Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Þegar Gullna
hliðið var læst!
Ég get ekki lengur orða bundist
MÉR hefur liðið illa undanfamar
vikur.
Ekki aðeins vegna þess, að ég
fékk blóðtappa fyrir rúmum tveim-
ur árum og jafnvel ekki heldur,
þótt ég hafi verið með Parkinson-
veiki í tæp fimmtán ár. Og þó veld-
ur þetta hvorttveggja mér býsna
miklum erfiðleikum og ég varð að
hætta störfum fyrr en ég hafði
reiknað með.
Ég hef verið sáttur við Guð og
menn.
Og þó!
Ég get ekki verið alveg sáttur
við alla menn, því að nú er komið
svo, að ég - sem einu sinni var
kallaður ofstækisfullur íhaldsmaður
í pólitík - hef týnt Sjálfstæðis-
flokknum.
Ég naut þeirra forréttinda sem
ungur maður að kynnast all náið
mörgum forystumönnum Sjálfstæð-
isflokksins á árunum eftir stríð. Ég
var annar af tveimur trúnaðar-
mönnum Bjarna Benediktssonar í
kirkjumálum. Ég var náinn vinur
Geirs Hallgrímssonar, sem er einn
allra bezti og heiðarlegasti maður,
sem ég hef kynnzt. Við Gunnar
Thoroddsen vorum samtímis í
Kaupmannahöfn og urðum ágætir
vinir. Og Jóhann Hafstein var góð-
ur vinur minn.
Á unga aldri vann ég fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn ajlt, sem ég mátti.
Ég var í yfírstjórn vamarliðs frið-
samra borgara, er tryggði Alþingi
starfsfrið 30. marz 1949. Ætli ég
hafi ekki samanlagt varið heilu ári
í starfí fyrir flokkinn á háskólaárum
mínum, og samkvæmt beiðni
flokksins stjórnaði ég kosninga-
skrifstofu síra Bjama Jónssonar í
forsetakjörinu 1952. Ég var vara-
formaður Heimdallar, sat í stjóm
SUS, var Varðarfélagi og átti sæti
í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Af hvetju er ég að tíunda þetta
hér? Það er ekki til að miklast af
því, heldur aðeins til að sýna, að
mér verður tæplega
borið á brýn, að ég
þekki ekki starf og
stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, þótt ég hafi
kosið mér annað
starfssvið en pólitíkina,
þegar til kom.
En nú er svo komið,
að ég veit ekki lengur,
hvað ég á að kjósa!
Sjálfstæðisflokkurinn í
dag er alls ekki sá
fiokkur, sem ég gekk
til liðs við í stríðslok.
Ég á litla skoðana-
lega samleið með
frjálshyggjumönnun-
um, sem alllengi hafa vaðið uppi í
Sjálfstæðisflokknum, svo að ég finn
mig ekki lengur heima í mínum
gamla flokki. Ég ætlaði að halda
þessu fyrir sjálfan mig, enda orðinn
gamall og þreyttur, en nú get ég
ekki þagað lengur. Og ég beini orð-
um mínum til forystumanna flokks-
ins - bæði sem kristinn maður -
og sjálfstæðismaður, sem hef stutt
Sjálfstæðisflokkinn frá upphafí.
Hver er stefna Sjálfstæðisflokks-
ins í málefnum sjúklinga og aldr-
aðra? Ætlar flokkurinn að taka
þátt í að bijóta niður heilbrigðis-
þjónustu landsmanna, sem byggð
hefur verið upp á löngum tíma? Er
ekki lengur hægt að treysta því,
að sjúklingar eigi vísa vist á sjúkra-
húsi, er heilsan fer að bila? Og eiga
aldraðir, sem slitið hafa sér út á
langri ævi, ekki lengur vísa umönn-
un í ellinni?
Er hvergi hægt að spara annars
staðar en þarna? Má þá ekki frekar
hækka skattana, ef engin önnur
leið virðist fær?
II
Ég minnist atviks frá sumrinu
1993. Ég var á heimleið frá Hvera-
gerði í Skálholt, er sagt var frá því
í fréttum, að stórri deild á Borgar-
spítalanum yrði lokað, af þvi að
sjúklingar hefðu orðið
fleiri en búizt hafði
verið við fyrri hluta
ársins og kostnaðurinn
væri kominn langt
fram úr áætlun!
Það lá við, að ég
stöðvaði bílinn, svo.
mjög brá mér við þessa
frétt. Er málum þá
þannig komið á land-
inu okkar kæra, að
peningar ráði ferðinni
um það, hvort við höf-
um efni á að veita sjúk-
um nauðsynlega að-
hlynningu?
Kannski var ég enn
viðkvæmari en ella, þar sem'ég var
að koma af heilsuhæli eftir langvar-
andi erfið veikindi.
í fyrsta skipti frá því
ég fékk kosningarétt
treysti ég mér ekki
til að ljá Sjálfstæðis-
flokknum atkvæði
mitt í kosningum,
segir Jónas Gíslason,
að þessari afstöðu
flokksins óbreyttri.
iii
Skömmu seinna sá ég fyrir mér
hræðilega mynd - í vöku eða
draumi.
Mér fannst ég standa við Gullna
hliðið ásamt fjölda fólks og hugðist
beiðast inngöngu. En hliðið var
læst og Lykla-Pétur hvergi sjáan-
legur. Stórt spjald hafði verið hengt
á hliðið og á því stóð: „Himinninn
er lokaður fram að áramótum! Allt
er yfirfullt og rekstrarkostnaðurinn
Jónas Gíslason
NÝSKIPAN í RÍKISREKSTRI
Kaup á ráðgjöf
Fjármálaráðuneyti og Framkvæmdasýsla ríkisins boða tilfundar
miðvikudaginn 22. mars næstkomandi kl. 15.-00 -17.00 í sal 3 íHáskólabíó
15.05 -15:15
15:15 -16:15
16:15 -16:45
16:45 -1700
Dagskrá:
Ávarp - Friðrik Sophusson Jjáirmálaráðherra
Kynning á niðurstöðum starfshóps um:
- Kaup á ráðgjöf
- Menningarstefnu í mannvirkjagerð
- Undirbúning verkkaupa
- Val á ráðgjafa
- Samninga við ráðgjafa
Skarphéðinn B. Steinarsson, deildarstjórí í fjármálaráðuneyti
Birgir Karlsson, deildarstjóri hjá Framkvœmdasýslu ríkisins
Þorbergur Karlsson, ráðgjafarverkfrœðingur
Sigurður Halldórsson, arkitekt FAI
Fyrirspumir
Niðurstöður og samantekt, Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyti
Fundarstjóri er Steindór Guðmundsson, forstjóri Framkvœmdasýslu ríkisins
Friðrik Skarphéðinn B.
Sophusson Steinarsson
Birgir
Karlsson
Þorbergur
Karlsson
Sigurður Magnús
Halldórsson Pétursson
Steindór
Guðmundsson
Allir sem áhuga hafa á efni fundarins
em velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið
þátttöku til Framkvæmdasýslu ríkisins
í síma 562 3666 eða um fax 562 3747
fyrirkl. 16:00 í dag.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
FRAMKVÆMDASÝSLAN
l
hefur farið langt fram úr áætlun!
Við getum því miður ekki tekið við
fleirum í himnaríki á þessu ári.“
Þetta var hræðilegt! Hvað átti
ég til bragðs að taka? Svo hrökk
ég upp!
Guði sé lof! Þetta var þá bara
martröð! •
IV
Og nú ætla ég að verða svolítið
persónulegur.
Það var þriðjudagskvöldið 29.
desember 1992 rétt fyrir klukkan
20, að ég var að borða austur i
Skálholtsskóla með nokkrum gest-
um.
Allt í einu fann ég einkennilegan
doða í vinstri kinninni og fíngur
vinstri handar urðu stífír og sperrt-
ir. Ég ætlaði fljótlega að halda heim,
en er ég steig í vinstri fótinn, gaf
hann eftir og ég hefði fallið niður á
gólf, ef ég hefði ekki verið gripinn.
Tæpum tveimur tímum síðar var
ég kominn suður á Borgarspítala.
Snejðmynd af höfðinu sýndi, að ég
hafði fengið blóðtappa við heilann.
Ég endurheimti að mestu máttinn,
en vinstra megin er stöðuskynið
talsvert mikið skert.
V
Ég var síðan fluttur á Grensás-
deild. Mér fannst stórkostlegt að
kynnast starfínu, sem þar er unnið.
Þar hitti ég fyrir „engla“, sem fram-
kvæma það, sem við prestarnir
prédikum um: Starfsfólkið þjónar
Guði og náunganum í kærleika.
Raunverulega má segja, að allt
starfsfólkið - læknar, hjúkrunar-
fræðingar, sjúkraliðar og annað
starfsfólk - sé hendur og fætur
Jesú, þótt það gjöri sér það alls
ekki Ijóst sjálft.
Hvergi hef ég orðið vitni að jafn-
mcrgum kraftaverkum og þar.
Stórkostlegt er að fylgjast með
framförum margra sjúklinga, þegar
þeir eru að læra að ganga á ný,
fyrst í göngugrind, síðan með staf
og loks hjálparlaust. Hverjum nýj-
um sigri var fagnað, því að hann
vakti nýja von hjá þeim sjúklingum,
sem skemmra voru komnir.
Sumir eiga litla sem enga von
um bata, en hafa legið í mörg ár.
Æðruleysi þeirra vekur aðdáun.
Þetta eru hetjur hversdagslífsins!
VI
Ég gat hvorki staðið né gengið,
er ég kom á Grensásdeildina. Mér
var ekið í rúminu fram að horfa á
sjónvarpsfréttirnar og ég varð að
fá aðstoð við að fara á snyrtingu.
Strax var hafizt handa um endur-
hæfingu mína, því að ég þurfti að
læra að ganga á ný.
Á sjúkrahúsi myndast oft náið
samfélag. Sjúklingar eru allir í
sama báti. Þeim hefur verið kippt
út úr daglegu lífi og lagðir til hlið-
ar um sinn. Þá vakna oft erfiðar
spurningar: „Hvers vegna ég, Guð?
Hví ligg ég hér, ósjálfbjarga?"
Og oft eiga aðstandendur sjúkl-
inganna ekki síður erfitt.
Það var mikið hugsað, talað og
glímt við Guð á Grensásdeildinni
og mér varð enn ljósara en áður,
hve Guð er raunverulega nálægur
í þjáningunni. Ég dáðist oft að
kjarki og sálarstyrk sjúklinganna
og aðstandenda þeirra.
Það vakti athygli mína, hve náið
samband myndaðist oft milli sjúkl-
inga og starfsfólks, enda skiptir
miklu máli, að allir séu einhuga í
starfi. Starfsfólkið var áhugasamt
og hvetjandi og reiðubúið að hjálpa
sjúklingnum á allan hátt, enda fann
það sig gjöra gagn og sá beinan
árangur af starfi sínu.
Það er afar áríðandi, að starfs-
fólk á endurhæfingardeild hafi sem
mesta starfsreynslu. Grensásdeild-
inni helzt sérlega vel á starfsfólki
og margir hafa unnið þar meir en
heilan áratug.
Ég þori að fullyrða, að þjónustan
á Grensásdeildinni standist fyllilega
samanburð við það bezta, sem gjör-
ist annars staðar. Hún er glöggt
dæmi um frábæra stofnun, sem
tekizt hefur - með þrotlausu starfi
- að byggja upp á löngum tíma,
þar sem ótrúlegur árangur hefur
náðst í endurhæfingu sjúklinga. Um
það get ég hæglega borið af eigin
raun.
Þegar ég heyrði, að taka ætti
hluta af Grensásdeild og breyta í
langlegudeild svo að hægt yrði að
selja Heilsuverndarstöðina við Bar-
ónsstíg, fann ég mig tilneyddan að
stinga niður penna.
Auðvitað er nauðsynlegt að spara
og heilbrigðiskerfið er afar dýrt í
rekstri. En flýtum okkur hægt við
að ákveða, hvað og hvar á að spara
í heilbrigðisþjónustunni, svo að þar
verði ekki unnið lítt bætanlegt tjón
á stofnunum, sem hafa sannað
ágæti sitt.
VIII
Má ég að lokum minna á, hvað
Kristur segir um skyldur okkar við
sjúka og þurfandi í Matteusarguð-
spjalli 25. kafla, og versunum
31-46? Hann mat þá til jafns við
sjálfan sig.
„... hungraður var ég, og þér
gáfuð mér að eta, þyrstur var ég
og þér gáfuð mér að drekka, gestur
var ég og þér hýstuð mig, nakinn
og þér klædduð mig, sjúkur og þér
vitjuðuð mín, í fangelsi og þér kom-
uð til mín.“
Er menn spurðu undrandi, hve-
nær það hefði gjörzt, var svar Jesú
þetta:
„Sannlega segi ég yður, það allt,
sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafíð þér gjört
mér.“
Við aðra sagði hann: „... hungr-
aður var ég, en þér gáfuð mér ekki
að eta, þyrstur, en þér gáfuð mér
ekki að drekka, gestur var ég, en
þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér
klædduð mig ekki, ég var sjúkur og
í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.“
Er þeir spurðu, hvenær það hefði
gjörzt, var svar Jesú:
„Sannlega segi ég yður: Það allt,
sem þér gjörðuð ekki einum hinna
minna minnstu bræðra, það hafið
þér ekki gjört mér.“
Þetta eru alvarleg orð af munni
Jesú sjálfs.
IX
Á ég að trúa því, að þúsund ára
afmælis kristnitöku verði minnzt
hérlendis með því að minnka veru-
lega þjónustuna við þá, sem sjúkir
eru og aldraðir, og að gamli flokk-
urinn minn fari þar í fararbroddi?
Hvað er orðið um náungakær-
leikann, ef þetta er það, sem koma
skal?
Ég beini orðum mínum til núver-
andi forystumanna míns gamla
flokks. í fyrsta skipti frá því ég
fékk kosningarétt treysti ég mér
ekki til að ljá Sjálfstæðisflokknum
atkvæði mitt í kosningum, að þess-
ari afstöðu flokksins óbreyttri. Og
ég veit, að ég tala hér fyrir munn
fyölda manns, sem standa í svipuð-
um_ sporum og ég.
Ég leyfi mér að vænta þess, að
svar Sjálfstæðisflokksins verði bæði
jákvætt og skýrt. Ósköp þætti mér
leitt, ef ég neyddist til að yfirgefa
minn gamla flokk nú í ellinni.
Ég óttast ekki, að Gullna hliðið
verði nokkurn tíma læst þeim, er
þangað kemur í fylgd frelsarans.
En ég óttast, að biðröð sjúklinga,
er þurfa að komast á spítala, leng-
ist með hveiju árinu, sem líður, ef
svo_ fer fram sem horfír.
Ég ætlaði sannarlega ekki á
gamals aldri að fara að blanda mér
í opinbera umræðu um pólitík, enda
varla til þess hæfur lengur. En nú
er svo komið - þótt mér sé það
síður en svo sársaukalaust - að ég
neyðist til að biðja Morgunblaðið
um að birta þessar línur, ef ég á
að fá frið í samvizku minni.
Ég bið góðan Guð um að blessa
alla þá, sem trúað er fyrir völdum
hérlendis.
Gömlu vinir og flokkssystkin!
Ég vona, að þið misvirðið ekki
við mig - gamlan flokksbróður -
þótt ég gjöri meíri kröfur til ykkar
en annarra í þessum efnum. Er ég
gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn,
var kjörorð hans: „Gjör rétt! Þol ei
órétt!“
Eða hefur það kannski einnig
breyzt?
Höfundur er vígslubiskup.