Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HILMAR BERNHARD GUÐMUNDSSON + Hilmar Bemhard Guð- mundsson fæddist í Reykja- yík 13. ágúst 1962. Hann lést í Ólafsvik 23. febrúar síðastlið- inn og fór útfðr hans fram frá Kristskirkju 2. mars. OKKUR langar í örfáum orðum að minnast látins vinar, Hilmars Guð- mundssonar. Við vinkonumar hitt- um Hilmar fyrst þegar hann kom til Vopnaflarðar sumarið 1988 sem tannlæknanemi. Það hefur vafa- laust verið erfitt að koma og ætla eyða heilu sumri í litlu sjávarþorpi einn síns liðs og þekkja engan. Það reyndist honum ekki erfiðara en svo að hann var orðinn einn af okkur áður en vika var liðin. Það var oft hlegið dátt þegar borgardrengurinn steig sín fyrstu spor í sveitinni. Minnumst við þess helst þegar leið okkar lá með Hilmari á hans fyrsta hestamannamót, þar sem hann stóð fastur á því að rauður múll væri úr dýraríkinu en ekki „beisli". Það eru margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann þegar við minnumst Hilmars. Hann var einlægur og skemmtilegur og alltaf tilbúinn að hlæja að óförum sínum í sveitinni. Með þessum örfáu minningar- brotum viljum við þakka fyrir stutt en góð kynni og biðjum við góðan Guð að styrkja sambýliskonu hans og fjölskyldu. Ég græt ei en geng og þegi, en grátþung er leiðin min. Ó, stoltasta stjaman á himni nú stari ég upp til þín! Það var, og ég vil ekki tefja. Ég veit hvar í ijarska skín, stoltasta stjaman á himni og starir niður til min! (Jónas Guðlaugsson) Sylvía, Elísabet, Hanna og Harpa Rós. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja vinnuveitanda minn og góðan vin, Hilmar B. Guðmunds- son. Ég kynnist Hilmari árið 1990 þegar hann kom til starfa í Ólafs- vík og áttum við gott samstarf í fimm ár. Hilmar reyndist mér og minni fjölskyldu vel í gegnum árin, sérstaklega í veikindum innan fjöl- skyldunnar og voru þær ófáar ferð- imar sem ég fór með þeim Hilmari og Kolbrúnu til og frá Reykjavík. Ég þakka fyrir að hafa kynnst Hilmari. Guð veiti Kolbrúnu, foreldrum Hilmars, bróður og öðrum aðstand- endum styrk á þessum erfiðu tím- um. BERGURÞOR- STEINSSON + Bergur Þorsteinsson fædd- ist á Litla-Hofi í Oræfasveit 22. júlí 1903. Hann lést á Skjól- garði 15. febrúar siðastliðinn og fór útför bans fram frá Hofskirkju 21. febrúar. ELSKU afi okkar. Okkar fyrstu minningar eru þér tengdar. Við bjuggum hjá ykkur, mamma, pabbi og §ögur lítil böm f einu heribergi og svo þið amma og Guðjón og Öm uppi á lofti. Þannig að það fór eklri hjá að þið ættuð hlut í uppeldinu á okkur krakkagrislingunum. Ábyggilega hefur reynt á sambúð- ina því ekki var húsið stórt. En það er ekki I minningunni. Yfir henni er bjart. Þú lést þig okkur varða. Þú skammaðir okkur stundum og þeg- ar við fórum að geta hjálpað tU þá leiðbeindir þú okkur. Jaftia vel úr heyinu, ekki ærast í fénu, reka kýmar rólega heim. Þetta var samt ekki óþægilegt því oft fylgdum við þér eftir, því þér fannst líka að böm ættu að fá að vera böm. Við fengum far í hjólbörunum og um vetur þegar inniveran var orðin löng stigum við til skiptis við stokkinn. Þegar hver hafði aldur til fengum við litlar hrífur sem þú útbjóst og það var stór stund þegar við gátum rakað úti á bletti. Svo var það súkkulaðið í skápn- um. Oft var setið í eldhúsinu og mænt á skápinn og beðið eftir að þú kæmir inn því þá áttum við vís- an mola. Það var einn moli á mann og mest einu sinni á mann og við t Móöir mín og fósturmóðir, ELÍN BJÖRG GUÐBJARTSDÓTTIR, sem andaöist 28. febrúar á Hom- brekku, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 6. mars kl. 14.00. Sigurlína Sigurðardóttir, Þorsteinn M. Einarsson og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HELGI EUASSON fv. f ræðslumálastjóri, andaðist miðvikudaginn 22. febrúar. Jaröarförin hefur farið fram. Við þökkum auðsýndan hlýhug og vináttu i veikindum hans og við andlát hans. Þórhallur Helgason, Ambjörg Auður ÖmóHsdóttir, Gunnlaugur Helgason, Valgerður Björnsdóttir, Bergljót Gyða Helgadóttir, Aðalsteinn Daviðsson, Haraldur Helgason, Karen Eíríksdóttir, bamaböm og bamabarnabörn. MINNINGAR Lýs, mflda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin min, styð þú minn fót; þótt fetín nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtír senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem bam ég þekktí fjr. (MatthJochumsson) Kristín Sigurðardóttir og fjölskylda. Okkur setti hljóð þegar okkur barst sú fregn á fimmtudagsmorg- un þann 23. febrúar sL að hann Hilmar starfsfélagi okkar og vinur væri látinn. Orð mega sín Iftils á svona stundum, svo við kveðjum Hilmar, okkar kæra vinnufélaga og vin, með þessum sálmi: Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottínn elskar, - Drottínn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Við færum unnustu hans, for- eldrum, bróður og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Heilsugæslustöðvar Ólafsvíkurlæknishéraðs. vissum að ekki þýddi að biðja um meira. Þannig varst þú gagnvart okkur, þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir þér og öðrum fullorðnum án þess að vera harður eða strangur. Þetta kom svo eðlilega. Við vissum alltaf hvar við höfðum þig og þér þótti áreiðanlega vænt um okkur því alltaf sóttum við í návist þína. Elsku afi, þú varst orðinn þreytt- ur og nú ert þú hjá ömmu. Bemsku- minningar okkar eru þér svo tengd- ar að ef við hugsum til baka þá verður þú alltaf þar. Þótt þú sért farinn úr okkar næsta nágrenni þá lifir minningin og það sem þú sagð- ir, með okkur. Það eru svo ótal myndir þér tengdar. Astarkveðjur og þökk fyrir sam- fylgdina. Margrét, Kristinn, Þórhildur, Birna Pála og Hulda Rún. SVAVA JÓHANNESDÓTTIR + Svava Jóhann- esdótfir fædd- ist á Herjólfsstöð- um í Álftaveri 14. janúar 1926. Hún lést á Landspítal- anum 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafells- kirkju 3. mars. ELSKU mágkona mín er látin, eftir erfiðan sjúkdóm. Aldrei heyrði ég hana kvarta, hún bar sig alltaf svo vel að hver sem til hennar kom fór alltaf bjartsýnni til baka. Það var fyrir 20 árum að hún kom inn í líf mitt, er ég kynntist bróður hennar. Vil ég minnast hennar með þakklæti. Hún var mér alltaf mikill styrkur, hlustaði á öll mín vandamál og var svo hlý og skilningsrík, tók mér alltaf opnun örmum. Mér leið alltaf bet- ur og var bjartsýnni á lífið og til- veruna eftir rabb við hana. Elsku mágkona mín, ég vil þakka þér allar þær dýrmætu og ógleymanlegu stundir sem ég átti með þér. Gísla og dætrum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að vera með þeim. Megi minningin um yndislega konu sefa sárasta söknuðinn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Ilulda Sím. Frábær kona er gengin. Móðir æskuvinkonu minnar verður kvödd hinstu kveðju í dag. Þegar Gulla vinkona mín hringdi I mig og lét mig vita að móðir hennar, Svava Jóhannes- dóttir, hefði látist þá um nóttina dofnaði ég upp. Það er furðulegt hvemig mann- skepnan er. Maður vissi að hveiju stefndi, en samt kem- ur dauðinn alltaf jafnmikið á óvart. Sorgin verður alltaf jafnsár og mikil, söknuðurinn sömu- leiðis. En þessi góða kona hélt reisn sinni fram á síðustu stundu og ég veit að svoleiðis vjldi hún fara, klár andlega og óháð að flestu leyti. Minning- amar um þessa yndis- legu konu og hið góða heimili hennar streyma fram. Þetta var mitt ann- að heimili æskuáranna. Þegar ég þeysti niður brekkuna á spýtu- hesti, heiman frá mér að húsinu nr. 9. Alltaf var ég jafn velkomin. Þegar mamma fór að vinna eitt sumar voram við systumar í pöss- un hjá Svövu. Það vora meiri dýrðardagamir, þar fékk ég þá bestu kakósúpu sem ég hef á ævi minni fengið. Ef mamma var ekki heima þegar ég kom úr skólanum þá var farið til Svövu, og „gúffað" í sig, hvort heldur var á matar- eða kaffitímum. Þegar farið var í Borgarfjörðinn til Einars og Siggu á sumrin var ekkert mál að bæta einum við. Þegar þið fluttuð á Selfoss stóð ykkar heimili alltaf ogið og ég var velkomin sem áður. Ég man ekki eftir mér öðravísi en að þekkja Svövu. Hún var mér mun nákomn- ari en margt mitt skyldfólk. Fátt jafnast á við að eiga góða vini. Elsku Svava mín, ég kveð þig í hinsta sinn með kæra þakklæti fyrir allt. Ég veit að þú ert löngu búin að fyrirgefa okkur Gullu, fyr- ir að hafa troðið draslinu undir rúm forðum daga ásamt öðram strákapörum. Þú hafðir lúmskt gaman af þessum uppátælq'um okkar af því þú hafðir húmorinn í lagi. Elsku Gísli minn, Eygló, Tóta, Gulla, bamaböra og barnabama- böm, ykkar er sorgin mest. En góðrar konu er gott að minnast Auður Steingrímsdóttir. MARÍA VESTMANN MÖLLER + María Vestmann Möller fæddist á Akranesi 21. nóv- ember 1943. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 1. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 10. febrúar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark tfl að breyte því sem ég get breytt og vit tfl að greina þar á milli. MEÐ örfáum orðum langar okkur tfl að kveðja kæra vinkonu, hana Mæju okkar. Þegar við kvöddum hana um miðjan janúar, vegna þess að við voram að fara til útlanda, þá vissum við að hveiju stefndi og að við mundum jafnvel ekki sjá hana oftar. Sú varð og raunin því að hún sofnaði að morgni 1. febrú- ar og vaknaði ekki aftur. Það var hinn illvígi sjúkdómur krabbameinið sem lagði hana að velli á aðeins örfáum mánuðum. Mæja barðist eins og Ijón, hún ætlaði sér að lifa og hún ætlaði sér að gera svo margt, meðal annars að klára námið sem hún byijaði á fyrir nokkram áram. Við dáðumst að kjarki hennar og bjartsýni sem var svo ríkjandi hjá henni allan tím- ann. Það era orðin nokkuð mörg ár síðan við Lúlli kynntumst Einari og Mæju. Við kynntumst á tímamótum í lífi okkar allra. Það var þegar við vorum öll að koma út úr mykrinu, sem hafði umlykt okkur allt of lengi. Við voram svo heppin að ljósið átti eftir að skína á okkur og skein bjartar og bjartar eftir því sem tíminn leið. Oft var skroppið til Einars og Mæju eða öfugt, margur kaffisopinn drukkinn, margt spjall- að og brallað. Fyrir nokkram áram ákváðum við Lúlli að skella okkur tfl Kanarí- eyja og sögðum ykkur frá þessari ákvörðun okkar. Það liðu ekki margir dagar þar til þið hringduð og sögðust ætla að koma líka og við fóram báðar fjölskyldumar. Þama áttum við yndislegar stundir saman. Lúlli og Einar nutu þess að liggja í sólinni allan daginn, en við Mæja vildum nú kíkja í búðimar og fara á markaðinn. Við byijuðum á því að kaupa boli á stelpumar okkar fyrsta daginn og það var farið að prútta og við þóttumst nú heldur fá þá á góðu verðL Við vor- um ekki eins roggnar þegar við sáum sams konar boli ódýrari á öðram stað, en við áttum eftir að læra þetta og voram bara orðnar ansi kræfar. Þetta varð upphafið að því að við höfum öll farið á hveiju ári tfl sólarlanda, þó við höfum nú ekki alltaf getað farið öll saman. Lengi vel var Mæja ákveðin í því að hún ætlaði til sólarlanda í vetur en þri miður varð ekki af þeirri ferð. í staðinn er hún farin í aðra og lengri ferð. Ég veit að þar sem hún er núna er hún umvafin sól- skini og birtu. Elsku Einar, Dúlla, Biggi, Kiddi og aðrir aðstandendur, við biðjum guð að styrkja ykkur. Þið eigið góðar og fallegar minningar og minningamar er það sem enginn getur frá okkur tekið. Guð geymi elsku Mæju okkar. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í móti til ljóss- ins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." Þórdís, Lúðvík og Elínborg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprcntuninni. Auðveld- ust er móttaka Bvokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á nctfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tiimæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við mcðalilnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttncfni undir grcinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.