Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 45 GÍSLIÓLAFSON + Gísli Ólafson var fæddur 1. maí 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Sel- tjarnarnesi 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 24. febrúar. LÁTINN er löngu fyrir aldur fram Gísli Ólaf- son, traustur og gegn samferðamaður um meira en aldarfjórð- ungsskeið á vettvangi vátrygginga- mála og vátryggingastarfsemi, svið sem hann, eins og undirritaður, hefur helgað mikinn hluta starfs- ævi sinnar, þótt frá ólíkum bæjar- dyrum hafi verið horft, einatt þó í sömu átt. Við áttum mikil og góð samskipti meðan hann var forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. sem hann byggði upp frá grunni til eins af stærstu og traustustu vátiygg- ingafélögum þessa lands. Hann var einnig forstjóri og stjómarmaður ýmissa annarra vátryggingafélaga og áhrifamaður í stjóm Sambands íslenskra tryggingafélaga þar sem hann sat oft og var stjómarformað- ur um skeið. Hann var alla tíð ein- arður og skeleggur fulltrúi vá- tryggingastarfseminnar og einn þeirra sem átt hafa þátt í að móta þróun hennar á miklu breytinga- skeiði og rist hafa rúnir sem munu standa í þessari sérstæðu og vanda- sömu starfsgrein sem h’ann hafði farsæl afskipti af um meira en fjög- urra áratuga skeið. Samskipti okkar urðu óhjá- kvæmilega mikil og tíð eftir að undirrituðum var falið fyrir rúmum tveimur áratugum að vera í for- svari fyrir þeirri opinberu stofnun, Vátryggingaeftirlitinu, sem eftirlit hefur með vátryggingastarfsem- inni samkvæmt sérstökum lögum sem gilda um þessa starfsgrein. Gísli var einmitt for- maður Sambands ís- lenskra tryggingafé- laga árin sem frum- varp til laga um vá- tryggingastarfsemi var í smíðum og fyrstu lög um þetta efni voru sett hér á landi á árinu 1973. Kynni okkar hófust þó fyrr, er við báðir störfuðum hjá vá- tryggingafélögum á sjöunda áratugnum og fyrir alvöru eftir að ég gerðist starfsmaður íslenskrar endurtryggingar hf. Samskipti þess félags og Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf. voru náin, m.a. vegna endurtrygginga og höfðu verið lengi. Minnisstætt ér þegar ég varð þeirra forréttinda aðnjótandi sem starfsmaður vá- tryggingafélags að taka þátt í árs- hófi Sambands íslenskra trygg- ingafélaga og Gísli, þá formaður samtakanna, hélt allhvassa ræðu um þau lög um vátryggingastarf- semi sem í vændum voru hér á landi. Undirritaður var þá á leið á þá braut að hafa hönd í bagga um uppbyggingu opinbers eftirlits með þessari starfsemi og hafði raunar haft afskipti af þeim frumvarps- drögum sem lögð höfðu verið fram. Samtök vátryggingafélaganna höfðu vissulegá beitt sér fyrir laga- setningu á þesu sviði, en lögin urðu ekki alveg eins og þau kusu. Það var nýmæli hér á landi að þessi starfsemi ætti að vera undir eftir- liti sérstakrar stofnunar á vegum hins opinbera. Slíkt eftirlit hafði raunar verið um langt skeið í öðrum löndum, jafnvel frá því fyrir sein- ustu aldamót. Menn sáu vátrygg- ingar hér á landi á þeim tíma meira frá sjónarmiði þeirra sem þjón- ustuna seldu en þeirra sem hana kaupa og bóta eiga að njóta. LögLn gengu þó í raun töluvert skemmra í átt til opinberra afskipta í ýmsum MII\II\II[\IGAR atriðum en víða annars staðar. Gísli taldi þau raunar ganga mun lengra. Hafði hann sem sannur sjálfstæðis- maður og áhugamaður um einka- framtak og takmörkun opinberra afskipta af hvers konar viðskipta- starfsemi efasemdir um ágæti þeirra laga sem sett voru í tíð vinstri stjórnar sem þá sat um skeið. Þetta er riijað upp hér því að Gísli reyndist þegar á hólminum var komið fremstur í flokki þeirra sem vildu uppfylla öil þau skilyrði sem nýsett lög kváðu á um og fylgja vildu í hvívetna öllum þeim reglum sem settar voru og svo var alla tíð. Markmið lagasetningar á þessu sviði, þar sem félagsleg starf- semi er rekin á grundvelli einka- rekstrar, er fyrst og fremst að gæta hagsmuna neytenda. Gísli kunni manna best skil á því hvern- ig sameina má í framkvæmd þessar að því er virðist ósættanlegu þver- stæður. Engan vissi ég sem meira var í mun að ekki yrði hallað á bótaþega og rétt þeirra þegar áföll og óhöpp bera að höndum, jafn- framt því sem viðskiptasjónarmiðin voru í heiðri höfð og hagsmunir hluthafanna. Gísli Ólafsson bjó yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á þessu sviði sem flyst áfram frá þeim sem óhjákvæmilega hverfa af vettvangi til þeirra sem taka við. Þeir sem nutu leiðsagnar hans hafa hlotið ríkulegt veganesi. Með Gísla er genginn einn hinna ötulustu og virtustu manna á þessu sviði, eng- inn velktist í vafa um skoðanir hans, sem hann sagði ávallt um- búðalaust. Jafnan var hann hjarta- hlýr og einn þeirra sem ávallt var ljúft að hitta og eiga viðræður við. Með okkur þróaðist vinátta eftir því sem árin liðu, skilningur á starfssviði hvor annars og, eins og ég hef ástæðu til að ætla, gagn- kvæm viðurkenning á hlutverki og stöðu. Samskiptin áttu sér stað í tengslum við okkar störf, ekki í einkalífi, og á ólíkum vettvangi. Á þau samskipti hefur engan skugga borið öll þessi ár. + Kristín Bjarna- dóttir fæddist á Deildará í Múlasveit í Barðastrandar- sýslu 11. júní 1898. Hún lést á Ljósheim- um á Selfossi 23. febrúar síðastliðinn á 97. aldursári. For- eldrar hennar voru Bjarni Jónsson bóndi á Deildará, seinna verkamaður í Flatey á Breiða- firði, og kona hans, María Jósepsdóttir. Kristín ólst upp með foreldrum sínum á Deildará og í Flatey, en fór 18 ára gömul frá Flatey til Reykja- víkur. Hún var eiginkona Guð- mundar Jónssonar bónda í Þor- lákshöfn og Eyði-Sandvík, f. 22. nóvember 1896, d. 26. febrúar 1982. Bjuggu þau fram á efri ár í Eyði-Sandvík, en Iétu hin seinni ár búið í hendur næstelsta sonar síns, Sigurðar. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 2. júlí 1931, starfsmað- ur við Mjólkurbú Flóamanna, búsettur á Selfossi. 2) Maria KRISTÍN í Eyði-Sandvík kom á besta aldri sínum hingað í sýslu og varð ráðskona Guðmundar Jóns- sonar í Þorlákshöfn árið 1929 en hann hafði árið 1927 tekið við þeirri miklu jörð. Hafði hún þá verið í eyði. En vel fórst þeim Kristínu og Guðmundi búskapurinn í Höfninni þar sem þau komu upp góðu fjár- búi; voru þau reyndar síðustu fjár- bændur í Þoriákshöfn. Guðmundur var á heimaslóðum, fæddur að Bakka í Olfusi og alinn upp á Læk Helga, f. 31. október 1933, giftist fyrst Guðmundi Sigurðs- syni í Reykjavík, en að honum látnum Sigurði Leifssyni rafvirkjameistíira. Börn Maríu eru Kristín, Þorlákur og Rósa. 3) Sigurður, f. 2. maí 1936, bóndi í Eyði-Sandvík, kvæntur Eygló Gunnlaugsdóttur frá Vestmannaeyjum og er sonur þeirra Guð- mundur. 4) Krist- mann, f. 17. júní 1939, gjaldkeri Mjólkurbús Flóa- manna, búsettur á Selfossi, og Bjarni, f. 14. maí 1941, bifvéla- virki á Selfossi, kvæntur Rann- veigu Jónsdóttur póstfulltrúa. Áður átti Kristín soninn Jóhann Vestmann Róbertsson, f. 17. júlí 1922. Hann er bifvélavirki í ReyHjavík, kvæntur Sesselju Bergsteinsdóttur. Kristín verður jarðsungin frá Stokkseyrar- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. í sömu sveit og hugðu þau Kristín ekki á annað en áframhaldandi búskap í Þorlákshöfn. En Höfninni var annað hlutverk ætlað. Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri á Selfossi vildi gera þar alhliða út- og innflutningshöfn ásamt verstöð sem og síðar varð. Hann taldi bú- skap þarna standa framförum stað- arins fyrir þrifum og sagði Guð- mundi upp ábúðinni laust fyrir síð- asta stríð. Allt var þó í góðu milli þeirra Guðmundar og Egils og tók Egill að sér að sjá þeim Kristínu fyrir jafn veglegri jörð. Það var stórbýlið Kaldaðarnes í Flóa sem komst í eigu ríkisins árið 1940. Skemmst er frá því að segja að þessi jarðaskipti urðu þeim Kristínu og Guðmundi mikil vonbrigði. Strax við byijun ábúðar var jörðin tekin herskildi af breska setuliðinu enda var talið flugvallarstæði gott á Kaldaðarnesflötum. Fjölskyldan flutti að vísu að Kaldaðarnesi og hóf þar voryrkjur og sumarstörf. Hafði Guðmundur síðar orð á því við mig að þegar breski herinn renndi í hlað hefði hann verið búinn að kaupa kýrnar í Kaldaðarnesi á uppboði því sem haldið var eftir fráfarendur. Fannst honum eins og þá yrði ekki aftur snúið. Að því hlaut þó að koma að búskapur þessi samrýmdist ekki hernaðarumsvifum breska heims- veldisins. Þann 27. júlí 1940 kom fulltrúi íslenska ríkisins að Kaldað- arnesi, á besta þurrkdegi sumarsins og Guðmundur með 100 hesta flata. Rak fulltrúinn Guðmund og ijölskyldu hans burt og urðu þau að fara samdægurs. Tóku þau upp allt sitt og fluttust niður að Eyrar- bakka. Þar vildi þeim til happs að helmingurinn af húsinu á Eyrar- bakka var þá laus, og fengu þau þar inni í tæpt ár. Fæddist þar yngsta barn þeirra, Bjarni, og er Kristín seinasta konan sem fætt hefur barn í Húsinu á Eyrarbakka. Eftir þetta erfiða ár gekk þeim Kristínu og Guðmundi allt í hag- inn. Þau fengu ábúð á Eyði-Sand- vík í Sandvíkurhreppi vorið 1941 og bjuggu þar síðan alla tíð. Síðar keyptu þau þá jörð í félagi við Sig- urð son sinn og búnaðist þar vel meðan kraftar leyfðu. Er Guð- mundur dó árið 1982 flutti Kristín fljótt að Selfossi í skjól Jóns sonar síns og reyndar átti Kristmann sonur hennar íbúð í sama húsi. KRISTIN BJARNADÓTTIR Mest þykir mér um vert góð kynni og um skilning hans og virð- ingu fyrir sjónarmiðum annarra, þótt eigi væru menn alltaf sam- mála, einarðan málflutning og við- mót alla tíð, þannig að ljúft var að vera samskiptum við hann. Ávallt var maður ríkari eftir að fundum hafði borið saman. Þetta ber allt að þakka að leiðarlokum. Við Áslaug vottum eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum innilega samúð. Erlendur Lárusson. Af vettvangi er horfinn mikils- virtur maður, Gísli Ólafson. Þegar ég tók við formennsku í Sjálfstæðis- félagi Seltirninga 1986 hafði ég ekki mikla reynslu af því að starfa í pólitísku félagi og þurfti ég stund- um að leita til mér reyndari félaga með ýmislegt sem þurfti að gera. Ég fann fljótlega að Gísli var öllum öðrum fremri hvað varðaði félags- lega reynslu og innsýn. Gísli var mjög sterkur persónuleiki og ef hann sagði eitthvað vera réttara en annað var aldrei vafi með fram- kvæmdina. Það var sérstaklega auðvelt að ræða við þennan stóra og sterklega mann um nánast hvað sem var. Hann reyndist Sjálfstæðis- félaginu á Seltjarnarnesi afar vel og var alla tíð einn af máttarstólp- um félagsins. Ég vil fá að þakka Gísla fyrir þann styrk sem hann veitti mér, af mönnum eins og Gísla lærir maður margt og þannig von- andi varðveitist reynsla og þekking milli kynslóða. Ég hef starfað með Ásgerði dóttur Gísla undanfarin ár. í Ásgerði sé ég marga af kostum Gísla, áræðni og festu sem Gísli og Ingveldur hafa kennt börnum sínum á lífsleiðinni. Við jarðarför Gísla sagði séra Frank M. Halldórsson orð sem mér falla ekki úr minni, þau lýsa því nákvæmlega hvernig tilfinning greip mig og örugglega marga aðra við fréttina um fráfall Gísla Ólaf- sonar: „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Ég þykist vita að Gísli muni starfa annars staðar í framtíðinni, Átti hún þar hæga daga í mörg. ár uns heilsu hennar tók að hraka. ’Síðustu árin dvaldi hún að Ljós- heimum á Selfossi og fékk þar hægt andlát. Kristín í Eyði-Sandvík var hæg í fasi og framkoma hennar notaleg. Hún var fríðleikskona,' nett og meðalhá vexti, bjart yfir svipnum enda brá hún seint skapi. Ekki tranaði hún sér fram og var þó vel mannblendin hvar sem hún fór. Hún átti léttan og mildan hlátur, kunni vel að taka grSeskulausu gamni og launaði líku líkt. Afburða góð var hún heim að sækja og stóð vel við hlið manns síns sem var vinmargur og bjó eins og við þjóð- götu. Sem barn reyndi ég Kristínu að frábærri gestrisni og veit manna best hversu óljúft henni var allt manngreinarálit. Kristín Bjarnadóttir var ham- ingjukona, sem lifði hljóðlátu lífi. Hún lét einnig vel af sér í elli sinni, sem hún átti langa, og var vel um hana hugsað af börnunum, bæði nær og fjær. Ég hygg að hún hafi ekki átt sér óvin og kveð þessa ágætu búkonu og nágranna minn með eftirsjá. En ég veit að hún á nú góða heim að sækja. Börnum hennar og niðjum votta ég djúpa samúð. Pall Lýðsson. Margt kemur í hugann er ég sest niður til að festa á blað fáein minningar- og þakklætisorð um fyrrum nágrannakonu Kristínu í Eyði-Sandvík, en þar var hún hús- móðir frá 1941 þar til sonur henn- ar tók við húsforráðum fyrir all- mörgum árum. Hún bjó síðan í skjóli hans þar til hún fór til dvalar á Ljósheimum á Selfossi þegar heilsu hennar fór að hraka. Þannig hagar til að á milli æsku- heimilis míns og Eyði-Sandvíkur er ekki nema fárra mínútna gang- ur. Samskipti heimilanna voru því ég veit að þar mun hann verða áfram foringi og ráðunautur. Hildur Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisfélags Seltiminga. Sláttumaðurinn með ljáinn gerir ekki ætíð boð á undan sér. Svo var nú þegar Gísli Ólafson og síðar stjórnarformaður Tryggingamið- stöðvarinnar hf. var burtu kvaddur. Þrátt fyrir fjölmörg og erilsöm störf sem á hann hlóðust sakir mannkosta og dugnaðar og aðrir hafa vikið að taldi Gísli ekki eftir sér í önnum sínum að leggja sitt af mörkum til þess að efla og styrkja starf sjálfstæðismanna. Honum var hugsjón sjálfstæðis- manna í blóð borin. Þegar hann fluttist á Seltjarnar- nes, í það fyrirmyndar sveitarfélag sem sjálfstæðismenn hafa stýrt í meira en 30 ár, voru honum fljótt falin þar forystustörf í hópi þeirra. Störf hans öll og framgangur þar var með þeim hætti að 1981 var Gísli Ólafson einróma kosinn for- maður Kjördæmisráðs sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi og gegndi þeim störfum til 1988 að hann kaus sjálfur að hætta. Gísli Ólafson van mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi, það þekki ég best. Hann skorti aldrei tíma né góð ráð. Hugmyndir til þess að hrinda verkefnum í framkvæmd voru á reiðum höndum. Samstarfið við Gísla var sérstaklega ánægju- legt og verður mér ævinlega minnis- stætt. Þótt Gísli hyrfí úr forystunni var hann enn sem fyrr hinn trausti liðsmaður í hópi okkar sem alltaf var hægt að leita ráða hjá og hann brást ekki. Þegar nú leiðir skilja þakka ég Gísla Ólafsyni vináttu og ómetan- legt samstarf og bið honum Guðs blessunar. Ég veit að sjálfstæðis- menn í Reykjaneskjördæmi minnast hans með virðingu og þökk. Við Sigrún sendum lngveldi eig- inkonu Gísla og fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. nokkuð mikil og ófáar sendiferðir farnar á milli bæja. Þá var lífsmát- inn og kröfugerðin til samfélagsins með öðrum hætti en nú á tímum, húsmæðurnar unnu heima, til framfærslu síns fólks, og þá voru heimilin líka fjölmennari og störf húsmæðranna því mikil og krefj- andi. Kristín sinnti þessum heimil- isstörfum af mikilli kostgæfni, hugsaði vel um uppeldi barna sinna, í samræmi við allt fas hennar og útlit bar heimili hennar vott um þrifnað og snyrtimennsku og vildi hún ævinlega láta gott af sér leiða, var lífsglöð og ánægð með sinn hlut. Eiginmaður hennar Guðmundur Jónsson sinnti ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveitina sína og var sökum þess alloft að heiman svo umsjón búskaparins hvíldi nokkuð á herðum Kristínar þegar þannig stóð á. En allt gekk sinn gang í Eyði-Sandvík, hver hlutur á sínum stað í gamla góða bænum, sem gott var að koma í, tylla sér í eld- húsið hjá Kristínu þar sem alltaf var eitthvað gott að fá og spjalla um menn og málefni líðandi stund- ar. Þegar ég nú rifja upp þessar minningar þá eru þær allar á einn veg, elskulegt viðmót hennar og brosið blíða sem góðvildin skein úr hvenær sem komið var. Henni eru því hér færðar innilegar þakkir fyrir kynnin góðu og samskiptin öll frá liðinni tíð. Þakklæti er henni einnig fært frá móður minni, ná- grannakonunni aldraðri, sem nú dvelur á Ljósheimum en getur ekki fylgt henni síðasta spölinn. Líkami Kristínar var orðinn lúinn og hvíldin því kærkomin. Hún mun örugglega fá góðar móttökur á landi lifenda handan móðunnar miklu og þar fá nóg að starfa Guðs um geim. Sigrún Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.