Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 2i Tafla 2. Næringargildismerking fyrir matvöru þar sem fullyrt er um innihald af mettuðum fitusýr- um Næringargildi í 100 g: Orka 292 kJ/69 kkal Prótein 3,6 g Kolvetni 9,2 g þar af: sykur 9 g Fita 2 g þar af: mettaðar fitusýrur 1,3 g Trefjar 0 g Natríum 0,04 g Sama gildir um fullyrðinguna „sykurskert", þá skal sykur- og orkuinnihald vörunnar vera skert um fjórðung (25%). Með sykri er átt við magn af viðbættum hvítum sykri og aðrar ein- eða tvísykrur (t.d. mjólkursykur og ávaxtasykur). Dæmi um slíka merkingu er sýnt í töflu 3. Tafla 3. Næringargildismerking fyrir sykurskerta matvöru Næringargildi í 100 g: Orka 177 kJ/42 kkal Prótein 4,8 g Kolvetni 5,2 g þar af: sykur 4,9 g Fita 0,2 g þar af: mettaðar fitusýrur 0,1 g Trefjar 0,5 g Natríum 0,06 g Hluti af þeim merkingakröfum sem hér er fjallað um koma til fram- kvæmda í september 1995. Þá er mikilvægt að fram komi að reiknað er með gildistöku nýrra reglna um notkun sætuefna í bytjun árs 1996. Þá verður gerð krafa um 30% skerð- ingu sykurs í sykurskertum vörum sem innihalda sætuefni. Æskilegt er að framleiðendur og dreifingar- aðilar matvæla taki strax tillit til þessa við merkingu umbúða. 3. Ofnæmi og óþol Með nýjum reglum var stigið stórt skref í þá átt að auðvelda þeim, sem hafa ofnæmi eða óþol gagnvart ákveðnum innihaldsefnum í mat, að varast þau í samsettum matvælum. Nú er skylt að taka fram í innihalds- ríkjamenn. Þar er þó ólíku saman að jafna, þar sem stærð markaðar- ins er svo miklu meiri en þess ís- lenska. Það er þó óralangt síðan að atvinnurekendur þar gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að gengi og hagnaður fyrirtækja væri tengdur kaupmætti almennings. Það gerði Henry Ford í upphafi bílaaldar. Sá litli og niðurkeyrði kaupmáttur sem viðgengst hér á landi er löngu far- inn að standa hagnaði og bata í ís- lensku efnahagslífi fyrir þrifum. Það verður áreiðanlega erfiður róður að breyta þessari þróun. Það þykir gamaldags að gagnrýna frjáls- hyggju og markaðskerfið sem nú er við lýði. Það mun því líða nokkur tími þangað til ný kynslóð hagfræð- inga kemur út úr háskólunum með nýjar kenningar sem þeir vilja prófa og fá líklegast með þeim háa kostn- aði sem því fylgir. Vonandi verður hægt að setjast niður og bæta það kerfi sem við búum við núna en flestum er sjálfsagt ljóst að svona er ekki hægt að halda áfram til lengdar. Kæfandi faðmlag? Það er áreiðanlega eitthvað annað en hið „kæfandi faðmlag hagsmuna- hópanna" sem á sökina á hvernig komið er. Það eru stórir skipulags- brestir í kerfinu sem skapa þörf launþega til að standa vörð um lífs- kjörin en ekki að skipulagsbrestirnir séu launþegum að kenna. Ef að prófessorinn heldur slíku fram við nemendur sína og á prenti fer hann með hálfsannleik. Slíkt leiðir hug- ann að dæmisögunni um blindu mennina og filinn. Þá er spurning um livers hagsmunum er verið að þjóna með að skoða ekki orsakir og samhengi frá fleiri hliðum en einni. AÐSEIMDAR GREIINIAR lýsingu ef mjólk, fisk, egg, soja- baunir, skeldýr, jarðhnetur, möndl- ur, hnetur, hafra, bygg, rúg eða hveiti og afurðir úr þeim, er að finna í einhveiju magni í matvörunni. Samkvæmt eldri reglum gátu slíkar upplýsingar fallið burt. Nauðsynlegar upplýsingar til neytenda Nauðsynlegt er að koma réttum upplýsingum til neytenda. Margir framleiðendur og innflytjendur taka þessa hluti alvarlega en ennþá er langt í land að allir geri skyldu sína og merki matvöru rétt. Ábyrgð neyt- enda felst í því að þeir kynni sér hvaða reglur gilda þannig að þeir viti hvaða kröfu þeir geti gert um merkingu matvæla sem þeir kaupa. Mikilvægt er fyrir framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila að athuga vörur sínar vel með tilliti til nýrra merkingareglna. Það er óþarfa tap sem hlýst af dreifingar- stöðvun vöru sem tekin er úr um- ferð vegna lélegra eða ófullnægj- andi merkinga á umbúðum, þegar varan sjálf er að öðru leyti í lagi. Framkvæmd reglna Á árinu 1995 verður unnið að því að tryggja að öll matvæli verði merkt í samræmi við gildandi regl- ur. Þeir sem eru ábyrgir fyrir fram- leiðslu og dreifingu matvæla verða því að vinna að breytingum á merk- ingum ef það hefur ekki verið gert þegar. Það er mikilvægt fyrir þessa aðila að hafa samráð eða leita ráða hjá Hollustuvernd ríkisins eða heil- brigðiseftirliti sveitarfélaganna þannig að nauðsynlegum breyting- um verði komið á áður en til þess kemur að eftirlitsaðilar stöðvi dreif- ingu á vörum sem ékki eru merktar í samræmi við gildandi reglur. Höfundur er deildarmatvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Hreinar fjörur ÁRIÐ 1986 var haf- ist handa við gagnger- ar endurbætur á hol- ræsakerfi borgarinn- ar. Meirihluti sjálf- stæðismanna í borgar- stjórn undir forystu þáverandi borgar- stjóra, Davíðs Odds- sonar, hrinti í fram- kvæmd áætlun um að koma holræsamálum í Reykjavík í viðunandi horf. Með þessari framkvæmd var lagð- ur grunnur að því, að hreinsa strendur borg- arinnar, sem um lang- an tíma höfðu verið mengaðar vegna margra og stuttra skólpútrása í fjörum. Mikilvægir áfangar Árið 1988 var lokið við lagningu Sætúnsræsis frá Ingólfsgarði að Laugalæk og teknar í notkun dælustöðvar við Laugalæk og Ing- ólfsstræti, þannig að dregið hefur verulega úr mengun í gömlu höfn- inni og við strand-lngjuna að norðanverðu við Skúlagötusvæðið og Sæbraut. Árið 1992 var lokið lagningu aðalholræsis frá Skeijafirði og meðfram Ægisíðu og Faxaskjóli og yfir Eiðið frá Faxaskjóli að Eið- isgranda. Árið 1993 var lokið bygging dælustöðvar við Faxaskjól ásamt 300 metra langri útrásalögn frá henni. Samhliða þessum fram- kvæmdum var lagður göngustígur frá Kaplaskjóli að olíustöð Skelj- ungs við Skerjafjörð og síðar eftir fjörunni við enda flugbrautarinnar yfir í Nauthólsvík. Þessi göngustígur er einn sá vinsælasti í borginni í dag en veru- legt átak var gert á síðasta kjörtímabili í að bæta alla aðstöðu til útivistar og gera göngubrautir með- fram strandlengjunni og á öðrum útivistar- svæðum. Á síðastliðnu ári var lokið við að byggja dælustöð í Skeijafirði og hafnar fram- kvæmdir við byggingu hreinsi-og dælustöðv- ar við Ánanaust. Betra umhverfi - öflugra atvinnulíf Á síðustu 10 árum hefur Reykja- víkurborg varið tæplega 1,8 millj- arði króna til holræsafram- kvæmda. Þessar framkvæmdir snúast ekki eingöngu um náttúru- og umhverfisvernd. Ekki síður eru þær mikilvægar í þeim tilgangi að styrkja stoðir atvinnulífsins. Efling ferðaþjónustu byggir á því, að haldið sé fram því sérkenni lands- ins að hafa til að bera óspillta náttúru, hreint andrúmsloft, hrein- ar fjörur, hreint land. Ný lög Það er sérstaklega ánægjulegt, að Alþingi skyldi nú í þinglokin samþykkja lög um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í hol- ræsamálum. Þessi stuðningur, sem getur numið allt að 2 milljörðum króna næstu 10 árin eða 200 millj. Frá árinu 1986 hefur verið unnið skipulega að því, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að hreinsa strendur borgarlandsins. króna á ári, leggur grunn að enn frekari framkvæmdum í holræsa- málum á allra næstu árum um land allt. Alþingi á þakkir skildar og umhverfisráðherra fyrir atbeina hans í þessu máli. Nýr holræsaskattur Núverandi meirihluti í borgar- stjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að halda áfram með þá áætlun í holræsaframkvæmdum, sem hafin var árið 1986. í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár eru ráðgerðar framkvæmdir í þessu skyni fyrir 399 millj. króna. Til að ijármagna þessar framkvæmdir ákvað meiri- hlutinn að leggja sérstakan hol- ræsaskatt á alla fasteignaeigendur í Reykjavík að fjárhæð 550 milljón- ir króna. Höfundur er borgarfulltrúi. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Vilhjálmur Þ. Villijálmsson . Nvr 0ámur - bctra verð! Hæð Breidd ðsbrevttir Skreyttir Verðdæmi Tilboð fer. 109 kr. 199 Pottamold 61. Pottamold 121. Blómaáburður 1/21. fer. 259 Blómavifeur 61. fer. 198 32 cm. 38 cm. fer. 1.965 kr. 2.480 26 cm. 31 cm. fer 1.685 kr. l 1.840 22 cm. 26 cm. fer. 995 fer. 1 1.290 18 cm. 23 cm. fer. 795 fer. 990 13 cm. 17 cm. fer. 495 fer. 695 12 cm. 13 cm fer. 295 kr. 395 Höfundur er grunnskólakennari í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.