Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Heilbrigð sjálf- stæðisstefna - sjálfstæð heilbríg'ðisþjónustustefna AÐ UNDANFÖRNU hefur þjóð- inni verið skemmt með umræðum í íjölmiðlum um tilvísanakerfi í heil- brigðisþjónustu. Ef lesendur eru orðnir leiðir á þessari umræðu, þá er rétt að leggja þessa grein til hlið- ar og heQa lesturinn á öðrum stað í blaðinu, því ég vil einmitt leyfa mér að leggja enn eitt orðið í tilvís- anabelginn. Læknisþjónusta utan sjúkrahúsa Læknisþjónustu utan sjúkrahúsa annast heimilislæknar annars vegar og sérfræðingar í hinum ýmsu grein- um læknisfræðinnar hins vegar. Heimilislæknamir, sem flestir eru sérmenntaðir í sinni grein, sitja ann- aðhvort í stöðum á heilsugæslu- stöðvum eða á einka- reknum læknastofum. Fjárveitingavaldið ákveður hve margir læknar stunda þessi störf. Þeir taka föst laun skv. samningi við íjármálaráðherra og hljóta einnig umbun fyrir læknisstörf skv. samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins. Nemur sú greiðsla um 30 til 60% af heildar- launum þeirra eftir því, hvar á landinu þeir búa. Sérgreinalæknamir stunda hins vegar störf sín í leiguaðstöðu á sjúkrahúsum eða á einkareknum lækningastofnunum. Þeir geta hafið störf hvar og hvenær sem þeim sýnist svo fremi þeir full- nægi faglegum kröfum. Tilkynna þeir Tryggingastofnun ríkisins, að þeir muni upp frá því senda henni reikninga fyrir störf sín. Telqur þess- ara lækna koma því að öllu leyti fyrir uppmælingu fyrir unnin verk svo fremi þeir vinni ekki á sjúkrahús- um einnig. Um nokkurra ára skeið hefur ver- ið uppi umræða um það, hvort rekst- ur heilbrigðiskerfisins með þessum hætti utan sjúkrahúsa fái staðist til frambúðar. Gæslumenn almannafjár óttast, að samningurinn við sér- greinalæknana fóstri með sér stjóm- lausan vaxtarbrodd, sem geti orðið að óskapnaði án nokkurra möguleika til afskipta greiðandans, það er ríkis- sjóðs. Heimilislæknar hafa bent á, að þjónusta heimílislækna annars vegar, sem er fyrirfram ákvörðuð af fjárveitingum Alþingis, og fijálst og opið kerfi sérgreinalækna hins vegar, sem hefur opinn víxil í upp- hafi hvers árs, geti aldrei þrifist samhliða með eðlilegum hætti í tímans rás. Sérgreinalæknamir virð- ast hins vegar ekki vera til viðræðu um neinar breytingar á þessu kerfi; þeim hefur liðið vel í því og hafa verið tilbúnir að greiða óbreytt ástand dýra verði. Það sýna þeir samningar, sem þeir hafa gert við Tryggingastofnun ríkisins á undan- fömum árum. Heilbrigðisráðherrann hefur nú með fulltingi rfkisstjómar og Alþing- is reynt að koma skikk á skipan þessara mála með setningu reglu- gerðar um að þátttaka almanna- trygginga í sérfræðilækniskostnaði verði tengd tilvísunum frá heimilis- læknum. Allt orkar tvímælis þá gert er og hefur reglugerðin vakið harðar deilur. Deila má um það, hvort „til- vísanaleiðin" sé rétt aðferð til að ná þeim markmiðum, sem ríkisstjórnin hefur sett sér og hvort þeir vankant- ar séu á reglugerðinni, sem geri hana ómögulega í framkvæmd. Umræður á Alþingi á dögunum um málið benda þó til þess, að þingmenn vilji standa við það, sem þeir ákváðu á sínum tima, þó stjómarandstaðan hafi ekki neitað sér um að hafa uppi nokkra gagnrýni eins og gengur. Sigurbjörn Sveinsson Skyldur stjórnmálamaima og einkarekstur heUbrigðisþjónustu Hvers geta sjálfstæðismenn vænst af alþingismönnum sínum við úrlausnarefiii sem þessi? Fyrst og fremst hlýtur þingmaður Sjálfstæð- isflokksins að fara að samvizku sinni, taka ákvarðanir út frá al- mannahagsmunum óháð hagsmun- um einstakra þrýstihópa, gæta al- mannafjár, varðveita tryggingarétt almennings og atvinnufrelsi lækna og hlúa að einkarekstri í þessu sem öðra. Það er skoðun mín, að alls þessa hafi verið gætt við afgreiðslu þessa máls. Ráðstöfunin miðar að því að spara fyrir ríkissjóð á yfirstandandi fjárlagaári og hafa stjóm á þessum kostn- aði á komandi árum sem og öðrum þáttum heílbrigðisþjónustunn- ar. Réttur sjúklinga til að njóta vemdar sjúkratrygginganna er í engu skertur, réttur lækna til að stunda lækningar er í engu skertur og ekki er hrófl- að við einkarekstri lækningastofa á þessu sviði. Það eina, sem breytzt hefur er, að sjúklingurinn verður að hafa tilvísun til sér- fræðings frá heimilis- lækni til að njóta trygg- ingaréttar að fullu. Sérgreinalæknamir hafa hins vegar með uppsögnum sínum hjá Tryggingastofiiun ríkisins stefiit einkarekinni sérfræðiþjónustu í voða og vakið ugg í bijóstum sjúklinga um tryggingarétt sinn. Það er við fáa að sakast nema þá sjálfa ef sér- fræðiþjónustan hrekst í faðm ríkisins inn á spitalana og kostir einkarekst- urs fá ekki að njóta sín lengur við störf þeirra. Ég hef ekki heyrt í neinum stjómmálamanni, allra sízt sjálfstæðismanni, sem vill að þetta Tilvísanakerfíð getur verið góður kostur, seg- ir Sigurbjörn Sveins- son, en leita verður sátta við ráðherra að sníða vankanta af tilvís- anareglugerðinni. gerist, eða orðið var við einhveijar þær ráðstafanir, sem hníga að þessu. Ég fæ ekki betur séð, en að stjóm- völd séu einmitt að tryggja framtíð sérfræðiþjónustunnar og að hún fái notið sín í hæfilegu sambýli við aðr- ar greinar íslenzkrar heilbrigðisþjón- ustu. Hvernig á að stýra? Því hefur verið haldið fram, að verið sé að færa heimilislæknum óeðlilegt vald í hendur. Vera má, að einhver hafi þá tilfinningu gagn- vart ráðstöfun af þessi tagi. Hins vegar verður þá að lita til þess, að flest úrræði heilbrigðisþjónustunnar era svipuðum takmörkunum háð. Við tökum ekki út lyf, rannsóknir, hjálpartæki, sjúkraþjálfun né ýmis- legt annað úr tryggingakerfmu nema þriðji aðili hafí ávísað á þessi gasði. Þannig er einnig um dvöl á sjúkrahúsi. Sjúkrahúslæknar, sem í flestum tilfellum era sérgreinalækn- ar, hafa ætíð hönd í bagga með inn- lagnir á sjúkrahúsin, jafnvel þegar um bráðainnlagnir er að ræða. Þá fer hinn veiki fyrst í „forsal“ stofii- unarinnar, bráðamóttökuna, og þar tekur sjúkrahúslæknirinn ákvörðun um frekari rannsókn og meðferð á sjúkrahúsinu eða hvort hinn sjúki fer heim að nýju. Aldrei hef ég haft á tilfinningunni, að þar fari starfs- bróðir minn með eitthvert „vald“, sem hann kunni að misnota. Eins hef ég enga trú á, að félagar mínir, heimilislæknamir, hlakki nú yfir ein- hveiju „valdi“, sem verið sé að færa þeim með tilvísanakerfinu. Sjálfsagt kysu þeir flestir, að engrar slíkrar stýringar væri þörf. Ein leið til stýringar er einhvers konar kvótafyrirkomulag. Ríkið gæti hugsað sér að kaupa ákveðinn fjölda læknisverka, sem falla undir tiltekin sérsvið á ári hveiju og greiða fyrir þau ákveðið verð, sem annaðhvort fæst í samningum eða með útboðum. Þessi leið hefur þann ókost, enn sem komið er, að ekki er vitað, hver hin raunverulega þörf þjóðfélagsins er fyrir hin ýmsu læknisverk og ef til vill fæst þeirri spumingu aldrei svar- að. Onnur leið er sú, að takmarka mönnun í stétt sérfræðinga með ein- hveijum hætti eins og gert er í heim- ilislaekningum. Ókostir þessa era þeir, að stjómunin byggist á tak- mörkun á aðgengi, biðlistar verða lengri og nýliðun í stéttinni verður erfiðari. Stéttin eldist og ný þekking og aðferðir eiga torveldari aðgang að íslenzkri heilbrigðisþjónustu. Ég geri ráð fyrir, að margir í röð- um sérgreinalækna, sem nú hafa sagt upp samningi sínum við Trygg- ingastofnun rikisins, geri sér grein fyrir, að dvölin í draumalandinu sé á enda og í augu við það verði að horfast. I svona stóram hópi eru hagsmunir hins vegar breytilegir og erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu nema þeirri einu að vera á móti. Lokaorð Það er mín skoðun, að tilvisana- kerfið sé bezti kosturinn, sem sér- greinalæknamir eiga um þessar mundir. Því beri þeim að leita sátta við heilbrigðisstjómina með það fyr- ir augum, að sniðnir verði þeir van- kantar af tilvísanareglugerðinni, sem þeir telja óásættanlega. Þannig fær íslenzkur almenningur áfram notið þjónustu þeirra á vel reknum lækningastofnunum í einkaeigu. Höfundur er læknir, sem starfað hefur með málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðis- og tryggingamál. Ólafur Ó. Ólafsson hjá Útilífi afhenti Siguijóni Elíassyni (Lh.) vinning sinn en Siguijón kaus veiðibúnað fremur en skíðabúnað. FYRSTI POTTUR ÁRSINS! Helgarferð til Amsterdam fyrirtvo frá Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 70.000 kr. Alfiir Ketilsson, Brennigerði, 551 Sauðárkrókur Heimabíó frá Japis að verðmæti 50.000 kr. Halldóra J. Sölvadóttir, Vallhólma 12, 200 Kópavogur Skíðaútbúnaður frá Útilífi að verðmæti 30.000 kr. Sólrún Siguijónsdóttir, Litla-Hofi, 785 Fagurhólsmýri Siguijón Elíasson, Birkiteigi 25, 230 Keflavík Bækur frá Máli og menningu að verðmæti 3.000 kr. Guðni Borgarsson Ragnar Þ. Amljótsson Ólafur Magnússon Tangagötu 10 Barmahlíð 38 Engihjalla 11 400 Isafjörður 105 Reykjavík 200 Kópavogur Jón Sigurpálsson Reynir H. Kristjánsson Hafdís Þórðardóttir Neðstakaupst. Faktorsh. Seiðakvísl 11 Kollslæk 400 ísafjörður 110 Reykjavík 311 Borgames Auðunn Á. Gunnarsson Jónína V. Schram Jón E. Guðmundsson Laufengi 174 Rauðalæk 29 Háagerði 18 112 Reykjavík 105 Reykjavík 108 Reykjavík Friðjón Ámason Holtsgötu 24 101 Reykjavfk Að gefnu tilefni vekjum við athvgli viðskiptavina á eftirtöldu: í hvert skipti sem Safnkortið er notað fer nafn korthafa í pottinn og eykur þannig möguleika hans á vinningum. SAFNK0RT ESS0 - enginn kostnaður, aðeins ávinningur! Viðskipti vinningshafa áttu sér stað á eftirtöldum afgreiöslustöðum: Bensínafgreiðslunum Artúnshöfða, Stórahjaila, Fellsmúia, Ægisíðu, Ðorgartúni og Lækjargötu Hafnarfirði. Einnig í Nesti Bfídshöfða, Fossnesti, Hymunni Borgamesi, Ábæ, Bensfnstöðinni hf. ísafirði og Aðalstöðinni hf. ......................... ! .............................................................. (0> i Nýlega var dregið úr fyrsta Safnkortspotti ársins og eru vinningamir veglegir eins og sjá má. Tii hamingju með vinninginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.