Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 11
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 11 FRÉTTIR Eigendur Deiglunnar kærðir fyrir brot Starfsmannaráð Borgarspítala um niðurskurð Þýðir verulegan sam- drátt á öllum sviðum fraitiundaf* Nú getur öll fjölskyldan notið helgarinnar saman í Kringlunni á áfengislögum VALDIMAR Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri átaksins Stöðvum unglingadrykkju, hefur lagt fram kæru til lögreglustjórans í Reykja- vík á hendur eigendum verslunar- innar Deiglunnar hf. fyrir brot á áfengislögum, sérstaklega með vís- an til 46. greinar. Valdimar segir starfsmenn versl- unarinnar gefa ráð um bruggun landa og um val á tækjum og hrá- efnum. Eigendur Deiglunnar hf. eru Werner Ivan Rasmusson apótekari og börn hans. í kærunni segir: „Atvik eru þau að þriðjudaginn 28. febrúar 1995 kom ég í verslun fyrirtækisins til að kanna hvaða aðstoð væri boðin til bruggunar landa. Ungur maður kom mér til aðstoðar. Allt til bruggunar nema sykur Þegar ég sagðist vera með öllu ókunnur því hvernig brugga ætti landa bauð hann strax til sölu leið- arvísi sem ber heitið Tækniritgerð um bruggun og ég keypti fyrir 250 krónur. Jafnframt tjáði hann mér að allt sem ég þyrfti til bruggunar landa gæti ég keypt hjá honum nema sykur sem unnt er að kaupa í öllum matvöruverslunum. Jafnframt þessu gaf hann góð ráð um val á tækjum og hráefnum. Hann kvað eimingartæki sem feng- ust í versluninni prýðileg til fram- leiðslu á góðum landa þó að betra væri auðvitað að kaupa „vakúm- tæki“ úr ryðfríu stáli ef framleiða ætti góðan landa í miklu magni. Þar sem láðist að fá upplýsingar um hvar unnt væri að kaupa slík tæki hringdi ég 1. mars sl. til Deigl- unnar og fékk þær upplýsingar að slík tæki væri unnt að fá hjá góðum blikksmiðum.... ...Öll samskipti mín við starfs- menn Deiglunnar voru á þann veg að þeir voru að leiðbeina mér eins og þeir hafa leiðbeint öðrum til að stunda ólöglegt athæfi. Ekki var með neinum hætti reynt að setja ráðleggingar undir yfirvarp al- mennrar upplýsingastarfsemi sem væri hugsuð aðeins til fróðleiks, enda má vera augljóst öllum að leið- arvísir um bruggun sem Deiglan hf. selur er ekki ætlaður eingöngu til fróðleiks heldur er hrein hvatning til bruggunar landa. Að halda öðru fram er augljós sýndarmennska. Starfsemi fyrirtækisins byggist nær eingöngu á þjónustu við brugg- un og er því bein hvatning til ólög- legrar starfsemi. Werner Ivan Ras- mussen, apótekari i Ingólfsapóteki, er stjórnarformaður og eigandi Deiglunnar hf. með börnum sínum, Karli Emil og Ingunni Gyðu. Ég fer hér með þess á leit að rannsökuð verði brot þessa aðila og mál hans sent áfram til meðferð- ar hjá ríkissaksóknara ef ástæða þykir til.“ Biskup vísiterar á heimaslóöum BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vísiterar Bústaðapresta- kall sunnudaginn 5. mars. Biskup hefur aldrei áður vísiterað söfnuð- inn, enda yfir 200 ár síðan Hannes Finnsson, Skálholtsbiskup, vísiter- aði Reykjavíkurprófastsdæmi hið gamla. í heimsókn sinni mun biskup ís- lands predika við guðsþjónustu sem hefst kl. 14 og kynna sér starf safn- aðarins. Það kann að hljóma ein- kennilega að biskup heimsæki og kynni sér starf þess safnaðar sem hann byggði upp og var fyrstur til að þjóna eftir að Bústaðaprestakall varð sérstakt prestakall með lögum. „Þeim mun meiri gleði er það fyrir söfnuðinn að mega nú taka á móti biskupi og eiginkonu hans, frú Ebbu Sigurðardóttur, af þessu til- efni. Hér lögðu þau saman þann grunn sem staðið er á og vitja nú starfsins með nýjum hætti,“ segir í fréttatilkynningu frá Bústaða- prestakalli. Sunnudagurinn 5. mars er jafn- framt Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar og er yfirskrift hans: Sam- ferða. Söngvar og messuform eru miðuð við þennan dag og munu ungmenni aðstoða við messuna. Prófastur, sr. Ragnar Fjalar Lár- usson, verður einnig í för með bisk- upi en það er venja við slíkar heim- sóknir að prófastur fylgi biskupi. Smáíbúðahverfi Vorum aö fá í sölu tvílyft einb. um 140 fm sem stendur viö Háageröi. Húsiö skiptist í stofur og eldhús á neöri hæö og í risi eru 4 svefnherb. og baöherb. 33 fm bílskúr. GóÖur gróinn garöur í suöur. Áhv. húsbr. 4,4 millj. Verö 12,9 millj. Lækjartún — Mos. Fallegt einlyft einb. um 136 fm ásamt 52 fm bílskúr. Góöur garöur og verönd meö skjólvegg. 3-4 svefn herb. Arinn í stofu. Ljóst parket og flísar á gólfum. Góöar innréttingar. Áhv. 2,3 millj. húsbr. Verö 12 millj. Fleiri fyrirtæki hugsanlega kærð Valdimar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætlaði einnig að leggja fram kæru á hendur eig- endum Vélsmiðju Eyþórs Bollason- ar. Einnig væri hugsanlegt að for- svarsmenn fyrirtækjanna K-plasts og Sigurplasts yrðu kærðir fyrir að aðstoða við ólöglega starfsemi, en þessi fyrirtæki segir Valdimar að framleiði umbúðir undir landa. Valdimar sagði að ekki væri flöt- ur fyrir því að kæra stórmarkaðina fyrir sölu á sykri. „Þó væri hugsan- lega hægt að kæra menn fyrir að selja sykur í stórum stíl til manna sem ætla sér augljóslega að nota sykurinn í þessu skyni. Það er þó hæpnara,“ sagði Valdimar. Hann sagði að öll varnaðarorð á vörum frá Deiglunni væru afar óljós og „greinileg sýndarmennska og yfirvarp“. STARFSMANNARAÐ Borgar- spitala telur augljóst að niður- skurður sá sem bráðabirgða- sljórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur ákveðið muni valda veru- legum samdrætti á öllum sviðum starfsemi spitalanna. Ráðið lýsir þungum áhyggjum af augljósum afleiðingum hans, sem muni m.a. hafa í för með sér að ástand á bráðadeildum versni til muna og í sumum tilfellum geti það haft afdrifaríkar afleið- ingar. Þá muni biðlistar eftir aðgerðum lengjast og kreppa að aðstöðu fyrir hjúkrunarsjúkl- inga. I ályktuninni segir að ítrekað hafi verið reynt að útskýra fyrir stjórnvöldum hveijar afleiðingur niðurskurðar hljóti að verða en þar hafi verið talað fyrir daufum eyrum. Því sé lýst fullri ábyrgð á hendur sljórnvöldum hvað varðar afleiðingar niðurskurðar- ins. Rekstrarkostnaður spitalanna tveggja hafi lækkað m 700 millj- ónir á árunum 1992-1994 en enn sé krafist niðurskurðar upp á 180 milljónir á þessu ári. Vegna þessá verði sagt upp tugum starfsfólks i öllum stéttum og á vinnustað þar sem þegar sé of mikið álag á starfsfólki muni þetta leiða til minni þjónustu. Afdrifaríkar afleiðingar M.a. mun kreppa verulega að aðstöðu fyrir hjúkrunarsjúkl- inga, öldrunarlækningar og end- urhæfingu. Þá dragi niðurskurð- ur ekki úr aðstreymi bráðveikra og slasaðra og þvi muni ástand á bráðadeildum versna til muna og einnig aðstaða til að sinna sjúklingum þeirra eftir fyrstu meðferð og endurhæfa þá. „í sumum tilfellum getur það haft afdrifaríkar afleiðingar," segir í ályktuninni. Einnig segir að í áliti nefndar undir formennsku ráðuneytis- stjóra heilbrigðisráðuneytisins 1991 komi fram að ákveðna fjár- muni yrði að leggja í sameiningu sjúkrahúsanna áður en sparnað- ur færi að sýna sig. Þessir fjár- munir hafi ekki verið lagðir fram og því hafi spítalarnir ekki feng- ið nauðsynlegt svigrúm til undir- búnings sameiningarinnar. ■<? KEPPNIN Sterkasta ÞIXGHOLT Mwm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.