Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Z-ráðherra Davíðs guðföður FYRIR skömmu skipaði forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, flokksfé- laga sinn og samráðherra, Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra, sem sér- stakan seturáðherra í kærumálum til félagsmálaráðuneytisins sem snúa að samskiptum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og verktakafyrirtæk- isins 'Hagvirkis/Kletts á umliðnum árum. Þegar félagsmálaráðuneytið var beðið að úrskurða um hvort sam- skipti bæjarins við áð- urgreint fyrirtæki hefðu verið að ein- hverju leyti aðfinnslu- verð, geystust margir fram á vígvöllinn og héldu því_ fram að fé- lagsmálaráðherra, Rannveig Guðmunds- dóttir, væri vanhæf til að fara með málið vegna flokkstengsla sinna við Alþýðuflokk- inn í Hafnarfirði og einnig vegna tengsla við samþingmann sinn og samframbjóðanda, Guðmund Árna Stef- ánsson. Rannveig tók þann kostinn að segja sig frá málinu þar sem hæfi hennar í því var dregið í efa. Forsætisráð- herra var einn þeirra sem efaði hæfi hennar til að hafa forsjá með málinu. Rannveig hefur aldrei verið með persónuleg afskipti af málefnum sem lúta að bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar. Það hefur Davíð Oddsson hins vegar gert bæði beint og óbeint. Því vildu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði ekki una því að hann, eða þeir sem lytu hans flokkslega forræði, færu með umrædd kærumál en þau snúa m.a. að viðskiptum bæjarsjóðs undir stjórn núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags við fyrirtækið upp á tugi milljóna króna. Leynisamkomulag um bæjarverkfræðing Eins og alþjóð er kunnugt gekk sjálfstæðismaðurinn Jóhann G. Bergþórsson, þáverandi forstjóri Hagvirkis/Kletts, vægast sagt afar tregur til núverandi meirihlutasam- starfs. Þegar útlit var fyrir að Sjálf- stæðisflokki og Alþýðubandalagi tækist ekki að beija saman meiri- hluta sl. sumar beitti forsætisráð- herra sér persónulega til þess að svo mætti verða. Niðurstaðan varð sú að sjálfstæðismenn og alþýðubanda- lagsmenn í Hafnarfirði skrifuðu und- ir leynisamning þar sem Jóhanni var heitið stöðu bæjarverkfræðings. Það er að vísu athæfi sem sem forsætis- ráðherra og forystumenn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags í Hafn- arfirði hafa lýst gjörsamlega siðlaust og undir það tók formaður Alþýðu- bandalagsins ansi hraustlega. Hitt er svo annað mál að þeir reyndu að klína eigin glæp yfír á Alþýðuflokk- inn í Hafnarfirði eins og sönnum loddurum sæmir. Aftur hélt Davíð innreið sína í málefni Hafnarfjarðar þegar meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags var í reynd sprunginn. Hann lýsti samskipti bæjarsjóðs við Hagvirki/Klett sennilega utan hins löglega eða jafnvel langt utan laga. Þá skoðun sína byggði forsætisráð- herrann á skýrslu Löggiltra endur- skoðenda hf. um málið. Hann virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því að í þeirri skýrslu var vandlega skot- ið undan öllu því er laut að samskipt- um núverandi meirihluta og fyrir- tækisins sem Jóhann hafði veitt for- stöðu. Var hann þó lykilmaður um- rædds meirihluta og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, flokks forsætis- ráðherra. Forsætisráðherra atyrðir Jóhann Eftir að forsætisráðherra hafði atyrt Jóhann frammi fyrir alþjóð í fjölmiðlum kallaði hann Jóhann á sinn fund. Af þeim fundi kom for- sætisráðherra kampakátur og lýsti yfir sáttum í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. Jóhann ætlaði að taka sér frí frá bæjarstjórn meðan verið væri að úrskurða í kærumálum er lytu að samskiptum Hagvirk- is/Kletts og bæjarsjóðs Hafnarfjarð- ar. Hvaða leynisamningar áttu sér þar stað er hins vegar þagað um þunnu hljóði eins og fyrri daginn. Nú er það svo að lög gera ráð fyrir því að bæjarfulltrúar eða fiokkar í bæjarstjórn sem telja á sér brotið eða rangt að málum staðið geta lagt slík mál undir dóm félags- málaráðherra sem fer með málefni sveitar- stjórna. Á síðasta ári komu yfir 60 kærumál inn á borð ráðuneytis- ins. Sjálfsagt snerta þau flest meira og minna alla þá flokka sem sitja á Álþingi því almennt sitja fulltrúar frá sömu flokkum í sveitarstjórnum. Ef ráðherra getur ekki farið með mál sem snerta hans eigin flokk er hætt við að hann sé vanhæfur í meira og minna öllum málum, burt séð frá því hvaða flokki hann tilheyrir á hverjum tíma. Þorsteinn dæmi Davíð Ég skal ekkert staðhæfa um hæfí Þorsteins Pálssonar og eflaust kunna einhveijir að halda því fram að hann lúti ekki flokkslegu forræði Davíðs. Davíð hefur hins vegar látið í ljós efnislega afstöðu til kærumáls- ins áður en það hefur verið skoðað. Dómsmálaráðherra get- ur lent í þeirri pínlegu stöðu, segir Tryggvi Harðarson, að dæma orð flokksformanns síns dauð og ómerk. Því er Davíð eins rækilega vanhæfur til að koma að málinu eins og hugs- ast getur. Auk þess hefur forsætis- ráðherra blandað sér í myndun nú- verandi meirihluta og hann hefur framlengt líf hans hvort sem það var gert með fortölum, hótunum eða gylliboðum. Dómsmálaráðherra get- ur því lent í þeirri pínlegu stöðu að þurfa að dæma orð flokksformanns síns, lögfræðingsins Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, dauð og ómerk. Niðurstaða Þorsteins í mál- inu sem hann á að úrskurða í fyrir kosningar getur því haft víðtæka pólitíska þýðingu, ekki bara fyrir framtíð meirihlutans í Hafnarfírði heldur og fyrir Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Þorsteini er því vorkunn að þurfa að setjast í dómarasæti yfir Davíð. Það er hins vegar alveg ljóst að hafi leikið vafí á hæfí Rannveigar til að fást við málið gildir það ekki síður um Þorstein. Hvernig eiga Hafnfirðingar að geta treyst því að forysta Sjálfstæðisflokksins felli óv- ilhallan dóm í máli sem tengist hon- um jafn rækilega? En meðan Jóhann tekur út sitt pólitíska orlof að tilstuðlan forsæt- isráðherra situr meirihlutinn í Hafn- arfirði enn við völd, um sinn að minnsta kosti. Og eflaust hefðu fáir gaflarar trúað því að óreyndu að oddviti Alþýðubandalagsins í Hafn- arfirði ætti eftir að sitja á stóli bæj- arstjóra í skjóli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík. Tryggvi Harðarson LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 31 Framtíðarhúsinu, Faxafeni 10 enskar áldsögur íabækur erlendar bæku r teiknim so irkum dö hafa fyrr farið a ma þýdd skáldsö t-r- cnrn | Ö)i2 Oj !->-] U)C - E o 8 10-21 sunnudaga: 12-18 laugardaga: 10-18 Félag íslenskra bókaútgefenda Eymundsson * ÍTÍIENCBTT i a 1 -i Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.