Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 2
9
f
2 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995
FRÉTTIR
Hundrað starfsmönnum í
átaksverkefni sagt upp
RUMLEGA 100 starfsmörmum í átaksverkefn-
um við grunnskóla Reykjavíkur hefur verið
sagt upp störfum frá og með 1. mars síðastliðn-
um og var þeim tilkynnt um uppsögnina í
gær, 3. mars. Að sögn Kristínar Amadóttur
aðstoðarkonu borgarstjóra, var bréf sent til
skólastjóra í gærmorgun, þar sem fram kemur
að það sex mánaða tímabil sem átaksverkefn-
ið náði til væri runnið út.
í bréfí skólaskrifstofu Reykj avíkurborgar,
til skólastjóra grunnskóla Reykjavíkur, segir
að 1. mars sL hafi runnið út það sex mánaða
tímabil sem átaksfólk í grunnskólum hafi ver-
ið ráðið tfl. Fyrir mánuði hafí skólaskrifstofa
ritað borgaryfirvöldum bréf og óskað eftir að
atvinnuátakið yrði framlengt til 31. maí 1995.
Fram kemur að borgaryfirvöld hafi þegar
sent stjóm atvinnuleysistryggingasjóðs beiðni
um framhald verkefnisins en að svar hafi enn
ekki borist. Þær upplýsingar hafi fengist að
beðið sé reglugerðar sem væntanleg sé á.hvérri
stundu. Þá segin
„Á meðan svo er biður Skólaskrifstofa
Reykjavíkur skólastjóra að tilkynna viðkom-
andi starfsmönnum þetta og jafnframt að gera
þeim grein fyrir að þeir mæti ekki til vinnu
fyrr en lausn hefur fundist á málinu."
Kristín sagði að samþykki atvinnuleysis-
tryggingasjóðs þyrfti ef endurráða ætti fólkið
tfl starfa en erindi þess efnis biði afgreiðslu
ráðherra. Sagði hún jafnframt að enginn upp-
sagnarfrestur væri þegar um átaksverkefiii
væri að ræða. Einungis væri um tímabundna
ráðningu að ræða á meðan bótaréttur starfe-
manna væri endumýjaður.
„Okkur er það rnikið kappsmál að á þessu
finnist lausn og vorum að vonast eftir að það
yrði í dag,“ sagði Kristín.
Skautað á
Tjöminni
ÞAÐ hefur viðrað vel til skauta-
iðkunar um sunnanvert landið að
undanfömu og bömin hafa not-
fært sér það óspart enda ekki
skólagöngu fyrir að fara meðan
verkfall stendur. Nú er hins vegar
útlit fyrir að veðrið breytist því
spáð er lægð upp að landinu með
austan hvassviðri og ofankomu.
-------------
Maður með
leikfanga-
byssu hand-
tekinn
VÍKINGASVEIT lögreglunnar var
kvödd tfl um kvöldmatarleytið í
gærkvöldi vegna manns sem talinn
var vopnaður f Skeifunni, en hann
hafði haft f hótunum við konu sem
var farþegi í bíl sem hann ók. Eftir
að maðurinn var handtekinn kom f
ljós að hann var með leikfangabyssu
í bílnum.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar hafði maðurinn ekið bíl sínum
smávægilega utan í annan bíl f Skeif-
unni og horfið af vettvangi. Hafði
hann í hótunum við konuna sem var
farþegi í bíl hans, en hún vildi tál-
kynna lögreglunni um atburðinn.
Að sögn lögregiunnar óttaðist
konan um lff sitt og þegar maðurinn
fór inn í hús við Skeifuna hringdi
hún á lögreglu og sagði manninn
vopnaðan. Víkingasveitarmenn
handtóku manninn, sem er búsettur
í Svíþjóð, í húsinu þar sem hann var
gestkomandi og kom þá í Ijós að í
bílnum var leikfangabyssa.
Morgunblaðið/Kristinn
Samtök fiskviimslu án útgerðar
Meintri mismunun vís-
að til samkeppnisráðs
SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar, SFÁÚ, hafa leitað til samkeppnis-
ráðs og óskað eftir því að ráðið taki til athugunar samkeppnismismun-
un sem samtökin telja að viðgangist í fiskvinnslu. Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd SFÁÚ. í bréfi
sem hann hefur ritað samkeppnisráði segir að aðalmismununin felist
í því að þau fyrirtæki sem bæði reka fískvinnslu og útgerð og fengið
hafa úthlutað kvóta endurgjaldslaust frá ríkinu fénýti þessar heimfldir
og geti síðan flutt þá fjármuni beint og óbeint frá útgerð til fisk-
vinnslu, þó að í raun sé um tvær atvinnugreinar að ræða.
Samtök fiskvinnslu án útgerðar
telja að niðurstaða þessa máls
kunni að hafa úrslitaþýðingu um
skilyrði tfl frjálsrar verðmyndunar
á fiski og því sé hér um stórmál
að ræða. Úrslit málsins kunni
einnig að ráða mjög miklu um
eflingu íslenskra fiskmarkaða og
framtíðarþróun fiskvinnslunnar í
landinu. I samtökunum eru 654
Meintur ræningi einnig grunaður um sprengjuhótun
fyrirtæki með samtals um 1.400
starfsmenn.
Varðhald til 13. mars
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði í gær 31 árs gamlan mann
í gæsluvarðhald til 13. mars vegna
rannsóknar RLR á ráninu í Lækjar-
götu síðastliðinn mánudag.
Dómari hafnaði kröfu RLR um
gæsluvarðhald yfir konu á þrítugs-
aldri, sem handtekin var ásamt
manninum á Keflavíkurflugvelli í
fyrradag.
Þá hefur Morgunblaðið fengið
staðfest að grunur lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli beinist að því að
sami maður og grunaður er um að-
ild að ráninu, hafi verið að verki
þegar hringt var í afgreiðslu Flug-
leiða í fyrramorgun og tilkynnt um
sprengju um borð í Flugleiðavélinni
á leið til Amsterdam.
Sá grunur styðst m.a. við það að
tekist hefur að rekja í sama síma-
númer þrjú tiltekin símtöl við Kefla-
víkurflugvöll f fyrramorgun.
Maðurinn og konan komu of seint
tfl flugsins tfl Amsterdam, en þang-
að höfðu þau keypt miða. Þau voru
þá handtekin af tollgæslu þar sem
grunur hafði vaknað um að þau
væru við ránið riðin. í fórum þeirra
fundust um 700 þúsund krónur f
reiðufé, að mestu Ieyti í erlendum
gjaldeyri.
Grunur leikur á að maðurinn hafi
fyrst hringt á Keflavíkurflugvöll til
að biðja um að vélinni yrði seinkað
og þegar það bar ekki árangur hafí
hann hringt að nýju og tilkynnt um
sprengju í vélinni.
Sprengjuhótunin er til rannsóknar
hjá lögreglunni á Keflavfkurflugvelli
en þess hefur verið óskað að RLR,
sem fer með rannsókn Skeljungs-
ránsins, yfirheyri manninn einnig
vegna þess.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er þetta í fyrsta skipti
sem sprengjuhótun gagnvart Flug-
Ieiðum hefur leitt tfl þess að grunur
beinist að ákveðnum manni og er
því tahð að um prófmál verði að
ræða komi málið fyrir dóm.
í fyrrakvold voru þau færð fyrir
dómara sem f gær ákvað að úr-
skurða manninn í gæsluvarðhald til
13. mars en kröfu RLR um að kon-
an yrði einnig höfð í haldi var hafn-
að. Maðurinn skaut úrskurði dómara
til Hæstaréttar.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins liggja engar játningar
fyrir í málinu og ekkert sérstakt kom
fram við húsleit á heimili mannsins,
sem á að baki talsverðan feril í af-
brotamálum, og hefur komið við
sögu í fikniefnamálum síðustu ár.
Beinist ekki að
stjórnkerfinu
í bréfi Jóns Steinars til sam-
keppnisráðs segir ennfremur að
erindið beinist ekki að stjómkerfi
fiskveiðanna svo sem því hafi ver-
ið komið á með lögum. Það sé
hins vegar afstaða SFÁÚ að unnt
sé og raunar skylt að tryggja að
fylgifiskar þessa stjómkerfis valdi
ekki þeirri mismunun milli aðila
sem stunda fiskvinnslu í landinu
sem raun ber vitni.
Lögbundið stjómkerfi leiði
ekki til samkeppnistruflunar
Það sé meginatriði að lögbundið
stjómkerfi í atvinnuh'fí eigi ekki
að leiða til samkeppnistruflunar
milh fyrirtækja hvort sem slík
löggjöf kann að varða bankastarf-
semi, starfsemi vátryggingafé-
laga, iðnað, blaðaútgáfiii, útfarar-
þjónustu eða fiskvinnslu, svo ein-
hver dæmi séu tekin.
MORGUNBLAÐIÐ
Askorun til
forsætisráðherra
Breytingar
á ákvörðun
loðnuverðs
AHAFNIR þijátíu og fjögurra
Ioðnuskipa hafa sent forsætisráð-
herra áskorun þess eftús að hann
beiti öhum ráðum tfl þess að koma
í veg fyrir áframhaldandi einhhða
verðákvörðun kaupenda á Ioðnu,
þannig að sjómenn og fuhtrúar
þeirra fái eðhlega aðild að ákvðrð-
un loðnuverðs í framtíðinni.
í áskoruninni segir meðal ann-
ars: „Undirritaðir vilja vekja at-
hygli forsætisráðherra á því
ófremdarástandi sem ríkir vegna
verðmjmdimar á loðnu upp úr sjó
um þessar mundir. Þetta ástand
einkennist af einhliða verðákvörð-
un og verðsamráði milli kaupenda,
sem hafa á undanfömum árum
stig af stigi lækkað hlutfallslegt
verð á Ioðnu miðað við verð á
loðnuafurðum.
Troðið á hagsmunum
sjómanna
Við fullyrðum að kaupendur
misnoti gróflega með þessu hátta-
lagi sínu gfldandi reglu um frjálsa
verðmyndun á sjávarfangi og út-
koman er að troðið er á hagsmun-
um sjómanna, þar sem laun þeirra
eru að stærstum hluta undir því
verði komin sem aflinn er seldur
á. Dæmi um yfirgang kaupenda
er að fyrir skömmu höfnuðu full-
trúar þeirra í Verðlagsráði gávar-
útvegsins að verðleggja loðnu að
beiðni fuhtrúa sjómanna.“
♦ » ♦---
Rúta valt
niður Hval-
nesskriður
BILSTJÓRI slapp naumlega þegar
rúta sem hann ók fór út af vegin-
um í Hvalnesskriðum í gærdag.
Henti maðurinn sér út úr bílnum,
sem valt 150 metra niður í íjöru.
Maðurinn rann um tvo um metra
þar til hann stöðvaðist á steini,
að sögn lögreglunnar á Homafírði.
Slysið vfldi þannig til að steinn
lenti á hhðarrúðu við sæti bflstjór-
ans og brotnaði með þeim afleið-
ingum að manninum fípaðist við
aksturinn. Hann er ómeiddur en
rútan, sem er fjögurra tonna, er
talin ónýt.
Fegnrðar-
drottIling,
Norðurlands
SIGRÍÐUR
Ósk Krist-
insdóttir bar
sigur úr být-
um í Feg-
urðarsam-
keppni
Norður-
lands, sem
haldin var í
Sjallanum á Akureyri i gær-
kvöldi. Sigriður Ósk er 19 ára
nemi í Verkmenntaskólanum á
Akureyri.
Jóhanna Erla Jóhannesdóttir,
19 ára nemi í Menntaskólanum
á Akureyri, var kosin sport-
stúlkan og einnig var hún valin
b^sta. ljósmyndafyrirsætan.
Vinsælasta stúlkan í hópi þeirra
átta stúlkna, sem þátt tóku í
Fegurðarsamkeppni • Norður-
lands, var valin Antonía María
Gestsdóttir, 19 ára nemi í VMA.