Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 43 LA UFEY HELGADÓTTIR + Laufey Helga- dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 15. júní 1914. Hún lést í Hafnarbúðum 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 3. mars. MEÐ Laufeyju er fallin frá mikilhæf sæmdar- og drengskaparkona, sem verður þeim sem henni kynntust, minnis- stæð fyrir margra hluta sakir. Laufey var ein sjö bama foreldra sinna, sem ólust upp við erfið kjör í Vík í Mýrdál. Kjör hennar voru þó ekki ólík því sem gerðist hér á landi á uppvaxtarárum hennar, kjör sem uppvaxandi fólki á Islandi í dag em eins framandi og frumskógar Afríku. En Laufey var dugleg. -glaðlynd og hafði til að bera ákaflega jákvætt hugarfar. Þessir eiginleikar hennar ásamt útsjónarsemi og harðfylgi gerðu hana eftirsótta við ýmis versl- unarstörf, sem hún stundaði til þess tíma að hún festi ráð sitt. Laufey var afar listræn eins og margt henn- ar fólk, naut fegurðar og góðra lista eftir því sem efni stóðu til. Kynni fjölskyldu okkar við Lauf- eyju voru á þann veg, að hún dvald- ist frá einum tíma til annars hjá okkur til að líta eftir búi og bömum, í löngum og tíðum fjarverum okkar hjóna, starfsins vegna. Ekki var þægt að hugsa sér betri umönnun bús og barna en í höndum Laufeyj- ar. Þar fóra saman frábærir hæfíleik- ar við umgang bama - þau hændust undursamlega að henni, svo og næm- ur skilningur hennar á þörfum ung- menna. Hún var uppfinningasöm með afbrigðum, fann alltaf upp á einhverju nýju til að halda athygli þeirra. Síðar áttu böm okkar því láni að fagna að eyða hluta af sumri með henni og fjölskyldu hennar á æsku- heimili manns hennar að Asi í Asa- hreppi. Það var bömum okkar hollt og þrosk- andi að fá að taka þátt í almennum sveita- störfum undir leiðsögn Laufeyjar og annarra að Ási. Við eram í mik- illi þakkarskuld við Laufeyju og minnumst hennar með mikilli virðingu. Laufeyju fylgja góð- ar kveðjur og þakkiæti ijölskyldu okkar út yfir móðuna miklu. Eftirlif- andi eiginmanni, börn- um, tengdabörnum og barnabörnum vottum við dýpstu samúð. Unnur og Sigurður Helgason. Hver sá sem kom inn á heimili Laufeyjar Helgadóttur og Hermanns Guðjónssonar á Fornhaga 22 skynj- aði strax nokkra sterka þætti í per- sónuleika húsfreyjunnar, smekkvísi, snyrtimennsku og fágun. En sá sem varð svo heppinn að umgangast Laufeyju nánar kynntist þeim kost- um sem prýddu hana mest, hjarta- hlýju, heiðarleika og sterkri réttlæt- istilfinningu. Þessa mannkosti Laufeyjar fann ég þegar ég kom á heimili hennar í fyrsta sinn, aðeins sautján ára. Ég var í fýlgd með syni hennar, Gústaf, en við vorum bekkjarfélagar í Menntaskólanum að Laugarvatni. Mér var strax tekið sem aldavini. Sterkt kærleikssamband var alla tíð milli þeirra Laufeyjar og Gústafs og lét hún sér mjög annt um okkur vini hans. Eftir því sem leið á mennta- skólaárin fijölgaði heimsóknunum á Fornhagann og varð heimili Laufeyj- ar og Hermanns að föstum viðkomu- stað okkar félaganna þegar við kom- um í bæinn. Alltaf stóð okkur heimil- ið opið með hlýju viðmóti og rausnar- legum veitingum. Á björtu júníkvöldi 1968 eram við öll þar saman komin rúmlega tuttugu bekkjarsystkinin. Við erum nýstúd- entar. íbúð Laufeyjar og Hermanns ANNA JÓNSDÓTTIR + Anna Jónsdóttir fæddist í Felli í Sléttuhlíð 31. maí 1918. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 22. febrúar sl. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni í Reylgavík 28. febrúar. SUMT fólk er þannig af guði gert að öllum líður notalega í návist þess. í þeim hópi var Anna Jóns- dóttir. Vingjarnlegt viðmót, glað- lyndi og gamansemi voru auðkenni hennar fram undir hinstu stund. Og fáum hef ég kynnst sem áttu betur skilið sæmdarheitið „hrókur alls fagnaðar". Þau hjón Anna og Ólafur Jó- hann Sigurðsson skáld áttu sinn ríka þátt í því að leiðir mínar og sonar þeirra, Ólafs Jóhanns, lágu saman fyrir tæpum áratug. I kjöl- far þess höfum við fengist við áhugaverð verkefni á útgáfusviði og sífellt treyst vináttubönd. í tengslum við samstarf okkar nafna átti ég ánægjulegar stundir á heimili foreldra hans við Suður- götu á meðan beggja naut við og hjá móður hans á Reynimel eftir að hún var orðin ein. Þar hélt Ólafur Jóliann yngri til þegar hann kom í heimsóknir hingað til lands eftir að hann var sestur að vestan hafs. Anna var röggsöm og dugleg, rak fyrirtæki samhliða heimilis- haldinu á fjórða áratug, var fróð um menn og málefni, fylgdist vel með gangp þjóðmála og hafði alla tíð ákveðnar skoðanir. Þeim fann hún á seinni árum farveg í starfi Kvennalistans og var gaman að sjá hvernig hún yngdist upp þegar baráttuhugurinn var virkjaður og hún talaði um það sem betur mætti fara í þjóðfélaginu. En kraftarnir fóru þverrandi hin síð- ustu misseri. Nú hefur fákur sá með bleika brá sem okkar allra vitjar fyrr eða síðar hneggjað á Önnu Jónsdóttur svo vísað sé til líkingar í einu feg- ursta kvæði manns hennar, Ólafs Jóhanns, „Maður kveður að haust- lagi“ er birtist meðal eftirlátinna kvæða hans í bókinni Að lokum. Allir þeir sem kynntust þessari góðu og göfugu konu munu minn- ast hennar með hlýjum hug og óska henni góðrar ferðar „í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit“, svo enn sé vitnað til sama ljóðs. Hún hefði án efa viljað gera myndrænar lokahendingar þess að sínum á kveðjustund: Stíg á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Þeim bræðrum Jóni og Ólafi Jóhanni og öllu þeirra fólki færi ég innilegustu samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Ólafur Ragnarsson. Fyrir allmörgum árum kynntist ég og fjölskylda mín þeim sæmdarhjónum Önnu Jónsdóttur og Ólafi Jóhanni Sigurðssyni. Þá tengdumst við fjölskylduböndum þegar fósturdóttir okkar Sigrún giftist Jóni syni þeirra. Samgang- ur varð töluverður og var þá gjarn- an tekið í spil eða spjallað. Af nógu var að taka þegar þau hjón áttu í hlut, umræðuefnið var óþijótandi enda voru þau bæði MINNINGAR er full af hvítum stúdentshúfum, brosandi andlitum og veisluklið. Laufey stýrir veislunni, ber fram kræsingar, gefur sig á tal við nýstúd- entana sem hún þekkir alla með nafni. Hún er glöð í bragði, hreinskil- in í hollráðum til okkar sem leggjum út á lífsbrautina og grannt er á glettnina. Laufey gerir engan mannamun og er hrein og bein við alla. Daginn eftir erum við flogin utan í stúdentsferð og ég gerði ráð fýrir að þaðan í frá mundi heimsókn- um mínum á Fornhagann fækka. En raunin varð önnur. Þetta var aðeins upphafið af kynnum mínum af Laufeyju á Fornhaga 22. Ári seinna fengum við, kona mín og ég, leigða kjallaraíbúð í húsinu og byrj- uðum þar búskap að verulegu leyti í skjóli Laufeyjar því að til hennar var hægt að leita með alla skapaða hluti. Tókst nú með okkur enn betri vinátta. Við Laufey voram bæði heima við, hún við heimilisstörf á sínu heimili en ég á mínu heimili við háskólanám og barnagæslu þegar þar að kom. Hún miðlaði mér af reynslu sinni og lífsviðhorfum og allt varð það mér til góðs á þeim vegi sem ég var sjálfur að leggja út á. Ég fann ást hennar og virðingu fyrir foreldram sínum samheldni fjöl- skyldu hennar, trúmennsku hennar gagnvart hveiju því verki sem hún tók að sér og þá alúð sem hún lagði í gott uppeldi bama sinna. Mótlæti hafði hún mætt með miklum kjarki og heitri trú á Guð almáttugan. Laufey Helgadóttir var besti full- trúi þeirrar kynslóðar sem þroskaði íslenskt þjóðfélag á byltingarkennd- um breytingatímum. Hún flutti án mikilla efna frá Vík og tók þátt í að byggja þá nútíma Reykjavík sem við afkomendur njótum nú. Hún flutti með sér og arfleiddi okkur af þeim lífssannindum sem hún fékk sjálf í veganesti frá bernskuheimili sínu. Á þeim sannindum byggði hún líf sitt, heimili sitt og uppeldi barna sinna. Hún vissi hvar hún stóð og gat horft beint í augu hvers manns því að hún spurði aldrei um ætt eða völd heldur um innri mann þess sem hún talaði við. Laufey átti von góðrar heimkomu þegar lífi lyki hér. Megi Guð láta þær bænir rætast og veita aðstandendum hennar huggun._ Ólafur Örn Haraldsson. framúrskarandi fróð og skemmti- leg. Anna var með eindæmum dugleg kona og studdi vel við bak- ið á manni sínum á hans rithöf- undarferli. Var sérstakur blær yfír heimili þeirra hjóna í Suðurgöt- unni enda bæði gestrisin svo af bar og viðmótið alltaf jafn elsku- legt. Eftir að Ólafur lést árið 1988 héldum við áfram að hittast, oft- ast á heimili barna okkar. Ég fór alltaf ríkari af þeim fundum. Við spjölluðum oft um gamla daga og fékk ég Önnu þá oft til að segja mér frá lífinu á Kópaskeri þegar hún var að alast upp. Eins var gaman að heyra Önnu segja sögur af merkum mönnum eða skrýtnum kvistum og var þá mikið hlegið. Þó heilsu önnu hrakaði síðustu árin, má segja að okkur hafi alltaf tekist að ná saman. Anna sagði mér þá gjarnan frá einhveiju frá gömlum dögum, því hélt hún allt- af. Merk kona er gengin, sem ég kem til með að sakna mikið. Farsælu lífi er lokið. Um leið og ég kveð þessa heið- urskonu votta ég fjölskyldunni samúð mína. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn, það er að hafa náð takmarki tilveru sinnar. (Lao Tse) Sigrún Þorsteinsdóttir. Rétt fyrir jólin rakst ég á Ólaf Jóhann yngri þar sem hann var að árita bók sína í verslun Máls og menningar. Ég spurði hann um líðan Önnu móður hans, enda hafði ég ekki séð hana lengi. Ólafur sagði mér það sem ég vissi ekki ÞÓRUNNELFA MAGNÚSDÓTTIR + Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur fæddist í Reykjavík 20. júlí 1910. Hún lést á sjúkradeild Hafnarbúða í Reykjavík 26. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju í gær, föstudag. Hví stráir þú blómum yfir nóttina, daginn, borgina, húsin, marglitum blómum yfir einmana hjarta? Þú veizt ekki sjálf hvað þú gerir. Ef þú vissir það mundirðu þá ekki hlaupa burt frá góðverki þínu? Þú stóðst á veginum og horfðir um öxl, en hvemig áttirðu að vita að þúsundir blóma féllu af hári þínu og ég tíndi þau upp af veginum. _ (Jón Óskar.) Undarleg er sú tilfinning að fyllast djúpri hjartasorg vegna andlátsfregnar, sem þó hefði ekki átt að vera með öllu óvænt. Sem fullvaxta kona finn ég að bernskur hluti sálar minnar grætur. Nú er amma mín horfin, traust vinkona mín og sálufélagi. Ég hlýt því að hverfa á vit góðra minninga, úr því að þessi góði bakhjarl er horf- inn yfir móðuna. Sem betur fer bý ég við gnægtabrunn slíkra minninga, sem ég mun ávallt geta leitað til. Þótt fundir okkar ömmu h.afi orðið færri en vilji okkar beggja stóð- til síðustu misseri, vegna utanlandsdvalar minnar, hafði það augsýnilega engin áhrif á gagn- kvæma vináttu okkar, né þá ástúð sem mér hlotnaðist. Flest fyrstu bernskuár mín ólst ég upp í Danmörku. Mér verður ævinlega fast í minni, að Þórunn Elfa, amma, varð samofin bernskuvitund minni um ísland, vitund minni um rætur mínar og uppruna. Heimboð hennar á Guð- rúnargötu voru fastur liður í hverri íslandsheimsókn. Á því heimili átti hver hlutur sína lifandi sögu, sem amma kunni að segja börnum af mikilli list. Þegar ég stálpaðist átti ég kost á nánari kynnum af þessari konu, sem umvafði mig ástúð og vináttu sinni, sýndi mér virðingu og samúð þegar á móti blés, örvaði mig og fagnaði mér þegar allt gekk í hag- inn. Vinarþel ömmu minnar var fölskvalaust og því meira mat ég það eftir því sem ég kynntist skap- gerð hennar betur. Hún amma mín bjó yfir sterkum persónutöfrum og kjarki, en undir niðri hrærðist viðkvæm sál. Meðal- vegur gat aldrei orðið braut ömmu, sem ég hygg að komi vel fram í ritstörfum hennar, því hugrekki að bijótast fram á ritvöllinn á æskuárum, völl, sem þá var að mestu körlum ætlaður. Á því sviði var amma mín fölskvalaus bar- áttukona. Ekki rættust allir lífsdraumar ömmu til fulls, en víst er að hún hafði kjark til að láta sig dreyma, áræði til að mæta vonbrigðum eigi að síður en gleði og sigrum. Hún amma mín var veitul á vinarþel, en viðkvæm gagnvart andstreymi. Sjálf uppskar ég ríkulegan ávöxt af þeim böndum vináttu og trausts, sem milli okk- ar lágu. Hlýhugur hennar og ást varð mér ómetanleg gjöf og veg- arnesti. Ég kveð með þessum fátæklegu orðum kæra ömmu og vinkonu mína, sem veitt hefur mér góða samfylgd í lífinu. Ég veit að sam- fylgd okkar mun í raun aldrei ljúka, hlýhugur Þórunnar Elfu mun ávallt fylgja mér, minning mín um hana mun aldrei hverfa. Vala Baldursdóttir, Kaupmannahöfn. að hún væri komin á Hrafnistu í Hafnarfirði og bætti við að ekki yngdist hún fremur en aðrir. Nú rúmum tveimur mánuðum síðar er _hún öll á 77. aldursári. íslenskt samfélag er svo ör- smátt að þræðir mannlífsins flétt- ast saman á mörgum stöðum. Fyrir allnokkrum árum vann ég að ritgerð um takmarkanir barn- eigna á íslandi sem enn er ekki lokið vegna anna í kvennabarátt- unni. í þeim rannsóknum datt ég niður á einkar skemmtileg brot úr læknaskýrslum í heilbrigðis- skýrslum Landlæknisembættisins ættaðar frá lækninum í Öxarfjarð- arhéraði. Hann var aldeilis gáttað- ur á hegðun kvenþjóðarinnar eftir að breskur og bandarískur her gekk hér á land á stríðsárunum og mikið varð um barneignir í umróti stríðsins. Hann komst svo að orði að héraðið angaði af hrúta- kofalykt og ærhúsailmi. Ég kembdi læknatalið til að komast að því hver þessi skorinorði læknir væri og komst að því að hann hét Jón Árnason ættaður frá Skútustöðum í Mývatnssveit. Nokkru síðar upp- götvaði ég að hann var faðir kvennalistakonunnar Önnu Jóns- dóttur sem greinilega hafði erft frá honum þann eiginleika að segja meiningu sína og vera ekkert að skafa utan af hlutunum. Anna var norðanstúlka sem kom suður til að mennta sig eins og fleiri konur og frægar söguper- sónur. Hún var vel menntuð á mælikvarða sinnar kynslóðar, tók Verslunarskólapróf og var ein fárra stúlkna í sínum árgangi. Þegar Anna hélt upp á 50 ára verslunarprófi sitt komst ég að þvi að hún hafði verið skólasystir frænda míns og uppeldisbróður mömmu minnar Björns Gunn- laugssonar skipstjóra sem flutti til Ameríku og var í Murmansk-sigl- ingum á stríðsárunum. Anna gift- ist Ólafi Jóhanni Sigurðssyni rit- höfundi og eignaðist með honum tvo syni, þá Jón og Ólaf Jóhann. Hún var athafnakona og rak pijónastofu um árabil. Ekki veit ég fyrir víst hvenær Anna gekk til liðs við Kvennalist- ann, en mér fínnst að hún hafi alltaf verið með og líklega var hún það. Þótt ungar konur og miðaldra séu mest áberandi í okkar marg- breytilega hópi hafa alltaf verið með okkur nokkra eldri konur, jafnvel á tíræðisaldri. Þær hafa miðlað af reynslu sinni, tengt sam- an sögu og baráttu kvenna á fyrri áratugum og beitt sér fyrir mál- efnum eldri kvenna sem vissulega þarf að sinna. Anna var ein af þeim sem mætti nánast alltaf á félagsfundi nema svo vildi til að hún væri vestur í Ameríku í heimsókn hjá Ólafi Jóhanni yngri. Hún var alltaf til í að standa vaktina meðan kosn- ingabarátta stóð yfir, tók á móti gestum og gekk í ýmis þau störf sem sinna þurfti. Hún kom iðulega við á skrifstofunni að leita frétta og fylgdist vel með. Anna var ákveðin í skoðunum og hafði síð- ustu árin miklar áhyggjur af Evr- ópumálunum sem hún taldi stefna framtíð íslensks samfélags í hættu. Hún hafði eins og við hinar trú á því að konur hefðu margt til málanna að leggja og að við yrðum sjálfar að breyta heiminum, aðrar gerðu það ekki fyrir okkur. Hún vildi leggja þeirri baráttu lið. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Kvennalistans þakka samfylgd Önnu Jónsdóttur og votta fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð. Kristín Ástgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.