Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 8
8 I.AUGARDAGUR 4. MARZ 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Samkomulag — Ný grunnskólalög á síðustu 1 ■ !Sáinkomulag::.náðist> Stundu um i'afgrniðslu gnmn‘’-x' skólafrumvarpsins sfðdegis á !aug- ardag eftir viðræður^fqreætisráð- herra, 1111 o _ ™:,,C — tG^MUKlD-------3----- Svona elskurnar mínar þið hljótið nú að sjá þetta núna . . . Skjálftavirkni sunnarlega á Hellisheiði Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,2 á Richter FRÁ ÞVÍ um klukkan 22 á fimmtudag og þar til síðdegis í gær varð vart við yfir 300 smáa skjálfta í grennd við Hjallahverfi í Ölfusi, sunnarlega á Hellisheiði, þar sem aðalvirknin er. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 á Richter. Um miðjan dag í gær hafði dregið mikið úr skjálftavirkni á svæðinu, og norðan við Hvera- gerði er virkni nú lítil. „Það má hins vegar búast við að þetta haldi áfram,“ sagði Gunn- ar Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur á Veðurstofu íslands í samtali við Morgunblaðið. „Virknin norðan við Hveragerði gæti þess vegna aukist aftur.“ Tæplega undanfari Veikustu kippirnir við Hjalla- hverfí voru niður undir 0 á Richt- er, og flestir voru í kringum 1 á Richter og jafnvel minna. Nokkrir stærri kippir létu þó á sér kræla. Klukkan 18.32 á fimmtudag var skjáifti upp á 2,5 á Richter, en upp úr klukkan 20 á fimmtudag jókst virknin þar og um tveim tím- um ,.síðar kom fyrsti stærri kippur- inn, eða 3,2 á Richter. Síðan um 22.27 var annar annar kippur að stærðinni 2,9 og annar jafnstór um tuttugu mínútum síðar. Þessir kippir fundust vel á Þor- lákshöfn og í Hveragerði án þess að nokkrar skemmdir hafi orðið. Um klukkan 3.21 aðfaranótt föstudags varð síðan kippur sem mældist 2,7 á Richter. Eykur ósvissu Gunnar segir hæpið að lesa ein- hver skilaboð úr þessari skjálfta- hrinu, hún sé tæpast' undanfari stærri og meira jarðhræringa, þótt að skjálftavirkni auki tvímæla- laust óvissu. „Líkumar á að eitthvað gerist annars staðar aukast, en við höld- um þó að þetta sé framhald þeirr- ar hrinu sem varð í ágúst síðast- liðnum, en ívið minni en þá varð. Norðan við Hveragerði er jarðhita- svæði og skjálftavirkni þar kemur okkur ekki á óvart. Stærstu skjálftarnir í ágúst voru 4,2 á Richter og þeir miklu meiri.“ Félagsmalarað Reykjavíkurborgar Tæpar 33 milljónir í styrki FELAGSMALARAÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að veita 32.856 þúsund kr. í styrki til 29 aðila. Þar af fá Samtök um kvennaathvarf 9 milljónir króna. 48 umsóknir bárust um styrki til ráðsins. Styrki hlutu Mæðrastyrks- nefnd, 1,5 millj., Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur, 900 þús., Fé- lagasamtökin Vernd, 2,2 millj., Gigtarfélag Islands, 570 þús., Bandalag kvenna í Reykjavík, 180 þús., Samhjálp hvítasunnu- manna, 3,2 millj., Geðhjálp, 1.096 þús., Félag einstæðra foreldra, 2,5 millj., og Félag heyrnar- lausra 600 þús. Ennfremur Samtök áhuga- fólks um áfengisvandámál, 1,3 millj., Kvennaráðgjöfin, 500 þús., Samtökin 78, 360 þús., Blindrafélagið, 2,5 millj., Stíga- mót, 3 miiy., Ný dögun 200 þús., Foreldrafélag misþroska barna, 250 þús., Hjálpræðisherinn, 150 þús., Foreldrasamtökin Vímu- laus æska, 250 þús., og Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna 100 þús. Alnæmissamtökin á íslandi hlutu 200 þús., Hópurinn, sam- tök maka þolenda kynferðisl. ofbeldis, 200 þús., Félagið, rétt- indafélag sam- og tvíkyn- hneigðra, 100 þús., Miðstöð fólks í atvinnuleit, 500 þús., Stráið, 100 þús., HL-stöðin, endurhæf- ingarstöð hjarta- og lungna- sjúkl., 1 millj., MND-félag ís- lands, 100 þús., Daufblindrafé- lag íslands, 100 þús., og Þroska- hjálp, 300 þús. Afgreiðslu frestað Þá var ákveðið að fresta af- greiðslu umsókna frá Sjálfs- björgu, Bernskunni íslandsdeild, Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Dvalarheimilis aldr- aðra heyrnarlausra, Múlalundi vinnustofu SÍBS og Barnaheill- um. Mettúr hjá rækjuskipinu Skutli IS Skiptir sköpum að vera fyrstir TJÆKJUSKIPIÐ Skutull ÍS gerði ^ mettúr á dögunum, fékk 95 tonn af rækju á Dohrnbanka, vestur af ísa- fjarðardjúpi, en áður hafði skipið aflað 120 tonna á rækjumiðunum norður af Vestljörðum. Aflanum var landað á ísafirði fyrr í vikunni eftir 26 daga úthald. Seljist 49 tonn af svokallaðri Japans- rækju á sæmilegu verði er aflaverðmætið áætlað 68 milljónir króna og háseta- hluturinn um ein milljón króna. Skipstjóri í ferðinni var Valgeir Bjarnason. Hann segir að mjög góður afli hafi verið á Dorhnbanka en óveður hafi hamlað veiðum. Varð skipið til að mynda að halda sjó í um þijá sólar- hringa. Skutull fékk um 50 tonn tvo fyrstu dagana á miðunum. Þá gerði hins vegar brælu en skip- veijar voru fljótir að fylla skipið þegar lægði. - Það virðist vera mjög erfitt um veiðar á þessum norðlægu slóðum á þessum tíma? „Þessi mið eru mjög erfið; ein- hver þau erfiðustu við landið. Þetta eru slóðir þar sem mætast sterkar hæðir og krappar lægðir. Það gerir því mjög hörð veður þarna og sjórinn er mjög kaldur auk þess sem það er langt að leita í var.“ - Hvað í ösköpunum dró ykk- ur þá þangað? „Vonin um að verða ríkir! Það er einhvem veginn þannig að ætli maður sér að gera það gott verður maður oft að fara þangað sem erfiðast er að eiga við hlut- ina. Það skipti sköpum fyrir okk- ur að vera fyrstir á staðinn. Það eru mörg skip komin á miðin núna en þó það sé góð veiði í dag getur það gjörbreyst á morgun. Það skiptir alltaf máli að vera fyrstur; sá sem er fyrst- ur dettur í lukkupottinn, síðan getur þetta dottið niður.“ - Nú segir sagan að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem skipið gerir það gott á Dohrnbanka? „Þetta er besti túrinn sem við höfum gert í þau þijú ár sem ég hef verið á Skutli. Skipið gerði hins vegar marga góða túra fyr- ir nokkrum árum þegar það hét Hafþór og Jón Steingrímsson var skipstjóri. Ef þeir túrar yrðu framreiknaðir á sama verði og gengi og í dag er ég ekki viss um að við væmm að tala um mettúr hjá okkur." - Er einhver sérstök ástæða fyrir þessari velgengni? „Það er bara einhver Guðs- Iukka sem vakir yfir okkur, það er ekkert öðruvísi." - Nú er aflaverðmætið áætlað um 68 milljónir króna. Getur hásetahluturinn orðið ein milljón? „Það fer náttúrulega eftir söl- unni en við vonumst til þess að hann fari hátt í milljón. Það er skemmtileg tala. Mér finnst i góðu lagi að gera svolítið úr því. Það er nefnilega virkilega gott mál að þetta skulþvera hægt í dag.“ - Iðnaðarrækjan sem SkutuII landar er seld á lokuðum upp- boðsmarkaði & ísafirði, hefur það fyrirkomulag gefið góða raun? „Mér finnst einmitt nauðsyn- ►Valgeir Bjarnason, 1. stýri- maður og afleysingaskipstjóri á Skutli IS, er fæddur þann 10. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum árið 1978 og hefur verið á sjó síðan. Val- geir er kvæntur Margréti Bjarnadóttur ljósmóður og eiga þau þrjú börn. ■legt að koma inn á sölumál á rækju í þessu samhengi. Ég held nefnilega að fyrirkomulagið sem við á Skutli búum við sé til fyrir- myndar; við erum að tala um frjálst fiskverð í reynd. Það eru þijár vinnslur á ísafirði sem bjóða í aflann hjá okkur og sú sem býður hæst fær hann. Við á Skutli fáum þannig hæstu verðin fyrir rækju á innanlandsmarkaði. Það eru kannski örfá skip sem standast okkur snúning. Fiskverð er nefnilega yfirleitt ekki fijálst í dag vegna þess að vinnslur sem gera út skip ákveða verðið einhliða. Munurinn á verði til skipa sem eru gerð út af vinnslu í landi og þeirra sem eru gerð út óháð er því yfirgengileg- ur og sjómönnum sem eru að vinna nákvæmlega sömu störfin er mismunað verulega." - Skutull hefur fengið 150 krónur fyrir kílóið af iðnaðar- rækju, er það ekki óvenjugott verð? „Þetta er hitamál í dag og Skutull hefur vissulega verið að fá óvenjugóð verð. Það hlýtur hins vegar eitthvað að vera að þegar menn eru að fá niður í 75 krónur fyrir kílóið ann- ars staðar á meðan við fáum 150 krónur. Hvaða sanngirni er í þessu? Það er púlað jafn mikið um borð í öllum þessum skipum." - Nú varst þú afleysingaskip- stjóri í þessum mettúr, verðurðu áfram í brúnni? „Við höfum verið þrír í tveim- ur stöðum. Þannig að ég hef oft- ast róið sem fyrsti stýrimaður; farið tvo túra og átt einn frítúr. Annar hinna hætti hins vegar síðastliðið haust. Ég færðist því upp og þetta er annar túrinn sem ég fer með skipið. Ég verð einn- ig skipstjóri í næsta túr en síðan ætla ég að breyta til og fara yfir á Jón Finnsson. Ég verð stýri- maður þar. Þetta hefur verið góður tími á Skutli. Maður kann misjafnlega við sig á rækjunni; þetta er gam- an þegar vel gengur en getur líka verið alveg ískyggilega leiðinlegt þegar ekkert gengur." „Sjómönnum mismunað verulega"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.