Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VALHÚS FASTEIBINIASALA REYKJAVÍKURVEGI 62 MIÐVANGUR - RAÐH. Vorum að fá 6 herb. raðh. ásamt innb. bílsk. Falleg suðurlóð. Bein sala eða skipti æskil. á 3ja herb. íb. KVISTABERG - EINB. Vorum að fá 6 herb. einb. á einni hæð ásamt tvöföldum bílsk. Góð staðsetn. Mögul. skipti á ódýrari eign. VANTAR TVEGGJA ÍBÚÐA HÚS Tveggja íbúða hús ósakst í skiptum fyr- ir gott einb. í vesturbæ Hafnarf. HEIÐVANGUR — EINB. Vorum að fá i einkasölu einb. á einni hæð ásamt sótstofu. Rúmg. bílsk. Húsið stendur v. lokaða götu. Góð eign á góðum stað. BLIKASTÍGUR - BESS. Nýtt tvíl. 209 fm einb. ásamt 35 fm bílsk. Neðri hæðin aðeins íbhæf. Góð staðsetn. Áhv. húsbr. HELLISGATA - HF. Eldra tvíl. einb. á góðum stað í nágr. miðbæjarins. LINDARBERG - EINB. 195 fm einb. á tveimur hæðum. Innb. tvöf. bílsk. Betri staðsetn. er ekki hægt að fá. HJALLABRAUT - 5 HERB. Góð 5 herb. 126 fm íb. á 3. hæð. Yfirb. svalir að hluta. Húsið er klætt á varan- legan hátt. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. HRÍSMÓAR - GBÆ Gullfalleg 5 herb. íb. i góðu fjölb. ásamt' innb. bílsk. Allt í nálægð miftbæjaríns. Eign sem vert er að skoða nánar. BREIÐVANGUR - 4RA-5 Góð 4ra-5 herb. íb. i góðu fjölb., vestan götu. Skipti á 2ja-3ja herb. íb. mögul. HÓLABRAUT - 5 HERB. 5 herb. 115 fm efri sérh. í tvíbýli ásamt séreign í risi og bílsk. Góð lán. Verð 8,9 millj. BREIÐVANGUR - INNB. BÍLSKÚR 6 herb. 185 fm íb. á 1. hæð þ.m.t. bílsk. HRAUNKAMBUR - HF. 3ja-4ra herb. efri hæð í tvíbýli auk sér- eignar á jarðh. 3 svefnherb., góð stofa. Gott útsýni. Stutt i skóla. Verð 6,2 millj. HVAMMABR. - 3JA Gullfalleg 3ja herb. ib. á 1. hæð ásamt bflskýli. Góð lán. SMYRLAHRAUN - 3JA Vorum að fá 3ja herb. 86 fm íb. á 1. hæð. Áhv. húsbr. 4,0 millj. Skipti æskil. á 2ja herb. ódýrari íb. SUÐURBRAUT - 3JA Vorum að fá 3ja herb. 91 fm íb. Mikið endurn. og falleg eign. Verð 6,6 millj. HRINGBRAUT - HF. Góð 3ja herb. íb. á neðri hæð í tvíbýli. Góð lán. GOÐATÚN - LAUS Vorum að fá 3ja herb. neðri hæð í tvíb. Mikið endrn. eign. Bílsk. SKERSEYRARVEGUR Gullfalleg 2ja herb. íb. á neöri hæð í tvíbýli. Vel staðsett eign. í toppstandi. Verð 4,8 millj. MIÐVANGUR - 2JA Vorum að fá góða 2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuh. Ákv. sala. ÁLFASKEIÐ - LAUS Góð 2ja herb. 53 fm íb. á 1. hæð í góðu fjölb. Ekkert áhv. Gjöriö svo vel að líta inn! _. Sveinn Sigurjónsson sölustj. Valgeir Kristinsson hri. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! _______ FRÉTTIR Kvikmyndasafn íslands efnir til umfangsmikillar söfnunar á kvikmyndum Safninu gefnar fágætar heim- ildarmyndir KVIKMYNDASAFNI íslands hafa borist að gjöf fimm kvikmyndir sem Njáll Þóroddsson fyrrum kennari og skólastjóri tók á fyrri hluta 6. áratugarins. „Þetta eru metnaðarfullar heimildarmyndir sem hafa ómetanlegt gildi í dag,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson safnvörður Kvik- myndasafnsins og kveðst telja þær mik- inn feng fyrir safnið. Njáll er nú á átt- ræðisaldri, en mynd- irnar eru gjöf frá hon- um og systkinum hans. Njáll fæddist á bænum Einhamri í Hörgárdal í Eyjafirði árið 1919, lauk kenn- araprófi frá Kennara- skóla íslands og starf- aði víða um land sem kennari og skólastjóri. Rétt fyrir 1950 fékk hann mikinn áhuga á kvikmyndagerð og hófst þegar handa við að kvik- mynda ýmsa þætti í íslensku þjóð- lífi. Stórmerkilegar heimildir „Kvikmyndaarfur okkar er að miklu leyti samsettur úr vinnu áhugamanna, ef við undanskiljum Óskar og Loft o.fl. Myndir Njáls eru hins vegar stórmerkilegar fyr- ir þær sakir að hann kafar miidu dýpra í viðfangsefni sín en algengt er með ólærða kvikmyndagerðar- menn. Myndimar eru heildstætt ferli með ákveðnu upphafi og endi og eru mjög ítarlegar og nákvæmar heimildir. Annað sem gerir þær sérlega fágætar, er að hann hljóð- setur þær, ekki aðeins á hefðbund- inn hátt, heldur með því að sitja við hlið sýningarvélarinnar og rabba inn á myndirnar með óform- legum hætti. Inn á milli eru leikin brot úr vinsælum dægurlögum frá þeim tíma sem myndimar vom gerðar. Þessar skýringar og lifandi flutn- ingur textans gefa myndunum mjög sérstakan blæ og auka verðmæti þeirra mikið,“ segir Böðvar Bjarki. Mjólk og fiskur Elsta myndin er frá árinu 1951 og heitir Mjólkurflutningar: Hrunamannahreppur Reykjavík. Njáll slæst þar í för með mjólkurbíl frá Selfossi sem sækir mjólk í Hrunamannahreppi. Hann fylgir síðan ferli mjólkurvinnslunnar frá Mjólkurbúi Flóa- manna til Mjólkur- stöðvarinnar í Reykjavík, þar sem mjólkinni er tappað á flöskur. Síðan er fylgst með dreifingu mjólkurinnar í búðir og í lokin sjást tveir ungir drengir sem em sendir út í mjólkurbúð. Þeir rogast síðan með flöskurnar heim til móður sinnar, sem gefur þeim mjólk í glas og kexkökur. Ári síðar, 1952, gerði Njáli mynd sem Böðvar Bjarki segir hafa mikið heimildargildi fyrir ís- lenskan sjávarútveg. Vetrarvertíð í Vestmannaeyjum er heiti myndarinnar, en hún rekur flug Njáls með DC-3 flugvél Flug- félags íslands til Vestmannaeyja þar sem hann lýsir á greinargóðan og skemmtilegan hátt ýmsum þáttum fiskvinnslunnar. Hann fer í róður með Gullborg- Njáll Þóroddsson 21150-21370 LARUS P. VALDIMARSSON, framkvæmoastjori KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fastugnasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Lítið einbhús - vinsæll staður Nýl. endurbyggt einbhús m. 3ja herb. íb. á vinsælum stað skammt frá Háskólanum. Gamla góða húsnlánið um kr. 1,9 millj. Laust 1. júní nk. Tilboð óskast. Glæsileg eign í Skjólunum Nýl. raðhús m. innb. bilsk. næstum fullg. 4 rúmg. svefnherb., ^iyrting á báðum hæðum. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Meistaravellir - Hjarðarhagi Sólríkar 3ja og 4ra herb. íb. Vlnsamlega leitið nánari uppl. í gamla, góða vesturbænum sér efri hæð m. innb. bílsk. í reisul. þríbhúsi byggðu 1967. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. íb. í borginni eða nágrenni. Sólrík suðuríbúð á vinsælum stað í Breiðholti 3ja herb. Mjög góð 40 ára húsnlán 3,3 millj. Fráb. greiðslukj. Nánari uppl. á skrifstofu. Höfum trausta kaupendur að: Einbhúsi í Hafnarfirði. Má vera hæð og kj. Skipti mögul. á úrvalsíb. m. 4 rúmg. svefnherb. og sérþvottahúsi. Litlu einbhúsi í Hafnarfirði m. 3ja-4ra herb. Má þarfn. endurbóta. íbúðum í gamla góða austurbænum. Mega þarfn. endurbóta. Einstaklib. í borginni í skiptum fyrir 3ja herb. íb. á góðum stað. Traustir kaupendur. Margs konar eignask. Vinsaml. leitið nánari uppl. • • • Opiðídag ki. 10-14. Fjöldi eigna á skrá. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA PASniGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 - kjarni málsins! ATRIÐI úr myndum Njáls um mjólkurflutninga frá Hruna- mannahreppi til Reykjavíkur og vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. inni, 90 tonna vertíðarbáti, fangar vinnubrögðin um borð og fylgist með löndun fisksins og vinnslu aflans í Hraðfrystistöðinni, Vinnslustöðinni og í Lýsisbræðsl- unni. Hinar myndirnar heita íslenska lýðveldið 10 ára og Litast um í Keflavík og síðan er mynd frá París. Böðvar Bjarki segir þær vera athyglisverðar heimildar- myndir en ekki eins heilsteyptar og hinar tvær. Ótrúlegustu hlutir fundist I tilefni af aldarafmæli kvik- myndarinnar í ár, hefur Kvik- myndasafn íslands efnt til um- fangsmikillar söfnunar á kvik- myndum, sem felst í því að leita uppi efni hjá stofnunum og ein- staklingum, og kveðst Böðvar Bjarki óska sérstaklega eftir ábendingum frá fólki um kvik- myndir eða annað tengt kvik- myndagerð. „Þetta er gríðarlegt átak og við erum að finna ótrúlegustu hluti hvarvetna.“ ■ Safnið stendur nú f samninga- viðræðum við Hafnarfjarðarbæ og aðra aðila þar um að fá Bæjarbíó til afnota og stórt geymslurými í gamla frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, auk þess sem verið er að kynna málið fyrir mennta- málaráðuneytinu. „Gangi þetta eftir verður bylt- ing á högum safnsins. Ekki aðeins eru allar geymslur yfirfullar, held- ur er óviðunandi los á geymslu myndefnis sem snertir ísland hér heima og erlendis. íslendingar myndu eignast virkt kvikmynda- safn á borð við þau sem við þekkj- um t.d. í nágrannalöndum okkar. Stöðvist málið hins vegar er það alvarlegt, því að hér á landi er engin skilaskylda á kvikmyndum, eins og er með tónlist og bækur gagnvart Landsbókasafni, þannig að við glötum fjölda titla árlega. í nágrannalöndunum og annars staðar er nær öllu myndefni sem framleitt er safnað saman á ná- kvæmlega sama hátt og haldið er utan um prentskil, segir Böðvar Bjarki. „Á seinustu árum hefur fram- leiðslan verið mjög mikil og á örfá- um árum öðlast myndefni mikil- vægi, en getur þá verið torfundið. En ekki aðeins erum við að glíma við gleymsku samtímans, heldur er aðgangur að og sýningarhald á myndefni Kvikmyndasafns íslands í lamasessi. Á þessu verður að ráða bót,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.