Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Imelda villá þing Trúverðugleiki mikilvægs vitnis O.J. Simpsons fer þverrandi Saksóknari gefur 1 skyn að vitni hafi verið mútað IMELDA Marcos, fyrrverandi for- setafrú á Fiiippseyjum, er á ný komin í sviðsljósið. Að sögn AP- fréttastofunnar hefur hún ákveðið að sækjast eftir kjöri til neðri deild- ar þings Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur teija nær öruggt að frú Marcos, sem er 65 ára, nái kjöri 8. maí nk. Hún er framjóðandi í einu fátækasta kjör- dæmi landsins, á eynni Leyte, þar sem faðir hennar hafði mikil ítök. Imelda Marcos lætur allt að 24 ára fangelsisdóm ekki aftra sér frá stjórnmálaþátttöku. Árið 1993 dæmdi undirréttur hana fyrir spill- ingu en hún áfrýjaði og gengur því laus gegn tryggingu. Staðfesti hæstiréttur dóminn gæti hún ekki gegnt þingmennsku. Spillingin blómstrar enn Marcos-fjölskyldan hefur verið sökuð um að hafa farið með opin- bera sjóði sem væru þeir hennar eigin og skotið milljörðum dollara undan sem lagðir hefðu verið inn á leynireikninga eða settir í fast- eignir víða um heim. Þrátt fyrir þetta hefur dregið úr fjandskap í garð íjölskyldunnar, meðal annars þar sem spilling og pólitísk fyrirgreiðslustarfsemi hef- ur blómstrað áfram. TRÚ VERÐU GLEIKI eina vitnisins, sem veitt getur íþróttahetj- unni 0, J. Simpson fjarvistarsönnun, fór; þverrandi er það bar vitni við réttarhöldin í fyrradag. Framburð- urinn var mótsagna- kenndur og stundum bar það við minnis- leysi. Gaf einn sækj- enda meir að segja til kynna, að vitninu, þjónustustúlkunni Rosa Lopez, hefði ver- ið mútað. Lopez fór hálfvegis undan í flæmingi er borið var á hana, að hún hefði tjáð vinkonu sinni, Silvia Guerra, að sér hefði verið borgaðir 5.000 dollarar fyrir að halda því fram, að Bronco-bif- reið O.J. Simpsons hefði staðið óhreyfð í heimkeyrslunni að bústað hans á þeim tíma sem lögreglan telur hann hafa verið annars stað- ar í borginni að ráða konu sinni, Nicole Simpson, og vini hennar bana. Hún sagðist í fyrstu ekki minn- ast þess, að hafa sagt Guerra, sem var þjónustustúlka á heimili skammt frá húsi Simpsons, að hún gæti sjálf unnið sér inn samsvarandi íjár- upphæð með því að halda hinu sama fram um bifreiðina og renna þannig stoðum undir framburð sinn. Tíu mínútum síðar neitaði Lopez því áð hafa gert Guerra boð af þessu tagi. Leit ekki á klukku Viðurkenndi Lopez reyndar, að hún hefði ekki litið á klukkuna um það leyti sem hún kveðst hafa veitt bif- reiðinni athygli. Minntist hún þess, að klukkan hefði verið 10 er hún hefði hún gengið til ýmissa verka áður en hún fór í göngutúr með heimilishundinn. í gönguferðinni segist hún hafa séð Broncoinn í heimreiðinni. Sagðist hún aldrei hafa nefnt tímasetninguna 10:15 er skýrsla var tekin af henni, eins og veijendur Simpsons höfðu hald- ið fram við réttarhaldið. „Eina sem ég sagði var að það hefði verið eftir klukkan 10.“ -Svo þú veist ekki hversu löngu eftir 10?, spurði Darden saksókn- ari. „Nei, herra,“ svaraði Lopez. Staðfest var, að hún hefði ekki minnst á það við nokkurn mann, hvorki vini, vandamenn né lög- reglu, að hafa séð bifreiðina við heimili Simpsons fyrr en rannsókn- arlögreglumaður ræddi við hana 29. júlí í fyrra, sjö vikum eftir að morðið var framið. Lopez sagðist ekki muna hvort hún hefði sagt við aðra vinkonu sína og fyrrum starfsstúlku fót- boltahetjunnar, Sylvianne Walker: „O.J. er stórkostlegur náungi og ég er tilbúin að vitna honum í hag hvar sem er og hvenær sem er.“ Peð í tafli verjenda? Hún játti því hinsvegar við yfir- heyrslurnar, að hún hefði haft ímugust á Nicole Simpson vegna þess að hún hefði löðrungað eina vinkonu hennar sem unnið hefði sem þjónustustúlka hjá Simpson- hjónunum. Sömuleiðis viðurkenndi hún að hafa logið að réttinum viku áður, að hún hefði ætlað að flýja land þar sem fjölmiðlar hefðu gert henni lífið óbærilegt. Hélt hún því fram við það tækifæri, hún hefði verið búin að panta sér far, en viður- kenndi svo í fyrradag, að það hefði ekki verið rétt. Meðan á vitnaleiðslunum stóð, hélt Christopher Darden aðstoðar- saksóknari, því fram, að frú Lopez væri peð í tafli veijenda Simpsons. Hann hélt því m.a. fram, að einn veijendanna, Johnnie Cochran, stjómaði framburði hennar með merkjagjöfum. Því neitaði Darden en sagði að hegðan sín er saksókn- ari hefði verið að spyija Lopez, svo sem hnuss og handahreyfingar, hefði verið ósæmileg. Peter Arenella, prófessor í lög- um við Kalifomíuháskólann í Los Angeles (UCLA), sagði í gær, að vitnisburður Lopez hefði „hrunið eins og spilaborg" og sett veijend- ur Simpsons í mikinn vanda. Skipti þrisvar um nafn Fram kom í dagblaðinu La Prensa Grafica í E1 Salvador, fyrr- um heimalandi þjónustustúlkunn- ar, að hún hefði skipt þrisvar um nafn. Við fæðingu hefði hún verið skírð Reyes Lopez. Síðar hefði hún breytt nafninu í Maria Reyes Mart- inez Lopez og enn síðar í Rosa Maria Lopez Martinez en að lokum tekið upp núverandi nafn, Rosa Lopez. Heimildir:fíeuter, Knight Ridd- er News Service. 0 Rosa Lopez Flokki Laars er spáð hruni í Eistlandi Slakað á eindreg- inni markaðs- hyggju og félags- aðstoð aukin? Tallinn. Reuter. ÞINGKOSNINGAR verða í Eist- landi á morgun og þótt efnahags- framfarir hafi verið miklar í landinu bendir allt til þess að stjórnarflokk- urinn, Föðurlandsflokkurinn, gjaldi afhroð. Honum er spáð 6% fylgi en KMU, fylkingu nokkurra miðju- flokka þar sem helstir eru Sam- steypuflokkurinn og Þjóðarflokkur dreifbýlisins, um 30%. Búist er við að eftir kosningar verði slakað nokkuð á eindreginni markaðs- hyggju sem ráðið hefur ferðinni í Eistlandi síðustu árin en háværar kröfur eru uppi um aukna félags- lega aðstoð. Miðflokki Edgars Savisaars,' fyrrverandi forsætisráðherra, er einnig spáð miklu fylgi en Savisaar hratt af stað markaðsumbótum 1991. Hann heitir því að tryggja félagslegt öryggi en jafnframt að ekki verði hróflað við meginatriðum markaðsstefnúnnar. Tiit Vahi, sem fer fyrir Sam- steypuflokknum, var forsætisráð- herra um hríð en varð að víkja fyr- ir tveim árum fyrir Mart Laar. Klofningur kom upp í Föður- landsflokki hins hálffertuga Laars sl. haust. Hann var forsætisráð- herra þar til í september en flokks- bróðirinn Andres Tarand hefur síð- an í reynd aðeins veitt forystu starfsstjórn vegna þess að Föður- landsflokkurinn naut ekki þing- meirihluta eftir klofninginn. Umbætur eða hrossalækning? Laaar stóð fyrir því að fylgt var kenningum ýtrustu fijálshyggju, allar hömlur á innflutningi voru afnumdar, verðlag gefið fijálst, nið- urgreiðslur aflagðar og þess gætt að ríkið safnaði ekki skuldum. Hag- vöxtur hefur verið með mesta móti í landinu og einkavæðing fyrirtækja gengið betur en í öllum öðrum fyrr- verandi sovétlýðveldum. Laar hefur á hinn bóginn verið sakaður um pólitískan einfeldnings- hátt, hann hafi beitt efnahagslegum hrossalækningum. í ungæðislegum ákafa sínum og umbótastefnu hafi hann fleygt öllum arfi frá sovét- skeiðinu á haugana þótt sumt hafi verið nothæft. Ekkert hafí verið skeytt um þær félaglegu þjáningar sem umskiptin hafi valdið. Hann og fylgismenn hans benda á að árangurinn hafi verið mikill, viðskipti við Vesturlönd aukast hratt og efnahagurinn er að rétta úr kútnum mun fyrr en flestir sérfræðingar höfðu þorað að vona. Rúmlega 1.200 frambjóðendur beijast um þingsætin, sem eru 101, flokkar og kosningabandalög eru samtals 16. KOSNINGAR I EISTLANDI Eistlendingar ganga að kjörborðinu á morgun og velja nýtt þing, en ríkisstjórnin missti meirihiutann í september sl. Ekki er gert ráð fyrir því að nokkur flokkur fái meirihluta og búist við óvissu áfram. r. FINNLAND EYSTRA- ” ‘ SALT •STal"nn t -C EISTLAND V: / Rlgaflói * Finnsklllól SAMV. SJÁLFST. RÍI EISTLAND LANDAFRÆÐI I Fólksfjöldi: 1,573,000 (áriö 1989), þar af voru 65%,Eistlendingar, 28% Rússar, 7% Ukraínumenn, Hvítrússar og Finnar Stæró: 45,100 ferkílómetrar Höfuöborg: Tallinn Trúarbrögö: Lúterstrú og rússn, rétttrúnaöarkirkjan EFNAHAGUR | Helstu atvinnuvegir eru skógarhögg, mjólkurvöruframleiösla og annar landbúnaður, þungaiönaöur er í noröurhluta landsins SAGA 1709 Eistland innlimaö í rússneska keisaradæmiö 1918 Eistlendingar lýsa yfir sjálfstæði um leið og Lettar og Litháar 1940 Rússar og Þjóðverjar gerðu með sér griðasáttmála 1939 og afleiðingin varð sú að Rússar innlimuðu Eystrasaltsríkin þrjú í Sovétríkin næsta ár 1989 Eistneska verður opinbert tungumál landsins í stað rússnesku 1990 Siálfstæðissinnar ná meirihluta á þingum ailra Eystrasaltsríkjanna. Eistland lýsir yfir fullveldi, verður lýðveldið Eistland, hættir að vera sovétlýðveldi æ 1991 Lýst yfir fullu sjálfstæði 20. ágúst § Stroku- piltur til New York London. Reuter. PETER Kerry, 14 ára breskur pilt- ur sem hratt af stað alþjóðlegri leit er hann strauk til Malasíu í síðustu viku, fór í gær til New York til þátttöku í sjónvarpsþætti. Bresk sjónvarpsstöð, Stöð-4, bauð Kerry til New York til þátt- töku í samtalsþætti. Foreldrar hans gáfu leyfí að þessu sinni en förin sætti harðri gagnrýni lög- reglu, kennara hans og stjórnmála- manna sem sögðu að verið væri að gera hetju úr dreng sem hefði sýnt slæmt fordæmi með strokinu. Fjöldi unglinga hefur apað eftir honum að undanförnu og hlaupið að heiman. Jacques Chirac tekur forystu í könnumim Helmingnr franskra kjós- enda er ennþá óákveðinn París. Reuter. TVÆR skoðanakannanir, sem birtar voru á fímmtudag, gefa til kynna að Jacques Chirac borgarstjóri í París, nái kjöri sem Frakklandsfor- seti í kosningum, sem fram fara í apríl og maí. Hann hefur tvisvar -áður verið í framboði en ekki haft erindi sem erfiði. Samkvæmt könnun Louis Harris- stofnunarinnar fengi Chirac 22% atkvæða í fyrri umferðinni, 23. apríl, eða sama hlutfall og Lionel Jospin, frambjóðandi jafnaðarmanna. Edou- ard Balladur forsætisráðherra fengi 21% atkvæða og samkvæmt því yrði kosið milli Chiracs og Jospins 7. maí. Könnunin leiddi þó í ljós, að um helmingur franskra kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn til frambjóð- enda. Fylgismenn Balladurs leituðu huggunar í þeirri staðreynd og sögðu að staðan gæti hæglega breyst á þeim sjö vikum sem eru til kosninga. Samkvæmt Louis-Harris könnun- inni færi Chirac með sigur af hólmi í seinni umferðinni, hlyti 56% at- kvæða en Jospin 44%. Chirac myndi sömuleiðis bera sigurorð af Ballad- ur, hlyti 51% atkvæða gegn 49% atkvæða forsætisráðherrans. í könnun CSA-stofnunarinnar er forysta Chiracs enn meiri. Fengi hann 24-25,5% atkvæða í fyrri um- ferðinni og ræðst það nokkuð af hveijir yrðu í framboði. Jospin fengi 23-24% og yrði í öðru sæti en Balladur 20% og yrði samkvæmt því úr leik. Fylgi hefur hrunið af honum undanfarið vegna símhlerunarhneykslis og njósnadeilu Bandaríkjamanna og Frakka. Samkvæmt CSA-könnuninni myndi Chirac vinna Balladur með 59% atkvæða gegn 41% og Jospin með 56% gegn 44%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.