Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT BR YNJÓLFSDÓTTIR HILMIR REYNISSON + Margrét Brynjólfsdóttir fæddist í Meðaldal í Dýra- firði 4. október 1945. Hún lést á heimili sínu 3. febrúar sl. og fór jarðarförin fram 10. febr- úar. ÞEGAR mér bárust þær sorgar- fregnir föstudagsmorguninn 3. febr- úar að Magga svilkona mín hefði látist setti mig hljóðan. Ég gat varla trúað að það hefði gerst og komu minningarnar strax upp í huga mér. Það er mér svo í fersku minni snemma sumars 1964 rétt áður en við hjónin giftum okkur, vorum við að aka Reykjanesbrautina að ég sé bíl tilvonandi tengdaföður míns og mætum við þar Friðrik mági mínum og við hlið hans situr stelpa með Handrit afmælis- og minningargreina skuiu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit töivusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæll að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. sítt flagsandi hár og segi ég við konu mína: Nei, sást þetta, Frissi litli með stelpu. Jú, þar var þá Mar- grét skælbrosandi í bílnum með Frið- rik enda var hann tekinn á beinið og spurður spjörunum úr um þessa stelpu sem hann sást fyrst með. í brúðkaupi okkar hjóna 30. maí 1964 kynntumst við Möggu í fyrsta sinn og tókst þar mikil vinátta með okk- ur. Tæpu ári eftir þessa kynningu ganga þau í hjónaband, 15. apríl 1965. Þessi mynd af Möggu er mér í minni eins og þetta hafi gerst í gær. Minntist ég oft á þetta við Möggu og hló hún þá við. Þegar ég fór að kynnast Möggu betur sá ég hvað hún var vel gefin og fróð um marga hluti og þegar var verið að ræða hlutina þá var hún með svörin á hreinu. Um fjármál yar Magga fróðust enda reynslunnr ríkari úr þeim fjármálastofnunum þar sem hún starfaði um árabil. Við tengd- umst Möggu og Frissa sterkum böndum eftir þessi fyrstu ár, þar sem við byrjuðum að byggja saman okk- ar fyrstu íbúðir í sama húsi í Árbæj- arhverfi þegar það var að byggjast upp. Fæddust okkar börn þar og slitu þar fyrstu skónum. Á milli okk- ar var mikill samgangur enda stutt að fara þar sem við vorum í sama stigagangi. Mörgum stundum vorum við saman í leik og starfi, við áttum margar stundir saman í sumarhúsi MINNINGAR okkar í Grímsnesi, alltaf voru Frissi og Magga tilbúin að hjálpa til ef þess þurfti. í sumarhúsi hjá Möggu og Frissa, sem þau höfðu hjá Lands- bankanum í Grímsnesi, áttum við einkar ánægjulegar stundir, sérstak- lega á bátum á Álftavatni. Magga minntist oft á það þegar ég var að losa bátinn aftan úr jeppanum og var að gá hvort ég væri komin nógu langt og með hurðina hálfopna, að hún gaf mér væna gusu af vatni og ég elti hana á bílnum um alla strönd- ina og langt út í vatnið þangað til að ég komst ekki lengra, að ég sá Möggu standa úti í vatni langt upp í mitti og hún gaf mér langt nef. Svona var Magga. Einnig voru mörg ferðalögin sem við fórum saman inn- anlánds sem utan, einkum ánægju- leg ferðalög til Flórída sem við nut- um saman með börnunum okkar. Svona eru nú minningamar margar og góðar þegar þær eru riíjaðar upp. Nú eru börnin uppkomin, mörg þeirra búin að eignast börn, við orð- ín eldri og reyndari og atburðir ger- ast miður góðir, aðrir ánægjulegir svo sem útskrift Bjarneyjar við há- tíðlega athöfn 4. febrúar í Háskóla- bíói og störf Brynjars sem slökkvi- liðsmanns, sjúkrabílsstjóra og björgunarmanns, þeysandi um land- ið til bjargar, nú síðast á Súðavík. Þetta eru minningar sem hrannast UPP °g gleymast ekki. Ég vil að þessum orðum sögðum votta Friðrik mági mínum, börnunum Bjameyju og Brynjari og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Daníel Stefánsson. hHilmir Reynisson fæddist í Reykjavík 13. desember 1961. Hann lést af slysförum 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 27. febrúar. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt því drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson) Hinn 14. febrúar síðastliðinn kvaddi ég Hilmi vin minn í hádeg- inu er hann var að fara til Ólafsvík- ur. Ekki datt mér í hug að ég væri að kveðja þennan ljúfling í síðasta sinn. Um kvöldið fengum við þær fréttir að Hilmir hefði lát- ist í hörmulegu bflslysi. Nú þegar sárasta sorgin hefur örlítið rénað, hlaðast upp minning- ar um þennan ljúfa dreng sem við kynntumst fyrir alltof fáum árum. Við munum svo vel þegar hún Hanna okkar kynnti þennan unga mann fyrir okkur og við sáum að þarna var kominn stóra ástin í lífi hennar. Hann sýndi strax hvern mann hann hafði að geyma og vann hug okkar og hjörtu með glaðværðinni -og glettninni sem aldrei var fjarri honum. Seinna kynntumst við jákvæðninni og bjartsýninni sem hann sýndi við allt sem hann tók sér fyrir hendur og hinu óbilandi jafnaðargeði hans og hlátrinum sem kom manni allt- af í gott skap. Hann var blíðlyndur og greiðvikinn og sérstaklega skilningsríkur. Hann var Guðrúnu Maríu dóttur Hönnu sem besti faðir og-var stolt- ur af henni. Og mikil var gleðin þegar litli sólargeislinn hans, hún Ingibjörg Aldís, fæddist. Oft var unun að fylgjast með þeim feðgin- um, sem var gefinn svo lítill tími saman. Elsku Hilmir, þín er sárt saknað og sorgin er mikil sem mun von- andi dofna með tímanum og eftir munu standa ljúfar minningar um þig í hjörtum okkar um ókominn tíma. Elsku Hanna, Guðrún María, Ingibjörg Aldís og aðrir aðstand- endur, Guð styrki ykkur í sorg ykkar og söknuði. Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. . (Jónas Hallgrímsson) Auður, Árni Viðar, Pétur, Anna og Arnrún. RAD/\ UGL YSINGAR TILKYNNINGAR Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vand- aðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðsiur skulu útgefendur nota til þýðingar- launa. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1995 nemur 7,3 milljónum króna. Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðn- um fást í afgreiðslu menntamálaráðuneyt- isins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars nk. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Framsóknarvist Framsóknarvist verður hald- in sunnudaginn 5. mars kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Ólafur Orn Haraldsson flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir er kr. 500 (kaffiveitingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur. ATVINNUHÚSNÆÐI Hárgreiðslustofa Snotur hárgreiðslustofa til leigu í Hafnarfirði með tækjum - eða tækjum til sölu. Upplýsingar í símum 650271, 92-46773, 654158 eða 652140. Atvinnuhúsnæði óskast Hef kaupanda að verslunar- eða skrifstofu- húsnæði, sem í eru traustir leigjendur með langtímasamninga. Verð má vera allt að kr. 100.000.000. Um er jafnvel að ræða staðgreiðslu fyrir rétta eign. Þorfinnur Egilsson, lögmaður, Suðurlandsbraut 12, 108 Rvík, sími 5684270, fax 684346. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Aðalstraeti 31, Patreksfirði, þingl. eig. Is hf., gerðarbeiðendur sýslu- maðurinn á Patreksfirði og Vesturbyggð, 8. mars 1995 kl. 15.00. Aöalstræti 39, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eig. Kristjana Guðný Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Vesturbyggð, 8. mars 1995 kl. 15.30. Aðalstræti 51, e.h., Patreksfirði, þingl. eig. Birgir Ingólfsson, gerðar- beiðendur sýslumaöurinn á Patreksfirði og Vesturbyggð, 8. mars 1995 kl. 16.00. Brunnar 6, 450 Patreksfiröi, þingl. eig. Eiður Thoroddsen, gerðarbeið- endur sýslumaðurinn á Patreksfirði og Vesturbyggð, 8. mars 1995 kl. 16.30. Dalbraut 42, Bíldudal, þingl. eig. Gunnar Valdimarsson, gerðarbeið- andi Skeljungur hf., 8. mars 1995 kl. 19.00. Fiskim.verksm. + vélar, tæki og áhöld, Strandgötu 2, Bíldudal, þingl. eig. Sæfrost hf., gerðarbeiðandi Fiskveiðasjóður íslands, 8. mars 1995 kl. 18.00. Hraðfrystihús + vélar, tæki og áhöld, Strandgötu 1, Bíldudal, þingl. eig. Sæfrost hf., gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður tslands, Flói hf., Lífeyrissjóður rafiðnaöarmanna, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sandfell hf., 8. mars 1995 kl. 18.30. Sigtún 6, Patreksfirði, þingl. eig. Ásgeir Einarsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Eyrasparisjóöur, 8. mars 1995 kl. 17.00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 2. mars 1995. Smá ouglýsingar I.O.O.F. 7 = 176 347 =KKV. Kristalsskóli íslands Við erum að fara í gang með nýtt námskeiö í kristalheilun i húsakynnum Sálarrannsóknar- skólans á Suðurlandsbraut 16, mánudaginn 6. mars kl. 19.30. Nánari upplýsingar i símum 92-13812 og 92-15863. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Eiríkur Sigurbjörnsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. ! ÚTIVIST Dagsferðir sunnudaginn 5. mars Kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum og Geysir. Ekið austur Grfms- nesið og að Geysi. Þaðan að Gullfossi. Gengið verður niöur með gljúfrinu ef færð leyfir. Verð kr. 2.200/2.400,-. Kl. 10.30 Skiöaganga í Innstad- al. Gengið verður í Innstadal af Hellisheiöi og síðan um Sleggju- belnsskarð. Verð kr. 1.000/1.100,-. Brottför í dags- ferðirnar er frá BSÍ bensínsölu. Miðar við rútu. Árshátið Útivistar 1995 verður haldin laugardaginn 25. mars í Hlégarði. Mætum öll og höldum upp á 20 ára afmæli Útivistar. Miðasala og uppl. é skrifstofu Útivistar. Útivist. Söfnuðurinn ELÍM Grettisgötu 62 Almennar kristilegar samkomur sunnudaga kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. Færeyskur þáttur á OMEGA sunnudaginn kl. 11.00 f.h. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 5. mars: 1) Kl. 10.30 Hellisheiði (milli hrauns og hlíða) f átt að Brún- kollublettum, þaðan að Kamba- brún, ski'ðaganga. Örugg leiö, engin gil. Gengið í 4-5 klst. 2) Kl. 13.00 Hellisheiði-Kamba- brún, skíðaganga. Þægileg gönguleiö frá Hveradölum að Kambabrún. 3) Kl. 13.00 Stóri-Meitill-Eld- borg. Gengið verður á Stóra Meitil (514 m) við Þrengslaveg og að Eldborg. Ferðafélagið minnir farþega á nýju fjallabókina. Á sunnudaginn verður hægt að byrja „að safna fjöllum"! Brottför í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 1.200. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Atlir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hallgrímur Guðmannsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Svanur Magnússon. Þriðjudagur: Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Sameiginleg bænasamkoma kristinna safn- aða í Fíladelfíu kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.