Morgunblaðið - 21.03.1995, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hagiiaður af rekstri
Granda 153 milljónir
HAGNAÐUR varð á rekstri Granda
hf. upp á tæpar 153 milljónir króna
á árinu 1994 miðað við 108 milljón-
ir króna árið áður.
Rekstrartekjur félagsins í fyrra
námu 3.339 milljónum króna og er
það 15% aukning frá árinu áður.
Eigið fé Granda nam 1.603 milljón-
um króna í lok 1994.
í fyrra var heildarafli togara
Granda 37.148 tonn en árið áður
var hann 31.495 tonn.
Á sl. ári bættist nýr frystitogari
í togaraflota Granda, Þerney RE
101, og eru togarar félagsins nú 9
talsins. Á sl. ári störfuðu að meðal-
tali 440 manns hjá fyrirtækinu.
í árslok 1994 nam hlutafé
Granda 1.095 milljónum króna.
Hluthafar voru 700 um sl. áramót
og hafði fjölgað um 110 á milli ára.
Aðalfundur Granda verður hald-
inn föstudaginn 28. apríl 1995 í
matsal Norðurgarðs.
Fyrir
flóðið
STARFSMENN sveitarfélaga um
allt vestanvert landið bjuggu sig
í gær undir asahlákuna, sem spáð
var. Ólík er þó vinnuaðstaða
Björns Guðmundssonar, starfs-
manns Vesturbyggðar, og starfs-
bróður hans suður í Reykjavík.
Björn þurfti að leita að niðurföll-
unum á Patreksfirði með málm-
leitartæki, enda eru sums staðar
margir metrar af snjó á götun-
um. Borgarstarfsmaðurinn
komst hins vegar af með skófl-
una.
Sleppt
eftir
skothríð
MANNI, sem hleypti oft af hagla-
byssu á Eskifirði aðfaranótt
laugardags, var sleppt úr haldi að
loknum yfirheyrslum. Inger L.
Júlíusdóttir sýslumaður segir að
ekki hafí verið lagarök til að fara
fram á geðrannsókn eða gæslu-
varðhald yfír manninum, sem
hefði verið fús til samvinnu við
lögreglu eftir að ölæðið rann af
honum. Maðurinn fór í gær til síns
heima, í Reykjavík.
Lögreglan á Eskifirði var kölluð
niður á bryggju þar í bæ aðfara-
nótt laugardags, en maðurinn
hafði þá skotið nær tuttugu skot-
um úr haglabyssu sinni. Fyrst
hleypti hann af í brúnni á Hólma-
tindi, en hann var skipverji á tog-
aranum. Þá skaut hann að frysti-
húsi staðarins, þar sem fóik stóð
utan dyra og fékk einn maður
hagl í fingur. Maðurinn ógnaði
skipsfélaga sínum á Hólmatindi
með byssunni og skaut á jeppa
og skemmdi hann.
Inger L. Júlíusdóttir sagði að
málið yrði fljótlega sent til ríkis-
saksóknara.
----» 4.♦..
Tyrkneska
forræðismálið
Frestað til
20. apríl
TYRKNESKUR undirréttur hefur
frestað forræðismáli Sophiu Han-
sen til 20. apríl. Soþhia segir að
dómarinn hafi rökstutt ákvörðun
sína með því að hann þyrfti að
kynna sér málsskjöl frá íslandi.
Þar að auki hafí hann viljað fá
staðfestingu frá hæstarétti í Ank-
ara um að skjölin væru í lagi.
Sophia sagðist hafa gert dómar-
anum grein fyrir að hún hefði orð-
ið fyrir vonbrigðum með niðurstöð-
una og hann hefði kallað á eftir
henni út úr salnum að hún skyldi
sýna biðlund og þolinmæði því
ekki væri um nema mánuð að
ræða.
Verslunarskólinn vill gera sjálfstæðan samning við HÍK
Býður kennurum 1,5%
umfram tilboð ríkisins
VERSLUNARSKÓLI íslands hefur óskað eftir
að gera sjálfstæðan kjarasamning við HÍK. Full-
trúar skólans hittu kennara í húsakynnum ríkis-
sáttasemjara í gær og buðu þeim‘1,5% launa-
hækkun umfram það sem samninganefnd ríkis-
ins hefur boðið. Ákveðið var að halda annan
fund með þessum aðilum í dag.
Þorvarður Elíason,. skólameistari Verslunar-
skólans, sagði að skólinn hefði ákveðið að gera
kennurum þetta tilboð í von um að með því
móti mætti koma skólastarfí í gang að nýju.
Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að tilboðið
myndi standa í langan tíma ef andstaða væri
við það af hálfu kennara.
Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, sagði að
ef Verslunarskólinn vildi gera sjálfstæðan samn-
ing við HÍK yrði sá samningur að ná til allra
réttindamála kennara stórra og smárra, en ekki
eingöngu launamála.
Niðurstaða fundarins í gær varð að kennarar
ætla að skoða tilboð Verslunarskólans betur og
Verslunarskólinn ætlar að skoða kröfur kennara
um réttindamálin. Samningsaðilar hittast á ný
í dag. Búist er við að þá muni skýrast hvort af
samningum verði eða ekki. Á þessari stundu eru
taldar minni líkur en meiri á því að af samning-
um verði.
Nýjar hugmyndir reifaðar
Kennarar lögðu um helgina fram nánari út-
færslur á gagntilboði sínu frá 15. tnars. Þar
bjóðast kennarar til að færa hluta af skipulags-
breytingum í skólastarfi fram yfir samningstím-
ann eða allt fram til ársins 1999. Elna sagði
að þetta fæli í sér verulega tilslökun af hálfu
kennara. Með þessu væru kennarar að setja fram
hugmyndir um hvernig mætti leysa eitt aðal-
deilumálið í viðræðunum, þ.e. vinnutímamálið.
Kennarar ræddu þessar hugmyndir við fjármála-
ráðherra um helgina.
Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefnd-
ar ríkisins, sagði að tillögur kennara tækju að-
eins til eins þáttar í kröfum þeirra. Eftir sem
áður krefðust kennarar 25% launahækkunar.
Hann sagði að SNR væri tilbúin til að ræða
frekar um vinnutímahugmyndir kennara. Eins
hefði nefndin opnað á umræður um mat á sér-
kjaraatriðum og með hvaða hætti væri hægt að
leysa vandamál sem upp koma við einsetningu
skóla. í svari SNR er boðið upp á viðræður um
16 atriði, sem mörg hver hafa ekki verið rædd
í viðræðunum fram til þessa.
Undanþágudeilan enn óleyst
Deila kennara og samninganefndar ríkisins
um greiðslur fyrir kennara sem vinna í verkfall-
inu er enn óleyst. Gunnlaugur Ástgeirsson, for-
maður verkfallsstjórnar kennara, sagði hugsan-
legt að verkfallsstjórn kallaði til baka allar þær
undanþágur sem hún hefur veitt í verkfallinu
ef fjármálaráðuneytið héldi fast í þá afstöðu sína
að greiða fyrir vinnu kennara í verkfalli á stunda-
kennarataxta.
Leiklistarskólinn
Komu í veg
fyrir inn-
tökupróf
VERKFALLSSTJÓRN kenn-
ara stöðvaði í gær inntökupróf
í Leiklistarskóla íslands um það
leyti sem þau voru að hefjast.
Vegna aðgerða kennara ákvað
Leiklistarskólinn að fresta inn-
tökuprófunum þar til verkfalli
kennara lýkur. Um 100 manns
ætluðu að þreyta inntökupróf.
Skólastjóri ákvað þrátt fyrir
mótmæli kennara að láta prófín
fara fram með tilvísun til þess
að hann megi vinna öll störf í
verkfalli önnur en að kenna. I
inntökunefndinni er einn kenn-
ari sem er í verkfalli. í fyrradag
var hins vegar haldinn skóla-
nefndarfundur þar sem nýr
maður var skipaður í nefndina.
Verkfallsbrot
Gunnlaugur Ástgeirsson,
formaður verkfallsstjórnar
kennara, sagðist líta á þessa
aðgerð sem mjög alvarlegt
verkfallsbrot. Hann sagðist
sömuleiðis vera þeirrar skoð-
unar að skólastjóri hefði farið
út fyrir verksvið sitt með því
að láta prófin fara fram.
Þeir sem hugðust þreyta inn-
tökupróf hafa mótmælt aðgerð-
um kennara bréflega.
Samþykkja
verkfalls-
heimild
FUNDUR rafiðnaðarmanna í
Rafiðnaðarsambandi íslands
sem starfa hjá ríkinu sam-
þykkti í gær að veita stjórn,
trúnaðarráði og samninga-
nefnd heimild til að boða verk-
fall. Guðmundur Gunnarsson,
formaður félagsins, sagði að
verkfall yrði boðað ef engin
hreyfing kæmist á viðræður.
A fundinum í gær kom til
umræðu hvort rétt væri að
boða til verkfalls fyrir kosning-
ar, en það myndi leiða til þess
að ekkert kosningasjónvarp
yrði á sjónvarpsstöðvunum.
Guðmundur sagði ekki hægt
að svara því á þessari stundu
hvort eða hvenær af verkfalli
yrði. Það færi eftir því hvort
alvöru viðræður færu í gang.
Flugfreyjur
boða verkfall
FLUGFREYJUFÉLAG íslands
hefur boðað verkfall dagana
28.-30. mars. Erla Hatlemark,
formaður félagsins, segir þetta
gert til að þrýsta á Flugleiðir
um gerð nýs kjarasamnings.
Félagið hafi verið samnings-
laust síðan 1. mars 1993. „Það
ætti því enginn að þurfa að
véra hissa þó að við þrýstum á
um samninga nú.“ Erla vildi
ekki tíunda kröfur flugfreyja
þegar eftir því var leitað.
Leikarar hjá
RÚV í verkfall
FÉLAGSMENN í Félagi ís-
lenskra leikara sem annast
flutning í hljóðvarpi hafa boðað
verkfall hjá Ríkisútvarpinu sem
á að hefjast á miðnætti 29.
mars hafi ekki samist fyrir
þann tíma. Verkfallsboðunin
var send út í gær og er kjara-
deilunni þar með sjálfkrafa vís-
að til ríkissáttasemjara.