Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Það er í raun afskaplega merkilegt, segir Vigdís Jónsdóttir, að stjórn- völd skuli nú beita sér fyrir því að lækka laun fjölmargra kvenna sem starfa hjá hinu opinbera um leið og þau eru með fagurgala um að mikil- vægt sé að jafna launa- mun kynjanna. Á sjúkrahúsum úti á landi starfa bæði karlar og konur og þar starfa margar starfsstéttir með mismun- andi menntun. Hjúkrunarfræðing- ar eru ekki einu starfsmennirnir á þessum sjúkrahúsum sem njóta yfirborgana. Það hefur hins vegar ekki verið lagt til að yfirborganir annarra en' hjúkrunarfræðinga verði felldar niður eða skertar frá og með 1. júní 1995. Hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vitum við ekki að það standi til að vera með slíkar aðfarir gegn öðrum stéttum sem starfa hjá ríkinu, hvorki á sjúkrahúsum úti á landi eða á öðrum ríkisstofnunum. Eins og minnst var á hér að framan þá eru grunnlaun hjúkrunarfræðinga ekki hærri en gengur og gerist hjá öðrum háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum og sama gildir um heildarlaun þeirra. Sem dæmi um þetta má nefna að heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru nú, eftir gildistöku kjarasamningsins, mjög svipuð heildarlaunum margra ann- arra háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna þrátt fyrir þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar vinna vakta- vinnu og talsverður hluti heildar- launa þeirra er því vaktaálag. Það er í raun afskaplega merkilegt, í ljósi skýrslu Jafnréttisráðs sem vitnað var í hér að framan, að stjórnvöld skuli nú beita sér fyrir því að lækka laun fjölmargra kvenna sem starfa hjá hinu opin- bera um leið og þau eru með fag- urgala um að mikilvægt sé að jafna launamun kynjanna. Höfundur er hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Höfundur er sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun. Aðför að kvennastétt Launamyndun og kynbundinn launamunur Misskilningur VSÍ SIÐUSTU vikur hef- ur töluvert verið fjallað um könnun Jafnréttis- ráðs á launamyndun og kynbundnum launa- mun í ijórum opinber- um stofnunum og fjór- um einkafyrirtækjum. Það hefur verið at- hyglisvert að fylgjast með þessari umræðu en stundum hefur þar gætt ákveðins mis- skilnings sem m.a. hef- ur komið fram í máli Hrafnhildar Stefáns: dóttur lögfræðings VSÍ og Þórarins V. Þórar- inssonar framkvæmda- stjóra VSÍ. Á málþingi jafnréttis- og fjölskyldunefndar Sjálfstæðisflokksins hinn 16. febrúar síðastliðinn sagði Hrafnhildur að könnunin gæfi ágæta mynd af stöð- unni innan opinberu stofnananna en hún væri vart marktæk fyrir einka- fyrirtækin. Það sama kom fram í máli Þórarins í viðtalsþættinum „Þriðji maðurinn“ á Rás 2 sunnudag- inn 26. febrúar. Þau byggja skoðun sína á því að einungis 266 af þeim 685 (39%) sem svöruðu spurninga- lista vinni hjá einkafyrirtækjum. Það er hins vegar misskilningur að þetta geri niðurstöður í einkafyrirtækjun- um ómarktækari heldur en í opin- beru stofnununum. Sem höfundur skýrslunnar hlýt ég að bera nokkra ábyrgð á þessum misskilningi sem mér er bæði ljúft og skylt að leiðrétta. Þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þátt tóku í könn- uninni var heitið trúnaði. í skýrsl- unni eru því ekki birtar tölur fyrir einstök fyrirtæki eða stofnanir, hvorki um fjölda starfsmanna né aðra þá þætti sem gætu orðið til þess að þau þekktust. Þar kemur aðeins fram að 55% af þeim 1250 sem fengu spurningalista í hendur hafi svarað og að svörun hafi verið mjög slök í þremur einkafyrirtækjum Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og einni opinberri stofnun, þ.e. um eða innan við 50%. Ekki kemur þar fram hversu mörgum spumingalist- um var dreift í einka- fyrirtækjum. Það vill þannig til að heldur færra starfsfólk var í einkafyrirtækjunum en hjá opinberu stofnun- unum. í einkafyrirtækj- um var dreift 520 spurningalistum og er svarhlutfallið þar því rúmlega 51%, en var mismunandi eftir fyrir- tækjum allt frá 33% upp í tæp 75%. í opin- beru stofnununum fjór- um var dreift 730 spurninglistum og bárust svör frá 419 eða 57% starfs- fólks, frá 49% upp í rúm 65% eftir stofnunum. Það er því enginn grund- vallarmunur á svarhluífalli í einka- fyrirtækjunum annars vegar og opin- beru stofnununum hins vegar. Það er mikilvægt að hafa í huga Líklegt er ef lítil svörun gefur skakka niður- stöðu, segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, að umrædd könnun vanmeti mun á launum karla og kvenna í stéttum verka- og afgreiðslufólks. að könnunin byggir ekki á venjulegu tilviljunar- eða slembiúrtaki og við vitum töluvert mikið um það fólk sem ekki svaraði spurningalistanum. Svarhlutfall í könnuninni var mjög mismunandi eftir starfsstéttum. Erf- itt reyndist að fá verka- og af- greiðslufólk til að svara og er það meginástæðan fyrir lélegu svarhlut- falli í þremur einkafyrirtækjanna. Niðurstöður könnunarinnar sýna hins vegar að mjög lítið er um að fólk í þessum stéttum fái nokkrar aukagreiðslur. Það má því gera ráð fyrir að athuganir Kjararannsókn- arnefndar gefi nokkuð rétta mynd af launum þessa hóps, en þær hafa sýnt töluverðan mun á launum karla og kvenna í þessum stéttum. í könn- un Jafnréttisráð reyndist hins vegar ekki marktækur munur á launum karla og kvenna í öfangreindum starfsstéttum. Það verður því að telj- ast líklegast ef lítil svörun gefur skakka niðurstöðu að umrædd könn- un vanmeti mun á launum karla og kvenna í stéttum verka- og af- greiðslufólks. Loks er vert að ítreka að megin- markmið þessarar könnunar var ekki að sýna hversu mikill munur væri á launum karla og kvenna. Fjölmargar kannanir sem byggja á stórum tilvilj- unarúrtökum hafa sýnt að allt að 20% munur er á tekjum karla og kvenna eftir að tillit hefur verið tek- ið til styttri vinnutíma kvenna, minni menntunar og styttri starfsferils. Markmið þessarar könnunar var fyrst og fremst að reyna að skýra hvers vegna munurinn er svo mikill sem raun ber vitni. Niðurstöður þær sem greint er frá í skýrslunni byggja ekki eingöngu á svörum starfsfólks við spumingalista heldur einnig á ítarlegum viðtölum við 10 manns í hverri stofnun og fyrirtæki eða 40 manns í einkafyrirtækjum og 40 í opinberum stofnunum. N UM ÞESSI mán- aðamót hafa á annað hundrað hjúkrunar- fræðingar sem starfa á sjúkrahúsum úti á landi fengið bréf frá vinnuveitendum sínum þar sem sagt var upp ráðningarsamnings- bundnum kjörum eða umsömdum yfirborg- unum umfram lág- marksákvæði kjara- samnings Félags ís- lenskra hjúkrun- arfræðinga. Uppsagn- imar miðast flestar við 1. mars 1995 og taka því gildi þremur mán- uðum síðar eða 1. júní 1995. Markmiðið með þessum aðgerðum er að lækka laun hjúkrunapfræð- inga á sjúkrahúsum úti á landi með því að hætta að greiða þeim um- samdar yfirborganir umfram lág- marksákvæði kjarasamnings. Á nokkrum sjúkrahúsum úti á landi hefur sú hugmynd þó verið viðruð að bjóða hjúkrunarfræðingum áfram eitthvað betri kjör en kjara- samningur kveður á um en mun minna en það sem þpir hafa haft fram að þessu. Uppsagnir vinnuveitenda á um- sömdum yfírborgunum einstakra starfsmanna eru rökstuddar með því að launahækkanir samkvæmt síðasta kjarasamningi félagsins hafí byggst á því að ráðningar- samningum yrði breytt. Þetta er ekki rétt. Stéttarfélag hefur aðeins umboð til að gera kjarasamning við vinnuveitendur en sérhver starfsmaður gerir ráðningarsamn- ing við sinn vinnuveitanda. Stéttar- félagið er ekki aðili að ráðningar- samningum félagsmanna sinna og getur því ekki breytt þeim í nýjum kjarasamningi, enda hefðu þá laun margra félagsmanna lækkað veru- lega. Samningar um yfírborganir til hjúkrunarfræðinga sem starfa á sjúkrahúsum úti á landi eru hluti af ráðningarsamningi viðkomandi hjúkrun- arfræðinga. Þessar yfírborganir hafa komið til vegna þess að á flestum sjúkra- húsum úti á landi hef- ur verið mjög erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Á sumum sjúkrahúsum er t.d. aðeins ríflega helm- ingur af heimiluðum stöðugildum hjúkrun- arfræðinga mönnuð. Starfsálag hjúkrunar- fræðinga þar er mjög mikið og oft aðeins unnt að veita nauðsyn- legustu hjúkrunarþjónustu. Þessar yfírborganir eru því forsenda ráðn- ingar margra hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Al- mennir hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæð- inu njóta yfirleitt ekki yfírborgana umfram lágmarksákvæði kjara- samnings. Margir starfshópar hafa haft möguleika á að gera samninga við vinnuveitendur sína um betri kjör en lágmarksákvæði kjarasamninga kveða á um, svo sem fastar yfir- borganir, bflastyrki og fleira. Þar sitja hins vegar ekki allir við sama borð, t.d. hafa karlmenn með há- skólamenntun oft borið meira úr býtum en háskólamenntaðar konur, sbr. nýútkomna skýrslu Jafnréttis- ráðs um launamyndun og kynbund- inn launamun. Staðreyndin er sú að fyrir gildis- töku kjarasamningsins var meðal- tal dagvinnu- og heildarlauna hjúkrunarfræðinga lægra en hjá flestum öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum hjá hinu opinbera. Eftir gildistöku nýs kjarasamnings hjúkrunarfræðinga í apríl á síðasta ári náðist að hækka meðaltal dag- vinnulauna hjúkrunarfræðinga upp til jafns við meðaltal dagvinnulauna innan Bandalags háskólamanna - BHMR. Vigdís Jónsdóttir fW SAGA UR VESTURBÆNUM Byggð á hugmynd Jerome Robbins Tónlist: Leonard Bernstein Söngtextar: Stephen Sondheim Handrit: Arthur Laurents kvöld — 5. sýn. y — 3. sýn. 10/3 — 4. sýn. 11/3 17/3 — 6. sýn. 18/3 Osóttar pantanir seldar daglega Heistu híutverk*. Marta Halldórsdóttir, Felix Bergsson, VaJgexður G. Guðnadóttir, GarðarThór Cortes, Sigrún Waage, Baítasar Konnákur, Hiimir Snær Guðrxasor o.fl. ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 11200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.