Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 17 Verðkönnun vikunnar Matarkarfan var 25% dýrari í Nóatúni en Bónus áramótin á fiskmörkuðunum og sumar þessar stóru matvöruversl- anir voru að selja hana á um 550 krónur um miðjan janúar. Síðan þá hefur verðið farið lækkandi og að sögn Eiríks Sigurðssonar hjá 10-11 er það vegna harðrar sam- keppni og hann segir álagningu á ýsuflökunum vera í lágmarki. Blómkál ódýrara í Kringlunni en Skeifunni ÞAÐ fást tvær aspas- súpudósir í Bónus á verði einnar í Nóatúni, með öðrum orðum tvær súpudósir kosta í Bónus 94 krónur á meðan ein dós kostar 110 krónur í Nóatúni. Síðastliðinn miðvikudag var farið í fimm matvöruversl- anir og gerð á því skyndi- könnun hvað kostaði að kaupa í matinn. í ljós kom að verðmunur var þó nokkur eða 25% dýrara var að kaupa inn í Nóatúni en Bónus. Við gerð þessarar könnunar kom glöggt í ljós hversu samkeppnin er hörð milli verslana. Eftir að fréttist að verð- könnun hefði verið gerð hringdu nokkrir kaupmenn og sögðust ann- aðhvort hafa verið að lækka vörur eða vildu koma því áleiðis að vörum- ar væru til ódýrari frá öðrum fram- leiðendum. Hvað kostar í matinn? 1 pk Merrild kaffi, dökkt Frosinn Kartöflur, kjúkl., Gullauga, verð á 2 kg. kílógr. Ysuflök, ófrosin, verð á kílógr. Bómkál, Campell 1 kg. aspas- súpa ídós Hunts tómatar í dós Hraun bitar Upp úr körfunni, SAMTALS Bónus Seltjarnarnesi 359,- 609.- 105.- 475.- 89.- 47.- 38.- 125.- 1.847.- Nóatún við Hringbraut 399.- 679.- 159/179 579.- 149.- 110.- 39.- 198.- 2.312.- Hagkaup Kringlunni 399.- 667.- 169.- 498.- 99.- 79.- 43.- 148.- 2.102.- 10-11 Borgarkringlunni 399.- 667.- 108/168 498.- 98.- 95.- 42.- 157.- 2.064.- Fjarðarkaup Haínarfirði 398.- 645.- 139/157 498.- 139.- 79.- 42.- 149.- 2.089.- Kartöflurnar gerðu gæfumuninn Forsvarsmenn í 10-11 höfðu áhyggjur af því að ekki hefði kom- ið fram að þeir seldu líka 2 kílóa poka af kartöflum á 108 krónur. Þegar innkaupalistinn var borinn undir vaktstjóra í versluninni var ekki bent á þann verðflokk. Við tókum hinsvegar við þessum upp- lýsingum og þarmeð var 10-11 verslunin komin aðeins niður fyrir Hagkaup í heildarútkomu. Auðvitað gefur könnun sem þessi ekki tæmandi upplýsingar um matvöru- verslanirnar. Allskonar tilboð em í gangi. í Nóatúni voru til aðrar teg- undir af Campell súpum sem kost- uðu ekki 110 krónur heldur 69 krón- ur. Það var hinsvegar farið í inn- kaupaleiðangur með lista og á hon- Fyrir þjónustu og vöruval þarf að borga um var aspassúpa en ekki lauksúpa. Ýsan lækkar í verði ________ Ýsan var á háu verði hjá Nóatúni miðað við aðra í könnuninni, en að sögn versl- unarstjórans lækkaði hún síðar um daginn í 529 krónur og daginn eft- ir var hún komin niður í sama verð og hjá hinum verslununum eða 498 krónur kílóið. Ýsan hækkaði um í Hagkaup Kringlunni kostaði kílóið af biómkáli 99 krónur þegar verðkönnunin var gerð. Sama dag kostaði kílóið í Hagkaup Skeifunni 219 krónur. Hversvegna er þessi mikli verðmunur á blómkáli í versl- unum Hagkaups? Forsvarsmenn hjá Hagkaup segja að í Kringlunni hafi verið til birgðir af biómkáli á sérstöku tilboðsverði en í Skeifunni var umrætt blómkál búið. Þar var búið að taka upp nýja sendingu og kostaði blómkálið 219 krónur kílóið. Þjónusta og vöruval ekki með sama hætti Þeir hafa nokkuð til síns máls sem tala um að ekki sé hægt að bera saman verð í Bónus og til dæmis Nóatúni þar sem þjónusta sé gjör- ólík. Fyrir þjónustu og vöruval þarf auðvitað að borga. í Nóatúni er kjöt- iðnaðarmaður á staðnum sem ráð- leggur með val á vöru úr kjötborði og vörutegundirnar eru fleiri þar en í Bónus. Það er hinsvegar líklegt að fólk sem þarf og-vill halda vel utanum budduna sína láti sér nægja að hafa minna vöruval og þjónustu ef munar kannski 20-25% á verði. Hinir fara þangað sem vöruval og þjónusta er mikil. 1 KATLA hefur sett á markaðinn krydd sem er pakkað í loftþéttar umbúðir og á að varðveita gæði kryddsins. Með því að pakka kryddinu í slíkar umbúðir í stað dýrra stauka hefur verðinu verið náð niður og geta viðskiptavinir nú keypt kryddið til áfyllingar. í stað þess að henda gömlu stauk- unum eru þeir endurnýttir. Katla býðUr upp á 29 mismunandi teg- undir krydda, 22 eru almenn krydd til heimilisnota og 7 teg- undir eru nýjungar sem ekki hafa fengist áður, s.s. poppkrydd, kart- öflukrydd og reykkrydd. loftþéttum umbúðum Allt er vænt sem vel er grænt Hveragerði - Græna smiðjan hefur nýverið kynnt námskeið sem þar eru á döfinni næstu vikurnar. Boðið eru upp á fjölda mismunandi námskeiða fyrir almenning. Námskeið Grænu smiðjunnar eru flest þannig uppbyggð að þau taka einungis eitt kvöld eða einn dag um helgi. Þrátt fyrir að febrúarmán- uður sé tæpast liðinn eru fyrir- hyggjusamir garðeigendur þegar farnir að huga að vor- verkunum í garðinum. Fyrir þá býður Græna smiðjan upp á námskeið í trjáklippingum, sáningu sumarblóma og um safnhaugagerð. En konurnar í Grænu smiðjunni hugsa ekki einungis um þá sem heillaðir eru af garðyrkju. Fyrir hina er til dæmis upplagt að bregða sér á námskeið um íslenskar lækningajurtir, seyða- og FYRIRHYGGJUSAMIR garð- eigendur geta lært ýmislegt um vorverkin í garðinum á námskeiði Grænu smiðjunnar. smyrslagerð. Eða þá að hægt er að fræðast um ilmolíur - nuddolíur til afslöppunar. Þeir sem heillast hafa af hin- um ýmsu kryddjurtum ís- lenskrar náttúru geta brugðið sér á námskeið um jurtir sem krydda tilveruna og matinn. Hinir handlögnu og listrænu eru heldur ekki afskiptir, því þeir geta lært körfu- og/eða pappírsgerð eða skellt sér í þriggja kvölda nám í myndlist. Starfsemi Grænu smiðjunnar felst í starfrækslu handverks- markaðar, fræðslu og náin- skeiðahaldi. Græna smiðjan tók til starfa síðastliðið sumar og er rekin af áhugasömum kon- um í sjálfboðavinnu. PRUTTMARKAÐUR Á UTSÖLUVÖRUM laugardag og sunnudag í Skeifunni og á Akureyri, laugardag í Njarðvík. Komdu og prúttaðu HAGKAUP fyrir fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.