Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 19 ÚRVERINU Norðursjórinn Minni þorskkvóti Brussel. Reuter. NOREGUR og Evrópusambandið, ESB, hafa gert með sér fiskveiði- samning fyrir yfirstandandi ár og tekur hann gildi um næstu mánaða- mót. Mesta athygli vekur, að heild- arþorskkvótinn í Norðursjó verður minni en fiskifræðingar lögðu til. Samningurinn tekur alls til veiða á 1,5 milljónum tonna úr sameigin- legum fiskstofnum Noregs og ESB- ríkjanna en mestur ágreiningur var um makrílinn. Þorskkvótinn í Norðursjó á þessu ári verður 120.000 tonn og var ákveðið að hafa hann minni en fiski- fræðingar lögðu til í þeirri von, að stofninn nái að vaxa en hann hefur verið á niðurleið í mörg ár. Ýsukvót- inn verður einnig 120.000 tonn, skarkoli 115.000 tonn, lýsa 81.000, ufsi 107.000 og síldarkvótinn 440.000 tonn. Ný Helga verður smíðuð í Noregi íslenzkar skipasmíðastöðvar buðu ekki í smíðina ÍSLENZKAR skipasmíðastöðvar treystu sér ekki til að bjóða í smíði nýs skip fyrir Ingimund hf. Helgu RE, sem fyrirhugað er að smíða, fáist til þess fyrirgreiðsla Lands- banka Islands og Fiskveiðasjóðs. Tilboð í smíði skipsins voru opnuð í gær og barst ekkert innlent tilboð í þær. Tilboð bárust í smíðina frá Nor- egi og verðru einu þeirra væntan- lega tekið. Stefnt er að því að skip- ið verði tilbúið til að veiða að ári, eða við upphaf úthafskarfavertíðar. Ingimundur hf. gerir nú út tvö skip, Helgu RE og Helgu II RE. Helga RE er gerð út á rækju og leggur upp í verksmiðju fyrirtækisins í Siglufirði, en Helga II stundar bæði veiðar á bolfiski, rækju og loðnu. Bæði skipin verða úrelt vegna kaup- anna á nýja skipinu. ÁHÖFNIN á Stafnesi KE. 400 tonn af ufsa á hálfum mánuði * Sandgcrði. Morgunblaðið Oddur Sæmundsson og áhöfn hans á STAFNESI KE 130 hafa staðið í ströngu sl. hálfan mánuð. Mánu- daginn 13. febrúar lögðu þeir netin, 60-70 mílum vestur af Sandgerði, var þetta í fyrsta skipti sem net hafa verið lögð á þennan stað. Ár- angurinn lét ekki á sér standa, net- in bókstaflega fylltust af stórum og góðum ufsa. Nú tveimur vikum síðar, hafa þeir landað 400 tonnum í aðeins 9 sjóferðum. Það er því ekki mikið um hvíld um borð í Staf- nesinu, það er landað og sleppt. Stímin eru notuð til að sofa, en um sjö tíma stím er á miðin. Oddur segir þessa ufsaveiði góða búbót í kvótaleysinu, hann fái ufsakvótann leigðan á 5-7 kr. kg á meðan þorskkvótinn er leigður á 90 kr. kg. Hann selur ufsann á Fiskmark- aði Suðurnesja og er að fá þetta 51-74 kr. fyrir hann óslægðan. Hann segir um tíu netabáta vera á þessum nýju miðum, og séu þeir allir að fá ágætis afla. Strákarnir á Stafnesinu telja því ijarstæðu, að talan 13 sé óheillatala eða mánu- dagur séu til mæðu, þeir hafi af- sannað það. Minna á þýskan markað MIKILL samdráttur var í löndunum í Þýskalandi á síðasta ári og sem dæmi má nefna, að veltan á mark- aðinum í Bremerhaven var 28% minni en 1993. Munaði þar lang- mest um minni landanir íslenskra togara. Umsvifín í Cuxhaven jukust raunar nokkuð en í Hamborg var 11% samdráttur og í höfnunum þremur var hann 16,5%. Fóru alls 39.340 tonn um markaðina. í Bremerhaven var alls landað 302.253 tonnum og voru landanir þýskra skipa aðeins 1.316 tonn. lönduðu yfirleitt erlendis. Um mark- aðinn fóru 24.229 tonn, 9.367 tonn- um minna en 1993, og munaði mestu um 5.000 tonna samdrátt í löndunum íslenskra skipa. íslend- ingar stóðu undir 96% af löndunum erlendra skipa í Bremerhaven og 91% af sölunni á markaðinum. 1 Cuxhaven jókst sala á markað- inum um 16%, meðal annars vegna landana 18 breskra togara auk þess sem þangað komu flest úthafsveiði- skipin. Um markaðinn í Hamborg fóru 1.740 tonn, aðallega af íslensk- um skipum. 24.febr.-5. mars Á Hönnunardögum 1995 er leitast við að gefa þver- skurð af áhugaverðri íslenskri hönnun og framleiðslu á henni. Sýningarnar spanna ólík svið hönnunar og fela í sér kjörið tækifæri fyrir fyrir- tæki, lærða og leika, til að fylgjast með því nýjasta í íslenskri hönnun. HAFNARHÚS Húsgagnaarkitektar Framleiðendur húsgagna og innréttinga Form ísland GEYSISHÚS Textílhönnuðir Leirlistamenn Gullsmiðir GAMLA MORGUNBLAÐS- HÚSIÐ Iðnhönnuðir IÐNÓ Arkitektar Landslagsarkitektar Fataiðnir KRINGLAN Grafískir hönnuðir mmm OPIÐ ALLA DAGA 12-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.