Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Alþýðuflokkur Kosninga- fundir um helgina ALÞÝÐUFLOKKUR heldur opna kosningafundi á Norðurlandi og Vestfjörðum um helgina. í dag, laugardaginn 4. mars kl. 16 verður á Akureyri opinn fundur með frambjóðendum Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra í Kosningamiðstöðinni Brekkugötu 7. Gestur verður Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. Á morgun, sunnudag kl. 15 verð- ur opinn fundur með frambjóðendum flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í Kosningamiðstöðinni við Aðalgötu, Sauðárkróki. Jón Baldvin Hannibalsson verður gestur. Þá verður almennur stjórnmála- fundur á Hótel Isafirði á sunnudag kl. 15. Ræðumenn verða Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra og Ægir Hafberg sparisjóðsstjóri. , ♦ ♦ ♦ Opinn fundur Kvennalista KVENNALISTINN heldur opinn fund á Hótel Borg í Reykjavík í dag, laugardagsinn 4. mars kl. 14 um kvenfrelsi, mannréttindi og sam- ábyrgð. Frummælendur verða Guðný Guð- bjömsdóttir dósent, Ingibjöm Sólrún Gísladóttir borgacstjóri og Þórunn Sveinbjarnardóttir stjómmálafræð- ingur. Kvennalistinn í Reykjaneskjör- dæmi hefur opnað kosningaskrif- stofu á Dalshrauni 1, Hafnarfírði. Opnunarhátíð verður sunnudaginn 5. mars kl. 16-18. Kosningaskrif- stofan er opin virka daga frá kl. 15-18. Kosningastýra er Ingibjörg Guðmundsdóttir. FRÉTTIR Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á opnum fundi um lífeyrismál hmleiða þarf virka sam- keppni milli lífeyrissjóða FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að áður en tekin verði skref til aukins valfrelsis og aukinn- ar samkeppni milli lífeyrissjóða sé nauðsynlegt að koma starfandi sjóðum á traustan gmnn. Hann segir að næstu skref í lífeyrismálum landsmanna séu að breyta lífeyris- réttindakerfí opinberra starfs- manna almennt, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum, til samræmis við það sem gengur og gerist á vinnu- markaðnum. Þetta kom fram í ávarpi Friðriks á opnum fundi um umbætur í lífeyr- ismálum, .sem tvær af málefna- nefndum Sjálfstæðisflokksins og Landsmálafélagið Vörður stóðu fyr- ir í Valhöll í gær. Sex framsöguer- indi voru flutt á fundinum, en að flutningi þeirra loknum voru pall- borðsumræður. Friðrik Sophusson sagði m.a. í ávarpi sínu að nú þegar fjárhags- grunnur almenna lífeyrissjóðakerf- isins fari að teljast viðunandi sé mikilvægt að undirbúa vel ákveðin og markviss skref í þá átt að auka valfresti einstaklinga í lífeyris- spamaði og innleiða virka sam- keppni milli lífeyrissjóða. Hann sagði að til álita komi að skipta lífeyrisiðgjöldum upp þannig að fýrirfram ákveðinn hluti þeirra fari annars vegar til örorku- og líf- tryggingar og annar til ellilífeyris- tryggingar. Samhliða uppbyggingu lífeyrissjóðakerfísins þurfí að draga úr mikilvægi almannatrygginga- kerfísins, og lifeyristryggingar Tryggingastofnunar ríkisins eigi fýrst og fremst að vera öryggisnet fýrir þá sem af einhveijum ástæð- um hafí ekki kost á aðild að lífeyris- sjóðakerfínu. Engin heildarlöggjöf Ásta Þórarinsdóttir, hagfræðing- ur, benti á að eignir lífeyrissjóðanna í árslok 1994 hefðu verið 24-250 milljarðar króna, sem væri rúmlega 40% af peningalegum sparnaði í landinu. Þama væri því um mikil- vægan málaflokk að ræða, en samt sem áður væri engin heildarlöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða til hér á landi. Sagði hún skömm að því að ekki skuli hafa verið hægt að koma slíkri löggjöf í gegn á Alþingi, og koma á almennum reglum um t.d. stjómir lífeyrissjóða, ársfundi, fjár- festingar og eftirlit. Hún sagðist telja að afnema ætti aðildarskyldu að lífeyrissjóðum, en næst besti kosturinn væri að setja það í lög að sjóðsfélagar skuli hafa beinni aðgang að ákvarðanatöku um ráðstafanir á Ijármunum lífeyr- issjóða. Benedikt Jóhannesson, stærð- fræðingur, fjallaði um lífeyrisrétt- indakerfí opinberra starfsmanna, sem hann sagðist telja nauðsynlegt að breyta frá grunni. í árslok 1993 vom t.d. eignir lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna metnar á um 20 millj- arða króna, en áfallnar skuldbind- ingar á 80 milljarða, eða 60 millj- arða umfram eignir. Benedikt sagði að með lagasetn- ingu ætti að banna fyrirtækjum og stofnunum, og hinu opinbera al- mennt, að taka á sig lífeyrisskuld- bindingar, heldur byggja öll réttindi upp á söfnun. Það hefði verið talið fjarlægur möguleiki að hið opinbera gæti orðið gjaldþrota, en sá mögu- leiki væri ekki fjarlægur, og stór- hættulegt ef ekki væri sett undir lekann nú þegar. Hann sagði að meginástæðurnar fyrir því að ekkert hefði verið gert í þessum málum væm annars vegar valdaást ráðamanna í verkalýðsfé- lögum, sem tengja veru í lífeyris- sjóði við það að menn séu í ákveðnu stéttarfélagi og styðji þannig við völd þeirra einstaklinga sem þar eru í stjórn hveiju sinni, og hins vegar væri um að ræða dugleysi stjórn- málamanna sem ekki hefðu þorað að ráðast að þessu erfiða vanda- máli. Gífurlegt vald sjóðsstjórna Pétur Blöndal, stærðfræðingur, sagði að gallinn við lífeyrissjóðina væri í fyrSta lagi það misræmi sem fólgið væri í réttindum, í öðra lagi væri það hinn óleysti vandi opin- bem sjóðanna, og í þriðja lagi sér- eignasjóðir sem tækju enga áhættu af sjóðsfélögum. Hann sagði að vegna samspils almannatrygginga- kerfísins og lífeyrissjóðakerfisins, sem þó ynnu að mestu óháð hvort öðm, væri komin á nokkurs konar oftrygging sjóðsfélaga. Hugsanleg lausn á þessu væri að almanna- tryggingarnar tækju yfir hlutverk félagslegrar hjálpar sjóðanna, og lífeyrissjóðirnir stækki og tækju alveg yfir hlutverk lífeyristrygginga þjóðarinnar. Pétur gerði það sem hann kallaði gífurlegt vald stjórna lífeyrissjóð- anna að umtalsefni, en hann sagði nauðsynlegt að auka lýðræði innan sjóðanna. Hann sagði líklegt að eftir 4-5 ár yrðu öll helstu fyrir- tæki landsins í eigu lífeyrissjóð- anna, og því teldi hann mjög brýnt að sjóðsfélagar fengju að kjósa þá menn sem ráðstöfuðu fjárfestingum sjóðanna. Alþingiskosningarnar munu setja mikinn svip á efni fjölmiðlana á næstu vikum Fyrstu fundirnir verða í næstu viku KOSNINGARNAR og kosningabaráttan verða áberandi í dagskrá stærstu ljósvakamiðl- anna næstu vikumar. Haldnir verða framboðsfundir um allt land á veg- um útvarps og sjónvarps og hefjast fundimir í næstu viku. „Við ákváðum að þessu sinni að leggja áherslu á málefnin sem kosn- ingabaráttan snýst um,“ sagði Helgi E. Helgason fréttamaður sem hefur umsjón með kosningasjón- varpi Ríkissjónvarpsins. Kosningadagskrá Ríkissjón- varpsins hefst 10. mars með um- ræðum leiðtoga stjórnmálaflokk- anna. Samskonar umræðuþáttur verður einnig að kvöldi föstudagsins 7. apríl, kvöldið fyrir kjördag og er sá þáttur í samvinnu við Stöð 2. Þá stendur Sjónvarpið fyrir fjór- um umræðuþáttum í beinni útsend- ingu um helstu málaflokka stjóm- málanna. Mánudaginn 13. mars verður umræðuþáttur um mennta- og menningarmál, mánudaginn 20. mars verður þáttur um velferðar- kerfíð, mánudaginn 27. mars verður þáttur um atvinnu- og efnahagsmál og fimmtudaginn 3. apríl verður umræðuefnið Island og umheimur- inn. Flokkakynningar Sunnudaginn 26. mars og sunnu- daginn 2. apríl sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka í einstökum kjör- dæmum fyrir svömm í sjónvarpssal. Að venju verða flokkakynningar á vegum flokkanna sjálfra í Ríkis- sjónvarpinu og þar munu stjóm- málaflokkamir vinna sjálfir 15 mín- útna kynningarþætti um störf og stefnumál sín. Formenn þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga menn á Alþingi, sitja síðan fyrir svömm fréttamanna dagana kringum mán- aðamótin, einn á dag. Helgi E. Helgason sagði að kosningasjón- varpið sjálft yrði í hefðbundnum stíl. „Fyrst og fremst leggjum við áherslu á að koma kosningatölum á framfæri og spáum síðan í tölur og hræringar," sagði Helgi. Verk- og kerfísfræðistofan hf. mun sjá um tölvuspár og grafíska útfærslu á kosningatölum. Nokkur samvinna verður á milli sjónvarpsstöðvanna um útsendingu kosningatalna. Einnig munu stöðv- arnar senda sameiginlega út við- ræður við flokksleiðtoga á kosn- ingavökunni. Stöð 2 stendur fyrir borgara- fundum á fjóram stöðum á landinu þar sem ræða á stjómmálin á breið- um gmnni. Elín Hirst fréttastjóri, sem stjórnar fundunum ásamt Stef- áni Jóni Hafstein, sagði að ætlunin væri að hafa fundina með gamla kosningafundasniðinu þar sem fólk í salnum tekur virkan þátt í umræð- unum. Framboðsfundir í gamla stílnum Ifyrsti fundurinn verður á Sel- fossi 9. mars og ber yfirskriftina: Um hvað snúast kosningamar. Annar fundurinn verður á Akureyri 16. mars og fjallar um atvinnu- og byggðamál. Þriðji fundurinn verður í Kópavogi 23. mars og fjallar um velferð og ríkisumsvif, og fjórði og síðasti fundurinn verður í Reykjavík 30. mars þar sem formenn stjóm- málaflokkanna ræða um stöðu flokkanna. Að morgni fundardag- anna verður morgunútvarp Bylgj- unnar helgað fundarstöðunum. I 19.19 verður brugðið upp svip- myndum af formönnum stærstu stjórnmálaflokkanna sex. Elín sagði að fjallað yrði um Kvennalistann í því sambandi útfrá þeirri stefnu flokksins að hafa engan formann. Þá mun fréttastofa Stöðvar 2 gera vikulegar skoðanakannanir og verð- ur sú fyrsta birt næsta miðvikudag. Kosningasjónvarpið að kvöldi 8. apríl verður með hefðbundnu sniði á Stöð 2. Fyrirtækin OZ og Tölvu- myndir sjá um tölulega úrvinnslu og tölvugrafík. Eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2 um nóttina mun Bylgjan senda út kosningadagskrá þar til endanleg úrslit liggja fyrir. Sérstakur fréttatími helgaður kosn- ingunum verður á Stöð 2 í hádeginu á sunnudag. Hugmyndir flokksformanna Það nýmæli verður á kosninga- dagskrá Ríkisútvarpsins að tekin verða viðtöl við forystumenn stjóm- málaflokkanna um hugmyndir og veruleika í pólitík. Kári Jónasson fréttastjóri sagði, að Atli Rúnar Halldórsson frétta- maður myndi tala við stjórmálafor- ingjana. „Þetta verður ekki um dægurmálin heldur verður reynt að leiða í ljós hugmyndafræði hvers flokks og hvað hver flokksformaður er að hugsa,“ sagði Kári. Viðtölun- um verður útvarpað á Rás 1 og verður það fyrsta á dagskrá 11. mars. Ríkisútvarpið heldur að venju opna framboðsfundi í öllum kjör- dæmum landsins og verður fyrsti fundurinn 25. mars. Þar flytja full- trúar allra flokka stutt framsöguer- indi og geta þeir sem vilja lagt fram spumingar til frambjóðenda. Fund- unum verður útvarpað á Rás 1. Svæðisstöðvamar á fsafírði, Ak- ureyri og Egilsstöðum kynna fram- bjóðendur hver í sínu kjördæmi og yfirheyra þá um kosningamál. A Rás 2 verður Kosningaþjóðarsál, þar sem fulltrúum þeirra stjóm- málaflokka, sem bjóða fram í öllum kjördæmum, gefst kostur á að sitja fyrir svömm. Fastir fréttaþættir útvarpsins, Hér og nú og Fréttaauki á laugar- degi, snúast að mestu um pólitík fram að kosningum. Að kvöldi kjör- dags verður kosningaútvarp að venju og sagði Kári, að hin eina sanna kosningaspá útvarpsins yrði þar notuð. „Hún á rætur allt til ársins 1970 og hefur reynst nær óbrigðul. í síð- ustu kosningum, þegar mistök urðu í talningu á einum stað á landinu, trúði okkar kosningaspá ekki tölun- um og það kom í ljós að hún hafði rétt fyrir sér,“ sagði Kári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.