Morgunblaðið - 04.03.1995, Side 14

Morgunblaðið - 04.03.1995, Side 14
14 LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR OLÍS 1995 Aðalfundur Olíuverzlunar Islands hf fyrir rekstrarárið 1994, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 16:00. Dagskrá: Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. FERMINGARFÖT - ÓTRÚLEGT VERÐ Jakkaföt Skyrtur 1festi D.M. skór Tilboö: kr. 8.990 kr. 2.290 kr. 3.790 kr. 5.990 Jakkafötápabbann kr. 9.990 sím?1tó{&995 Laugavegi 51, sími 5518840 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Islenskar flatkökur á Long Island ÞESSA dagana er verið að leggja lokahönd á smíði véla sem eru ætl- aðar til þess að framleiða flatkökur. Vélarnar verða einhvern næstu daga settar um borð í skip og sendar vest- ur um haf þar sem eigandinn, Magn- ús Magnússon, hefur í hyggju að baka flatkökur fyrir Bandaríkjamenn á Long Island. Vélarnar sem um ræðir eru smíð- aðar hjá Renniverkstæði Þ. Krist- mundssonar í Kópavogi. Annars veg- ar er um að ræða vél sem fletur deigið út og sker í ferkantaðar kök- ur. Hins vegar vél sem sker nokkrar kökur í einu í tvennt og gerir þær tilbúnar beint í pakkana eftir að búið er að baka kökurnar. Hellurnar sem flatkökurnar eru bakaðar á eru út- búnar hjá raftækjaversluninni Rafha. Hrávara Magnús, sem býr í Bandaríkjun- um, hefur undirbúið flatkökugerðina á ýmsan hátt, m.a. að með því að mata vini og kunningja á ýmsum tegundum af flatkökum frá íslandi. Að lokinni þeirri prófun var ákveðið að fyrirmyndin að flatkökubakstr- inm á Long Island yrði frá Pott- brauðum. „Flatkökurnar fengu góðar við- tökur og ég er kominn með ákveðinn dreifingaraðila úti. Til að byija með erum við að tala um 600 flatköku- pakka á dag,“ sagði Magnús í sam- tali við Morgunblaðið í gær. A meðfylgjandi mynd er Ægir Bjarnason, eigandi Renniverkstæðis Þ. Kristmundssonar, við flatkökuvél- ina sem þar hefur verið smíðuð til að senda vestur um haf. Sveiflur á hrá- vörumarkaði London. Reuter. ÁSTANDIÐ á hráefnamarkaði er orðið sveiflukennt eftir verðhækk- anir í fyrra. Verð á baðmull hefur ekki verið eins hátt síðan í*þrælastríðinu, en í vikunni lækkaði það allt í einu. Silfur seldist á lægsta verði í 16 mánuði. Verð á nikkel var 40% lægra í London en fyrir sex vikum, en undirstöðumálmar hækkuðu síð- an aftur í verði. Kaffi lækkaði í verði, en hráolíuverð lækkaði. Ostyrks gætti á sama tíma og uppgangurinn 1994 virtist á enda. Sum hrávara lækkaði óyænt í verði, snöggar sveiflur urðu á verði ann- arrar hrávöru, til dæmis baðmullar, en kunnur sérfræðingur sagði: „Sveiflur veita tækifæri." Hrun Baringsbanka hafði lítil bein áhrif á hrávöruverð, en umrót á gjaldeyrismörkuðum hafði sitt að segja. Veikur dollar treysti stöðu gulls og undirstöðumálmar hækk- uðu í verði í Austur-Asíu. Nánar um stöðuna: BAÐMULL. Staðgreiðsluverð í New York lækkaði um miðja vikuna úr 114,67 sentum pundið í 103,21. Hátt verð kann að draga úr eftir- spurn. NIKKEL. Verðið í London lækkaði um tæp 10% á þriðjudag í 6.800 dollara tonnið. Verðið var tæplega 40% lægra en í janúar þegar met- verð fékkst, 10.500 dollarar. Verðið hækkaði síðan og á föstudag var það allt í einu komið yfir 8.000 dollara. ÁL lækkaði í verði um miðja vikuna í innan við 1.775 dollara tonnið. Verðið hefur hækkað aftur um hér um bil 120 dollara og er lítið breytt frá því fyrir viku, en miklu lægra en þegar það komst í 2.195 dollara um miðjan janúar. Bandarískur sér- fræðingur kenndi óðagoti fjárfest- ingarsjóða vegna vaxtahækkana í Bandaríkjunum um lækkunina. KOPAR. Virtist stöðugri en aðrir undirstöðumálmar og mikil eftir- spurn. Hækkaði í lok vikunnar í rúmlega 2.900 dollara tonnið. HRÁOLÍA. Sveiflur á benzínverði í Bandaríkjunum og minni eftir- spum í Evrópu höfðu áhrif á mark- aðinn. Staðgreiðsluverð á olíu úr Norðursjó lækkaði í innan við 17 dollara tunnan. GULL hækkaði í tæpa 378 dollara únsan vegna veikrar stöðu dollars. Við það styrktist SILFUR, sem hafði lækkað úr 4.85 dollurum í 4.40. KAFFI seldist í London á nýju metverði 1995, 3.225 dollara tonnið. Líkur á að Brasilía og fleiri fram- leiðslulönd dragi úr framboði. KAKÓ seldist á næstum því hæsta verði í hálft ár í London, rúmlega 1.025 pund tonnið. HVEITI. Verðið lækkaði í innan við 135 dollara tonnið úr 140 dollur- um fyrir skömmu vegna slakrar eft- irspumar. Búizt við hærra verði síð- ari hluta árs. SYKUR. Einnig búizt við hækkandi verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.