinz Zourek eftirlitsfulltrúi ESA um áfengisinnflutning á íslandi Finna verður lausn sem fyrst Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert alvarlegar athugasemdir við lög um áfengisinnflutning á íslandi og telur ljóst að þau brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins. Heinz Zourek eftir- litsfulltrúi ESA segir allt stefna í að íslending- ar verði fyrsta þjóðin sem stofnunin stefni fyrir EFTA-dómstólnum og að Islendingum hafí verið sýnd mikil þolinmæði. HEINZ ZOUREK, sem er sá eftirlitsfulltrúi er fylg- ist með ríkisstyrkjum og einokunarmálum hjá Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel, átti í gær og fyrradag viðræður við fulltrúa íslenskra stjórnvalda. Bar þar hæst athugasemdir ESA við fyr- irkomulag áfengisinnflutningsmála á íslandi en stofnunin hefur gert form- lega athugasemd við þau. Zourek segir að eitt grundvallarat- riði samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) hafi verið að að- ildarríki hans skuldbundu sig til að fara eftir ákveðnum reglum og að alþjóðleg stofnun hefði eftirlit með að sú væri raunin. Þetta yfírþjóðlega eftirlit væri í höndum ESA fyrir hönd EFTA og framkvæmdastjórn- arinnar fyrir hönd Evrópusambands- ins. Um er að ræða reglur á fjölmörg- um sviðum og fer Eftirlitsstofnunin ofan í lög viðkomandi ríkja til að komast að raun um hvort þar skorti eitthvað á til að skilyrði EES séu uppfyllt eða hvort eitthvað stangist beinlínis á við þann lagaramma sem samningurinn setur aðildarríkjunum. „Á ákveðnum sviðum gerum við til- teknar kröfur og má þar nefna opin- ber útboð, það er útboð á vegum ríkisins, sveitarfélaga, opinberra stofnana og fyrirtækja. í slíkum út- boðum verða allir að sitja við sama borð,“ segir Zourek. Eftirlit með útboðum ESA getur kannað einstaka samn- inga og ef í ljós kemur að ekki hef- ur verið farið eftir reglum EES get- ur stofnunin gripið til refsiaðgerða gegn viðkomandi aðilum. Þá hefur stofnunin eftirlit með ríkisstyrkjum og niðurgreiðslum til fyrirtækja í samkeppnisiðnaði. Það eftirlit nær hins vegar ekki til ríkisstyrkja á sviði menningar, lista og félagslegrar þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Ef upp kemst um ólöglega ríkis- styrki verða þeir að endurgreiðast að fullu. ESA getur einnig gripið til að- gerða ef fyrirtæki verða vís að hringamyndun og beitt verulegum fjársektum. Geta þær numið allt að 10% af ársveltu fyrirtækja. „Undanfarið ár höfum við verið að kanna hvort EES-löggjöfinni hafi verið hrint í framkvæmd. Ef ein- hveijar spumingar vakna þá ræðum við málin og reynum að komast að niðurstöðu. Ef við teljum ástæðu til frekari aðgerða byijum við á því að senda formlega tilkynningu með at- hugasemdum þar sem við förum fram á formlegar skýringar. Fáist ekki viðhlítandi skýringar er næsta skref að senda rökstutt álit þar sem við skýrum aðfinnslur okkar og gef- um stjórnvöldum viðkomandi ríkis ákveðinn frest til að bæta úr málum. Sé það ekki gert er síðasta úrræðið að vísa málinu til EFTA-dómstólsins. Dæmi dómstóllinn viðkomandi ríki í óhag verður það að breyta löggjöf sinni.“ Athugasemdir við áfengisinnflutning Zourek segir að tvær ástæður hafí verið fyrir heimsókn sinni til íslands. í fyrsta lagi hafí tilgangur- inn verið sá að ræða við íslensk stjórnvöld um ríkisaðstoð til fyrir- tækja til að tryggja að einungis þeir, sem ættu rétt á aðstoð, þæðu hana. Um slíkt giltu ákveðnar reglur. Til dæmis væru undanþágur ef um væri að ræða ríkisaðstoð vegna þróunar- og rannsóknarmála eða vegna um- hverfismála. í öðru lagi hefði ESA sent ís- lensku ríkisstjórninni rökstutt álit þann 22. febrúar sl. þar sem athuga- semdir eru gerðar við fyrirkomulag áfengissölumála hér á landi. „Við vöruðum íslendinga við þeg- ar á síðasta ári og bentum þeim á að reglur um innflutning- og heild- sölu á áfengi brytu 5 bága við ákvæði EES að okkar mati. Við fengum þau svör að íslenska ríkisstjórnin væri ekki sammála þessu áliti okkar en myndi engu að síður breyta fyrir- komulagi þessara mála. í janúar fengum við þau skilaboð að lagt hefði verið fram frumvarp á þinginu en óvíst væri hvort að það yrði sam- þykkt fyrir kosningar. Við töldum því ástæðu til að flýta aðgerðum okkar til að þrýsta á ríkisstjórnina. Okkur var sagt að íslenska þingið myndi ekki funda á ný fyrr en í haust. Ef málið yrði ekki tekið upp á ný fyrr en þá yrði veruleg töf á því að þessum málum yrði breytt. Við höfum því gefið íslendingum sex vikna frest áður en við tökum ákvörðun um hvort að málinu verður vísað til dómstólsins. Verði sú raunin verður það í fyrsta skipti sem við stefnum aðildarríki fyrir dómstóln- um.“ HEINZ Zourek Morgunblaðið/Sverrir. ( <. i i I i I j | i I i Zourek tók fram að ESA gerði ekki athugasemdir við smásölufyrir- komulagið á áfengi, né heldur skatt- lagningu og almennar takmarkanir á áfengissölu. Hins vegar væru hömlur á innflutningi og heildsölu áfengis á íslandi ekki í samræmi við viðskiptareglur á Evrópska efna- hagssvæðinu. Hann tók fram að EFTA-dómstóllinn hefði þegar gefið ráðgefandi álit varðandi svipað mál í Finnlandi og komist að sömu niður- stöðu og ESA. Þá sagði hann ESA hafa gert at- hugasemd við sérstakt gjald á inn- fluttann bjór. Slíkt samrýmdist ekki EES. „ESA er reiðubúið að senda annað rökstutt álit vegna þess máls fyrr en við höfum ætlað okkur til þessa. íslensk stjórnvöld hafa greint frá áformum um að afnema þetta gjald um mitt ár. Við sjáum hins vegar enga ástæðu fyrir því að við- halda gjaldinu.“ Vill lausn sem fyrst Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að leysa þessi mál sem fyrst, þar sem þingi hefði nú verið slitið. Það væri stefna ESA að reyna að leysa mál með samkomulagi og því hefði stofn- unin verið jafn þolinmóð gagnvart íslendingum og raun bæri vitni. „Fyrsta kvörtunin sem ESA barst eftir að stofnunin hóf störf var raun- ar frá Verslunarráði íslands og varð- aði áfengiseinkasölu á íslandi. Hana fékk ég í hendur 2. janúar 1994, sem var fyrsti vinnudagurinn eftir að EES-samningurinn tók gildi. 7. jan- úar leituðum við eftir upplýsingum frá íslendingum og eftir að þær bár- ust áttu töluverðar viðræður sér stað. Fyrsta viðvörunarskot okkar var svo þegar við sendum út formlega til- kynningu í júlí 1994. í september fengum við svör Islendinga þar sem okkur var tilkynnt að stjórnin hygð- ist breyta fyrirkomulaginu. í nóvem- ber var okkur sagt að stjórnin hefði samþykkt frumvarpsdrög og gefíð í skyn að breytingarnar myndu taka gildi snemma á árinu 1995. Það var svo ekki fyrr en í janúar að hjólin fóru að snúast." Zourek sagði enga reynslu vera af því hversu langan tíma það tæki fyrir EFTA-dómstólinn að fjalla um mál af þessu tagi. „Fyrst yrði ESA að taka ákvörðun um að fara með málið fyrir dómstólinn. Líklega myndi ekki taka langan tíma fyrir hann að komást að niðurstöðu þar sem við getum sent dómstólnum núverandi löggjöf á íslandi og bent á hvernig hún stangast á við það * álit sem dómstóllinn hefur þegar lát- ið í ljós varðandi Finna. Það gæti líka gerst að nýtt þing eða.ríkis- stjórn á íslandi grípi til aðgerða áður en dómtóllinn úrskurðar í málinu. Þá gætum við dregið kæru okkar til baka.“ Ef fyrirkomulaginu hefði ekki ver- ið breytt væru íslendingar hins veg- ar skuldbundnir til að hlíta niður- ^ stöðu dómstólsins. Zourek benti á að gerðu þeir það ekki væri hægt að vísa málinu til sameiginlegu nefndarinar sem gæti tekið ákvarðanir um refsiaðgerðir gagnvart íslendingum. ^Ég vona að til þess komi þó ekki. Urskurðurinn á að nægja. Það vill ekkert aðildar- ríki fá á sig þann stimpil að það standi ekki við skuldbindingar sínar. Málið snýst um trúverðugleika ríkja á alþjóðavettvangi.“ Fylgst með fyrirkomulagi t smásölu Aðspurður um smásölu á áfengi sagði Zourek að þó að ESA hefði ekki í hyggju að fara fram á að einkasalan yrði afnumin yrði grannt fylgst með fyrirkomulagi hennar. Það væri til dæmis ávallt vafasamt ef framleiðsla og sala á áfengi væri á sömu hendi og það sama gæti átt við ef einkasala stæði í innflutningi í samkeppni við einkaaðila. Allt færi þetta þó eftir þeim reglum sem giltu um smásölu á áfengi og hugsanlega væri hægt að viðhalda einkasölu á áfengi án þess að bijóta í bága við hinar evrópsku samkeppnisreglur. Kjami málsins væri sá að kerfið mætti ekki mismuna. Hann benti einnig á að ef menn teldu að einkasalan bryti í bága við reglur EES gæti hvaða borgari EES- ríkis sem er farið með málið fyrir EFTA-dómstóllinn. Það væri hann sem endanlegá myndi ákveða hvort að áfengiseinkasalan samrýmdist samningnum. „Eins og mál standa í dag munum við ekki taka málið upp en fara grannt ofan í saumana á þeim regl- um er gilda um smásöluna." Það að ESA gripi ekki aðgerða í einhveiju tilteknu máh þýddi þó ekki að stofnunin legði blessun sína yfir ákveðið fyrirkomulag. Engar athugasemdir við ríkisaðstoð Zourek sagði að varðandi ríkisað- stoð hefði ekki gefist tilefni til að gera athugasemd við fyrirkomulag þeirra mála á íslandi. Niðurgreiðslur og ríkisstyrki væri fyrst og fremst að finna í landbúnaði en EES-sam- komulagið næði ekki til landbúnað- armála. Þá hefði ES A mjög takmark- að valdsvið varðandi sjávarútvegs- mál en ríkisstyrki á íslandi væri fyrst og fremst að finna á þessum tveimur sviðum. Hann fengi ekki séð að ís- lendingar brytu í bága við EES á neinu sviði varðandi ríkisstyrki. „Þar með er ekki sagt að við viljum ekki fá svör við ákveðnum spurningum. íslensk stjórnvöld hafa reynst mjög fús til að liðsinna okkur í þeim efnum og í raun eru menn að feta sig áfram í þessum málum og þeim flóknu regl- um sem um þau gilda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.