Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kvöldvakan: Einhæf bændamenning? Frá Tryggva V. Líndal: ÍSLENDINGAR telja oft að það sem þessi þjóð hafi einkum haft sér til ágætis í menningarmálum, í gömlu bændamenningunni, hafi verið bað- stofumenningin og alþýðukveðskap- urinn. Hef ég reynt að vega þetta og meta í mannfræðilegu tilliti, og komist að þeirri niður- stöðu að fátt standist í þessu nema nokkur sannleikskorn. Lítið dansað og sungið Þegar íslend- ingar fluttust frá Noregi og nærliggj- andi slóðum, skildu þeir eftir mikinn hluta menningararfsins heima fyrir. íslerisk veðrátta leyfði ekki kom- rækt, ásamt meðfylgjandi umfangs- mikilli griparækt. Því vantaði grund- völlinn fyrir vinnusöngvum, svo sem plægingarsöngvum og griparekstrar- söngvum, en einnig meiriháttar upp- skeruhátíðir með sínum dönsum og hljóðfæraleik, sem tíðkuðust meðal Norðmanna og annarra akuryrkju- þjóða. Hvað áttu íslendingar að gera til að bæta þetta upp, hokrandi á ein- angruðum grasbeitarbýlum sínum? Það hefur legið næst við að leggja þess meiri áherslu á þá menningar- þætti sem eftir lifðu, svosem munn- lega menningararfleifð. Söngþörfin gat t.d. fengið einhveija útrás í auknu rímnasöngli og kvæðakveð- anda. Þörfin fyrir að skapa hóp- stemmningu gat hafa stuðlað að efl- ingu kvöldvökunnar, þar sem menn tóku þátt í bókmenntaflutningi og samsöng, í stað dansins og hljóð- færasláttarins. Aukin kvæðamenning íslendingar urðu einnig að finna leiðir til að vega upp á móti minni snertingu við önnur héruð: í Noregi gátu menn tekið sig til og gengið út í næsta land til að kynnast nýju fólki og siðum. Tónlistarmenn og aðrir sérfræðingar gátu og ferðast við- stöðulítið á milli landa og héraða. En íslenska bændabýlið þurfti í aukn- um mæli að reiða sig á sjálfsþurftar- búskap sinn í menningarefnum. Þannig virðist farvegur rímmenning- arinnar hafa orðið okkar flóknasti kennslumiðill; uppeldisbraut sem náði frá vöggu til grafar. Fyrst með vögguvísum, barnagælum og barna- þulum, og síðast með vísnakveðskap og rímum. Endalaust hefur mátt pijóna við kveðskaparhefðina, sér til fróðleiks og skemmtunar. Munnmenning gegn ritmenningu Við hliðina á munnlegu menning- unni var ritmenningin, en hún var einn helsti burðarás yfirstéttarinnar. Fulltrúar hennar voru prestar, munk- ar og lögsögumenn, og síðar einnig embættismenn konungs. Þeir reyndu, í stjómunarskyni, að efla ritmenningu meðal alþýðu, með því að stuðla að því að fólk lærði að lesa og skrifa, og að ritningalestur yrði stundaður á heimilum daglega. Snemma hafði enda ’lestur fomrita orðið burðarásinn í kvöldvökunum. Ritmenningin hefur náð miðlungi vel til lágstéttarinnar. Hún hefur haldið áfram að rækta sína munn- bókmenntalegu sýn á veröldina. Við vitum t.d. hvað almenningur hafði til málanna að leggja er fomrit- in voru lesin; það em rímurnar til vitnis um. Meiri munur var á boð- skap kirkjunnar og trúarveröld al- þýðu; Sjálfsprottin trúarheimsmynd alþýðunnar hefur helst varðveist í ævintýrum, þjóðsögum og drauga- sögum. Er sú heimsmynd gerólík þeirri þeimsmynd sem ritmenningar- stétt íslands og Evrópu var jafnan alin upp við. Sem sagt: íslendingar bám af sem bókmenntaþjóð en vöntun þeira var þess meiri í hljópfæraleik, söng og dansi. Jafnvel Eskimóamir á Grænlandi vom þekktari fyrir dans, söng og hijóðfæraslátt en íslendingar. Munu fáar þjóðir hafa verið jafn menning- arlega einhliða og íslendingar, nema helst fólk á stijálbýlustu og hijóst- rugustu slóðum. Upp úr þessari afdalamennsku eru íslendingar enn að reyna að rífa sig, og gengur það bara nokkuð vel. Þó er landfræðilega einangrunin okkar enn nú sem fyrr, helsti þröskuldurinn í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. TRYGGVIV. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur. Tryggvi V. Líndal Upplýsmgar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varð- andi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina: http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblað- ið á Internetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina: http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Intemetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mosaic- tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 53 ------- STEINAR WAAGE -------------s SKÓVERSLUN ítölsk tíska Og gsðí frá LOUIS NORMAN Stær&ir: 36-42 Litur: Dökkbrúnn Stæröir: 36-41 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE > , V SKOVERSLUN EGILSGOTU 3 SIMI 18519 SKOVERSLUN KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 & TISKAN1995 Alþjóðleg frístœl, tískulínu, fóróunar, tískuhönnunar og fatagerbarkeppni á Hótel Islandi 5. níars 1995 Slagorb keppninnar þetta árib er: „FRIÐUR ALLRA SIGUR“ VICTORY FOR ALL D A G S K R A 10:30 11:15 13:00 13:00 13:00 13:00 13:15 13:30 14:15 14:20 14:30 15:00, 15:00 15:00 15:40 16:15 16:30 16:30 16:30 Húsið opnar 17:00 Keppni í leikhúsförðun 17:00 Keppni í dagförðun 17:40 Keppni í dagfatnaði 18:10 Keppni í fantasíunöglum 19:00 Keppni í ásetningu gervinagla 19:45 Keppni í sportklæðnaði 20:00 Keppni í opnumflokki í fatnaði 20:25 Dómur í Leikhúsförðun 20:40 Schwarzkopf sýning 20:50 Dóniur í dagförðun 21:00 Keppni í tísku og samkvæinisförðun 21:10 Keppni í ljósmyndaförðun '21:20 Keppni í lískulínu 21:30 Dómur í tískulínu 22:00 Keppni í frjálsuin fatnaði 22:15 Dónrur í tísku og samkvæmisförðun 22:30 Dómur í ljósmyndaförðun 22:45 Keppni í kvöld og 22:50 samkvæmisfatnaði 23:00 Keppni í frístæl Fantasíuförðun Dóinur í frístælkeppni Kokkteill hjá básutn Kvöldvcrður Verðlaunaafhending Dómur í fanlasíuförðun Fantasíuförðun á sviði Verðlatinaafhending Tískusýning Verðlaunaafhendiúg Verðlaunaafhending Verðlaunaafhending Matrix sýning Verðlaunaafhending Sýning frá Aerohie sport Verðlaunaafhending Forsíðubikar afhentur No name sýning Verðlaunaafheuding Afliending forsíðubikars • Matrix sýning Schwarzkopf sýning • Sýning frá Aerobic Sport undir stjórn Kristínar Hafsteinsdóttur . • No Name sýning TÍSRDSÝMNf. T01M»lrí Sl» « RJALLARBCT SI Í I.KI K Tlt l iICa K114KS\HKIH»l»M RIIYikJ WÍKl K SÍW SÍMMiAlUlÁSAK: Sebastian • Perma París • ISON • Hercules Lageman • Chumpion • Daniel Galvin • Quality • Ambrosía • Manex •Heildin Ecoterra • Image • KMS • Maria Galland • QM Heildverslun • Pétur Pétursson • Gléraugnaverslunin Mjódd • Schwarzkopf Halldór Jónsson • Maybelline • No Name • Loréal • Kiela • Fortex • Centrix • Yasaka • Hoyer • Bergman • Oliva • 0 Johnson og Kaaber •Mila d'Opiz • Snyrtistofan og snyrtivöruverslunin Rós • Pivot Point • Redken • Logie • Brut •Matrix • Árgerdi hf Anna og útlitib • Snyrtihöllin • Snyrtistofa Ágústu Vestmannaeyjum • Professionalfórbunarvörur •Krosshamar Rolf Johansen &Co • Hárprýöi• Newco THECÍTYOF ■■■ REYKJAVÍK ^ j jj ICELANDAIR SOCIETY éétk , SL ICELANDIC MAKE-UP ARTISTS FÉLAG ÍSLENSKRA SNYRTIFRÆÐINGA Momb«i of ComM lntem«lional d’Ésthétigue et Oe Cosmétotogle. Hárog fegurö \j Halr and beauty Magazine / 11 TímaritiS Hár og fegurS - Skúlagötu 54 - 105 Reykjavík - ísland - Sími: (91)-628141 - Fax: (91)-628141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.