Morgunblaðið - 04.03.1995, Side 19

Morgunblaðið - 04.03.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 19 ÚRVERINU Norðursjórinn Minni þorskkvóti Brussel. Reuter. NOREGUR og Evrópusambandið, ESB, hafa gert með sér fiskveiði- samning fyrir yfirstandandi ár og tekur hann gildi um næstu mánaða- mót. Mesta athygli vekur, að heild- arþorskkvótinn í Norðursjó verður minni en fiskifræðingar lögðu til. Samningurinn tekur alls til veiða á 1,5 milljónum tonna úr sameigin- legum fiskstofnum Noregs og ESB- ríkjanna en mestur ágreiningur var um makrílinn. Þorskkvótinn í Norðursjó á þessu ári verður 120.000 tonn og var ákveðið að hafa hann minni en fiski- fræðingar lögðu til í þeirri von, að stofninn nái að vaxa en hann hefur verið á niðurleið í mörg ár. Ýsukvót- inn verður einnig 120.000 tonn, skarkoli 115.000 tonn, lýsa 81.000, ufsi 107.000 og síldarkvótinn 440.000 tonn. Ný Helga verður smíðuð í Noregi íslenzkar skipasmíðastöðvar buðu ekki í smíðina ÍSLENZKAR skipasmíðastöðvar treystu sér ekki til að bjóða í smíði nýs skip fyrir Ingimund hf. Helgu RE, sem fyrirhugað er að smíða, fáist til þess fyrirgreiðsla Lands- banka Islands og Fiskveiðasjóðs. Tilboð í smíði skipsins voru opnuð í gær og barst ekkert innlent tilboð í þær. Tilboð bárust í smíðina frá Nor- egi og verðru einu þeirra væntan- lega tekið. Stefnt er að því að skip- ið verði tilbúið til að veiða að ári, eða við upphaf úthafskarfavertíðar. Ingimundur hf. gerir nú út tvö skip, Helgu RE og Helgu II RE. Helga RE er gerð út á rækju og leggur upp í verksmiðju fyrirtækisins í Siglufirði, en Helga II stundar bæði veiðar á bolfiski, rækju og loðnu. Bæði skipin verða úrelt vegna kaup- anna á nýja skipinu. ÁHÖFNIN á Stafnesi KE. 400 tonn af ufsa á hálfum mánuði * Sandgcrði. Morgunblaðið Oddur Sæmundsson og áhöfn hans á STAFNESI KE 130 hafa staðið í ströngu sl. hálfan mánuð. Mánu- daginn 13. febrúar lögðu þeir netin, 60-70 mílum vestur af Sandgerði, var þetta í fyrsta skipti sem net hafa verið lögð á þennan stað. Ár- angurinn lét ekki á sér standa, net- in bókstaflega fylltust af stórum og góðum ufsa. Nú tveimur vikum síðar, hafa þeir landað 400 tonnum í aðeins 9 sjóferðum. Það er því ekki mikið um hvíld um borð í Staf- nesinu, það er landað og sleppt. Stímin eru notuð til að sofa, en um sjö tíma stím er á miðin. Oddur segir þessa ufsaveiði góða búbót í kvótaleysinu, hann fái ufsakvótann leigðan á 5-7 kr. kg á meðan þorskkvótinn er leigður á 90 kr. kg. Hann selur ufsann á Fiskmark- aði Suðurnesja og er að fá þetta 51-74 kr. fyrir hann óslægðan. Hann segir um tíu netabáta vera á þessum nýju miðum, og séu þeir allir að fá ágætis afla. Strákarnir á Stafnesinu telja því ijarstæðu, að talan 13 sé óheillatala eða mánu- dagur séu til mæðu, þeir hafi af- sannað það. Minna á þýskan markað MIKILL samdráttur var í löndunum í Þýskalandi á síðasta ári og sem dæmi má nefna, að veltan á mark- aðinum í Bremerhaven var 28% minni en 1993. Munaði þar lang- mest um minni landanir íslenskra togara. Umsvifín í Cuxhaven jukust raunar nokkuð en í Hamborg var 11% samdráttur og í höfnunum þremur var hann 16,5%. Fóru alls 39.340 tonn um markaðina. í Bremerhaven var alls landað 302.253 tonnum og voru landanir þýskra skipa aðeins 1.316 tonn. lönduðu yfirleitt erlendis. Um mark- aðinn fóru 24.229 tonn, 9.367 tonn- um minna en 1993, og munaði mestu um 5.000 tonna samdrátt í löndunum íslenskra skipa. íslend- ingar stóðu undir 96% af löndunum erlendra skipa í Bremerhaven og 91% af sölunni á markaðinum. 1 Cuxhaven jókst sala á markað- inum um 16%, meðal annars vegna landana 18 breskra togara auk þess sem þangað komu flest úthafsveiði- skipin. Um markaðinn í Hamborg fóru 1.740 tonn, aðallega af íslensk- um skipum. 24.febr.-5. mars Á Hönnunardögum 1995 er leitast við að gefa þver- skurð af áhugaverðri íslenskri hönnun og framleiðslu á henni. Sýningarnar spanna ólík svið hönnunar og fela í sér kjörið tækifæri fyrir fyrir- tæki, lærða og leika, til að fylgjast með því nýjasta í íslenskri hönnun. HAFNARHÚS Húsgagnaarkitektar Framleiðendur húsgagna og innréttinga Form ísland GEYSISHÚS Textílhönnuðir Leirlistamenn Gullsmiðir GAMLA MORGUNBLAÐS- HÚSIÐ Iðnhönnuðir IÐNÓ Arkitektar Landslagsarkitektar Fataiðnir KRINGLAN Grafískir hönnuðir mmm OPIÐ ALLA DAGA 12-19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.