Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR OLÍS 1995 Aðalfundur Olíuverzlunar Islands hf fyrir rekstrarárið 1994, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 16:00. Dagskrá: Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. FERMINGARFÖT - ÓTRÚLEGT VERÐ Jakkaföt Skyrtur 1festi D.M. skór Tilboö: kr. 8.990 kr. 2.290 kr. 3.790 kr. 5.990 Jakkafötápabbann kr. 9.990 sím?1tó{&995 Laugavegi 51, sími 5518840 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Islenskar flatkökur á Long Island ÞESSA dagana er verið að leggja lokahönd á smíði véla sem eru ætl- aðar til þess að framleiða flatkökur. Vélarnar verða einhvern næstu daga settar um borð í skip og sendar vest- ur um haf þar sem eigandinn, Magn- ús Magnússon, hefur í hyggju að baka flatkökur fyrir Bandaríkjamenn á Long Island. Vélarnar sem um ræðir eru smíð- aðar hjá Renniverkstæði Þ. Krist- mundssonar í Kópavogi. Annars veg- ar er um að ræða vél sem fletur deigið út og sker í ferkantaðar kök- ur. Hins vegar vél sem sker nokkrar kökur í einu í tvennt og gerir þær tilbúnar beint í pakkana eftir að búið er að baka kökurnar. Hellurnar sem flatkökurnar eru bakaðar á eru út- búnar hjá raftækjaversluninni Rafha. Hrávara Magnús, sem býr í Bandaríkjun- um, hefur undirbúið flatkökugerðina á ýmsan hátt, m.a. að með því að mata vini og kunningja á ýmsum tegundum af flatkökum frá íslandi. Að lokinni þeirri prófun var ákveðið að fyrirmyndin að flatkökubakstr- inm á Long Island yrði frá Pott- brauðum. „Flatkökurnar fengu góðar við- tökur og ég er kominn með ákveðinn dreifingaraðila úti. Til að byija með erum við að tala um 600 flatköku- pakka á dag,“ sagði Magnús í sam- tali við Morgunblaðið í gær. A meðfylgjandi mynd er Ægir Bjarnason, eigandi Renniverkstæðis Þ. Kristmundssonar, við flatkökuvél- ina sem þar hefur verið smíðuð til að senda vestur um haf. Sveiflur á hrá- vörumarkaði London. Reuter. ÁSTANDIÐ á hráefnamarkaði er orðið sveiflukennt eftir verðhækk- anir í fyrra. Verð á baðmull hefur ekki verið eins hátt síðan í*þrælastríðinu, en í vikunni lækkaði það allt í einu. Silfur seldist á lægsta verði í 16 mánuði. Verð á nikkel var 40% lægra í London en fyrir sex vikum, en undirstöðumálmar hækkuðu síð- an aftur í verði. Kaffi lækkaði í verði, en hráolíuverð lækkaði. Ostyrks gætti á sama tíma og uppgangurinn 1994 virtist á enda. Sum hrávara lækkaði óyænt í verði, snöggar sveiflur urðu á verði ann- arrar hrávöru, til dæmis baðmullar, en kunnur sérfræðingur sagði: „Sveiflur veita tækifæri." Hrun Baringsbanka hafði lítil bein áhrif á hrávöruverð, en umrót á gjaldeyrismörkuðum hafði sitt að segja. Veikur dollar treysti stöðu gulls og undirstöðumálmar hækk- uðu í verði í Austur-Asíu. Nánar um stöðuna: BAÐMULL. Staðgreiðsluverð í New York lækkaði um miðja vikuna úr 114,67 sentum pundið í 103,21. Hátt verð kann að draga úr eftir- spurn. NIKKEL. Verðið í London lækkaði um tæp 10% á þriðjudag í 6.800 dollara tonnið. Verðið var tæplega 40% lægra en í janúar þegar met- verð fékkst, 10.500 dollarar. Verðið hækkaði síðan og á föstudag var það allt í einu komið yfir 8.000 dollara. ÁL lækkaði í verði um miðja vikuna í innan við 1.775 dollara tonnið. Verðið hefur hækkað aftur um hér um bil 120 dollara og er lítið breytt frá því fyrir viku, en miklu lægra en þegar það komst í 2.195 dollara um miðjan janúar. Bandarískur sér- fræðingur kenndi óðagoti fjárfest- ingarsjóða vegna vaxtahækkana í Bandaríkjunum um lækkunina. KOPAR. Virtist stöðugri en aðrir undirstöðumálmar og mikil eftir- spurn. Hækkaði í lok vikunnar í rúmlega 2.900 dollara tonnið. HRÁOLÍA. Sveiflur á benzínverði í Bandaríkjunum og minni eftir- spum í Evrópu höfðu áhrif á mark- aðinn. Staðgreiðsluverð á olíu úr Norðursjó lækkaði í innan við 17 dollara tunnan. GULL hækkaði í tæpa 378 dollara únsan vegna veikrar stöðu dollars. Við það styrktist SILFUR, sem hafði lækkað úr 4.85 dollurum í 4.40. KAFFI seldist í London á nýju metverði 1995, 3.225 dollara tonnið. Líkur á að Brasilía og fleiri fram- leiðslulönd dragi úr framboði. KAKÓ seldist á næstum því hæsta verði í hálft ár í London, rúmlega 1.025 pund tonnið. HVEITI. Verðið lækkaði í innan við 135 dollara tonnið úr 140 dollur- um fyrir skömmu vegna slakrar eft- irspumar. Búizt við hærra verði síð- ari hluta árs. SYKUR. Einnig búizt við hækkandi verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.