Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Geí'um tilvísana- kerfinu tækifæri NOKKUR umræða hefur orðið um kostnað eða spamað samfara tilvísanakerfi. Af hálfu þeirra, sem eru andvígir tilvísanakerfínu, hefur sú umræða einkennst af fullyrðing- um. Fullyrt er að ekkert liggi fyrir um að tilvísanakerfið spari peninga. Fyrst var fullyrt að heilbrigðisráðu- neytið hefði enga skoðun gert á málinu. Þegar kostnaðaráætlanir heilbrigðisráðuneytisins vom lagðar fram var þeirri fullyrðingu slegið fram að þessa útreikninga væri ekkert að marka því að ýmist hefði ráðuneytið gefið vill- andi upplýsingar, eða leynt upplýsingum. Þessar fullyrðingar voru hraktar af Verk- og kerfísfræðistofunni sem vann kostnaðará- ætlunina, sbr. grein í Morgunblaðinu hinn 25. febrúar sl., og við það situr. í sömu grein var einnig sérstaklega tekið fram að vinnu- brögð ráðuneytisins hefðu verið til fyrir- myndar. Af nógu er að taka til að rökstyðja að til- vísanakerfi leiðir til sparnaðar. Skulu nú nefnd nokkur dæmi þar um og fyrst valin af handahófí dæmi úr alþjóð- legu og fjölþjóðlegu samhengi. Álit OECD Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) er virtasta stofnun sinnar tegundar í heiminum. Þessi stofnun vinnur m.a. að upplýsinga- öflun um heilbrigðisútgjöld. í ný- legu upplýsingariti frá stofnuninni er birt yfirlit yfír útgjöld aðildar- þjóða til heilbrigðismála á ámnum 1970-1990. í töflunni er sérstaklega tilgreint hvaða þættir það em sem valda auknum útgjöldum í heilbrigðismál- um. Atriði sem valda auknum út- gjöldum til heilbrigðismála að áliti OECD em: Háar tekjur á íbúa, mikil tóbaksneysla og hátt hlutfall útgjalda vegna inniliggjandi sjúk- linga af heildarútgjöldum til heil- brigðismála. Með sama hætti em talin upp atriði sem draga úr útgjöldum í Fylgstu meb í Kaupmannahöfh Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! - kjarni málsins! heilbrigðisþjónustu. Þar er fyrst nefnt tilvísanakerfí. Uppgjörið í Ameríku Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu í Bandaríkjunum hefur vaxið stjórnlaust og er sá hæsti í heimi. Á sama tíma og kostnaðurinn hefur vaxið stjómlaust hafa stöðugt færri Bandaríkjamenn notið aðgengis að þjónustunni. Læknisþjónusta í Bandaríkjunum hefur vissulega ver- ið að batna fýrir þá sem annað- hvort hafa haft efni á henni eða notið sjúkratrygginga vinnuveitenda. Þeim að- ilum hefur þó stöðugt verið að fækka sem hafa efni á þjónustunni eða njóta trygginga- verndar. Stærsta mál Clintons Bandaríkjaforseta hef- ur verið að reyna að ná tökum á þessum hrað- vaxandi útgjöldum. Það hefur hann m.a. gert með því að reyna að beina heilbrigðisþjón- ustunni í farveg tilvís- anakerfis. Rökin fyrir þessum aðgerðum og kostnað- arlegum áhrifum þeirra koma m.a. fram í Financial Times mánudaginn 13. febrúar sl., en þar skrifar Michael Prowse grein sem hann nefnir „Að bjarga heilbrigðis- þjónustu" (Saviour of Health Care). Ég vísa áhugamönnum á þessa grein sem er ein fjölmargra sem skrifaðar hafa verið um málið. Gömul vitneskja Að tilvísanakerfí stuðli að bættri heilbrigðisþjónustu og hagkvæmari nýtingu fjármuna er ekki ný upp- götvun. Þau sannindi hafa lengi verið kunn. Ég vitna til fagtímaritsins „The New England Journal Of Medicine“ frá 6. ágúst 1992, en þar birtist grein sem nefnist í íslenskri þýð- ingu: „Tilvísanakerfi endurupptekið — Að vernda sjúklinga gegn oflækningum“ (Gatekeeping revis- ited — protecting patients from overtreatment). Greinarhöfundar eru þrír læknar, Peter Franks og Carolyn Clancy frá University of Rochester, New York, og Paul A. Nutting frá Agency for Health Care Policy and Research, Rockville. í greininni ræða læknarnir um kostnaðarleg áhrif tilvísanakerfís en þó fyrst og fremst um heilsu- fræðileg áhrif þess. Niðurstaða þeirra er þessi, í lauslegri þýðingu: „Okkar niðurstaða er sú að tilvís- anakerfí í höndum heimilislækna sé lykilatriði að hagkvæmni í heil- brigðisþjónustu og að áfram eigi að þróa það til að bæta heilbrigðis- þjónustu við alla sjúklinga.“ (We conclude that the gatekeeping act- ivities of primary care physicians are critical to an optimal health care system and should be further developed to improve the health care of all patients.) Af innlendum vettvangi Af innlendum vettvangi er það að segja að einnig hér á landi hafa farið fram umræður um tilvísana- kerfí um talsvert langan tíma og þar liggja einnig fyrir sambærilegar upplýsingar og erlendis. Dæmi: Tilvísanakerfi gildir í reynd í læknisþjónustu á Akureyri. Sam- kvæmt upplýsingum landlæknis fara tæp 10% þeirra Akureyringa sem leita til læknis til sérfræðinga. Þar af fara 7-8% til sérfræðinga á Akureyri, en hinir beint til Reykja- víkur. Á höfuðborgarsvæðinu leita hins vegar tæp 40% sjúklinga til sérfræðinga. Er eitthvað sem bend- Hvers vegna að velja dýrari lausnina, spyr Sighvatur Björgvins- son, ef sú ódýrari skilar jafngóðum árangri? ir til þess, að Reykvíkingar séu við mun verri heilsu en Akureyringar? Hvers vegna á að velja dýrari lausn- ina ef sú ódýrari skilar jafn góðum árangri? Sparað allt að 18% Nú í janúarmánuði kom út á vegum landlæknisembættisins ritið: „Blikur á lofti velferðar. Safngrein- ar um heilbrigðismál og önnur vel- ferðarmál." Höfundur er Ólafur Ólafsson, landlæknir. Á bls. 3 segir orðrétt: „Heppilegast væri að hverfa sem mest frá „fee-for service" greiðslum til tannlækna, þ.e. að greitt sé fyr- ir hvert læknisverk. Læknir hefur hagnað af því að t.d. rannsaka sjúkling sem mest. Kostnaður fer þá úr böndunum eins og dæmin sanna hér á landi.“ Síðar í sömu grein segir: „Margir telja þó að heppilegast sé að læknar séu á föstu launum líkt og nú gerist í Finnlandi, Grikk- landi, Portúgal og Svíþjóð og að sjúklingi sé skylt að leita fyrst til heimilislæknis en tilvísanakerfíð er talið geta lækkað kostnað við þjón- ustu utan sjúkrahúsa um 18% (OECD rannsókn).“ (Leturbreytjng mín.) Hverra hagsmunir? Með hliðsjón af því að almennt er viðurkennt í heiminum að tilvís- anakerfi þjóni tvennum tilgangi, þ.e. að bæta þjónustu við sjúklinga og að fara betur með peninga, sé ég ekki hvers vegna ekki má gefa tilvísanakerfí tækifæri á íslandi. Með því að segja sig frá öllu sam- starfi við heilbrigðisyfirvöld og Tryggingastofnun ríkisins eru sér- fræðingar að reyna að koma í veg fyrir að tilvísanakerfinu sé gefið tækifæri. Hvers vegna? Hverra hagsmunum þjónar það? Leyfum reynslunni að dæma Undirbúningur tilvísanakerfís á sér margra ára sögu. Haft hefur verið samráð við fjölmarga aðila, þ. á m. Tryggingastofnun ríkisins, fjármálaráðuneyti, landlækni og heimilislækna. Þá hefur verið stuðst við gögn og upplýsingar erlendis frá og við álit erlendra heilsuhag- fræðinga. Reynt var að hafa sam- ráð við sérfræðilækna strax og undirbúningur hófst, en félag þeirra hafnaði öllum beiðnuni um slíkt. Óháður aðili utan stjórnkerfísins, Verk- og kerfísfræðistofan, vann kostnaðargreiningu og kostnaðar- áætlun vegna tilvísanakerfisins. Þessir óháðu aðilar lögðu sjálfír mat á allar upplýsingar sem komu frá ráðuneytum og Tryggingástofn- un ríkisins og hafa lýst því yfir að upplýsingagjöf hafí öll verið mjög vönduð og vel unnin. í reglugerðinni sem ég setti um tilvísanir er gert ráð fyrir því að kerfíð verði sett til reynslu í tvö ár. Sérstök nefnd lækna skipuð fulltrúum sérfræðinga og heimilis- lækna, tryggingayfirlæknis auk fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins mun fylgjast með áhrifum kerfísins á heilbrigðisþjónustuna og skila ráðherra skýrslu um niðurstöður sínar. Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands verður falið að fýlgjast með kostnaðarlegum áhrifum kerfisins. Leyfum nú skynseminni að ráða og tökum fræðilegum og fjárhags- legum rökum sem eru studd alþjóð- legri reynslu og vönduðum undir- búningi. Svo fellir reynslan dóminn. Þannig haga sér skynsamir menn, sem kunna að aga sjálfa sig og taka heilsufræðileg og fjárhags- leg rök fram yfír eigin hagsmuni. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 786. þáttur Þá lýkur máli sínu Ingvar Gíslason, en fyrri hluti bréfs hans birtist í síðasta þætti: „Nú ert þú, kæri Gísli, í hópi þeirra manna, sem leggja sig fram um að vanda málfar sitt í ræðu og riti og hvetja aðra til málvöndunar. Með sanni leitast þú við að ná til almennings. En einkum sýnist mér þú beina máli þínu til fjölmiðlafólks, stjórnmálamanna, félagsmála- forkólfa, málsvara hagsmuna- samtaka, embættismanna, skýrslugerðarmanna o.s.frv., þessara víkinga samtímans, alls þess fólks, sem mesta fyrirferð hefur á málþingum og á ritvelli, svo að yfirgnæfir þá sem yrkja valin ljóð eða semja annan góðan skáldskap. Starf þitt er vakning- ar- og leiðbeiningarstarf. Og ekki ert þú einn um þá iðju. Ef mér missýnist ekki þeim mun meir, er umvöndun málræktar- manna meðal algengustu dag- skrárliða á íslenskum umræðu- vettvangi. Þar skortir ekkert á. Allt er þetta gert í góðri trú, reist á þeirri sannfæringu að unnt sé að beina þróun íslensks máls til rétts vegar, fegra málið og bæta með hvatningu, leið- beiningum og umvöndunum, gamalkunnum kennararáðum. En mér er enn og aftur spum: Hver er árangur þessarar vel- meintu „forsjárhyggju“ í mál- farsefnum? Hann er sá, að enginn, nema einn og einn sérvitringur, sér skaðann af því og ljótleikann, þótt ræðumenn og greinahöf- undar, skýrslugerðarmenn, íjölmiðlafólk og viðmælendur þess „klóri í bakkafullan læk- inn“, fari „hamhlaupum“, geri allt upp á sitt „einsdæmi“, voni að ekki verði „eftirmálar“ af aðgerðunum „þetta árið“ eins og var „síðasta ár“, taki í „ann- an streng“, ef hin „grúppan" „sé“ ekki sammála um að „þjón- usta“ „aðila“ í „bransanum" og „ef þeir mundu“ „satsa á“ að „skera niður“ „upphæðirnar" eins og ljóst er og bíður „handan við hornið" og hygla bara þeim „hæstlaunuðustu“, sem eru að fást við að „skrifa músik“ o.s.frv., o.s.frv. Enda segir svo í vísu einni: Þótt gremja suma grípi, ef grettin orðaskrípi hrekja menn og hijá, þess þá minnast má, að mundus vult decipi! Vertu margblessaður, þinn einlægur." Og þeim, sem ekki lærðu lat- ínu í skóla, er það að segja, að auðkenndu orðin merkja: Heim- urinn vill láta blekkjast (vera blekktur). ★ Hlymrekur handan kvað: Sveimar ljótt nú í nótt. Forsjón lofi samt ég sofi rótt. ★ Við höfum veitt viðtöku í mál okkar nokkrum orðum og orð- hlutum sem kalla má alþjóðleg. Er oft gaman að gaumgæfa uppruna og feril slíkra orða. Sum koma og hverfa, eða eiga sér, eins og gengur, blóma- og hnignunarskeið. Mig langar til að minnast á prósa (prósi), prósaískur, prósaljóð, póes- í(a), póesíbók og póetískur. Þessi orð eru öll af grískum eða latneskum uppruna, komin til okkar úr dönsku eða beint úr frönsku og þýsku. í engu þess- ara orða hefur p breyst í f eftir germönsku hljóðfærslunni. Skýringin er einföld. Þetta eru tiltölulega ung tökuorð. Heimild- ir um það, sem hér fer á eftir, eru tíndar saman úr ýmsum orðabókum, innlendum og er- lendum: 1) prósa, prósi; tökuorð frá 19. öld = „óbundið (ritað) mál, skáldsagnamál, andrætt ljóð- máli“. Þessi orð, hvora myndina sem við notum, eru úr latínu pro(r)sa oratio = bein ræða, en prorsa er orðið til úr pro versa. Prosa oratio er þess konar tal sem er laust við króka- leiðir og hömlur, gagnstætt því máli sem bundið var bragregl- um, sjá póesí(a). 2-3) Prósaískt tal er óskáld- legt, hversdagslegt, jafnan haft með nokkrum niðrandi tóni. Prósaljóð er erfitt að skilgreina: „ljóð í lausu máli (á frönsku: poéme en prose)“, segir Hannes Pétursson, en þarf að bæta við löngum útlistunum sem von er. Næstum það sama er í bók und- ir ritstjóm dr. Jakobs Benedikts- sonar. 4) póesí(a) = „mál háð brag- reglum, bundið mál; ljóðræna". Þetta er úr grísku, og þykir víst hæfa að prósinn sé rómverskur, en póesían frá Grikkjum. Þeir nefndu ljóðlistina poisesis; poi- ema var ljóð, og skáldið kallað- ist poiesis. Allt er þetta leitt af sögninni poiein sem merkir ekk- ert annað en gera, skapa, setja fram. 5) Póesíbók áttu ungar stúlk- ur á rómantískum tíma, og skráðu þar karlar í óskir sínar og ástaijátningar t.d. ★ Saga úr sveitinni Um kvöldið fór Haraldur héðan og haskaði sér yfir freðann. Hann guðaði á skjá þar sem griðkona lá. Þá vaknaði Valgerður neðan. (Hlégestur úr Holti.) ★ Auglýsingahornið: 1) „Reyklaus starfskraftur óskast í hlutastarf á skrifstofu" (Dagur). 2) „Fertugur frystitogari og sjómaður óska eftir að komast í kynni við lífsglaða konu á aldr- inum 28-40 ára“ (DV). Auk þess fær Stefanía Val- geirsdóttir þulur gildan staf fyr- ir að segja: „Klukkuna vantar fjórðung í sjö“, og fara auk þess rétt með nafn frelsarans Jesú Krists. Sighvatur Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.