Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR GRIMUR B. JÓNSSON Grímsson, f. 25. 7. 1951, er búfræðing- ur og bóndi í Hafra- fellstungu, Oxar- firði, kvæntur Jónu Kristínu Einars- dóttur úr Keflavík, f. 21. 9. 1952; eiga þrjár dætur. c) Arn- þór Grímsson, f. 19. 1. 1955, er bifvéla- virki á Akureyri, kvæntur Heiðrúnu Pétursdóttur frá Akureyri, f. 25. 2. 1956; eiga tvær dætur. d) Grímur Örn Grímsson, f. 1. 6. 1957, er veghefilsstjóri í Lundi, Öxar- firði, kvæntur Arnþrúði Guðnýju Óskarsdóttur frá Raufarhöfn, f. 16. 6. 1958; eiga þijú böm. e) Stefán Haukur Grímsson, f. 12. 12. 1962, er verslunarmaður á Kópaskeri, kvæntur Sigríði Benediktsdótt- ur frá Kópaskeri, f. 3. 2. 1965; eiga tvö böm. f) Bernharð Grímsson, f. 13. 3. 1969, er verkamaður á Kópaskeri, kvæntur Eyrúnu Egilsdóttur frá Syðri-Bakka í Kelduhverfi, f. 15. 8. 1966; hafa eignast þijú böm. Barnabarnabörn Gríms og Erlu em fjögur; afkomend- ur 28 alls. Útför Gríms fer fram frá Skinnastaðarkirkju í dag. + Grímur Björn Jónsson fæddist í Ærlækjarseli í Öx- arfirði 25. 1925. Hann iést í Kristnesspítala 26. febrúar 1995. For- eldrar hans voru Arnþrúður Gríms- dóttir (f. 8. 5. 1890, d. 26. 9.1971) og Jón Björnsson (f. 5. 9. 1891, d. 1.10. 1941). Þau bjuggu allan sinn búskap í Ær- lækjarseii. Systkini Gríms eru: 1. Krist- ín húsmóðir í Reykjavik, gift Einari Braga rithöfundi. 2. Stefán bóndi i Ærlækjarseli. 3. Björn vélsljóri á Kópaskeri, kvæntur Snæfríði Helgadóttur húsmóður. 4. Karólina bóndi í Ærlækjarseli. 5. Guðrún Mar- grét húsmóðir á Akureyri, gift Gunnlaugi Indriðasyni bíl- stjóra. 6. Kristveig húsmóðir á Akureyri, gift Armanni Þor- grímssyni smið. Grímur kvænt- ist 25. 8. 1950 Erlu Bernharðs- dóttur (f. 25. 8. 1931) ættaðri úr Eyjafirði og hafa þau búið i Ærlækjarseli allan sinn hjú- skap. Þau eiga sex syni: a) Jón Grímsson, f. 19. 6. 1948, er bif- vélavirki á Kópaskeri, kvæntur Guðnýju Guðnadóttur frá Rauf- arhöfn, f. 6. 5. 1949, og eiga þau fimm börn. b) Helgi Valur SUNNUDAGINN 26. febrúar var Grímur Jónsson bóndi og búnaðar- ráðunautur í Ærlækjarseli leystur úr viðjum Alzheimer-veikinnar ill- vigu sem haldið hafði honum á ann- an áratug í helgreipum af svæsnara miskunnarleysi en lýst verði með orðum. „Lífið manns hratt fram hleypur." A bernskudögum er okkur óskiljan- legt hvað fimmtugir menn hafi getað fundið sér til dundurs á jörðinni slík- an eilífðartíma. Nú finnst mér hún hafa flogið hjá hálföldin rúm sem liðin er síðan fundum okkar Gríms bar fyrst saman. Ég var þá ungur ólofaður skólapiltur á leið í síldarsæl- una nyrðra og hafði staidrað við í Klifshaga í Öxarfirði til að anda að mér ilmi úr grasi smástund áður en peningalyktin á Raufarhöfn fyllti vitin. Um kvöldið bar þá að garði bræðurna í Ærlækjarseli, Stefán, Björn og Grím. Höfðu að loknu dags- verki verið að spila fótbolta við aðra unga menn sveitarinnar niðri á Klifs- hagaengjum. Mér þóttu þetta snöf- urmannlegir strákar og ólíklegir til að láta boltann baráttulaust við hvern sem væri þótt þeir létu ekki mikið yfir sér. Yngstur þeirra var Grímur, kominn hátt á átjánda ár. Daginn eftir stóð ég á Sandfelli ásamt konu minni sem síðar varð og horfði yfir byggðina. Mér fannst þá að fegurri sveit en Öxarfjörð hefði ég ekki augum litið að Horna- firði einum undanskildum og fínnst enn eftir að hafa séð öll byggð ból á íslandi nema þijár nyrstu sveitir á Ströndum. Til norðurs að líta var heimur mikilla sæva sem ekkert fékk hamið nema heimskautafrerinn á hjara veraldar, framundan til vesturs lá stijál byggð mikilla sanda afskor- in frá umhverfmu af stríðum vötn- um. Um kvöldið riðum við Brunná undan Núpi niður í Sand og fórum fyrst út að Lónum. Þar var fjölskrúð- ugt fuglalíf og á einum stað lagði yl úr jörðu þar sem nú vellur fram sjóðheitt vatn nægilegt til að hita upp híbýli allra Norður-Þingeyinga að sögn. Á botni lónsins lágu gras- gefnustu slægjulönd sveitarinnar vaxin hollu stargresi sem talið var töðuígildi, en sá böggull fylgdi skammrifi að til þess að hleypa vatn- inu af svo nytja mætti engjarnar varð að grafa því farveg gegnum ijörukambinn fram í sjó - „moka út ósinn“ - og gat verið þriggja vikna verk fyrir átta karlmenn al- hrausta, hef ég eintivern tíma heyrt. Hér voru sem sagt landkostir nógir en engin gæði auðtekin. Og hver hefur sagt að allt eigi að vera auð- velt? Hafa ekki mestu framfarir ein- mitt orðið í hörðum og ögrandi átök- um sem knúðu manninn til alefling- ar hugar og handa? í þessu umhverfi hófu þau Arn- þrúður Grímsdóttir og Jón Björnsson búskap árið 1918 með tvær hendur tómar en krafta í kögglum og mikla trú á mátt sinn og gjöfult landið. Bæði voru aðflutt og hvort úr sinni áttinni, hann úr suðursýslunni, hún austan úr Þistilfirði. Við ótrúlega erfiðleika kreppuáranna sáu þau stórum barnahópi borgið, reistu sér íbúðarhús 1928 sem vel hefur dugað fram á þennan dag og lögðu grund- völl að því myndarheimili sem staðið hefur í Seli síðan. Þegar ég kom fyrst í Ærlækjarsel þennan júlídag 1943 var Jón dáinn fyrir tæplega tveim árum. Hann hafði veikst í göngum í Búrfellsheiði af hastarlegri botnlangabólgu og látist heima um viku síðar í höndun- um á tveim læknum sem réðust í að skera manninn upp við fráleitar aðstæður eftir að botnlanginn var sprunginn og allt orðið um seinan. Þannig var nú heilbrigðisþjónustan íslenska á vegi stödd svo seint sem árið 1941. Jón stóð þá á fimmtugu og hafði ekki kennt sér meins nema í þetta eina skipti á ævinni. Arnþrúð- ur hélt áfram búskap með börnum sínum og lifði síðar við fulla reisn í skjóli þeirra til æviloka árið 1971. Grímur var óráðinn unglingur þegar hann missti föður sinn, rétt nýorðinn 16 ára. Þess vegna kom það nánast af sjálfu sér að Stefán sem var elstur bræðranna, tvítugur að aldri, yrði að þögulli vitund allra á bænum bústólpi heimilisins þótt aðgreining þekktist ekki í húsbænd- ur og hjú. Mér dettur í hug að á þeim árum hafi myndast það sér- staka andrúmsloft milli þeirra bræðra sem breyttist ekki þótt árin liðu og athygli vakti að hvorugur réð en báðir þó og besta lausn fannst á smáu og stóru án þess að um þyrfti að hafa fleiri en fjögur orð eða í hæsta lagi fimm. Ég hugsa að aldrei hafi annað hvarflað að Grími en verða bóndi og allra helst í Ærlækjarseli. Tvítug- ur útskrifast hann búfræðingur frá Hvanneyri 1946. Heimsstyijöld síð- ari var rétt að baki, fornir búnað- arhættir augljóslega í andarslitrun- um og bylting framundan vegna vélvæðingar í öllum greinum land- búnaðar. Framleiðsla matvæla var hið besta sem hægt var að gera hungruðum heimi. Það var stórkost- legt að vera ungur og sterkur og mega leggja hönd á plóg. Þegar hann hafði unnið búi móður sinnar eitt ár opnuðust möguleikar til frekara náms í búfræðum en áður höfðu verið fyrir hendi hér á landi. Þá var stofnuð tveggja ára fram- haldsdeild við búnaðarskólann á Hvanneyri. Grímur sótti um og fékk inngöngu í deildina og var einn úr hópi átta kandídata sem fyrstir brautskráðust 1949. Um haustið réðst hann aðstoðarmaður í Til- raunastöðinni á Akureyri og vann þar eitt ár. Hinn 28. ágúst 1950 kvæntist Grímur heitkonu sinni Erlu Bem- harðsdóttur. Þann dag varð hann 25 ára, hún 19. Sama ár settust þau að búi í Ærlækjarseli. Fjórum árum síðar stofnuðu þau nýbýlið Ærlækj- arsel II og reistu sér nýtt íbúðarhús á gamla bæjarhólnum, en penings- hús og hlöður hafa alla tíð verið sameign félagsbúsinis. Erla og Grím- ur eignuðust 6 syni sem nú eru upp- komnir allir, kvæntir fjölskyldumenn og feður, sumir orðnir afar, una sín- um hag á norðurslóð og ekki fjarri föðurtúnum. Samtímis því sem Grímur gerðist bóndi í Seli að loknu námi réðst hann ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Norður-Þingeyinga, fyrst í hlutastarfi en bráðlega fullu. Árið 1953 var hann einnig ráðinn fram- kvæmdastjóri Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga. Ráðunautar- starfið átti vel við Grím. Það full- nægði hugsjón hans um hlutdeild í ræktun lands og lýðs. Það var til- breytingaríkt og rígbatt hann ekki við torfuna. Mikinn hluta ársins var hann á stöðugum ferðalögum frá morgni til kvölds í embættiserindum: að funda með bændum, leiðbeina þeim um eitt og annað varðandi búskapinn, taka út verklegar fram- kvæmdir í ræktun eða byggingum. Starfið var þess eðlis að hann varð bráðlega heimagangur á hveijum bæ og persónulega kunnugur velf- lestum mönnum í öllum sveitum sýsl- unnar, vissi jafnvel meira en bændur sjálfir um hagi hvers og eins og lét sig velferð þeirra varða. Hann var áhugasamur um að viðhalda mennt- un sinni og auka hana og sótti í því skyni námstefnur nær árlega. Bænd- ur í héraði treystu honum til forystu í hagsmunamálum sínum, hann var fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda frá 1961 og varamaður í stjórn þess um skeið. Grímur lét málefni sveitar sinnar líka til sín taka og átti um tíma sæti í sveitarstjórn Óxarfjarðarhrepps. Hann var formaður skólanefndar, reikningshaldari miðskólans í Lundi og átti heilladijúgan þátt í að þar reis myndarlegt menntasetur-sem gegnir mikilvægu hlutverki í menn- ingarmálum allra byggðarlaga við Öxarfjörð. Fyrir einum 12 árum tók grun- semd að vakna um að Grímur, sem aldrei hafði kennt sér meins, gengi ekki að öllu heill til skógar. Bæði hann sjálfur og aðrir áttu framan af erfitt með að átta sig á hvað væri að, því líkamlega virtist hann alheill og fyrstu einkenni bentu í svo ólíklega átt hjá manni á hans aldri að þeim varð tæplega trúað. Breyt- ingar á heilsufari hans voru mjög hægfara en allar á verri veg uns svo var komið að jafnvel leikmanni leyndist ekki að eitthvað mjög alvar- legt var á seyði. Við sérfræðirann- sókn greindist hann með augljós ein- kenni Alzheimer-veiki. Þá var hon- um nauðugur einn kostur að láta af störfum eftir 35 ára yrkju. Sá áratugur rúmur sem síðan er liðinn hefur verið samfelld hörmungarbar- átta í ójöfnum leik sem aðeins gat farið á einn veg. Grími var hjúkrað heima eins lengi og framast var unnt og raunar mun lengur en veijandi var, því svo fár- veikir menn þarfnast aðhlynningar sem ekki er hægt að veita í heima-. húsum. Seinustu árin dvaldist hann á Kristnesspítala. Þar hitti ég hann síðast fyrir tæpu ári. Við áttum leið um hjónin, komum aðvífandi á sunnudegi utan heimsóknartíma og án þess að nokkur ætti okkar von. Við dáðumst að hve vel var um hann hugsað, hver virðing honum var sýnd í kröm sinni og neyð. Því verða síð- ustu orð mín þakkir til þess góða fólks sem annaðist hann af mann- kærleika þegar mest var þörfin og bjargarleysi hans algjört orðið. Einar Bragi. Hann Grímur okkar er látinn. Er við fengum þessa frétt var eins og tíminn stöðvaðist eitt andartak og að okkur hrönnuðust minningarn- ar. Minningar frá æskuárum okkar. Minningar úr sveitinni hjá Grími og Erlu föðursystur. Á hveiju sumri var bíllinn pakk- aður og við héldum af stað með for- eldrum okkar til Erlu og Gríms. Þvílík tilhlökkun og þvílík spenna. Undanfarin ár höfum við fylst með veikindum Gríms, en það er aldrei hægt að búa sig undir svona áfall sem fylgir ást- og góðvinamissi. Nú fáum við ekki lengur að sjá hlýja brosið þitt, Grímur. En við eig- um minningarnar sem við geymum í hjarta okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum erindum kveðjum við þig, elsku Grímur. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, INGVELDAR JÓNSDÓTTUR frá Vatnsholti, Álftarima 5, Selfossi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, stjúp- og tengdafaðir, dr. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON prófessor, Aragötu 4, veröur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.30. Jakobína G. Flnnbogadóttir, Nanna D. Björnsdóttir, Ólöf G. Björnsdóttlr, Vigfús Árnason, Sveinbjörn E. Björnsson, Ase Gunn Björnsson, Helga L. Björnsdóttir, Tryggvi Agnarsson, GuArún Þ. Björnsdóttir, Halldór R.Á. Reynisson. Elsku Erla, synir, tengdadætur og barnabörn, megi almættið gefa ykkur styrk og huggun. Jón, Helga, Örn og Björk. Þótt andlát Gríms Jónssonar kæmi ekki á óvart, er það ávallt svo að brotthvarf samferðamanns og góðs vinar kemur hreyfíngu á huga manns. Að sækja gamlar minningar um horfnar samverustundir og góð kynni. Fundum okkar Gríms bar fyrst saman haustið 1947 er við hófum nám við Framhaldsdeildina á Hvann- eyri (síðar Búvísindadeild), sem þá var að hefja starfsemi sína. Við vor- um átta Norðlendingar, sem stund- uðum nám við deildina á þessum tveimur fyrstu starfsárum hennar. Samstarf okkar skólabræðra og fé- lagsskapur var náinn og góður þau misseri sem við dvöldum saman á Hvanneyri. Þótt námið væri stundað af samviskusemi, áttum við margar glaðar og góðar samverustundir, sem enn er gott að rifja upp. Grímur Jónsson féli vel í þennan hóp. Skap- lyndi hans var með þeim hætti að allir kunnu því vel að dvelja í návist hans. Glaðværð hans og græskulaus gamansemi, ásamt hlýju hjartalagi öfluðu honum hvarvetna vina og vin- semdar. Eftir að skólavist á Hvanneyri lauk, flutti Grímur til Akureyrar, þar sem hann stofnaði heimili með unn- ustu sinni og síðar konu, Erlu Bern- harðsdóttur frá Akureyri. Þar gerð- ist hann starfsmaður Tilraunastöðv- arinnar (Gró'ðrarstöðvarinnar). Á með þau Grímur og Erla dvöldu á Akureyri bar fundum okkar oft sam- an, en alltaf var jafn gaman að blanda geði við Grím og eiga með honum glaða stund. Eftir að Grímur settist að í Ærlækjarseli urðu fundir okkar stijálli, sem von var til þar sem við vorum búsettir, hvor á sínum landshorni. Um íjölda ára var það þó fastur liður, á dagskrá okkar, er við sóttum árlegan fund búnaðar- ráðunauta í Reykjavík, að heim- sækja sameiginlegan vin okkar og eyða með honum kvöldstund við spil og létt spjall. Dvöl þeirra Gríms og Erlu varð ekki löng á Akureyri, því að vorið 1950 fluttu þau austur í Axarfjörð að Ærlækjarseli, en þar var Grímur fæddur og uppalinn, og þar bjuggu móðir hans og systkini. Þau byggðu nýbýlið Ærlækjarsel II á hluta jarð- arinnar og komu sér þar upp dálitlu snotru fjárbúi. Jafnframt gerðist Grímur héraðsráðunautur Búnaðar- sambands Norður-Þingeyinga, og því starfi gegndi hann, á meðan honum entist heilsa. Frá 1953 ann- aðist hann einnig framkvæmda- stjórn Ræktunarsambands Norður- Þingeyinga vestan heiðar. Grímur reyndist farsæll í starfi sínu. Góð greind, trúmennska og prúðmannleg framkoma, ásamt vak- andi áhuga fyrir að verða öðrum að liði, öfluðu honum alls staðar trausts og virðingar. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf í heimahéraði sínu, meðal annars var hann lengi fulltrúi Norður-Þingeyinga á fund- um Stéttarsambands bænda. Grímur hafði mikinn áhuga á sauðfjárrækt og kynbótum sauðíjár og skrifaði nokkuð um þau mál. Þetta féll vel að starfí hans og staðsetningu í því héraði landsins, sem veríð hefur í fararbroddi í sauðfjárrækt marga síðustu áratugi. Grímur var enn á miðjum aldri, er hann fór að kenna ólæknandi hrörnunarsjúkdóms. Fór svo að hann varð að láta af störfum langt fyrir aldur fram árið 1985. Síðustu árin dvaldi lengst af á sjúkrahúsum. Þau Grímur og Erna eignuðust sex syni, myndarmenn í sjón og raun. Hafa þeir allir stofnað eigin heimili. Við, sem þekktum Grím Jónsson kveðjum hann með söknuði. Þótt hann sé horfínn sjónum okkar lifír með okkur minningin um góðan dreng, sem gott var að eiga að fé- laga og vini. Sárastur er missir eiginkonu hans, en örlögin hafa lagt á herðar hennar þunga byrði mörg undangengin ár. Ég vil ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum með því að votta henni og öðrum aðstandendum innilega samúð. Bjarni Arason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.