Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 24

Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „ÞORSTEINN Gylfason er tilraun. Og líka tilraun um tilraunir; um manninn, heiminn og fleiri efni sem tilraunum hæfa. Hér hafa vinir hans safnað saman handa honum örfá- um tilraunum að auki til að spreyta sig á í tilefni þeirra aldursmarka sem hverfult tíma- skyn manna kennir við hálfa öld. Eilífðin skopast vafalaust að slíkum tiitækjum.“ Þetta eru upphafsorðin í inngangi þeirra Mikaels M. Karlssonar og Páls Skúlasonar í safnriti Heimspekistofnunar og Háskólaútgáfunnar, sem ber nafnið „Tilraunir handa Þorsteini" með undirtitlinum „Afmæliskveðjur til Þor- steins Gylfasonar ríflega fimmtugs". Aðstandendur útgáfunnar héldu hinu ríf- lega fimmtuga afmælisbami lítið hóf í Skólabæ, sl. föstudag, þar sem honum var afhent fyrsta eintak safnritsins. Þar kom fram sú skýring á undirtitli ritsins, að vegna margbreytilegra ástæðna, hefði ritið verið í smíðum á þriðja ár, eða frá því að Þorsteinn hélt upp á fimmtugsafmæli sitt. Hann var fyrsti forstöðumaður Heimspekistofnunar og því þótti vel við hæfi að rit þetta skyldi til- einkað honum. í ritinu kennir ýmissa grasa, en þar hafa fjórtán höfundar lagt til tilraunir sínar, í formi yóðs, tónsmíða og ritgerða. Á bók- Þorsteinn er tilraun arkápu segir m.a.: „í ríflega tvo áratugi hef- ur Þorsteinn Gylfason verið í fremstu röð íslenskra heimskpekinga. Á fimmtugsafmæli hans fyrir röskum tveimur árum ákváðu nokkrir vinir hans að efna í bók handa hon- um. En Þorsteinn er ekki aðeins heimspek- ingur, heldur einnig helsti óperuþýðandi þjóðarinnar, Ijóðskáld og ljóðaþýðandi og einhver snjallasti greinahöfundur sam- tímans. I bókinni eru fjórtán fjölskrúðugar tilraunir eftir jafnmarga höfunda, er fjalla meðal annars um heimspeki, jarðfræði, guð- fræði, íslensk fræði, auk Ijóða og laga.“ Þeir sem eiga efni í safnritinu eru: Krist- ján Karlsson, Atli Harðarson, Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Baldur Símonarson, Einar Sigurbjörnsson, Einar Logi Vignisson, Eyjólfur Kjalar Emilsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Gunnar Harðarson, Jóhann Axelsson, Jón Þórarins- son, Sigurður Steinþórsson og Vilhjálmur Árnason. Þeir Mikael M. Karlsson og Páll Skúlason stóðu fyrir tilurð bókarinnar, en undirbúningur hennar var í höndum Ólafs Páls Jónssonar, sem naut aðstoðar Einars Loga Vignissonar. Jörundur Guðmundsson forstöðumaður Háskólaútgáfunnar, sagði við ofangreint tækifæri, að safnritið væri hið fyrsta í nýrri ritröð sem Heimspekistofnun stæði fyrir - ritröð sem væri ætlað jöfnum höndum að gefa út frumsamdar bækur á íslensku um heimspeki, þýddar bækur erlendra höfunda og rit með blönduðu efni, eins og Tilraunir handa Þorsteini væri. Þorsteinn kvaðst orðlaus, þegar Páll Skúlason afhenti honum fyrsta eintakið. Hann var þó ekki orðlausari en svo, að í fylgd með honum voru listamenn tveir, sem þökkuðu fyrir hans hönd. Það voru þau Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir. Ólöf Kolbrún söng norskt ljóð eftir Jon Paulsen, sem Þorsteinn Gylfason hefur þýtt á íslensku, við lag eftir Edvard Grieg og Garðar lék undir á píanó. Þorsteinn upp-' lýsti gesti um að Paulsen og Grieg hefðu verið æskuvinir. Morgunblaðið/Halldór PALL Skúlason, forstöðumaður Heimspekistofnunar Háskólans, afhendir ríflega fimmtugu aflmælisbarninu, Þ/>rsteini Gylfasyni fyrsta eintakið af „Tilraunum handa Þorsteini." ÞAU Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir þökkuðu með tónlistarflutningi, fyrir hönd Þorsteins, sem var orðlaus. Hér ræða þau við Gylfa Þ. Gíslason, föður Þorsteins. Kristinn og Jónas Rússneski píanóskólinn TONLIST Langholtskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR ítalskar Cansónur, þýskur Lieder, bandarísk sönglög og lög eftir Sig- valda Kaldalóns. Laugardagurinn 18. mars, 1995. ENGU líkara er en að Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimund- arson hafi gengið í fóstbræðralag að fomum sið, svo samhentir eru þeir og samvilja um allt er lýtur að túlkun og mótun tónhendinga. Tónleikarnir, sem eru gjöf Kristins og Jónasar til‘orgelsjóðs Lang- holtskirkju, hófust á fjórum ítölsk- um söngverkum eftir Stradeila, Durante og Sarti. Pieta Signore, eftir Stradella, Kirkjuarían svo nefnda, er bæn sem flytja má af bænhita en í flutningi Kristins og Jónasar var hún mettuð af undir- gefni og mjög hægferðug. Lögin eftir Durante, Vergin tutto amor og Danza, fanciulla gentile, voru mjög vel flutt og Danza með þeim leikrænu tilþrifum, sem er aðals- merki Kristins, og gefur söng hans sérstakan svip. Kristinn syngur alls konartónlist og ræður jafn vel við skemmtitón- list og háalvarlega. Sex ljóðasöngv- ar eftir Schubert voru næst á efnis- skránni en það voru Stándchen, Die Forelle, Heidenröslein, Wand- erers Nachtlied, Herbst og Die Taubenpost, sem öll voru glæsilega flutt þó Wanderers Nachtlied við kvæði Goethes væri þar í sér- flokki, og stórkostlega vel flutt. Schubert samdi lög við tvö slík Ijóð eftir Goethe, en það var Uberállen Gipfeln ist Ruh, sem Kristinn söng. Þetta meistaraverk Goethes hafa margir reynt að þýða en við eigum eina slíka náttúrustemmn- ingu, í kvæði Þorsteins Erl- ingssonar, Sofnar lóa, sem Sigfús Einarsson tónsetti af listfengi. Bandarísku lögin Deep Ri- ver, Ma curly headed Baby, eftir Clutsam, og I got plenty, eftir Gershwin, tilheyra sér- stöku sviði sönglaga en þar var Kristinn eins og heima hjá sér. Lag Clutsams, Ma curly headed Baby, var af- burða vel sungið... Fjögur lög eftir Tosti voru næst á efnis- skránni og ágætlega sungin. Þetta að syngja hægt er auðvitað erfiðara fyrir söngv- ara en hljóðfæraleikara en fyrsta lagið eftir Kaldalóns, Mamma ætlar að sofna, var fyrir smekk undirritaðs allt of hægt sungið. Þetta er auðvitað smekks- atriði en báðir listamennirnir lögðu mikið til með iaginu í túlkun. Þijú seinni lögin eftir Kaldalóns, Hamraborgin, Eg lít í anda liðna tíð og Þótt þú langförull legðir, voru frábærlega vel flutt. Þó svo að Kristinn og Jónas leiki sér með hraðann, oft langt utan þess venju- lega, er túlkun þeirra ávallt áhrifa- mikil og sannfærandi og það sem mestu máli skiptir, borin uppi af listfengi og mikill kunnáttu. Jón Ásgeirsson TONLIST íslcnsku ópcrunni GRIGORI SAKOLOV LEIKUR J.S. Bach og R. Schumann. Sunnu- daginn 18. mars. EKKI þarf um það að deila að Grigori Sakolov er mikill töframaður við píanóið og verður vafalaust að teljast einn af þeim stóru í heiminum í dag. Tækni hans er mjög mikil, örugg og hrein, skapið virðist hann hafa í ríkum mæli og túlkun hans á verk- efnunum sýnir sterka persónulega mótun. Rétt má vera, það sem píanisti nokkur sagði, að hann minnti sig á gömlu snillingana, sem hver fyrir sig, hafði sinn sérstaka, ógleymanlega og persónulega stíl. Í tilfelli Sakolovs var stíllinn rússneski píanó- skólinn í öllu sínu veldi, þar sem fingrunum er lyft hátt frá nótunum og miklum krafti stýrt fram í finguma, spilið verður non- legato, jafnvel hraðir tónstigar, en um leið skilar allt sér til áheyrand- ans, hver nóta verður skýr, allt spil- ið á þann hátt tært. Þegar svo þess- um spilamáta fylgir skapríkur hugur þarf sterkt taumhald til að ekki flæði út yfir bakkana. Þýskur, eða mið-evrópskur skóli, aftur á móti, er öllu hógværari hvað áslátt snertir, yfir hreyfingum skal vera ró og legato-spil og syngjandi laglína sett í fyrirrúm. Um þessa tvenna spilamáta hefur, eins og oft verður um keisarans skegg, mikið verið deilt og margar bækur skrifað- ar. Hefði Bach haft píanóið til að spila prelúdíurnar sínar og fúgumar á, hvernig hefði hann gert það? Lík- legt, þykir mér, að spilið hefði orðið líkt því sem hann gerði á sembalana sína, og að hendur hans og þar með fingur, hefðu verið ótrúlega rólegar á nótnaborðinu. Hefði Bach verið mótfallinn því að þessar sömu prelúd- íur og fúgur væru spilaðar, eigum við að segja með rússnesku rúllettu- aðferðinni? Ég held að hann hefði ekkert haft við það að athuga, svo vel eru verk hans gerð að enginn flutningsmáti virðist geta unnið á þeim og þegar tækni og sannfæring liggur að baki, eins og er hjá Sakolov, er flutningur- inn sannarlega ekki háður rúllettunni. Átta fyrstu prelúd- íumar og fúgurnar úr öðru bindi Das Wholte- merierte Klavier vom glæsilega leiknar, þar sem hver nóta fékk hlutverk, hver frasi ná- kvæma útfærslu og hver fyrir sig skýra heildarmynd. Persónu- lega kysi ég þýska leik- mátann í Bach, en gífurlegur hraði sumra prelúdíanna og ofsafengnar andstæður í hljómstyrk í fúgunum var líka sannfærandi þessa kvöldið, svo hárin risu á höfði manns. Kreislerinna Schumanns op. 16 var seinni hluti tónleikanna og þar sýndi Sakolov enn og aftur glæsileg- an leik, en ekki gat ég varist því að stundum saknaði ég þýsku línunnar. Glæsilegir tónleikar voru að baki. Af undirtektum áheyrenda að dæma væri Sakolov mikið velkominn aftur, sem fyrst. Tónleikamir voru á vegum Tón- listarfélagsins í Reykjavík. Ragnar Björnsson JÓNAS og Kristinn. Grigori Sakolov Fílharm- ónía flytur Messías Á 35. STARFSÁRI sínu mun Söngsveitin Fílharmónía flytja Messías eftir G.F. Hándel. Verkið verður flutt í Langholtskirkju laugardag og sunnudag 25. og 26. mars, kl. 16.30 báða dagana. Ein- söngvarar, verða þau Elísabet F. Eiríksdóttir sópran, Alina Dubik alt, Kolbeinn Ketilsson tenór, Bjarni Thor Kristins- son bassi og Xu Wen sópran. Auk þess leikur 22 manna kammersveit og konsert- meistari er Szjmon Kuran. Stjórnandi er Ulrik Ólason. Söngsveitin Fílharmónía flutti Messías árin 1963 og 1973, í bæði skiptin undir stjóm dr. Róberts A. Ottós- sonar. Flestir stórir kórar spreyta sig á þessu verki af og til og það er alltaf jafn vinsælt meðal flytjenda og áheyrenda. Handel samdi þetta mikla verk á þremur og hálfri viku síðsumars árið 1741 en verkið var frumflutt í Dublin vorið 1742. Verkið náði fljótt miklum vinsældum og hefur haldið þeim alla tíð síðan. Raddþjálfari kórsins í vet- ur, eins og undanfarin ár, hefur verið Elísabet Erlings- dóttir söngkona. í vetur hefur Jóhannes Andreasen verið undirleikari á æfingum. Listaverkagjöf til Norræna hússins Wiig Han- sen gefur 35 grafíkverk Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKI myndlistarmaður- inn Svend Wiig Hansen hefur nýlega gefið Norræna húsinu 35 verk, sem hafa verið á sýningu { húsinu. Svend Wiig Hansen kom til íslands í nokkra daga í tilefni sýningar sinnar og í hrifningu sinni yfir landi og þjóð ákvað hann í ferðinni að gefa grafíkverk- in. Þau eru í raun gjöf til allra, því þau verða hluti af mynda- safni, sem er lánað almenn- ingi. Svend Wiig Hansen kom ásamt konu sinni Lailu í heimsókn til íslands í tilefni af opnun sýningar á verkum hans í Norræna húsinu 11. febrúar. Hann varð mjög hrif- inn af bæði landi og þjóð, eins og þetta kom honum fyrir augu á þeim sex dögum, sem hann var á íslandi. Á ferð á Þingvöllum tilkynnti hann samferðamönnum sín- um að hann óskaði eftir að gefa Norræna húsinu þau 35 grafíkverk, sem voru á sýn- ingu hans. Gjafabréfið var síðan snarlega útbúið. Grafíkgjöf Wiigs Hansens verður hluti af grafíkmynda- safni hússins. Myndir úr því eru lánaðar til almennings, rétt eins og bækur safnsins. Gjöfin er því ekki aðeins húss- ins, heldur til allra, sem nýta sér myndasafnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.