Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ÍH/WN £é Ap \ \ Rft/NA #£>L/ír4Í l //„*„/ / wnnumaorana \HAHtJpE$slj)\SmFHA \ ------'/ u9g>?f’élag ! ■ {HVAWtlC sW///. -^W/. All RigíteRes«wlSerV,C08’ Grettir THERE THEY 60 A6AIN.. I CAN MEAR THOSE C0WTE6 H0WLIN6 NO.THIS 15 5ALLY.. 15 THI5MY5WEETBABBOO? HAVEYOU CALLEP TO A5K MET0 60T0THE M0VI6S? Þarna byrja þeir aftur. Ég get heyrt sléttuúlfana ýlfra. Halló Kalli Nei, þetta er Sally, er þetta Heimsku sléttuúlf- Bjarna. Búbú sæti? Ertu að hringja arnir. til að bjóða mér í bíó? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til innheimtudeildar Ríkisútvarpsins Frá Hrólfi Hraundal: Ófreskjur Á ÞEIM tímum þegar ófreskjur voru upp á sitt besta þá voru líka til ofurmenni, vegna þess að ófreskjur eru fyrirbæri sem venju- legt fólk ræður ekki við. En þótt nútíma ófreskjur blási ekki eldi og dengi sverð með and- fýlu þá eru þær engu að síður erfiðar viðfangs, og þá sérstaklega sökum skorts á ofurmennum. Ég hef átt í allnokkru basli með svona ófreskju nú um nokkurn tíma enda ekki göldróttur að neinu marki. Innheimtudeild Þannig er mál með vexti, að sjónvarpið mitt hefur ekki verið í notkun og hefur-verið svo lengi. Þessvegna hringdi ég í inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins í júní 1994 og fór fram á að losna við að greiða það sem þar er kallað afnotagjald. f’ulltrúi ríkisútvarpsins í síma sagði mér að ég yrði að senda bréf. Símtal dygði ekki í þessu efni, og leyfði ég mér að skilja að hún teldi visku mína ekki leka út um eyrun. Bréf skrifað Eftir snuprur þessa gáfaða full- trúa ríkisútvarpsins í síma þá skrifaði ég bréf dagsett 12.7. ’94. Var það stílað á Ríkisútvarpið inn- heimtudeild og fór ég þar framá að losna við að greiða afnotagjald þar sem sjónvarpið mitt væri geymt í vörugámi og því ekki um nein afnot að ræða. Við þessu bréfi hef ég aldrei fengið önnur svör en fleiri reikn- inga og hækkaða reikninga. Tvö bréf skrifuð Þar sem mér hafði verið bannað að hringja í innheimtudeildina varðandi þessi mál, þá sá ég mig tilneyddan að skrifa annað bréf, og var ekki kátur. Við þessu bréfi fékk ég þó við- brögð um síma, þar sem ég var beðinn um allar upplýsingar varð- andi málið þar sem fyrsta bréfið fannst ekki. Gerði ég svo sem um var beðið og sendi stofnuninni í ábyrgðarpósti. Svör við þessu bréfi hef ég held- ur aldrei fengið önnur en marga reikninga, hótun um lögsókn og nú síðast kröfu frá lögfræðingi. Ofurmenni vantar Ég hef því ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ríkisútvarp- ið/Sjónvarp og mun ég ekki senda því fleiri bréf og vil ég hvorki sjá það né heyra og þaðan af síður vil ég fá þaðan símhringingar, rukkanir eða hótanir. Geti þetta ekki gengið eftir, þá sé ég fáa kosti aðra en að flýja land. Annar kostur gæti verið, að kæra stofnunina fyrir dómstól, ef finnst, með vald yfir þessari ís- lensku ríkisófreskju. Þó væri trúlega snjallast, að smíða atgeir, eða fá hann lánaðan hjá Ingólfi frænda á Arnarhóli og moka þessu nauðgunarkerfi i gröf- ina. HRÓLFUR HRAUNDAL, Fellasneið 1, Grundarfirði. Frekja kennara Frá Ólafi Finnbogasyni og Hildi Björgu Hafstein: í VERKFALLI kennara sem hefur staðið yfir frá 17. febrúar hafa þær raddir heyrst að kennarar fari fram á launahækkanir um- fram aðra sambærilega hópa og sýni þetta einungis frekjuna í kennurum. Ef litið er á meðaldagvinnulaun kennara sést að laun kennara í HÍK hafa hækkað um 14.823 krónur á tímabilinu mars 1990 til september 1994 og laun félaga í KI um 11.469 krónúr. Til viðmið- unar má geta þess að á sama tíma- bili hafa laun ljósmæðra hækkað um 24.745 krónur og heilbrigðis- félaga innan BHMR um 23.885 krónur. „Frekjan“ í kennurum er sú að vilja leiðréttingu á kjörum sínum til jafns við þessar stéttir, en störf þeirra krefjast álíka menntunar, frumkvæðis og ábyrgðar. „Frekjan“ í kennurum er líka sú að vilja ekki taka á sig aukna vinnu fyrir sáralitlar launahækk- anir. í kjaraviðræðunum hefur verið fjallað um að fjölga kennslu- dögum og auka viðveru kennará í skólum án lækkunar á kennslu- skyldu. Núverandi kennsluskylda samsvarar 1.800 klukkustundun| á ári líkt og vinnuskylda annarra ríkisstarfsmanna. Ef kennarar eiga að bæta á sig vinnu verður ríkið að vera tilbúið að greiða fyr- ir það sanngjarnt verð. „Frekjan" í kennurum er sú að vilja efla skólastarf í landinu og þrýsta á stjórnvöld að fylgja menntastefnu sinni eftir í verki. ‘ ÓLAFUR FINNBOGASON, kennari í KÍ, HILDUR BJÖRG HAFSTEIN, kennari í HÍK, Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framv(»gis varðveitt ! Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinq efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.