Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
★★★ A.l Mbl. í|
★★★ Ó.H.T. R(|l 2.
★★★ Þ.Ó. bagsljós
★★★ Ó.M.TÍMINN
Leikstjóri
Friðrik Þór Friðriksson
Aðaíhíutverk Masatoshi Nagase
Lili Taylor Fisher Stevens Císli Halldópson ?Laura Hughes
Rurik Haraldsson Flgsi Ólafsson Bríet Héðinsdóttir
Á KÖLDUM KLAKA
Hann ætlaði í sólina á Hawaii, en hafnaði í
ísköldum faðmi drauga og furðufugla.
Gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og
dularfullra atburða. Nýjasta kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar um ævintýri
ungs Japana á íslandi.
á undan
Stuttmynd Ingu Lísu
Middleton,
„í draumi sérhvers
manns", eftir sögu
Þórarins Eldjárns sýnd
Á KÖLDUM KLAKA".
Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson.
Ó.H.T. Rás 2.
ÍSLENSKUR BÍÓPAKKI
TVÆR MYNDIR - EINN MIÐI
Miðaverð 700 kr.
Sýnd kl. 5, 7, 9.15. og 11.
200 kr. afsláttarmiði á
pizzum frá HRÓA HETTI
fylgir hverjum bíómiða á
myndina Á KÖLDUM KLAKA.
RÖBERT DE NIRO
★ ★★ G.B. DV
„Kenneth Branagh og leikarar hans
fara á kostum [ þessari nýju og
stórbrotnu útgáfu hinnar sigildu
sögu um doktor Frankenstein og
tilraunir hans til að taka að sér
hlutverk skaparans."
KENNETH BRANAGH
MARY SHELLEYS -x T
tRANKENSTElN
TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Sýnd kl. 4.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára.
AÐEINS ÞU
VERÐURSÝNDÁ
SUNNUDAGINN
KL7.10.
STJÖRNUBÍÓLÍNAN
SÍMI991065
Taktu þátt í spennandi
kvikmyndagetraun.
Verðlaun: Boðsmiðará
myndir í STJÖRNUBÍÓI.
Verð kr. 39,90 mín.
KARATE STÚLKAN
Sýnd kl. 3.
MIÐAVERÐ
KR. 100.-
3 NINJAR SNÚA AFTUR
Sýnd kl. 3.
MIÐAVERÐ
KR. 100.-
SAM BMMM SAMWá . wÉ&m
FRUMSÝNING: GETTU BETUR
-ein frábær fyrir þig!
SÝND í BÍÓHÖLLINNI KL 5, 6.45, 9 OG 11
Nýtt í kvikmyndahúsunum
Regnboginnsýnir
kvikmyndina I beinni
REGNBOGINN hefur hafið sýningar
á bandarísku gamanmyndinni „Air:
heads“ sem hlotið hefur nafnið í
beinni.
Myndin segir af brokkgengri
rokkhljómsveit „The Lone Rangers"
sem leggur sig alla fram um að slá
í gegn með rétta „sándinu", „lúkk-
inu“ og „attitjútinu". Meinið er að
enginn er tilbúinn til að gefa þeim
„sjensinn“. Eitt „breik“ og sigurinn
í höfn. En plötuútgefendur skella á
nefið á þeim og útvarpsstöðvar gefa
þeim langt nef. En þremeningamir
í hljómsveitinni eru ekki af baki
dottnir heldur taka stefnuna á vin-
sæla þungarokksstöð með það fyrir
augum að koma laginu sínu á öldur
ljósvakans með góðu eða illu. Og
fyrr en varir hafa þessi meinleysis-
grey tekið útvarpsstöðina herskildi,
alveg óvart. Þeir beinlínis ræna út-
varpsstöðinni í beinni og geta gert
það sem þeir vilja og nú taka hlutirn-
ÞRÍR af aðalleikurum mynd-
arinnar „Airheads“.
ir að gerast hratt.
Aðalhlutverk leika Brendan Fraz-
er, Steve Buscemi, Adam Sandler
og Joe Mantegna. Leikstjóri er Mic-
hael Lehman.
Háskólabíó sýnir
kvikmyndina Fiorile
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar
á kvikmyndinni Fiorile eftir ítölsku
bræðurna Paolo og Vittorio Taviani.
Fiorille er dramatísk ástar- og fjöl-
skyldudaga sem hefur unnið til
fjölda verðlauna á kvikmyndahátíð-
um. Inn í söguna fléttast atburðir
síðustu tvöhundruð ára í Evrópu,
allt frá dögum Napóleóns.
Myndin segir frá örlögum Bened-
etti fjölskyldunnar. Á leið með for-
eldrum sínum til Flórens heyra ung
systkin munnmæli um að álög hvíli
á fjölskyldu þeirra og faðir þeirra
segir þeim frá því hvernig bölvunin
hófst þegar herir Napóleóns réðust
inn í norðurhéruð Ítalíu. Ungur her-
maður, Jean, var að flytja gullkistu
fyrir herinn þegar ung stúlka, Elisa-
betta, varð á vegi hans og felldu þau
hugi saman. Jean nefndi hana Fior-
ille en því nafni gegndi maímánuður
hjá frönsku byltingarmönnunum.
Systir Elisabettu stal peningum úr
kistunni og varð það til þess að Jean
var hengdur. Elisabetta sór þess að
hefna hans en dó af barnsförum
þegar hún fæddi barn Jeans. Hundr-
að árum seinna kemur afkomandi
hennar hins vegar fram hefndum
ATRIÐI úr Fiorile.
fyrir hana. Sú stúlka hét Elisa. Ör-
lög hennar áttu eftir að verða svipuð
og örlög Elisabettu.
Systkinin hlusta á frásagnir af
örlögum forfeðranna og sagan flétt-
ast smám saman við líf þeirra þar
til þau eru orðin þátttakendur í leikn-
um.
Með aðalhlutverk fara Claudio
Biagli, Galatea Ranzi, Michael Vart-
an og Lino Capolicchio.